Úrskurður fimmtudaginn 9. mars 2023 í máli nr . 29 /2022 Endurupptökubeiðni Sigurbergs Inga Pálmasonar 1. Dómararnir Karl Axelsson, Eiríkur Elís Þorláksson og Eyvindur G. Gunnarsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. M eð beiðni sem barst Endurupptökudómi 9. desember 2022 fór endurupptökubeiðandi, Sigurberg Ingi Pálmason, [...] , fram á endurupptöku á máli nr. S - 478/2018 : Á kæruvaldið gegn Sigurbergi Inga Pálmasyni, sem dæmt var í Héraðsdóm i Reykjavíkur 21. janúar 201 9 . Krefst hann þess að málið verði endurupptekið hvað varðar sakfellingu fyrir peningaþvætti. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, telur ekki tilefni til endurupptöku. 4. Við meðferð málsins var Sveinn Andri Sveinsson lögmaður skipaður verjandi endurupptökubeiðanda og með ákvörðun 10. janúar 2023 var beiðni endurupptökubeiðanda um frestun réttaráhrifa dómsins meðan á meðferð málsins fyrir Endurupptökudómi stæði hafnað. Gagn aöflun lauk í málinu 8. febrúar 2023 . Málsatvik 5. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. janúar 2019 í máli S - 478/2018 var endurupptökubeiðandi sakfelldur á grundvelli tveggja ákæra, 21. júní og 20. september 2018 , fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, sbr. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1998 um virðisaukaskatt; bókhaldsbrot, sbr. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald og peningaþvætti á grundvelli 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga . 6. Nánar tiltekið fólust frumbrotin, sem peningaþvættið tengist, í tilviki eldri ákærunnar að endurupptökubeiðandi hefði ekki, sem stjó rnarmaður, framkvæmdastjóri og/eða daglegur stjórnandi, staðið skil á virðisaukaskattskýrslum þriggja nafngreindra félaga á tilgreindu tímabili og ekki staðið ríkissjóði skil á innheimtum virðisaukaskatti á sama tíma. Í tilviki yngri ákærunnar fólst brot e ndurupptökubeiðanda í því að hafa sem daglegur stjórnandi, eigandi og stjórnarformaður nafngreinds einkahlutafélags skilað efnislega rangri virðisaukaskattskýrslu á nánar tilgreindu tímabili og ekki staðið ríkissjóði skil á innheimtum virðisaukaskatti vegn a sama tíma. 7. E ndurupptökubeiðandi játaði sök varðandi skattalaga - og bókhaldsbrotin en krafðist sýknu af ákæru um peningaþvætti. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir a lla ákæruliðina. Krefst hann nú , svo sem fyrr greinir, endurupptöku málsins vegna sakfe llingar fyrir peningaþvætti. 8. S amkvæmt ákæru 21. júní 2018 var ákært á grun d velli þriggja stafliða A - C. Var í fyrsta lagi ákært fyrir skattalagabrot, í öðru lagi fyrir bókhaldsbrot og í þriðja lagi fyrir peningaþvætti. Sami háttur var viðhafður í ákærunni 20. september 2018. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2022 - 2 - 9. Umræddum fjórum peningaþvættisbrotum var nánar tiltekið lýst svo í ákærunum : Í 3. tölulið A - liðar ákæru 21. júní 2018: Nýtt eða ráðstafað í þágu rekstrar einkahlutafélagsins A eða eftir atvikum í eigin þágu, rekstrarárið 2014, ávinningi af brotum samkvæmt 1. tölul. A liðar ákæru, samtals kr. 7.271.562, en um er að ræða innheimtan virðisaukaskatt sem ákærða bar að skila til ríkissjóðs fyrir hönd félagsins. Í 3. tölulið B - liða r ákæru 21. júní 2018: Nýtt eða ráðstafað í þágu rekstrar einkahlutafélagsins B eða eftir atvikum í eigin þágu, rekstrarárin 2014 og 2015, ávinningi af brotum samkvæmt 1. tölul. B liðar ákæru, samtals kr. 21.450.336, en um er að ræða innheimtan virðisaukas katt sem ákærða bar að skila til ríkissjóðs fyrir hönd félagsins. Í 3. tölulið C - liðar ákæru 21. júní 2018: Nýtt eða ráðstafað í þágu rekstrar einkahlutafélagsins C eða eftir atvikum í eigin þágu, rekstrarárið 2015, ávinningi af brotum samkvæmt 1. tölul. C liðar ákæru, samtals kr. 9.377.692, en um er að ræða innheimtan virðisaukaskatt sem ákærða bar að skila til ríkissjóðs fyrir hönd félagsins. Í 3. tölulið ákæru 20. september 2018: Nýtt eða ráðstafað í þágu rekstrar einkahlutafélagsins D eða eftir atvikum í eigin þágu, ávinningi af brotum samkvæmt 1. tölulið ákæru, samtals kr. 13.642.372, en um er að ræða virðisaukaskatt sem ákærða bar að skila til ríkissjóðs fyrir hönd félagsins. Í öllum tilvikum voru brotin talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 149/2009. 10. Í forsendum dóms héraðsdóms kemur fram að samkvæmt framburði endurupptökubeiðand a fyrir dómi hafi honum í öllum tilvikum verið ljósar skyldur sínar til að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti í st arfsemi félaganna sem um ræðir, en að fjármunir hafi ekki verið til taks. I nnheimtum virðisaukaskatti hefði verið ráðstafað til að greiða undirverktökum og birgjum en engum fjármununum verið ráðstafað í eigin þágu. Er í dómnum talið að við þann framburð ve rði að una enda lægi ekkert annað fyrir í málinu og var endurupptökubeiðandi því sýknaður af þeim hluta þessara ákæruliða sem lutu að því að hann hefði ráðstafað fjármununum sem um ræðir í eigin þágu. Á hinn bóginn hefði e ndurupptökubeiðanda verið ljóst a ð umræddum fjármunum hefði í öllum tilvikum verið aflað með broti gegn lögum um virðisaukaskatt með því að skila ekki in nheimtum virðisaukaskatti heldur hefði fjármununum verið ráðstafað í þágu rekstrar félaganna eins og lýst væri í þ eim ákæruliðum þar sem ákært væri fyrir peningaþvætti . Sá virðisaukaskattur sem innheimtur hefði verið og endurupptökubeiðandi ráðstafaði í þágu félaganna væri því ávinningur af broti í skilningi 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Með þe irri háttsemi hef ði endurupptökubeiðandi gerst brotlegur gegn 1. , sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga eins og lýst væri í ákærunum. Endurupptök ubeiðandi hefði framið frumbrotin sem um ræddi og jafnframt brotin samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og væri því við refsiákvörðun höfð hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. mgr. 264. gr. sömu laga. 11. Með tilvitnuðum dómi héraðsdóms í máli nr. S - 478/2018 var endurupptökubeiðandi dæmdur til að sæta fangelsi í 12 mánuði en fullnustu níu mánaða þeirra fr estað skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dómsins. Þá var endurupptökubeiðandi dæmdur til að greiða 1 60.000.000 króna sekt í ríkissjóð og kæmi 12 mánaða fangelsi í stað sektarinnar yrði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppsögu dómsins. Loks var e ndurupptökubeiðandi dæmdur til að greiða verjanda sínum málsvarnarlaun. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2022 - 3 - Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 12. Krafa endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli S - 478/2018 að því er varðar sakfellingu fyrir peningaþvætti er byggð á a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla megi að hefðu skipt verulegu miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Eftir a ð tilvitnaður dómur héraðsdóms gekk hafi dómaframkvæmd í peningaþvættismálum breyst. Hæstiréttur hafi nú lagt þá línu að verknaðarlýsing peningaþvættisbrota, sambærileg þeirri sem viðhöfð hafi verið í málinu, sé haldin þeim ágöllum að vísa verði slíkum mál um frá héraðsdómi, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Mikilvægasta fordæmið þar að lútandi sé dómur Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 en í því máli hafi reynt á sjálfþvætti þar sem frumbrot hafi falist í stórfelldu skattalagabroti. Haf i uppbygging og orðalag ákæru verið með sama hætti og í því máli sem beiðst sé nú endurupptöku á. Í nefndum hæstaréttardómi segi um ákæruna að í engu sé lýst í hverju þær athafnir þess ákærða til viðbótar frumbrotum hafi falist brot samkvæmt peningaþvættis lið ákæru hafi ekki verið afmarkað í tíma með neinum hætti og ekki væri að finna neina sundurliðun þess fjár sem viðkomandi hefði annars vegar átt að nýta persónulega og hins vegar í þágu félaga í sinni eigu. Þá hefði ákæra í því máli ekki haft að geyma sé rtækar upplýsingar um fjárhagslegar ráðstafanir þess ákærða. Hefði þetta leitt til þess að Hæstiréttur vísaði málinu frá héraðsdómi. Ljóst sé að hefði þetta fordæmi legið fyrir þegar mál S - 478/2018 var dæmt 21. janúar 2019 hefði málinu verið vísað frá héra ðsdómi hvað ákæru fyrir peningaþvætti varðar . Sé af þeim sökum augljóst að skilyrði a - liðar 1. mgr. 2 2 8. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku séu uppfyllt. Við endurflutning málsins , fáist það endur upptekið, verði þess krafist að öllum ákæruköflum sem t aki til peningaþvættis verði vísað frá héraðsdómi. Rökstuðningur gagnaðila 13. Gagnaðili endurupptökubeiðanda telur ekki vera tilefni til að endurupptaka dóm í máli nr. S - 478/2018. Sá dómur hafi gengið 21. janúar 2019 en tilvitnaður dómur Hæstaréttar í máli nr. 46/2021 2. mars 2022 eða rúmum þremur árum síðar. Ekki fái staðist sá málatilbúnaður endurupptökubeiðanda að tilvitnaður dómur Hæstaréttar sé ný gögn í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Dómaframkvæmd yfir lengri tíma þar sem sú eldri er í ósamræmi við hina yngri geti ekki réttlætt að allir eldri dómar verði enduruppteknir. Breytt dómaframkvæmd geti ekki legið fyrir áður en breyting eigi sér stað og því fái það ekki staðist að dómur kveðinn upp árið 2022 geti haft áhrif árið 2019. Nið urstaða 14. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál ve rði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. , sem endurupptökubeiðandi byggir á, felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu sk ipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. 15. Með 12. gr. laga nr. 47/2020 um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála var leidd í lög sú regla sem nú er í a - lið 1. mg r. 228. gr. laga nr. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2022 - 4 - 88/2008. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna sagði meðal annars að skýra heldur gæti það einnig átt við úrlausnir alþjóðl egra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu. 16. Þótt ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að mál verði endurupptekið heldur þarf jafnframt að vera uppfyllt hið a lmenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku verði veitt, þar á meðal að telja verði að verulega miklu hefði skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. 17. Svo sem að framan er rakið byggir endurupptökubeiðandi á því að ætluð ný gögn eða upplýsingar í málinu í merkingu a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 felist í því að eftir að dómur í máli nu hafi gengið hafi dómaframkvæmd í peningaþvættismálum breyst og Hæstiréttur lagt þá línu að verknaðarlýsing peningaþvættisbrota í ákæru, sambærilegri þeirri sem viðhöfð hafi verið í málinu , væri haldin þeim ágöllum að vísa yrði slíkum málum frá héraðsdómi. Hefur endurupptökubeiðandi , svo sem fyrr greinir, vísað sérs taklega til fordæmis þess sem felist í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 . 18. Ákvæði 1. og 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga um peningaþvætti sem sakfellt var fyrir í málinu eru svohljóðandi: Hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðr um ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöf un ávinnings skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot skv. 1. mgr. skal sæta sömu refsingu og þar greinir. Ákvæði 77. gr. gildir þá eftir því sem við á. 19. Gildissvið 264. gr. almennra hegningarlaga var fært til núverandi horfs með lögum nr. 149/2009 og tekur það til ávinnings af öllum refsiverðum brotum. Um tilurð og skýringu ákvæðisins í þeirri mynd, sbr. 7. gr. laga nr. 149/2009, hefur ítarlega verið fjallað í dómum Hæstaréttar . Úr yngri réttarframkvæmd má með al annars benda á dóma 25. mars 2021 í máli nr. 29/2020, 25. nóvember 2021 í máli nr. 28/2021, 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 o g loks þrjú mál sem dæmd voru 13. apríl 2022, nr. 33, 34 og 35/2021. Í þremur þessara dóma eða málum nr. 34, 35 og 46/2021 reynd i á skilyrði sakfellingar fyrir peningaþvætti samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga vegna ætlaðrar ráðstöfunar og nýtingar ávinnings af skattalagabrotum á sambærilegum grundvelli og raunin var í héraðsdómi þeim sem krafist er endurupptöku á. Vísaði Hæst iréttur málunum í öllum tilvikum frá héraðsdómi , að hluta til eða í heild, þar sem ekki var fullnægt áskilnaði um verknaðarlýsingu brots gegn 264. gr. almennra hegningarlaga í ákæru, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008, svo sem nánar er fjallað um í dóm u num. 20. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda er til þess að líta að ákvæði 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um heimild til endurupptöku dæmdra sakamála felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir. Af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist fullnægt. Því til samræmis skal áréttuð sú krafa a - lið ar 1. mgr. 228. gr. að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að he ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2022 - 5 - 21. Sem endranær reynir í sakamáli af þessum toga á samspil verknaðarlýsingar viðkomandi refsiheimildar, í þessu tilviki 264. gr. almennra hegningarlaga annars vegar og hins vegar kröfu c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 þess efnis að í ákæru skulu greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfæ rslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafa fyrirmæli síðarnefnda ákvæðisins verið skýrð svo að lýsing á háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráð ið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa gerst brotlegur við. Mega ekki vera slík tvímæli um hverjar sakargiftir eru að ákærða verði með réttu talið torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum og dómara verði að vera kleift af henni einni að gera sér grein fyrir hvað ákærði er sakaður um og hvernig sú háttsemi verður talin refsiverð. Ákæra verði því að leggja viðhlítandi grundvöll að saksókn svo að dómur verði lagður á málið í samræmi við hana, enda ekki sakfellt fyrir aðra hegðun en þar greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Það verður hins vegar að meta eftir atvikum hverju sinni hversu nákvæm slík lýsing í ákæru þurfi að vera til þess að skilyrðum c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88 /2008 sé fullnægt og það ræðst jafnframt af brotategund og eðli brots hversu miklar kröfur verða gerðar til nákvæmni um lýsingu á einstökum þáttum verknaðar, svo sem hvaða háttsemi ákæran lýtur að og á hvaða tíma eða tímabili brot hafi verið framið. Þetta mat hverju sinni er eðli málsins samkvæmt alfarið á hendi hinna almennu dómstóla. 22. Hvað sem framangreindri dómaþróun , sem vísað er til í málsgrein 19 , líður þá verður ekki á það fallist með endur upptökubeiðanda að í tilvísuðum dómum Hæstaréttar í peningaþvættismálum felist að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem geti komið til álita sem grundvöllur endurupptöku dómsins yfir endurupptökubeiðanda frá 21. janúar 2019. Er þá til þess að lít a að sakfelling á grundvelli 264. gr. almennra hegningarlaga og kröfur samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um útlistun sakarefnis og grundvöll máls í ákæru lúta í hverju tilviki atvikabundnu mati dómstóla. Svo öndvert dæmi sé tekið er aðstaðan önnur hafi Hæstiréttur talið að tiltekin refsiheimild fengi ekki staðist áskilnað laga eða stjórnarskrár. Í máli endurupptökubeiðanda mat héraðsdómur það svo að ákærur á hendur honum um brot gegn 264. gr. almennra hegningarlaga fullnægðu skilyrðum um skýr leika og lagði til grundvallar framburð endurupptökubeiðanda sjálfs um ráðstafanir á innheimtum virðisaukaskatti. Taldi héraðsdómur að þær ráðstafanir hefðu verið í þágu tiltekinna félaga og þannig í andstöðu við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Un dir þeim kringumstæðum sem hér eru uppi nær h eimild endurupptökudóms samkvæmt 1. mgr. 228 . gr. laga nr. 88/2008 ekki til efnislegrar endurskoðunar atvikabundins mats alme nnra dómstóla á samspili refsiákvæða og áskilnaðar c - lið ar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 8 8/2008 , sem eftir atvikum kann að taka mið af þróun eða breyttum áherslum í dómaframkvæmd. Getur því ekki haft þýðingu þótt Hæstiréttur kunni að hafa gert aðrar og eftir atvikum ríkari kröfur til skýrleika ákæru í tilgreindum dómum heldur en héraðsdómur í máli endurupptökubeiðanda. 23. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. Verður endurupptökubeiðninni því hafnað. 24. Endurupptökubeiðanda verður samkvæmt því gert að greiða verjanda sínum þók nun sem telst hæfilega ákveðin 248.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2022 - 6 - Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Sigurbergs Inga Pálmasonar, um endurupptöku á máli nr. S - 478/2018 sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur 21. janúar 2019 er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 248.000 krónur.