Endurupptökudómur Úrskurður mánudaginn 5. júlí 2021 í máli nr . 12/2021 Endurupptökubeiðni Tómas ar Ísleifsson ar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Elís Þorláksson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 10. desember 2020 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 2 . október 200 8 í máli nr. 610/2007 . Málsatvik 3. Í máli sem höfðað var í nóvember 2006 fyrir Héraðsdómi Suðurlands kr ö fð u st endurup ptökubeiðandi og Sigrún Ragnheiður Ragnarsdóttir þess að viðurkenn t yrði með dómi að eignarhlutdeild þeirra sem þáverandi eigenda Ytri - Sólheima 3 væri 25% alls óskipts lands og landsnytja í jarðartorfunni að Ytri - Sólheimum. 4. Varðaði ágreiningur málsins hlu tdeild jarðanna Ytri - Sólheima 1, 2, 3, 3a og 4, Framness, Sólheimahjáleigu og Sólheimatungu í óskiptu landi svokallaðrar Sólheimatorfu og voru stefndu í málinu eigendur annarra jarða en Ytri - Sólheima 3. Reisti endurupptökubeiðandi kröfu sína einkum á því a ð sýnt væri fram á að undir Ytri - Sólheima 3 hefði um langan aldur verið talið falla fyrrgreint hlutfall alls lands á Sólheimatorfu en þetta hefði meðal annars mátt ráða af dýrleika jarðarinnar og allrar torfunnar til hundraða að fornu mati samkvæmt ýmsum h eimildum sem lagðar voru fram í málinu. Byggði endurupptökubeiðandi á því að ákvæði landskiptalaga nr. 46/1941 gætu ekki breytt því að hlutföll, sem ættu sér stoð í slíkum heimildum, yrðu lögð til grundvallar. 5. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 27. september 2007 voru stefndu sýknuð af kröfum endurupptökubeiðanda. Var dómi héraðsdóms áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms með fyrrgreindum dómi 2. október 2008 í máli nr. 610/2007 . Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að s amkvæmt 1. mgr. 2. gr. landskiptalaga gildi sú aðalregla að skipta skuli sameign, sem lögin tækju til eftir ákvæðum 1. gr. þeirra, eftir jarðamati frá 1861, þar sem því yrði við komið, en væru tvær eða fleiri jarðir metnar þar í einu lag i og aðgreint mat væri að finna í jarðatali Johnsens frá 1847 skyldi það lagt til grundvallar, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Að þessum kostum frágengnum yrði lagt til grundvallar mat samkvæmt fasteignabók frá 1922 eða síðari fasteignabókum, en þó þannig að alltaf yrði notað elsta matið, sem við yrði komið, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. Með 4. mgr. hennar væri að auki heimilað að leggja til grundvallar önnur eignarhlutföll en leiddu af framangreindu ef þau hefðu gilt manna á meðal í minnst 20 ár og allir eig endur samþykk tu að þau héldust . Taldi Hæstiréttur að af lögskýringargögnum landskiptalaga væri ljóst að þessi fyrirmæli - 2 - hefðu verið lögákveða skiptahlutföll jarða eftir jarð amatinu frá 1861, þar sem því verður við komið, enda verður hefði komið fram í athugasemdum við frumvarp til landskiptalaga . Taldi Hæstiréttur að ekki yrði annað ráðið en að löggjafinn hefði með þessu talið áreiðanleika eldri heimilda en þeirra, sem um geti í 2. gr. landskiptalaga , ork a svo tvímælis að ekki væri fært að styðjast við þær í þessum efnum. Vísaði rétturinn til þess að í máli endurupptökubeiðanda hefði háttað svo til að eldri heimildir um dýrleik a Ytri - Sólheimajarða samanlagðra sýndust misvísandi, enda hefði verið gerð sú athugasemd um þetta efni í áðurnefndu h., og hjáleigan sér 7 6/12 h.; sýsluma ður þar á móti telur alla jörðina 100 h., en í jarðabókunum (enum eldri, 1760) er hún sögð 120 1/6 Yrði því ekki annað séð en að þær forsendur, sem ákvæði 2. gr. landskiptalaga hefðu verið reist á samkvæmt framansögðu, ættu meðal annars við óskipt land Ytri - Sólheimajarða. Með því að endurupptökubeiðandi hefði ekki sýnt fram á að skilyrði væru til að beita fyrirmælum 4. mgr. 2. gr. landskiptalaga við úrlausn málsins yrði hinn áfrýjaði dómur , að gerðum þessum athugasemdum , sta ðfestur með vísan til forsendna hans . Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 6. Endurupptökubeiðandi vísar til 193. gr., sbr. 191. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og byggir á því að gögn sem beiðnin sé reist á sanni að sterkar líkur séu á að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar fyrir dómi og að honum sé ekki um það að kenna. Jafnframt byggir hann á því að sterkar líkur séu á að ný gögn muni leiða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Byggir hann á því að málið varði stórfellda hagsmuni hans þar sem um aleigu hans hafi verið að ræða. Í beiðninni kemur fram að endurupptökubeiðandi sé ekki lengur eigandi jarðarinnar Ytri - Sólheimar 3 en hún hafi verið seld nauðungar sölu árið 2015. 7. Í endurupptökubeiðni eru m eðal annars raktar 28 heimildir sem endurupptökubeiðandi tilgreinir um dýrleika Sólheimatorfu og renna eiga stoðum undir beiðni um endurupptöku . Þar á meðal eru alls 14 heimildir sem hann tilgreinir sérstaklega sem nýjar heimildir en fram kemur að aðrar he imildir sem hann vísar til hafi legið fyrir við meðferð málsins fyrir dómi . Þær heimildir sem tilgreindar eru sem nýjar eru : Máldagi Odds biskups 1593, Brynjólfs biskups 3. október 1648, Vísitasía Brynjólfs biskups 28. s eptember 1660, Vísitasía Brynjólfs biskups 18. september 1669, Vísitasía Þórðar biskups 27. september 1677, J arðabók konungsvalds 1686, J arðabók 16 95 , Árnasonar 30. júní 1741, Jarða - og bændatal 1753, skýrsla Lýðs sýslumanns Guðmundssonar á Dyrhólaþingi 10. nóvember 1759 og Jarðabók 1844. Í beiðninni er fjallað nánar um þessar heimildir og ýmsar aðrar sem lágu sem fyrr greinir fyrir í málinu sem óskað er endurupptöku á. Niðurstaða 8. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur leyft samkvæmt beiðni aðila að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og - 3 - dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 191. gr. laganna. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir h agsmunir aðilans séu í húfi . Skilyrði endurupptöku samkvæmt a - lið ákvæðisins er að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og að gögnin eða upplýsin garnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið gildir hið sama ef leiddar eru líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 9. Af 3. mgr. 193. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr., laga nr. 91/1991 leiðir að um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi gilda almenn ákvæði laganna að því marki sem ekki er að finna sérreglur um hana í XXVIII . og XXIX . kafla laganna. Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felast reglur um rétta ráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Sú grunnregla gildir jafnframt samkvæmt lögu nu m að málsaðilum ber að tefla fram kröfum og öðrum atriðum sem varða málatilbúnað þeirra, þar á m eðal þeim sönnunargögnum sem þeir vilja reisa hann á, svo fljótt sem kostur er, sbr. 1. mgr. 80. gr. og 2. mgr. 99. gr. laganna. Í lögunum er jafnframt leitast við að sporna við því að aðilar geti upp á sitt eindæmi dregið mál á langinn að óþörfu. Sú megin regla að hraða beri máli eftir föngum styðst ekki einungis við hagsmuni málsaðila, heldur búa þar einnig að baki ríkir almannahagsmunir. Í samræmi við það er mælt svo fyrir í 2. mgr. 102. gr. laganna að aðilar skuli nota fresti, sem dómari ákveður að veita þeim undir rekstri máls, jöfnum höndum til að leita sátta og til að afla frekari gagna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 23. febrúar 2015 í máli nr. 104/2015. Vanræksla á því að leggja sönnunargögn fram tíma n lega leiðir að jafnaði til þess að óheimilt er að leggja þau fram, sbr. 5. mgr. 102. gr., 1. mgr. 160. gr. og 1. mgr. 184. gr. laga nr. 91/1991. 10. Til samræmis við framangreindar grunnreglur einkamálaréttarfars er sá áskilnaður gerður í a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að málsaðila sé ekki um að kenna að gögn eða upplýsingar sem endurupptökubeiðni styðst við hafi ekki verið leidd í ljós við me ðferð þess máls sem óskað er endurupptöku á. Leiðir sá áskilnaður jafnframt af skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála við mat á því hvað geti talist vera - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Sé litið t il þeirra gagna sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram til stuðnings beiðni sinni og áður hafa verið rakin er bersýnilegt að þeim áskilnað i er ekki fullnægt. Er þar í öllum tilvikum um að ræða gögn og upplýsingar sem hefði verið unnt að afla og leggja fr am er málið var á sínum tíma rekið fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Eru ekki lagaskilyrði til að bæta úr því við endurupptöku máls á grundvelli XXVIII . eða XXIX . kafla laganna. 11. Samkvæmt framansögðu telst beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Hæst aréttar 2. október 2008 í máli nr. 610 / 2007 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Verður henni því hafnað. 12. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður . - 4 - Úrskurðarorð: Beiðni Tómasar Ísleifssonar um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 2 . október 200 8 í máli nr. 610/2007 er hafnað. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.