Úrskurður mánudaginn 23. janúar 2023 í máli nr . 22/2022 Endurupptökubeiðni [...] 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Hólmfríður Grímsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 14. október 2022 fór endurupptökubeiðandi, [...] , [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 77/2018, á kæruvaldið gegn [...] , sem dæmt var í Landsrétti 15. júní 2018. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeið anda, vísar til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021, 15/2021 og 3/2022 og telur ekki efni til að veita umsögn í málinu. 4. Í ljósi upplýsinga sem aflað var frá endurupptökubeiðanda áður en málið var tekið til úrskurðar voru ekki talin efni til fresta réttaráhrifum dóms á meðan meðferð málsins stóð eins og endurupptökubeiðandi gerði kröfu um. Málsatvik 5. Endurupptökubeiðandi krefst þess að mál nr. 77/2018, sem lauk með dómi Landsréttar 15. júní 2018, verði endurupptekið. Með þeim dómi var end urupptökubeiðandi sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldsbrot í starfsemi tveggja einkahlutafélaga auk peningaþvættis. Vísað var frá héraðsdómi þeim hluta ákæru er laut að skilum á efnislega röngum skattframtölum og fyrir að hafa lá tið undir höfuð leggjast að skila tekjuskatti og útsvari þar sem tvíþætt málsmeðferð var talin brjóta í bága við 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu þar sem hún hefði ekki verið nægilega samþætt í tíma. Var endurupptökubeiðandi dæmdur til 18 mána ða fangelsisvistar en fullnustu 15 mánaða frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var honum gert að greiða sekt að fjárhæð 258.000.000 króna en vararefsing ákveðin fangelsi í eitt ár og ákvæði héraðsdóms um upptöku fjármuna og annarra muna staðfest. Einnig va r endurupptökubeiðanda gert að greiða 2/3 hluta sakarkostnaðar málsins í héraði og áfrýjunarkostnaðar, þar með talið þóknun 2/3 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns. 6. Fram kemur í endurupptökubeiðni að ekki hafi verið óskað eftir áfrýjunarleyfi Hæst aréttar þar sem rétturinn hafi þegar hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi í sambærilegu máli, sbr. ákvörðun réttarins nr. 137/2018 frá 20. júní 2018. 7. Endurupptökubeiðandi skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu 21. september 2018, sbr. mál nr. 48281/18 . Með yfirlýsingu 19. apríl 2021 viðurkenndi íslenska ríkið brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipunar Landsréttar, greiðslu tiltekinnar fjárhæðar vegna kostnaðar endurupptökubeiðanda af málinu og rétt hans til þess að fara fram á endurupptöku á dómi Landsréttar fyrir Endurupptökudómi ásamt því að krefjast þess að mál ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 22/2022 - 2 - endurupptökubeiðanda yrði tekið af dagskrá mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn féllst á þá kröfu og í ljósi fyrrgreindra atriða lauk máli endurupptökubeiðanda fyrir d ómstólnum með ákvörðun dómsins 10. maí 2022. 8. Dóm í fyrrgreindu máli endurupptökubeiðanda í Landsrétti skipuðu þrír dómarar, þar á meðal dómarinn Jón Finnbjörnsson. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18 Guðmundur Andri Ástráðs son gegn Íslandi var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu árið 2017 við skipun dómarans Arnfríðar Einarsdóttur. Hefði skipun dómsins því ekki verið ákveðin með lögum. Íslenska ríkið skau t málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu og með dómi 1. desember 2020 staðfesti yfirdeildin fyrrgreint brot íslenska ríkisins. Rökstuðningur málsaðila 9. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni um endurupptöku á heimild 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2 008 um meðferð sakamála. Hann hafi neitað sök á öllum stigum málsins. Endurupptökubeiðandi telur að uppfyllt séu skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. sömu laga um endurupptöku vegna nýrra gagna og upplýsinga sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir nið urstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. 10. Endurupptökubeiðandi vísar til dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu frá 1. desember 2020 þar sem staðfest hafi verið niðurstaða í máli nr. 26374/18 Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi vegna skipunar dómarans Arnfríðar Einarsdóttur. Af niðurstöðu yfirdeildarinnar sé ljóst að íslenska ríkið hafi með sambærilegum hætti brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu við skipun dómaranna Ásmundar Helgasonar, Jóns Finnbjörnssonar og Ragnheiðar Bragadóttur. Jón Finnbjörnsson sem skipað hafi dóm í máli endurupptökubeiðanda ásamt tveimur öðrum landsréttardómurum hafi ekki með réttu verið handhafi dómsvalds þegar hann dæmdi í máli hans. Dómur Landsréttar hafi því ekki verið löglega skipað ur og því ekki bær að lögum til þess að taka mál dómfellda til meðferðar og kveða upp dóm í málinu. 11. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að fyrrgreindur dómur yfirdeildar m annréttindadómstólsins 1. desember 2020, yfirlýsing íslenska ríkisins 19. apríl 202 1 þar sem brot á 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið viðurkennt og ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu frá 10. maí 2022 í máli endurupptökubeiðanda, séu ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 12. Enduru pptökubeiðandi telur því með vísan til framangreindra raka og úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021, 15/2021 og 3/2022 að fallast beri á kröfu hans um endurupptöku á dómi Landsréttar í máli hans með vísan til a - liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 13. Ríkissaksóknari taldi ekki ástæðu til að veita umsögn í málinu og vísaði til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021, 15/2021 og 3/2022 en í þeim úrskurðum var heimiluð endurupptaka mála þar sem eins stóð á. Niðurstaða 14. Samkvæmt 1. m gr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 22/2022 - 3 - skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu máls ins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. 15. Við mat á skilyrðum samkvæmt 228. gr. laga nr. 88/2008 kemur fyrst til skoðunar hvort fullnægt sé því skilyrði að endurupptökubeiðandi telji sig ranglega sakfelldan. Skilja verður endurupptökubeiðnina svo að á því sé byggt þar sem endurupptökubeiðandi hafi neitað sök á öllum stigum málsins og telst þetta skilyrði ákvæðisins því uppfyllt. 16. Með úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021 og 15/2021 sem kveðnir voru upp 11. janúar 2022 var fallist á endurupptök u í tveimur málum þar sem svo háttaði til að einn dómenda í Landsrétti var skipaður með sama hætti og fjallað er um í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18 og dómi yfirdeildar sama dómstóls 1. desember 2020 þar sem viðurkennt v ar að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sama niðurstaða varð í úrskurðum Endurupptökudóms 31. mars 2022 í máli nr. 3/2022 og 10. júní 2022 í máli nr. 38/2021. 17. Í framangreindum úrskurðum Endurupptökudóms var á því byggt að skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 væru uppfyllt enda mætti gera ráð fyrir því að ef dómur mannréttindadómstólsins hefði legið fyrir áður en dómar voru kveðnir upp í málunum hefði það skipt verulega miklu máli. Með sama hætti og þar greinir telur dómurinn skilyrði til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 enda liggur fyrir að einn dómenda í máli hans í Landsrétti var skipaður með sama hætti og þeir dómarar sem um ræddi í tilvitnuðum málum. Að framangreindu virtu er fallist á kröfu endurupptökubeiðanda um endurupptöku máls nr. 77/2018 sem dæmt var í Landsrétti 15. júní 2018 . 18. Með dómi Landsréttar var endurupptökubeiðandi sakfelldur vegna brota í rekstri einkahluta félags samkvæmt A - og B - kafla ákæru sem vörðuðu vanrækslu á að halda bókhald og að hafa ekki staðið skil á innheimtu virðisaukaskatts. Einnig var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir peningaþvætti sem um var fjallað í D - kafla ákæru. Landsréttur vísaði hins vegar frá dómi C - kafla ákæru nnar , sem varðaði persónuleg skattskil endurupptökubeiðanda. Þá staðfesti Landsréttur ákvæði hins áfrýjaða héraðsdóms um upptöku á fjármunum á bankareikningi og ýmsum munum sem taldir voru ólögmætur ávinningur af brotum á grundvelli 69. gr., 69. gr. a. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 19. Í endurupptökubeiðni er þess krafist að réttaráhrif dóms Landsréttar falli niður í heild á meðan málið er rekið fyrir dómstólum að undanskildum frávísunarþætti málsins og jafnframt að réttaráhrifum dómsins verði frestað meðan málið er til meðferðar hjá Endurupptökudómi. 20. Samkvæmt 1. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 falla réttaráhrif dóms niður ef fallist er á beiðni um endurupptöku, nema dómurinn ákveði að réttaráhrif hans haldist þar til nýr dómur er kveðinn upp. Rétt þykir eðli máls samkvæmt að kveða á um að réttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu hvað varðar frávísunarþátt þess þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 1. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. Að því er sne rtir ákvæði dómsins um upptöku á fjármunum á bankareikningi og öðrum munum sem haldlagðir voru á heimili endurupptökubeiðanda 6. mars 2013 þykir einnig rétt að kveða á um að réttaráhrif haldist þar til málið verður dæmt efnislega á ný. 21. Endurupptökubeiðand a verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin er með virðisaukaskatti ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 22/2022 - 4 - eins og greinir í úrskurðarorði. Við ákvörðun þóknunar var litið til þess að samhliða þessu máli rekur sami lögmaður fimm önnur samkynja mál. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni [...] um endurupptöku á máli nr. 77/2018, á kæruvaldið gegn [...] , sem dæmt var í Landsrétti 15. júní 2018. Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 248.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Réttaráhrif dómsins í hinu endurupptekna máli, að því er varðar frávísunarþátt þess og upptöku fjármuna á bankareikningi og annarra muna, haldast þar til nýr dómur verður kveðinn upp en að öð ru leyti falla réttaráhrif dómsins niður.