Úrskurður miðvikudaginn 15. júní 2022 í máli nr . 6/2022 Endurupptökubeiðni X 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Karl Axelsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 17. febrúar 202 2 fór endurupptökubeiðandi, X , [...], fram á endurupptöku á máli nr. 534/2019 sem dæmt var í Landsrétti 18. desember 2020. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, leggst gegn beiðni nni . Málsatvik 4. Með dómi Landsréttar 18. desember 2020 í máli nr. 534/2019 var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir meiriháttar brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinn ar fangelsisvistar og skilorðsbundinnar greiðslu sektar að fjárhæð 19.338. 2 00 krónur, svo og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 5. Forsaga málsins er sú að 4. október 2011 hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á skattskilum endurupptökubeiðanda vegna tekjuáranna 2007 og 2008. Endurupptökubeiðandi gaf skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra 25. sama mánaðar en rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk með skýrslu 30. desember 2011. Sama dag var málið sent til ríkisskattstjóra til meðferðar samkvæmt 6. mgr. 103. gr. laga nr. 9 0/2003. 6. Með úrskurði ríkisskattstjóra 20. ágúst 2012 var stofn til útreiknings fjármagnstekjuskatts endurupptökubeiðanda gjaldárin 2008 og 2009 endurákvarðaður að viðbættu 25% álagi á vanframtalinn skattstofn, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. Ál ag á stofn endurupptökubeiðanda til fjármagnstekjuskatts samkvæmt því nam 3.328.500 krónu m gjaldárið 2008 og 24.297.500 krónu m gjaldárið 2009 . 7. Endurupptökubeiðandi skaut úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar með kæru 10. október 2012. Með úrskurði n efndarinnar 30. desember 2013 var kröfum endurupptökubeiðanda um frádrátt kostnaðar við uppgjö r afleiðusamninga vísað frá nefndinni en niðurstaða ríkisskattstjóra staðfest að öðru leyti. Fyrir liggur að 28. janúar 2014 greiddi endurupptökubeiðandi skattsku ldina með fyrirvara um réttmæti kröfunnar. 8. Með bréfi 22. júní 2012 vísaði skattrannsóknarstjóri máli endurupptökubeiðanda til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þar hóst rannsókn málsins með skýrslutöku af endurupptökubeiðanda 25. september það á r. 9. Þann 26. apríl 2013 gaf embætti sérstaks saksóknara út ákæru á hendur endurupptökubeiðanda fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2022 - 2 - 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003. Við þingfestingu málsins fy rir Héraðsdómi Reykjavíkur neitaði endurupptökubeiðandi sök. Með úrskurði 12. júní 2014 hafnaði héraðsdóm ur frávísunarkröfu endurupptökubeiðanda. Frávísunarkrafan var aðallega byggð á því að með ákvörðun ríkisskattstjóra um skattálag samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 hefði endurupptökubeiðanda verið gerð refsing í skilningi 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Frekari málsmeðferð færi því í bága vi ð ákvæði mannréttindasáttmálans þar sem þess væri krafist að honum yrði á ný gerð refsing fyrir sömu brot. Eftir að dómur Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr. 283/2016 gekk gerði endurupptökubeiðandi aftur kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi. Með ú rskurði héraðsdóms 14. mars 2018 var fallist á frávísunarkröfu endurupptökubeiðanda. Land s réttur felldi þann úrskurð úr gildi 20. júní 2018 í máli nr. 277/2018 og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Í þinghaldi 5. mars 2019 krafð ist endurupptökubeiðandi þess á ný að málinu yrði vísað frá dómi, nú á grundvelli nýrra úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu með úrskurði 15. mars 2019. 10. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2019 var endurupptökubeiðan di sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að sæta fangelsi í tvo mánuði sem bundið var almennu skilorði til eins árs. Þá var honum gert að greiða 19.350.000 krónur í sekt til ríkissjóðs en sæta ella fangelsi í 270 daga. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn 18. desember 2020. 11. Fyrir Landsrétti krafðist endurupptökubeiðandi þess aðallega að málinu yrði vísað frá héraðsdómi á sama grundvelli og áður, það er að meðferð málsins fyrir dómstólum bryti gegn banni við endurtekinni málsmeðferð samkvæ mt 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Einnig byggði endurupptökubeiðandi á því að vísa ætti málinu frá dómi á þeim grunni að úrskurður Landsréttar nr. 277/2018 hefði verið kveðinn upp af dómstól sem ekki var skipaður samkvæmt lögum. Í dómi sínum vísaði Landsréttur til þess að að rekstur mála endurupptökubeiðanda hjá skattyfirvöldum, lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómstólum hefði tekið tæplega níu ár og tvo mánuði miðað við upphafsdag rannsóknar skattrannsóknarstjóra 4. október 2011. Þar af he fðu málin verið rekin samhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum í 15 mánuði. Ákæra hefði verið gefin út á hendur honum áður en meðferð málsins lauk hjá skattyfirvöldum, eða rúmum átta mánuðum áður en úrskurður yfirskattanefndar gekk . Taldi Landsréttur að mál endurupptökubeiðanda skæri sig að þessu leyti frá dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hann h e fði vísað til og byggt frávísunarkröfu sína á. Kröfu endurupptökubeiðanda um frávísun málsins var því hafnað með þeim rökum að skilyrð um um nauðsynlega samþættingu mála endurupptökubeiðanda að efni til og í tíma hefði verið fullnægt við rekstur á málum hans annars vegar hjá skattyfirvöldum og hins vegar hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 féllst Landsréttur ekki á að vísa bæri málinu frá dómi á þeim grunni að úrskurður Landsréttar nr. 277/2018 hefði verið kveðinn upp af dómstól sem ekki var skipaður samkvæmt lögum. 12. Landsréttur staðfesti sakfellingu endurupptökubeiða nda. Var refsing hans ákveðin fangelsi í fjóra mánuði auk þess sem honum var gert að greiða sekt í ríkissjóð að fjárhæð 19.338.200 krónur, sem nam tvöfaldri fjárhæð þess skattstofns sem undan var dreginn að frádregnum skatti af álagi. Var fullnustu refsing ar hans, bæði refsivist og fésekt, frestað skilorðsbundið í tvö ár. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2022 - 3 - Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 13. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 31. ágúst 2021 í máli dómstólsins nr. 12951/18 hafi dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi með dómi Hæstaréttar í máli nr. 283/2016: Ákæruvaldið gegn Braga Guðmundi Kristjánssyni, brotið gegn 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu. Endurupptökubeiðandi telur ákæruefnið í máli sínu algerlega hliðstætt sakarefninu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar enda hafi Landsréttur vísað til þess dóms í forsendum sínum fyrir sakfellingu endurupptökubeiðanda. Endurupptökubeiðandi telur ljóst af fyrrnefndum dómi mannréttindadómstólsins að málsmeðferðin, sem lauk með sakfellingu hans, hafi brotið gegn rétti hans og banni gegn tvöfaldri refsimeðferð og ref singu vegna sama atviks, sbr. 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu. 14. Um skilyrði fyrir endurupptöku er í fyrsta lagi vísað til a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eins og ákvæðinu var breytt með 11. gr. laga n r. 47/2020. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna komi fram að ekki sé gert ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem sett hafi verið í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku sakamála. Þó hafi texti a - liðar 1. mgr. ver ið samræmdur þeim breytingum sem gerðar hafi verið á skilyrðum til endurupptöku samkvæmt lögum um meðferð einkamála með því að nýjar upplýsingar geti verið upplý alþjóðlegra dómstóla. Í athugasemdum við 7. gr. frumvarpsins sé sérstaklega tilgreint að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti fallið þar undir. Framangreindur dómur lagaákvæðisins, enda hafi því verið slegið þar föstu að sú lagatúlkun sem sakfelling endurupptökubeiðanda var byggð á hafi beinlínis verið andstæð skýru ákvæði 1. mgr . 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Engu breyti þótt dómur Mannréttindadómstóls Evrópu varði annan aðila en endurupptökubeiðanda. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar um áðurnefnda 7. gr. frumvarpsins hafi verið tekið fra m að dómur í sambærilegu máli geti verið grundvöllur til að byggja beiðni á um endurupptöku. Um beitingu lagareglunnar vísar endurupptökubeiðandi jafnframt til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 10, 11 og 18/2021. 15. Endurupptökubeiðandi kveðst ekki hafa óskað eftir leyfi til áfrýjunar á dómi Landsréttar til Hæstaréttar enda hafði héraðsdómur í þrígang tekið afstöðu til þess með úrskurðum hvort málinu skyldi vísað frá héraðsdómi á þeim grundvelli að málsmeðferðin bryti gegn ákvæðum 1. mgr. 4. gr. 7. viðauk a mannréttindasáttmála Evrópu. Frávísunarkröfunni hafi verið haldið til streitu við áfrýjun málsins til Landsréttar, þar sem henni hafi verið hafnað endanlega. Í dómi Landsréttar hafi verið vísað til dóms Hæstaréttar í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar n r. 283/2016 sem fordæmi s við úrlausn málsins og frávísunarkröfunni því hafnað með sömu röksemdum og lágu til grundvallar þeim dómi. Í ljósi þessa taldi endurupptökubeiðandi útilokað að leyfi gæti fengist til áfrýjunar þess þáttar málsins til Hæstaréttar. Þ að sé þó ekki fortakslaust skilyrði fyrir heimild til endurupptöku dæmds máls að dómfelldi hafi áður tæmt allar leiðir til að fá leiðréttingu mála sinna. Í úrskurði Endurupptökudóms í máli nr. 8/2021 hafi endurupptaka héraðsdóms í óáfrýjuðu máli verið heim iluð. Í því máli hafi gagnaðili, embætti ríkissaksóknara, talið rök mæla með því að endurupptaka yrði heimiluð. 16. Endurupptökubeiðandi telur að fram séu komin atvik sem hefðu haft úrslitaráhrif á niðurstöðu málsins fyrir Landsrétti ef þau hefðu legið fyrir þegar dómurinn var kveðinn upp 18. desember 2020. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2022 - 4 - Atvikin sem vísað sé til sé dómur Mannréttindadómstóls Evrópu 3 1. ágúst 2021 í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi. Sakfelling endurupptökubeiðanda í dómi Landsréttar sé á því byggð að málsmeðferð skattamáls hans annars vegar hjá skattyfirvöldum og hins vegar hjá ákæruvaldinu hafi verið svo samþætt í tíma að ekki teldist hafa verið brotið gegn banni við tvöfaldri málsmeðferð og tvöfaldri refsingu í málsmeðferðinni. Þessi samþætting í tíma hafi einkum verið rökstudd með því að mál endurupptökubeiðanda hafi verið til meðferð hjá yfirskattanefnd í 15 mánuði e ftir að lögreglurannsókn hófst. Um þýðingu þess hafi verið vísað til rökstuðnings í dómi Hæstaréttar í máli nr. 283/2016. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi sé því slegið föstu að réttur skattaðilans til a ð láta reyna á réttmæti skattálagningar fyrir yfirskattanefnd geti ekki orðið til að skerða þá vernd sem sakborningur njóti samkvæmt reglunni í 1. mgr. 4. gr. 7. gr. viðauka mannréttindasáttmálans. Túlkun dómstólsins sé að mati endurupptökubeiðanda ný gögn í skilningi 228. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 11. gr. laga nr. 47/2020. 17. Þegar beiðni endurupptökubeiðanda var send Endurupptökudómi hafi þegar legið fyrir að dómaframkvæmd Landsréttar í samkynja málum h e fði breyst eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Baga Guðmundar Kristjánssonar var kveðinn upp. Vísar endurupptökubeiðandi til dóms Landsréttar 22. október 2021 í máli nr. 337/2020. Þeim dómi hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu Landsréttar með dómi 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. Í forsendum þess dóms sé sérstaklega hnykkt á þýðingu úrlausnar mannréttindadómstólsins í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi. Þessum fordæmum hafi svo verið fylgt í dómi Landsréttar 8. apríl 2022 í máli nr. 710/2021. Telur enduruppt ökubeiðandi þetta til marks um að hann hafi verið ranglega sakfelldur í dómi Landsréttar. 18. Um skilyrði fyrir endurupptöku er í öðru lagi vísað til þess að málsmeðferðin fyrir Landsrétti í aðdraganda þess að kveðinn var upp refsidómur yfir endurupptökubeiða nda hafi ekki verið í samræmi við 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi nr. 26374/18. 19. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi með úrskurði 14. mars 201 8 vísaði ákæru á hendur endurupptökubeiðanda frá dómi þar sem málsmeðferðin hefði brotið gegn 4. gr. 7. vikauka mannréttindasáttmála Evrópu. Ákæruvaldið hafi kært þann úrskurð til Landsréttar. Með úrskurði Landsréttar 20. júní 2018 í máli nr. 277/2018 hafi hinn kærði úrskurður verðið felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Meðal dómara sem kveðið hafi upp úrskurð Landsréttar hafi verið landsréttardómarinn Jón Finnbjörnsson. Sömu aðstæður og byggt var að þessu leyti á í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hafi átt við um Jón Finnbjörnsson þegar frávísunarúrskurður héraðsdóms í máli endurupptökubeiðanda var felldur úr gildi. Um nánari rökstuðning að þessu leyti vísar endurupptökubeiðand i til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2 og 15/2021. Rökstuðningur gagnaðila 20. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili í málinu, leggst gegn því að endurupptökubeiðnin nái fram að ganga. 21. Gagnaðili vísar til þess að endurupptökubeiðandi hafi ekki leitað leyf is Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Þá hafi Mannréttindadómstóll Evrópu 18. nóvember 2021 komist að þeirri niðurstöðu að kæra endurupptökubeiðanda væri ekki tæk til meðferðar þar sem hann hefði ekki ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2022 - 5 - leitað til hlítar leiðréttingar í heimalandinu eins og gert sé ráð fyrir í 1. mgr. 35. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 22. Að mati ákæruvaldsins felur það eitt og sér að vísað hafi verið til dóms Hæstaréttar í máli nr. 283/2016 í niðurstöðukafla dóms Landsréttar ekki í sér að nú séu sjálfkrafa komnar fr am nýjar upplýsingar eða gögn sem hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins. Vissulega sé það svo að horft hafi verið til dóms Hæstaréttar í úrlausn Landsréttar við mat á því hvort skilyrðinu um nauðsynlega samþættingu að efni og í tíma hafi veri ð fullnægt við rekstur á málum endurupptökubeiðanda annars vegar hjá skattyfirvöldum og hins vegar hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Landsréttur hafi jafnframt lagt mat á áðurnefnd skilyrði með vísan til annarra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem en durupptökubeiðandi vísaði til og byggði frávísunarkröfu sína á, það er dóm í máli Ragnars Þórissonar gegn Íslandi frá 12. febrúar 2019 og dóm í máli Bjarna Ármannssonar gegn Íslandi frá 16. apríl 2019. 23. Í beiðni endurupptökubeiðanda sé aðeins vísað til þes s að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi liggi fyrir og hann feli í sér ný gögn eða upplýsingar sem ætla megi að hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins. Að mati gagnaðila sé ekki um að ræða fulln ægjandi rökstuðning því færa verði fram rök fyrir því að hvaða leyti þær upplýsingar sem koma fram í dómnum hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins. Gagnaðili telur því að endurupptökubeiðandi hafi ekki fært fram fullnægjandi rök fyrir beiðni si nni. Því verði ekki séð að fullnægt sé skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku landsréttarmálsins. 24. Gagnaðili hafnar því að málið verði endurupptekið á þeim grunni að úrskurður Landsréttar í máli nr. 277/2018 hafi verið kveðin n upp af dómstól sem ekki var skipaður samkvæmt lögum. Þrátt fyrir að Jón Finnbjörnsson hafi verið einn þeirra dómara sem kváðu upp þann úrskurð þá hafi á síðari stigum, sama frávísunarkrafa komið til umfjöllunar fyrir Landsrétti í máli nr. 534/2019. Þeir dómarar sem leystu úr þeirri frávísunarkröfu og kváðu upp þann dóm hafi verið skipaðir lögum samkvæmt. Aðkoma Jóns Finnbjörnssonar hafi aðeins falist í aðkomu kærumáls þar sem leyst var úr ágreiningi um formhlið málsins með úrskurði en ekki efnisdómi. Það hafi komið í hlut dómara Landsréttar í máli nr. 534/2019 að leysa úr frávísunarkröfu endurupptökubeiðanda og aðkoma Jóns Finnbjörnssonar á fyrri stigum málsins verði ekki metin sem verulegur galli á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Niðurstaða 25. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun mei ra brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Í d - lið 1. mgr. kemur fram að mál geti verið endurupptekið ef verulegir gallar hafi verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu na . 26. Eins og greinir að framan var með 12. gr. laga nr. 47/2020 leidd í lög sú regla sem nú er í a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna sagði meðal annars að skýr eingöngu til sönnunargagna heldur gæti það einnig átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2022 - 6 - við Mannréttindadómstól Evrópu. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins og því væri ekki nauðsynlegt að um dóm væri að ræða. Þá gæti dómur í sambærilegu máli orðið grundvöllur beiðni um endurupptöku. Núgildandi ákvæði a - liðar 1. mgr. 228. gr. verður samkvæmt framangreindu túlkað þannig að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti leitt til endurupptöku máls að öðrum skilyrðum fullnægðum, sbr. einnig meðal annars úrskurði Endurupptökudóms 11. janúar 2022 í málum nr. 2/2021 og 15/2021. Þá verður á það fallist að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi teljist dómur í máli sem er sambærilegt máli endurupptökubeiðanda. 27. Þótt ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir í skilningi a - liðar 1. mg r. 228. gr. laga nr. 88/2008 leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að mál verði endurupptekið heldur þarf jafnframt að vera uppfyllt hið almenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku verði veitt, þar á meðal að verulega miklu hefði skip t fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. 28. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi kom fram sú breyting frá fyrri dómaframkvæmd réttarins að við mat á því hvort samþætting í tíma hefði verið nægjanleg var talið að ekki bæri að líta til þess tíma sem mál hefur verið rekið fyrir yfirskattanefnd enda yrði að öðrum kosti dregið úr þeirri vernd sem 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við sáttmálann sé ætlað að veita geg n tvöfaldri málsmeðferð og refsingu. Hæstiréttur lagði þessa túlkun mannréttindadómstólsins til grundvallar í dómi sínum 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. 29. Eins og fram hefur komið vísaði Landsréttur til þess í forsendum sínum fyrir sakfellingu endurupptöku beiðanda að rekstur mála hans hjá skattyfirvöldum, lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómstólum hefðu tekið tæplega níu ár og tvo mánuði. Þar af hefðu málin verið rekin samhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum í 15 mánuði. Ákæra hefði v erið gefin út á hendur honum áður en meðferð málsins lauk hjá skattyfirvöldum, eða rúmum átta mánuðum áður en úrskurður yfirskattanefndar gekk. 30. Sé miðað við að meðferð skattyfirvalda hafi lokið með úrskurði ríkisskattstjóra 20. ágúst 2012 en ekki úrskurði yfirskattanefndar 30. desember 2013, í samræmi við þá túlkun sem fram kemur í fyrrnefndum dómi mannréttindadómstólsins og dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021, liggur fyrir að mál endurupptökubeiðanda voru aldrei rekin samhliða hjá skattyfirvöl dum annars vegar og hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum hins vegar, þar sem rannsókn sérstaks saksóknara hófst með skýrslutöku af endurupptökubeiðanda 25. september 2012. Þá var ákæran á hendur honum gefin út 26. apríl 2013 eða átta mánuðum eftir að máli endurupptökubeiðanda lauk hjá skattyfirvöldum. 31. Að því sögðu verður að líta svo á að sú túlkun sem fram kemur í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi og hefur verið staðfest í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í m áli nr. 46/2021 verði að teljast ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - liður 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 32. Samkvæmt því verður þegar á grundvelli framangreindra forsendna fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Landsrétti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Er því ekki ástæða til þess að tekin verði afstaða til þess hvort sk ilyrði d - liðar 1. mgr. 228.gr. laga nr. 88/2008 séu jafnframt uppfyllt í málinu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2022 - 7 - 33. Skipuðum verjanda endurupptökubeiðanda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr., sbr. seinni málslið 2. mgr. 232. gr., og 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, X , um endurupptöku á máli nr. 534/2019 sem dæmt var í Landsrétti 18. desember 2020. Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Ragnars H. Hall lögmanns, 446.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.