Úrskurður föstudaginn 1. apríl 2022 í máli nr . 35/2021 Endurupptökubeiðni X 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni til Endurupptökudóms 16. september 2021 fór endurupptökubeiðandi , X , [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 54/2019 sem dæmt var í Hæstarétti 17. september 20 20 . Einnig er þess krafist að fullnustu dómsins verði frestað. Þá er krafist málskostnað ar. Endurupptökubeiðandi fór fram á það að réttaráhrifum dómsins yrði frestað undir rekstri málsins fyrir Endurupptökudómi, sbr. 2. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki var fallist á þá beiðni hans. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili end urupptökubeiðanda, leggst gegn beiðni hans. Málsatvik 4. Endurupptökubeiðandi var ákærður í 11 ákæruliðum fyrir ýmis brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum nr. 81/2003 um fjarskipti. Nánar tiltekið var ákærða gefin að sök tilraun til nauðgunar, nauðgun, frelsissvipting og nauðgun og brot í nánu sambandi vegna þessa, blygðunarsemis - og barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi með því að hafa horft á klámmyndir og fróað sér í návist níu ára gamals sonar síns, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og brot á lögum um fjarskipti með því að hafa látið koma fyrir eftirfararbúnaði og GPS - staðsetningartæki í bíl brotaþola í því skyni að fylgjast með ferðum hennar. 5. Endurupptökubeiðandi játaði öll brot gegn nálgunarbanni og brot gegn fjarskiptalögum. Hann neitaði hins vegar sök hvað varðar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi, blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. 6. Í héraðsdómi var endurupptökubeiðandi sýknaður af tilraun til nauðgunar, einu tilfelli nauðgunar, fre lsissviptingu og brot um í nánu sambandi en sakfelldur fyrir önnur brot . Með dómi Landsréttar var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir tvær nauðganir og fyrir blygðunarsemis - og barnaverndarlagabrot gegn syni sínum auk þess sem hann var sakfelldur fyrir br ot gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Var honum gert að sæta fangelsi í þrjú ár. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar en dæmdi hann í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi byggir á því að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 6. gr. m annréttindasáttmála Evrópu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 35/2021 - 2 - 8. Endurupptökubeiðandi kveðst ekki kannast við stóran hluta málsmeðferðarinnar og fr amlögð gögn í máli því sem hér er krafist endurupptöku á. Honum hafi orðið þetta fyrst ljóst þegar honum var kynnt niðurstaða Hæstaréttar og skjöl málsins. Hann kveðst ekki hafa verið viðstaddur skýrslutökur fyrir dómi heldur hafi hann verið færður í annað herbergi í dómhúsi, þegar vitni komu fram við aðalmeðferð, þar sem hann hafi verið einn og án aðstoðar túlks meðan á aðalmeðferð stóð. 9. Endurupptökubeiðandi tekur fram að bæði hann og brotaþolar í málinu séu af erlendu bergi brotin og skilji hvorki né tali íslensku . Sami túlkur hafi þýtt fyrir endurupptökubeiðanda og brotaþola við málsmeðferðina. Mikilvæg skjöl í málinu hafi ekki verið þýdd og endurupptökubeiðandi engar skýringar fengið á þeim. Hann hafi ekki skilið það sem fram fór við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi, þ.e. hvað brotaþoli, vitni, verjandi eða fulltrúi ákæruvaldsins hafi sagt enda hafi hann verið í öðru herbergi einn og án liðsinnis túlks. Hann hafi því ekki notið túlks í samræmi við rétt hans til að taka þátt í málsmeðferðinni. Hafi han n því ekki getað haldið uppi viðeigandi vörnum. Er vísað til þess að ákæruvaldinu beri að kveð j a til löggiltan dómtúlk kunni sá sem gefur skýrslu fyrir dómi íslensku ekki nægilega vel, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008. Sama eigi við þegar sakborningur skilji málið ekki og um sé að ræða vitnaskýrslu eins og í þessu máli. Hið sama gildi um öll skjöl og skýrslur en þau skul i vera sakborningi aðgengileg og skiljanleg, sbr. 3. mgr. 12. gr. sömu laga. 10. Endurupptökubeiðandi byggir á því að honum hafi verið vik ið úr þinghaldi og hann hafi því verið án aðstoðar túlks enda túlkurinn í dómsal að túlka fyrir brotaþola. Í þessu sambandi vísar hann til 3. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008 um að dómari skuli sjá til þess að ákærða, sem vikið er úr þinghaldi meðan vitni ge fur skýrslu, geti fylgst með skýrslutöku um leið og hún fer fram auk þess sem honum sé rétt að leggja fyrir vitnið þær spurningar sem hann óskar. Einnig bendir endurupptökubeiðandi á 1. mgr. 166. gr. laga nr. 88/2008 um rétt sakbornings til að vera viðstad dur aðalmeðferð og það að þing málið er íslenska, sbr. 1. mgr. 12. gr. sömu laga, en hann telur atvik í málinu sambærileg atvikum í dómi Hæstaréttar í máli nr. 309/2012. Einnig er vísað til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hafi um rétt sakbornin gs til aðstoðar túlks og þýðinga skjala. 11. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að túlkur hafi verið vanhæfur í skilningi 6. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 6. gr. sömu laga , en í þeim reglum felist að sami dómtúlkur skuli ekki túlka fyrir bæði sakborni ng og brotaþola eða önnur vitni í sakamáli . Í þessu sambandi sé vísað til framkvæmdar sem birtist í máli Héraðsdóms Reykjavíkur nr. S - 5825/2020 þar sem annar túlkur hafi túlkað fyrir ákærða en vitni. V arhugavert sé að sami túlkur túlki bæði fyrir sakbornin g og brotaþola enda geti frásögn hvors um sig haft áhrif á skoðun túlksins sem geti þá haft bein áhrif á túlkun hans en hæfisreglur laga nr. 88/2008 séu til þess gerðar að koma í veg fyrir slíkt . 12. Loks byggir endurupptökubeiðandi á því að hann hafi ekki not ið aðstoðar túlks á öllum stigum málsins eins og h ann hafi átt rétt á , sbr. 5. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008. 13. Endurupptökubeiðandi telur framangreinda galla á málsmeðferðinni hafa haft ótvíræð áhrif á niðurstöðu dómsins og hafi hann ekki getað haldið uppi vörnum sem skyldi. Hafi endurupptökubeiðandi haft lítinn eða engan skilning á því sem fram fór og hafi þar af leiðandi ekki spurt vitni eins og honum hafi verið heimilt . 14. Beiðni um endurupptöku byggir endurupptökubeiðandi á 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 , sbr. og d - lið 1. mgr. 228. gr. Krafa um málskostnað byggir á 6. mgr. 232. gr., sbr. og 231. gr. sömu laga og krafa um frestun réttaráhrifa á 230. gr. laganna. Að öðru leyti en að framan greinir er vísað til ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 35/2021 - 3 - grundvallarsjónarmiða og meginreglna um sanngjarna og réttláta málsmeðferð fyrir dómi sem og réttindi sakborning s við rekstur máls . Rökstuðningur gagnaðila 15. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili í málinu, leggst gegn því að endurupptökubeiðni nái fram að ganga. 16. Gagnaðili telur lög nr. 88/2008 ekki áskilja að sitt hvor túlkurinn túlki fyrir annars vegar ákærða og hins vegar brotaþola og önnur vitni, hvað þá að hæfisreglur 6. mgr. 12. gr., sbr. 6. gr. laganna , leiði til þess að sá túlkur sem túlkaði í þinghöldum í máli endurupptökubeiðanda hafi verið vanhæf til starfans. 17. Gagnaðili vísar til þess að í endurriti úr þingbók Héraðsdóms Reykjaness í máli nu sé bókað ngbók að ákærði hafi komið aftur í dómsalinn. Við framhald aðalmeðferðar 3. apríl 2018 hafi verið bókað að endurupptökubeiðandi hafi ekki verið mættur. Gögn málsins beri því með sér að endurupptökubeiðandi hafi kosið að vera ekki viðstaddur aðalmeðferð í m álinu eftir að hann hafði gefið skýrslu. Þegar hins vegar ákærða í sakamáli sé vikið úr dómsal og hann vill fylgjast með því sem fram fer í þinghaldinu sé framkvæmdin ófrávíkjanlega sú að ákærða sé gert kleift að fylgjast með og hlusta á allt sem fram fari í dómsal, sbr. 123. gr. laga nr. 88/2008 og reglur dómstólasýslunnar nr. 4/2018. Af því leiði að hann heyri einnig það sem túlkað sé. 18. Þá kveðst gagnaðili hafa kynnt sér skýrslutökur í héraði í máli Héraðsdóms Reykjavíkur nr. S - 5825/2020 sem vísað sé til í beiðni endurupptökubeiðanda. Í því máli hafi sami túlkurinn túlkað fyrir ákærða og vitni. 19. Í þessu máli hafi endurupptökubeiðandi notið aðstoðar túlks á öllum stigum málsins í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 309/2012 og þ eir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu sem endurupptökubeiðandi vísi til eigi því ekki við. 20. Að öllu framangreindu virtu telur gagnaðili ekkert benda til að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls Hæstaréttar nr. 54/2019 þannig að áhrif hafi haft á niðurs töðu þess, sbr. d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 og beri því að hafna beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins . Niðurstaða 21. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr. er endurupptaka heimil ef verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 22. Hvað varðar þá málsástæðu endurupptökubeið anda að hann hafi ekki notið aðstoðar dómtúlks við málsmeðferðina er þess að geta að bókað er um aðalmeðferð málsins í endurriti úr þingbók Héraðsdóms Reykjaness þriðjudaginn 20. mars 2018 sem gagnaðili hefur lagt fram. Þar kemur fram að mætt sé nafngreind kona sem mun túlka fyrir ákærða það sem fram fer í þinghaldinu. Þá er bókað í þingbók að endurupptökubeiðandi hafi gefið skýrslu fyrir dóminum en jafnframt að hann ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 35/2021 - 4 - var aðalmeðferð fram haldið 3. apríl 2018. Í þingbók þann dag var bókað að ákærði væri ekki mættur. 23. Í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008 segir að gefi maður skýrslu fyrir dómi sem kunni ekki íslensku nægilega vel skuli ákæruvaldið sjá um að kalla til löggi ltan dómtúlk. Sé ekki kostur á löggiltum dómtúlki sé dómara rétt að samþykkja að annar hæfur maður annist þýðingu en sá skuli þá undirrita heit í þingbók um að hann muni rækja starfann eftir bestu getu og beri honum að staðfesta þýðingu sína fyrir dómi ef hún er vefengd. Í endurriti úr þingbók kemur fram að mætt sé nafngreind kona sem muni túlka fyrir ákærða það sem fram fari í þinghaldinu. Hafi hún áður túlkað í þinghaldi og heitið að rækja starfann eftir bestu getu og samvisku. Að þessu virtu er ljóst að fullnægt var þeirri lagaskyldu sem greinir í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008. Þá kom skýrlega fram í endurriti úr þingbók að endurupptökubeiðandi vék að eigin ósk úr dómsal að lokinni skýrslutöku yfir honum og kaus að hlýða ekki á framburð brotaþola og an narra vitna. Þá mætti endurupptökubeiðandi ekki við framhald aðalmeðferðar en sami túlkur var þar mættur. 24. Af framansögðu leiðir að hafna verður þeirri málsástæðu endurupptökubeiðanda að sá ágalli hafi verið á málsmeðferðinni að hann hafi ekki notið aðstoð ar túlks. Þá verður ekki ráðið af endurriti úr þingbók að endurupptökubeiðanda hafi verið vikið úr dómsal, svo sem hann heldur fram, en hann hefur ekki leitast við að færa frekari sönnur að þessari málsástæðu sinni. 25. Endurupptökubeiðand i byggir einnig á því að dómtúlkur hafi verið vanhæfur þar sem hann hafi túlkað bæði fyrir ákærða og brotaþola. Samkvæmt 6. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2008 má dómtúlkur ekki vera vanhæfur til að taka starfann að sér samkvæmt sömu reglum og gilda um dómara, sbr. 6. gr. laga nr. 8 8/2008. Í síðarnefndu ákvæði er svo fyrir mælt að dómari, þar á meðal meðdómsmaður, sé vanhæfur til að fara með mál í nánar tilgreindum tilvikum sem nefnd eru í a - til g - lið ákvæðisins. Endurupptökubeiðandi hefur ekki fært að því rök að nokkurt þeirra atri ða, sem rakin eru í tilvitnuðu lagaákvæði, hafi átt við um dómtúlk í málinu þannig að valdið hafi vanhæfi hans. Það eitt að sami dómtúlkur túlki fyrir sakborning, brotaþola og vitni í máli veldur ekki vanhæfi hans svo sem endurupptökubeiðandi heldur fram. Verður því að hafna þessari málsástæðu endurupptökubeiðanda. 26. Endurupptökubeiðandi hefur vísað til þess kröfu sinni til stuðnings að mikilvæg skjöl málsins hafi ekki verið þýdd. Í málatilbúnaði hans er ekki að finna annan rökstuðning fyrir þeirri fullyrðingu en tilvísun í dóm Hæstaréttar í málinu nr. 309/2012 og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Í framangreindum dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að ákæra hefði hvorki verið þýdd yfir á móðurmál ákærða né að túlkur hefði við meðferð málsins þýtt hana orðrétt fyrir ákærða, auk þess sem endurrit af skýrslum brotaþola og annarra vitna fyrir dómi höfðu heldur ekki verið þýddar fyrir áfrýjun málsins. Í e - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmá la Evrópu verður talin felast skylda til þýðingar skjala að því marki sem nauðsynlegt er til að ákærði geti skilið sakargiftir og gripið til varna en í því efni kann að vera nægilegt að skjöl séu þýdd munnlega fyrir ákærða. Endurupptökubeiðandi hefur aftur á móti hvorki rökstutt nánar fullyrðingu sína u m skort á þýðingu né það hvort slíkt kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins. Þá hefur hann ekki lagt fram nein gögn til stuðnings málatilbúnaði sínum að þessu leyti. Verður framangreindri málsástæðu ha ns því hafnað. 27. Loks verður að hafna þeirri málsástæðu endurupptökubeiðanda að hann hafi ekki notið aðstoðar túlks á öllum stigum málsins eins og hann átti rétt á , sbr. 5. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008, enda hefur hann ekki leitast við að færa sönnur að þe ssari staðhæfingu sinni. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 35/2021 - 5 - 28. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður að hafna því að nokkuð sé komið fram í málinu um að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2 008. 29. Í málinu var þess ekki krafist að endurupptökubeiðanda yrði skipaður verjandi eins og heimilt er samkvæmt 1. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008. Kemur því ekki til álita að ákveða þóknun til handa verjanda, en úrslit málsins hefðu þó leitt til þess að han a hefði endurupptökubeiðandi þurft að greiða, sbr. 6. mgr. 231. gr. og 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Beiðni X um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 17. september 20 20 í málinu nr. 54/2019 er hafnað.