Úrskurður þriðjudaginn 12. október 2021 í mál i nr . 33/2021 Endurupptökubeiðni Elías ar Shamsudin 1. Dómararnir Karl Axelsson, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 8. september 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á úrskurði Landsréttar 30. mars 2021 í máli nr. 207 /20 21 , Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gegn Elíasi Shamsudin. Málsatvik 3. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 26. mars 20 21 var fallist á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að endurupptökubeiðand a yrði gert að sæta afplánun á 400 daga eftirstöðvum refsingar samkvæmt dóm um Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 5. febrúar 2016 og 19. maí 2017, sem honum var veitt reyns lulausn á með ákvörðun Fangelsismálastofnunar 2. júní 2020. 4. Endurupptökubeiðandi skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. mars 2021, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Var kærður fyrrgreindur úrskurður H éraðsdóms Reykjavíkur frá 26. mars 2021. Landsréttur féllst á það, með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar að endurupptökubeiðandi væri undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varðað gæti sex ára fangelsi eftir að honum væri veitt reynslulausn. Hinn kærði úrskurður var þ ví staðfestur með úrskurði Landsréttar 30. mars 2021 sem krafist er endurupptöku á . Rökstuðningur endurupptökubeiðanda. 5. Endurupptökubeiðandi reisir kröfu sína um endurupptöku á því að úrskurður Landsréttar sé reistur á ólögmætum lagagrundvelli. Byggir hann meðal annars á því að ekki hafi reynt á gildisskilyrði 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15 /2016 um fullnustu refsinga fyrir dómstólum eftir þeim reglum sem eiga við um vandaða málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómi. Byggir hann þannig á því að málsmeðferð fyrir Landsrétti, sem og héraðsdómi uppfylli hvorki skilyrði 70. gr. stjórnarskrár né 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Endurupptökubeiðandi hafi hvorki fengið svigrúm né aðstöðu til að koma að vörnum í málinu. 6. Endurupptökub eiðandi byggir kröfu sína enn fremur á allnokkrum málsástæðum sem varða grundvöll málsins, stjórnskipulegt gildi 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 , lagaáskilnað og skýrleika refsiheimilda, óréttláta málsmeðferð, tilgang reynslulausnar, lok afplánunar og víð tæka skerðingu á mannréttindum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 33/2021 - 2 - Niðurstaða 7. Í máli þessu er sem fyrr segir beiðst endurupptöku á úrskurði Landsréttar 30. mars 2021 í máli nr. 207/2021. 8. Í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála segir að hafi héraðsdómur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn og getur þá Endurupptökudómur orðið við beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsin gu bersýnilega ranglega ákvarðaða, um að málið verði endurupptekið í héraði ef einhverju skilyrði a - d liða ákvæðisins er fullnægt. Þá segir í 232. gr. sömu laga að Endurupptökudómur geti leyft samkvæmt beiðni að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæ starétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. 9. Framangreind ákvæði 228. og 232. gr. laga nr. 88/2008 gera samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi dómur Landsréttar geng ið, en hvergi er vikið að heimild til að endurupptaka úrskurði Landsréttar. Í 2. mgr. 230. gr. sömu laga er jafnframt áréttað að Endurupptökudómur geti ákveðið að beiðni um endurupptöku fresti réttaráhrifum dóms meðan á meðferð hennar stendur. Ekki er minn st á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri máls eða bundið enda á málsmeðferð. 10. Í úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 1/2021, 4/2021, 9/2021, 17/2021 og 28/2021, er vikið að eldri ákvæðum laga þar sem kveðið var á um endurupptöku einkamála. Í þessum úr skurðum dómsins kemur fram að í eldri lagaákvæðum um endurupptöku mála hafi verið heimilað að endurupptaka dóma en ekki úrskurði. Vísað er til úrskurðanna að breyttu breytanda enda eiga í grunninn sömu sjónarmið við hvað þetta varðar um endurupptöku mála s amkvæmt lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála og ákvæðum laga nr. 88/2008. 11. Af öllu framangreindu leiðir að í gildandi lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku úrskurðar svo sem endurupptökubeiðandi hefur farið fram á í máli þessu. Samkvæmt því tel st beiðni hans um endurupptöku úrskurðar Landsréttar 30. mars 2021 í máli nr. 207/2021 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 3. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 159. gr. sbr. 7. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. 12. Máls kostnaður verður ekki ákveðinn . Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.