Úrskurður þriðjudaginn 1 1 . janúar 2022 í máli nr . 15 /2021 Endurupptökubeiðni Einars S. Einarssonar 1. Dómararnir Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu . Ása Ólafsdóttir var settur dómandi til meðferðar málsins 15. október 2021. 2. Með beiðni 2 8 . desember 20 20 fór Einar S. Einarsson fram á endurupptöku dóms Landsréttar í máli nr. 57 /2018, Ákæruvaldið gegn Einari S. Einarssyni . 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að ríkissaks óknara sem gagnaðila. 4. Greinargerð ríkissaksóknara barst réttinum 2. júlí 2021. Skriflegar athugasemdir endurupptökubeiðanda bárust réttinum 19 . júlí sama ár . 5. Endurupptökudómur ákvað munnlega málsmeðferð 9. desember 2021, sbr. 4. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málsatvik 6. Með dómi Landsréttar í máli nr. 57 /2018 var endurupptökubeiðandi dæmdur sekur um stórfellt fíkniefnalaga brot. Var hann dæm dur til þriggja ára fangelsisvistar . Óskað var eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar en því hafnað með ákvörðun réttarins 4. febrúar 2019 nr. 51/2019 . 7. Dóm í fyrrgreindu máli endurupptökubeiðanda í Landsrétti skipuðu þrír dómarar, þar á meðal dómarinn Jón Finnbjörnsson. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi, var komist að þeirri niður stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu árið 2017 við skipun dómarans Arnfríðar Einarsdóttur. Hefði skipun dómsins því ekki verið ákveðin með lögum. Íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar mannréttindadómstó lsins og með dómi 1. desember 2020 staðfesti hún fyrrgreint brot íslenska ríkisins. 8. Fangelsismálastofnun birti endurupptökubeiðanda boðun í afplánun 26. ágúst 2020, en af hans hálfu var óskað eftir fresti meðan beðið væri eftir niðurstöðu yfirdeildar Mann réttindadómstóls Evrópu. Hefur endurupptökubeiðandi ekki enn hafið afplánun refsingarinnar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 9. Í endurupptökubeiðni segir að dó mur í máli endurupptökubeiðand a hafi ekki verið kveðinn upp af dómstóli sem með réttu hafi verið ákveðinn með lögum í skilningi 1. mgr. 6. gr. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15 /2021 - 2 - mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi. Verulegir gallar hafi því ve rið á meðferð máls hans þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 10. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 11. Samkvæmt 59. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33 /1944 verður skipun dómsvalds eigi ákveðin nema með lögum, sbr. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og sé það einnig hluti réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi að svo sé. Í dómi Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 hafi hins vegar verið hafnað ómerkingu dóms Landsréttar þar sem Arnfríður Einarsdóttir var einn dómara. Af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi leiði að með því hafi verið brotið með alvarlegum hætti gegn grundvallarreglum sem varði sjálfa n kjarna réttarríkisins og grundvallarmannréttindi almennings, enda hafi verið um að ræða alvarlegt brot á réttlátri málsmeðferð íslenska ríkisins við skipun dómara við Landsrétt. 12. Íslenska ríkið sé skuldbundið að lögum og þjóðarétti til að hlíta dómum Man nréttindadómstóls Evrópu. Vísar endurupptökubeiðandi um það til dóms Hæstaréttar 6. desember 2012 í máli nr. 512/2012. Hafi almennt verið litið svo á að hvers kyns brot á ákvæðum sáttmálans teljist verulegur galli á málsmeðferð sem geti leitt til enduruppt öku máls enda hafi orðalag þágildandi 228. gr. laga nr. 88/2008 ekki gefið tilefni til annars. 13. Auk þess hafi dómarinn Jón Finnbjörnsson ekki verið skipaður dómari á nýjan leik í Landsrétti þegar hann var meðal umsækjenda um laust embætti við réttinn. Í þv í felist í reynd viðurkenning íslenska ríkisins á að fyrrgreindir fjórir dómarar hafi ekki verið skipaðir lögum samkvæmt andstætt ákvæðum 59. og 70. gr. stjórnarskrárinnar. Af því leiði að dómarinn Jón Finnbjörnsson hafi ekki verið handhafi dómsvalds þegar hann dæmdi í máli endurupptökubeiðanda. Dómurinn hafi því ekki verið löglega skipaður og því ekki bær að lögum til að taka mál hans til meðferðar og kveða upp dóm. Auk þess hafði dóminum verið ætlað að hafa þau réttaráhrif að endurupptökubeiðandi yrði svi ptur stjórnarskrárvörðu frelsi sínu og sé því í reynd ófullnustuhæfur. 14. Þá styðji dómur Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 kröfu endurupptökubeiðanda. Verði hann ekki skilinn öðruvísi en svo að gerður hafi verið skýr greinarmunur á brotum gegn meginreglum sakamálaréttarfars, svo sem vegna hæfis dómara og milliliðalaus ri sönnunarfærslu og annars konar brota, svo sem banni við endurtekinni málsmeðferð. Auk þess hafi verið brugðist við niðurstöðu fyrrgreinds dóms mannréttindadómstólsins af hálfu löggjafans með rýmkun skilyrða fyrir endurupptöku með lögum nr. 47/2020 sem t óku gildi 1. desember 2020. 15. Málsmeðferð í máli endurupptökubeiðanda hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars og 1. mgr. 6 . gr. mannréttindasáttmálans og af því leiði að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði 59. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans sem sé samkynja því broti þegar dómur er kveðinn upp af dómstóli sem er ekki sjálfstæður og óhlutdrægur. Réttur sakaðs manns til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir sjálfstæðum dómstóli sem skipaður er að lögum sé að auki sjálfstæður grundvallarréttur. 16. Þótt ekki megi ráða þá skyldu íslenska ríkisins af fyrrgreindum dómi mannréttindadómstólsins í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi að endurupptaka ætti mál hans verði að líta til þess að það mál hafi verið sérsta ks eðlis. Þar hafi ekki verið krafist ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15 /2021 - 3 - endurupptöku enda hafi hann játað brot sín á öllum dómstigum en sú sé ekki raunin í þessu máli. Auk þess megi ekki draga þá ályktun af dóminum að hann komi í veg fyrir endurupptöku mála þar sem atvik kunni að vera með öðrum hætti. Um það verði að meta allan vafa honum í hag. 17. Þá kunni mannréttindadómstóllinn að kveða með beinum hætti á um endurupptöku þeirra tólf mála sem þar eru til meðferðar sem voru dæmd af fyrrgreindum fjórum dómurum sem skipaðir voru við Landsrétt árið 2017. Lagði endurupptökubeiðandi fram bréf lögmanns hans til mannréttindadómstólsins ásamt fylgiskjölum vegna eins fyrrgreindra mála, þar með talið bréf ríkislögmanns 19. apríl 2021 þar sem lýst er yfir að brotið hafi verið gegn 1. mgr. 6. mgr. mannré ttindasáttmála Evrópu og að dómfelldi geti sótt um endurupptöku í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008 eins og þeim var breytt með lögum nr. 47/2020. 18. Fyrrgreindur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi falli því u ndir það skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Rökstuðningur gagnaðila 19. Ríkissaksóknari tel ur skilyrði endurupptöku ekki vera fyrir hendi, hvorki eftir a - né d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Ekki sé einsýnt að þeir annmarkar sem voru á skipun eins dómarans í máli endurupptökubeiðanda hafi verið til þess fallnir að hafa áhrif á niðurstöðu máls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá hafi dómur mannréttindadómstólsins í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi ekki þá þýðingu sem mælt er fyrir um í a - lið 1. mgr. 228. gr. laganna. 20. Af dómi mannréttindadómstólsins megi ráða að rétt viðbrögð Hæstaréttar við þeim ágöllum sem voru á skipun dómarans Arnfríðar Einarsdóttur hefðu verið að ómerkja dóm Landsréttar. Að minnsta kosti hefði dómurinn í kjölfar þeirrar niðurstöðu sinnar að ekki hefði verið farið að lögum við skipun d ómarans átt að draga þá ályktun og fjalla um að brotið hefði verið á rétti ákærða til réttlátrar málsmeðferðar þar sem hann var dæmdur af dómstóli sem ekki var skipaður í samræmi við lög. Jafnframt hefði rétturinn átt að bregðast við röksemdum ákærða um þa ð efni eins og fram komi í málsgrein 278 í dómi mannréttindadómstólsins. 21. Hins vegar hafi verið lögð áhersla á það í dómi mannréttindadómstólsins að þrátt fyrir að um brot hafi verið að ræða af hálfu íslenska ríkisins fælist ekki í því sú skylda að endurup ptaka öll sambærileg mál sem hlotið hefðu endanlega niðurstöðu í samræmi við íslensk lög eins og fram komi í málsgrein 314. Þar hafi jafnframt komið fram að það kæmi í hlut íslenska ríkisins að draga nauðsynlegar ályktanir af dóminum og grípa til almennra ráðstafana eftir því sem við ætti í því skyni að leysa þau vandamál sem kynnu að leiða af dómi dómstólsins og jafnframt koma í veg fyrir að sambærileg brot ættu sér stað í framtíðinni. 22. Í dómi mannréttindadómstólsins sé ekki fjallað um hvort sá landsréttar dómari sem um ræddi hefði skort sjálfstæði eða óhlutdrægni í störfum sínum eða hvort málsmeðferð kæranda hefði að öðru leyti ekki talist réttlát. Hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til að sú hafi verið raunin. Heimild til endurupptöku verði ekki byg gð á fyrrgreindum atriðum auk þess sem ekkert bendi til að endurupptökubeiðandi hafi verið ranglega sakfelldur eða refsing hafi verið bersýnilega rangt ákvörðuð vegna þess að Jón Finnbjörnsson hafi verið einn þriggja dómara sem dæmdu í máli ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15 /2021 - 4 - hans. Þvert á m óti liggi fyrir að dómarinn hafi verið handhafi dómsvalds þegar hann skipaði dóm í máli endurupptökubeiðanda, sbr. dóm Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018. 23. Gagnaðili bendir jafnframt á að ekki fari saman að halda því fram að Jón Finnbjörnsson og þr ír aðrir dómarar sem eins hátti til um hafi ekki farið með dómsvald en jafnframt að einungis þurfi að endurupptaka suma þeirra dóma sem fyrrgreindir dómarar hafi tekið þátt í að kveða upp en ekki alla. Niðurstaða 24. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem gre int er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Í d - lið 1. mgr. kemur fram að mál geti verið endurupptekið ef verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 25. Kemur fyrst til skoðunar hvort uppfyllt eru skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, með hliðs jón af dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi. 26. Í stjórnarskránni er byggt á þeirri meginreglu að ríkisvaldið sé þríþætt og að dómarar fari með dómsvaldið. Mannréttindasáttmálanum hefur verið veitt lag agildi hér á landi og hefur stöðu almennrar löggjafar. Í 2. gr. laga nr. 62/1994 er tekið fram að úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, Mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Með þessu hefur íslenski löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu mannréttindasáttmálans sé byggt á grunnreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar. Þá hafa tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins 19. janúar 2000 til aðildarríkja, nr. R (2000) 2 um endurskoðun eða endurupptöku vissra mála fyrir innlendum dómstólum í framhaldi af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu, ekki verið talin fela í sér slíka skuldbindingu að þjóðarétti, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 18. júní 2009 í máli nr. 604/2008 og 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. 27. Til þess er þó að líta að samkvæmt 1. gr. mannréttindasáttmálans skulu samningsaðilar tryggja hverjum þeim sem innan yfirráðasvæðis þeirra dvelst, réttindi þau og frelsi sem skilgreind eru í sáttmálanum, sbr. lög nr. 62/1994. Jafnframt skal sé rhver sá sem á er brotinn sá réttur eða það frelsi hans skert sem lýst er í samningnum eiga raunhæfa leið til að ná rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi, samkvæmt 13. gr. mannréttindasáttmálans. Þá hafa samningsaðilar að mannréttindasáttmálanum heitið þv í að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að, sbr. 1. mgr. 46. gr. mannréttindasáttmálans. Auk þess hefur í dómaframkvæmd Hæstaréttar verið litið til úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu mannréttindasáttmálan s þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af íslenskum landsrétti, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 19. maí 2005 í máli nr. 520/2004, 22. september 2010 í máli nr. 371/2010, 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 og 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020. 28. Eins og gre inir að framan var með 12. gr. laga nr. 47/2020 leidd í lög sú regla sem nú er í a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15 /2021 - 5 - að það tæki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur gæti það einnig átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins og því væri ekki nauðsynlegt að um dóm væri að ræða. Þá gæti dómur í sambærilegu máli verið grundvöllur beiðni um endurupptöku. Sagði jafnframt að ef gerð væri sátt vegna þess að fyrir lægi dómur í sam bærilegu máli gæti sá dómur verið grundvöllur fyrir endurupptöku máls. 29. Dóm í fyrrgreindu máli endurupptökubeiðanda í Landsrétti skipuðu þrír dómarar, þar á meðal dómarinn Jón Finnbjörnsson. Í dómi mannréttindadómstólsins í máli Guðmundar Andra Ástráðssona r gegn Íslandi var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu við skipun dómarans Arnfríðar Einarsdóttur árið 2017. Hefði skipun dómsins því ekki verið ákveðin með lögum. Samkvæmt því sem að f raman var rakið um þær breytingar sem urðu á a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 með lögum nr. 47/2020 verður fallist á að sömu atvik eigi við um skipun þriggja annarra dómara í Landsrétt árið 2017, þar á meðal dómarans Jóns Finnbjörnssonar. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í síðastgreindu máli er því að grunni til dómur í sambærilegu máli þegar kemur að mati á skilyrðum til endurupptöku samkvæmt a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 og atvik teljast að öðru leyti hliðstæð. 30. Þótt ný gögn eða upp lýsingar liggi fyrir í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að mál verði endurupptekið heldur þarf jafnframt að vera uppfyllt hið almenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku verði v eitt, þar á meðal að verulega miklu hefði skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. Við mat þess verður litið til þeirrar grundvallarreglu sem ákvæði 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 hefur að geyma þa r sem segir að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis fyrir ákærða, ákæruvaldið og aðra um þau atriði sem þar eru dæmd að efni til. Samkvæmt 2. mgr. verður krafa sem dæmd hefur verið að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en í lögunum segir og jafnframt segir meðal annars í 3. mgr. að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp. Þá hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða sannast samkvæmt 4. mgr. 31. Í fyrrgr eindum ákvæðum laga nr. 88/2008 felst sú grunnregla um réttaráhrif dóma að þeir skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður orðum þeirra e kki gefin rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þeirra. 32. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar er meðal annars kveðið á um rétt manna til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Er sú regla og í samræmi við 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur er meðal þeirra hornsteina sem lýðfrjáls ríki byggja réttarskipan sína á, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og dóma Hæstaréttar 18. júní 2009 í máli nr. 604/2008 og 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. 33. Í dómi Hæstar éttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 kemur fram að ákærði, Guðmundur Andri Ástráðsson, krafðist ómerkingar dóms Landsréttar á þeim grundvelli að hann hefði ekki notið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15 /2021 - 6 - réttlátrar málsmeðferðar þar sem dómur í máli hans hafi verið skipaður meðal annars af A rnfríði Einarsdóttur. Um það sagði í dómi Hæstaréttar: Þegar metið er hvort ákærði hafi vegna setu Arnfríðar Einarsdóttur í dómi fyrir Landsrétti ekki notið réttlátrar meðferðar þessa máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli í samræmi við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, verður að gæta að því að í fyrrnefndum dómum Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017 hefur þegar verið slegið föstu að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð dómsmálaráðherra í aðdra ganda skipunar landsréttardómaranna fimmtán að skaðabótaskyldu hafi varðað úr hendi íslenska ríkisins. Í máli þessu hefur því í engu verið hnekkt og hafa þeir dómar þannig í þessu efni sönnunargildi hér samkvæmt 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð þessara annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra verður á hinn bóginn að líta til þess að ótímabundin skipun allra dómaranna fimmtán við Landsrétt, sem í engu hefur verið ógilt með dómi, varð að veruleika við undirritun skipunarbréfa þeirra 8. júní 2017. Þau fullnægðu öll sem áður segir skilyrðum 2. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2016 til að hljóta skipun í þessi embætti, þar á meðal því skilyrði 8. töluliðar þeirrar málsgreinar að teljast hæf til að gegna þeim í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar. Frá þeim tíma hafa þessir dómarar notið þeirrar stöðu samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar að þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi. Frá því að skipun þessara dómara tók gildi hafa þau samkvæmt sama ákvæði stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/2016, jafnframt borið þá höfuðskyldu að fara í embættisverkum sínum einungis eftir lögum. Þeim hefur einnig verið áskilið með síðastnefndu lagaákvæði sjálfstæði í dómstörfum en jafnframt lagt þar á herðar að leysa þau á eigin ábyrgð og lúta í þeim efnum aldrei boðvaldi annarra. Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum. Verður því aðalkröfu ákærða og varakröfu hafnað. 34. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi segir í málsgrein 251 að þegar innlendur dómstóll kem st að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn gildandi innlendum reglum verði mat á réttaráhrifum brotsins að fara fram á grundvelli réttarframkvæmdar samkvæmt mannréttindasáttmálanum og þeirra meginreglna sem af henni leiða. Þá sagði í málsgrein 278 að Hæ stiréttur hefði verið bær til þess að fjalla um og bregðast við framangreindum annmörkum á rétti kæranda til réttlátrar málsmeðferðar með því að ómerkja dóm Landsréttar vegna aðkomu dómarans Arnfríðar Einarsdóttur að máli hans þar. Óumdeilt væri að í dómi Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 hefði Hæstiréttur staðfest fyrri niðurstöðu sína um brot ráðherra og Alþingis við skipun dómara í embætti við Landsrétt árið 2017. Virtist sem Hæstiréttur hefði þó ekki dregið nauðsynlegar ályktanir af eigin niðu rstöðum eða lagt mat á málið þannig að það samræmdist mannréttindasáttmálanum. 35. Í máli þessu hefur endurupptökubeiðandi farið fram á endurupptöku á dómi Landsréttar þar sem hann var dæmdur til fangelsisvistar. Af gögnum málsins má ráða að að fullnusta á dómi hans sem var kveðinn upp 30. nóvember 2018 hefði ekki átt sér stað, sbr. lög nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Virðist sem ástæður þess að afplánun endurupptökubeiðanda hafi enn ekki hafist sé meðal annars sú óvissa sem leiða má af fra manröktum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15 /2021 - 7 - 36. Þá liggur jafnframt fyrir að endurupptökubeiðandi fór fram á endurupptöku 2 8 . desember 2020 , meðal annars með vísan til fyrrgreinds dóms yfirdeildar mannréttindadómstólsins í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi sem gengið hafði 1. desember sama ár. Dómur Landsréttar yfir honum gekk 30. nóvember 2018 og var honum synjað um leyfi til áfrýjunar með ákvörðun Hæstaréttar 4 . febrúar 2019 eins og f yrr er rakið. Þá hefur meðferð beiðni um endurupptöku tekið nokkurn tíma hjá Endurupptökudómi af ástæðum sem endurupptökubeiðanda verður ekki kennt um. Koma því ekki til skoðunar álitamál sem varða réttarvissu og möguleg áhrif tímalengdar frá því að dómur er kveðinn upp og þar til afstaða er tekin til beiðni um endurupptöku. 37. Í dómum Hæstaréttar 19. desember 2017 í málum nr. 591/2017 og 592/2017 og 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 var því slegið föstu að málsmeðferð dómsmálaráðherra í aðdraganda að skipun la ndsréttardómara 2017 hefði ekki verið lögum samkvæm. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur með dómi sínum í áðurnefndu máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi komist að þeirri niðurstöðu að í dómi í máli nr. 10/2018 hafi Hæstiréttur ekki gætt með réttum hætti að þeim réttindum sem felast í því að fá úrlausn dómstóls hvers skipan sé ákveðin með lögum eins og kveðið er á um í 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. Var brot ráðherrans gegn lögum talið alvarlegt og ekki af tæknilegum eða formlegum toga heldur þvert á móti frávik sem snerti kjarna réttarins til að fá úrlausn fyrir dómstóli í samræmi við 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. Hefði Hæstiréttur ekki gefið því atriði nægjanlegt vægi heldur látið það ráða úrslitum að allir fi mmtán dómarar Landsréttar hefðu verið almennt hæfir í skilningi 2. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2016 til að hljóta skipun í embætti og að skipun þeirra hefði ekki verið ógilt með dómi. Verður að líta til þessarar eindregnu niðurstöðu mannréttindadómstólsins um skýringu og beitingu 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu við úrlausn þessa máls. 38. Jafnframt ber að líta til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Verður hún lögð til grundvallar við skýringu a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 39. Þá er jafnframt til þess að líta að fyrir liggur einhliða yfirlýsing íslenska ríkisins til M annréttindadómstóls Evrópu 19. apríl 2021 þar sem viðurkennt er að brotið hafi verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu í máli sem dæmt var af einum þeirra fjögurra dómara sem skipaðir voru við Landsrétt árið 2017 með vísan til fyrrgreinds dóm s mannréttindadómstólsins í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi. Þar er jafnframt vísað til þess að dómfelldi í því máli geti sótt um endurupptöku eftir reglum laga nr. 88/2008, sbr. lög nr. 47/2020 sem tóku gildi 1. desember 2020. Hlýtur sú yfi rlýsing að hafa verulega þýðingu þegar lagt er mat á skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 í máli þessu. 40. Má samkvæmt öllu framangreindu leggja til grundvallar að dómstóllinn sem kvað upp refsidóm yfir endurupptökubeiðanda hafi ekki verið rétt skipaður að lögum í skilningi 2. málsliðar 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu . Eins og áður greinir verður þetta atriði að hafa raunhæfa þýðingu þegar lagt er mat á hvort ætla má að þær upplýsingar skipti verulegu máli fyrir niðurstöðu máls ef þær hefðu komið fram áður en dómur í málinu gekk. Með hliðsjón af því verður að telja að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi hefði skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu máls endurupptökubeiðanda hefði hann komið f ram áður en dómur í máli hans gekk. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15 /2021 - 8 - 41. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Landsrétti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki tekin afstaða til þess hvort skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu jafnframt uppfyllt í málinu. 42. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verj anda sínum sem ákveðin verð ur með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Einars S. Einarssonar, um endurupptöku á máli nr. 57/2018 sem dæmt var í Landsrétti 30. nóvember 2018 . Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 750.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.