Endurupptökudómur Úrskurður fimmtudaginn 22. september 2022 í mál i nr . 12/2022 Endurupptökubeiðni Gunnlaug s Briem 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 24. júní 2022 fór endurupptökubeiðandi , Gunnlaugur Briem, [ ... ] , fram á endurupptöku á máli nr. 388/2019 sem dæmt var í Landsrétti 18. desember 2020 . Þá gerir endurupptökubeiðandi þá kröfu að verjanda hans verði ákvörðuð þóknun fyrir meðferð málsins fyrir Endurupptökudómi. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, vísar til úrskurðar Endurupptökudóms 15. júní 2022 í máli nr. 6/2022 og telur ekki efni til að veita skriflega greinargerð um viðhorf sín til beiðninnar. Málsatvik 4. Með dómi Landsréttar 18. desember 2020 í máli nr. 388/2019 var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Var hann dæmdur til átta mán aða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og skilorðsbundinnar sektar að fjárhæð 103.680.100 krónur, svo og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 5. Forsaga málsins er sú að 13. janúar 2011 hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á skattskilum endurupptökubeiðanda sem ga f skýrslu hjá embættinu 24. mars 2011. Rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk með skýrslu 14. október 2011 og 18. sama mánaðar var málið sent ríkisskattstjóra til meðferðar samkvæmt 6. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003. 6. Með úrskurði ríkisskattstjóra 28. mars 20 12 var stofn til ú t reiknings fjármagnstekjuskatts endurupptökubeiðanda vegna gjaldáranna 2007 til og með 2009 endurákvarðaður að viðbættu 25% álagi á vanframtalinn skattstofn, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. 7. Endurupptökubeiðandi skaut úrskurði rík isskattstjóra til yfirskattanefndar með kæru 25. jún í 2012 og krafðist þess að hækk un á skattstofni yrði endurskoðuð . Með úrskurði yfirskattanefndar 19. júní 2013 var kröfum endurupptökubeiðanda hafnað. 8. Með bréfi 3. maí 2012 vísaði skattrannsóknarstjóri máli endurupptökubeiðanda til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þar hófst rannsókn málsins með skýrslutöku af endurupptökubeiðanda 19. nóvember það ár. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 12/2022 - 2 - 9. Með ákæru sérstaks saksóknara 22. janúar 2013 var höfðað mál á hendur endurupptökubeiðanda fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003. 10. Mál endurupptökubeiðanda var þingfest í héraði 8. febrúar 2013. Endurupptökubeiðandi krafðist þess í greinar gerð, sem lögð var fram 29. maí 2013, að málinu yrði frestað þar til niðurstaða yfirskattanefndar í tilefni af kæru hans 25. júní 2012 lægi fyrir. Til vara krafðist hann þess að málinu yrði vísað frá dómi en að því frágengnu að hann yrði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Í þinghaldinu færði héraðsdómari til bókar að málinu yrði frestað til 17. september 2013 meðan beðið væri niðurstöðu í máli endurupptökubeiðanda fyrir yfirskattanefnd. Með bréfi verjanda endurupptökubeiðanda 24. júní 2013 var upplýst að nið urstaða nefndarinnar lægi fyrir. 11. Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu endurupptökubeiðanda fór fram 23. mars 2018 og með úrskurði héraðsdóms 25. apríl 2018 var fallist á kröfu endurupptökubeiðanda um frávísun málsins. Sá úrskurður var ómerktur með ú rskurði Landsréttar í máli nr. 388/2018 og málinu vísað aftur heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar á ný. Með úrskurði héraðsdóms 17. maí 2018 var á ný fallist á frávísunarkröfu endurupptökubeiðanda. Landsréttur felldi þann úrsk urð úr gildi með úrskurði 4. október 2018 í máli nr. 456/2018 og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. 12. Aðalmeðferð fór fram í héraðsdómi 7. desember 2018. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvað endurupptökubeiðandi efnislýsingu í á kæru rétta. Héraðsdómur kvað upp dóm 4. janúar 2019 og var endurupptökubeiðandi sakfelldur samkvæmt ákæru en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í eitt ár með vísan til 57. gr. almennra hegningarlaga. 13. Með dómi Landsréttar var endurupptökubeiðandi sem fyrr segir dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og skilorðsbundinnar sektar að fjárhæð 103.680.100 krónur, svo og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 14. Endurupptökubeiðandi byggir kröfu um endurupptöku á a - og d - lið um 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá vísar hann til 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að enginn skuli sæta lögsókn eða refsingu að nýju í sakamáli innan l ögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis. 15. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 31. ágúst 2021 í máli nr. 12951/18 hafi dómstólinn komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi með dómi Hæstaréttar í máli nr. 283/2016: Ákæruvaldið gegn A br o tið gegn 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannré ttindasáttmála Evrópu. Ákæruefnið í máli endurupptök ubeiðanda sé algerlega hliðsætt sakarefni þess máls, enda hafi Landsréttur vísað til dóms í máli A í forsendum sínum fyrir sakfellingu ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 12/2022 - 3 - endurupptökubeiðanda. Þá hafi Hæstiréttur lagt túlkun mannréttindadóm stólsins til grundvallar í dómi 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. 16. Í dómi Landsréttar hafi verið vísað til þess að rekstur máls endurupptökubeiðanda hjá skattyfirvöldum, lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómstól um hefðu tekið tæplega níu ár og ellefu mánuði. Þa r af hefðu málin verið rekin samhliða hjá skattyfirvöldum annars vegar og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum hins vegar í sjö mánuði. Ákæra hafi verið gefin út áður en meðferð málsins lauk hjá skattyfirvöldum eða fimm mánuðum áður en úrskurður yfirskattanef ndar gekk. 17. Endurupptökubeiðandi bendir á að sé miðað við að meðferð skattyfirvalda hafi lokið með úrskurði ríkisskattstjóra 28. mars 2012 en ekki úrskurði yfirskattanefndar, sbr. framangreinda dóm a Mannréttindadómstóls Evrópu og Hæstaréttar, liggi fyrir að mál endurupptökubeiðanda voru aldrei rekin samhliða hjá annars vegar skattyfirvöldum og hins vegar lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, enda hafi rannsókn sérstaks saksóknara hafist með skýrslutöku af endurupptökubeiðanda 19. nóvember 2012. Þá hafi ákæra á hendur honum verið gefin út 22. janúar 2013 eða tæpum tíu mánuðum eftir að máli endurupptökubeiðanda hafi lokið hjá skattyfirvöldum. 18. Endurupptökubeiðandi telji að sú túlkun sem komi fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 12951/18, og hafi veri ð staðfest í dómi Hæstaréttar í máli nr. 46/2021, feli í sér ný gögn eða upplýsingar sem ætla megi að hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Mál endurupptöku beiðanda sé algjörlega hliðstætt atvikum í máli Endurupptökudóms nr. 6/2022 þar sem fallist var á beiðni um endurupptöku. 19. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því til vara að málsmeðferðin fyrir Landsrétti í aðdraganda þess að kveðinn var upp refsidómur yfir honum hafi ekki verið í samræmi við 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. dóm yfirdeildar mannréttindadómstólsins í máli nr. 26374/18: B gegn Íslandi. Hinn 23. júní 2022 hafi Mannréttindadómstóll Evrópu staðfest sátt milli endurupptökubeiðanda og íslenska ríkisins frá 16. nóvember 2021 vegna sömu atvika og lágu til grundvallar dómi yfirdeildarinnar. Skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga n r. 88/20 08 séu því einnig uppfyllt fyri r endurupptöku málsins. Viðhorf gagnaðila 20. Gagnaðili endurupptökubeiðanda vísar til úrskurðar Endurupptökudóms 15. júní 2022 í máli nr. 6/2022 og telur ekki efni til að veita skriflega greinargerð um viðhorf sín til b eiðninnar. Niðurstaða 21. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 12/2022 - 4 - verulega m iklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Í d - lið 1. mgr. kemur fram að mál geti verið endurupptekið ef verulegir gallar hafi verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðuna. 22. M eð 12. gr. laga nr. 47/2020 var le idd í lög sú regla sem nú er í a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna sagði meðal annars að skýra heldur gæti það einnig átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarp sins og því væri ekki nauðsynlegt að um dóm væri að ræða. Þá gæti dómur í sambærilegu máli orðið grundvöllur beiðni um endurupptöku. Núgildandi ákvæði a - liðar 1. mgr. 228. gr. hefur í úrskurðum Endurupptökudóms verið túlkað þannig að dómar Mannréttindadóms tóls Evrópu geti leitt til endurupptöku máls að öðrum skilyrðum fullnægðum, sbr. meðal annars úrskurði Endurupptökudóms 15. júní 2022 í máli nr. 6/2022 og 11. janúar 2022 í málum nr. 2/2021 og 15/2021. Þá verður á það fallist að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli A gegn Íslandi , nr. 12951/18 , teljist dómur í máli sem er sambærilegt máli endurupptökubeiðanda. 23. Þótt ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að mál verði e ndurupptekið heldur þarf jafnframt að vera uppfyllt hið almenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku verði veitt, þar á meðal að verulega miklu hefði skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður e n dómur gekk. 24. Í dómi Mannréttindadómstóls Ev r ópu í framangreindu máli A gegn Íslandi , nr. 12951/18, sem endurupptökubeiðandi vísar til, var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði með dómi Hæstaréttar í máli nr. 283/2016 brotið gegn réttindum kæranda í því máli. Dómstóllinn klofnaði í afstöðu sinni og töldu fjórir dómarar að um brot á 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmálans væri að ræða. Þrír dómarar töldu svo ekki vera og vísuðu í eldri fordæmi réttarins í þeim efnum. 25. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli A gegn Íslandi er einn af fjölmörgum dómum mannréttind adómstólsins um umræddan samningsviðauka undanfarin ár og er ljóst að framkvæmd og túlkun dómstólsins hefur tekið talsverðum breytingum og verið í innbyrðis ósamræmi . Í þeim efnum er til þess að líta að Hæstiréttur hefur tiltekið að dómaframkvæmd mannrétti ndadómstólsins hvað samningsviðaukann varðar sé á reiki. Má um það meðal annars vísa til dóms Hæstaréttar 22. gildissviði og inntaki 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðau ka mannréttindasáttmála Ev r ópu, enda hefur Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 er vísað til tilgreinds orðalags í fyrrnefnda dóminum, nr. 371/2010, og e tíma sem tilvitnaður dómur féll, hefur ekki að öllu leyti verið til þess fallin að varpa skýrara ljósi á nefndum dómi Hæstaréttar 2. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 12/2022 - 5 - mars 2022 í máli nr. 46/2021 að í tilgreindum dóm i mannréttindadómstólsins í máli A kæmi fram verið nægjanleg hafi verið talið að ekk i bæri að líta til þess tíma sem mál hefur verið fyrir yfirskattanefnd. 26. Þrátt fyrir framangreint verður að líta til þess að Hæstiréttur hefur litið til framangreinds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli A og beitt reglu sem talin er leiða af þeim dómi, sbr. dóm Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. Þá verður ekki litið framhjá því að Endurupptökudómur hefur í öldungis sambærilegu máli og þessu fallist á endurupptöku, sbr. úrskurð 15. júní 2022 í máli nr. 6/2022, en í því máli taldi E ndurupptökudómur að sú túlkun sem fram [ kæmi ] í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli A gegn Íslandi [ yrði ] að teljast ný gögn eða upplýsingar sem ætla [ mætti ] að hefðu skipt veruleg a miklu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en d ómur gekk, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 27. Í dómi Landsrétt a r kom fram að rekstur mála hans hjá skattyfirvöldum, lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómstólum hefðu tekið tæplega níu ár og ellefu mánuði. Þar af hefðu málin verið rekin samhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum í sjö mánuði. Ákæra hefði verið gefin út á hendur honum áður en meðferð málsins lauk hjá skattyfirvöldum, eða fimm mánuðum áður en úrskurður yfirskatta nefndar gekk. 28. Sé miðað við að meðferð skattyfirvalda hafi lokið með úrskurði ríkisskattstjóra 2 8 . mars 2012 en ekki úrskurði yfirskattanefndar 19. júní 2013, í samræmi við þá túlkun sem fram kemur í fyrrnefndum dómi mannréttindadómstólsins í máli nr. 12951 /18 og dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021, liggur fyrir að mál endurupptökubeiðanda voru aldrei rekin samhliða hjá skattyfirvöldum annars vegar og hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum hins vegar, þar sem rannsókn sérstaks saksóknara hófst me ð skýrslutöku af endurupptökubeiðanda 19. nóvember 2012. Þá var ákæran á hendur honum gefin út 22. janúar 2013. 29. Samkvæmt því verður þegar á grundvelli framangreindra forsendna fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Lan dsrétti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Er því ekki ástæða til þess að tekin verði afstaða til þess hvort skilyrði d - liðar 1. mgr. 228.gr. laganna séu jafnframt uppfyllt í málinu. 30. Skipuðum verjanda endurupptökubeiðanda verður í samr æmi við 1. mgr. 230. gr., sbr. seinni málslið 2. mgr. 232. gr., og 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Gunnlaugs Briem, um endurupptöku á máli nr. 388/2019 sem dæmt var í Landsrétti 18. desember 2020. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 12/2022 - 6 - Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Gests Jónssonar lögmanns, 446.000 krónur , greiðist úr ríkissjóði .