Endurupptökudómur Úrskurður miðvikudaginn 1 3 . júlí 2021 í máli n r . 8/2021 Endurupptökubeiðni Renas Ekinci 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Karl Axelsson o g Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst endurupptökunefnd 15. október 2020 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjaness 2. júlí 2020 í máli nr. S - 213/2020. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016 um dómstóla tók Endurupptökudómur, frá og með 1. desember 2020, við meðferð þeirra beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki höfðu verið afgreiddar af endurupptökunefnd. 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að Ríkissaksóknara sem gagnaðila. Málsatvik. 4. Endurupptökubeiðandi er tyrkneskur ríkisb orgari sem var á leið frá landinu með flugi frá Keflavíkurflugvelli föstudaginn 6. desember 2019. Við vegabréfaskoðun óskaði landamæravörður eftir því við lögreglu að ísraelskt vegabréf sem hann framvísaði yrði skoðað nánar. Eftir skoðun vegabréfsins var e ndurupptökubeiðandi handtekinn fyrir að framvísa grunnfölsuðu ísraelsku vegabréfi. 5. Endurupptökubeiðandi sótti um alþjóðlega vernd sama dag. Rök hans fyrir umsókninni lutu meðal annars að því að hann væri Kúrdi og meðlimur í stjórnmálaflokki sem sætti ofsóknum stjórnvalda og ráðandi stjórnmálaafla í Tyrklandi. Hann hafi oft orðið fyrir áreiti og ofbeldi af hálfu tyrkneskra yfirvalda og lögreglu vegna k úrdísks uppruna síns. Með ákvörðun 10. júní 2020 synjaði Útlendingastofnun kæranda um alþjóðlega vernd ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2021 - 2 - 6. Með ákæru 17. janúar 2020 var endurupptökubeiðandi ákærður fyrir skjalafals, m eð því að hafa framvísað við landamæragæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í blekkingarskyni, er hann var á leið til Toronto í Kanada 6. desember 2019, með flugi FI603, grunnfölsuðu ísraelsku vegabréfi, á nafni annars manns. Samkvæmt ákæru taldist þessi hátt semi endurupptökubeiðanda varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var endurupptökubeiðandi ákærður fyrir brot á lögum nr. 80/2016 um útlendinga , með því að hafa í vörslum sínum grunnfalsað ísraelskt kennivottorð með nafni og kenni tölu annars manns. Samkvæmt ákæru taldist sú háttsemi varða við h - lið 2. mgr. 116. gr. laga nr. 80/2016. 7. Málið var tekið fyrir nokkrum sinnum í Héraðsdómi Reykjaness. Þann 22. júní 2020 var málið tekið fyrir í dóminum þar sem endurupptökubeiðandi játaði brot sín án undandráttar. Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það dómtekið sama dag. 8. Dómur í máli endurupptökubeiðanda var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness 2. júlí 2020. Í forsendum dómsins k om m.a. fram að játning endurupptökubeiðanda ætti stoð í gögnum málsins og að samkvæmt því þætti sannað að endurupptökubeiðandi hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefi n að sök í ákæru og væri þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Var endurupptökubeiðanda með dóminum gert að sæta 30 daga fangelsi auk þess að greiða þóknun og ferðakostnað skipaðs verjanda síns og tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi málsins. 9. Þann 30. júní 2020 hafði endurupptökubeiðandi kært framangreinda ákvörðun Útlendingastofnunar frá 10. jú ní 2020 til kærunefndar útlendingamála. Kærð var synjun stofnunarinnar á því að veita honum alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga nr. 80/2016 . 10. Með úrskurði kærunefndar útlendingamála 24. september 2020 var ákvörðun Útlendingastofnunar í máli endurupptökubeiðanda felld úr gildi. Var kæranda með úrskurðinum veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016, sbr. 1. mgr. 40. gr. sömu laga. Þá var lagt fyrir stofnunina að veita endurup ptökubeiðanda dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laganna. Í forsendum úrskurðarins kemur meðal annars fram að frásögn kæranda af ofsóknum og áreiti tyrkneskra yfirvalda hafi verið stöðug og fengi stoð í gögnum sem hann hafi lagt fram. Fram kemur að enduruppt ökubeiðandi hafi með nægilega rökstuddum hætti leitt líkum að því að hann hafi haft ástæðuríkan ótta við að vera ofsóttur af yfirvöldum vegna stjórnmálaskoðana sinna. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2021 - 3 - 11. Óskað var eftir afstöðu Ríkissaksóknara til beiðni endurupptökubeiðanda með erindi dómsins 6. maí 2021. Svör hans bárust með bréfi 11. júní 2021. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 12. Endurupptökubeiðandi telur að dómur Héraðsdóms Reykjaness sé efnislega rangur vegna nýrra gagna sem liggja fyrir í málinu og leiði til refsileysis með vísan til 32. gr. laga nr. 80/2016. Þá vísar endurupptökubeiðandi til þess að í 45. gr. laganna komi fram réttaráhrif alþjóðlegrar verndar, sem m.a. feli það í sér að útlendingur sem fær réttarstöðu flóttamanns njóti alþjóðlegrar verndar. Endurupptökubeiðandi hafi stuttu eftir dóm Héraðsdóms Reykjaness fengið alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. M eð vísan til þess liggi nú fyrir ný gögn í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem myndu leiða til refsileysis fyrir endurupptökubeiðanda. 13. Í beiðni sinni leggur endurupptökubeiðandi áherslu á að ákvæði 32. gr. laga nr. 80/2016 kveði me ðal annars á um að umsækjanda um alþjóðlega vernd sem komi ólöglega til landsins, verði í samræmi við 31. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna ekki refsað geti hann sýnt fram á að hann komi beint frá landsvæði þar sem hann hafði ástæðu til að óttast of sóknir samanber 37. og 38. gr. sömu laga. Afstaða gagnaðila 14. Í tilvitnuðu bréfi 11. júní 2021 upplýsti gagnaðili að hann teldi rök standa til að heimila endurupptöku málsins, þar sem fram væru komin ný gögn sem ætla mætti að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu þess, ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk í máli endurupptökubeiðanda. Niðurstaða 15. Í máli þessu er sem fyrr segir beiðst endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp 2. júlí 2020 í máli nr. S - 213/2020. 16. Samkvæ mt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 eins og ákvæðinu var breytt með 11. gr. laga nr. 47/2020 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, um að málið verði endurupptekið í héraði ef meðal annars því skilyrði er fullnægt að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2021 - 4 - gögnin eða upplýsingarnar hef ðu komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið ákvæðisins. 17. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segir m.a. að texti a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hafi verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar voru á skilyrðum fyrir endurupptök u samkvæmt lögum um meðferð einkamála, með því að nýjar upplýsingar geti verið tilefni endurupptöku. Þá er það áréttað í frumvarpinu að skýra ber orðalagið ný gögn eða upplýsingar svo rúmt að það taki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Loks er í frumvarpinu tekið fram að með nýjum gögnum eða upplýsingum í þessum skilningi sé átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu málsins í mikilvægum atriðum. 18. Með vísan til þess se m greinir hér að framan, telur Endurupptökudómur að skýra beri a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 þannig, að úrskurður kærunefndar útlendingamála teljist ný gögn í skilningi ákvæðisins sem ætla má að hefðu haft verulega þýðingu ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk í máli endurupptökubeiðanda. 19. Að framan er rakið að eftir að Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm 2. júlí 2020 í máli nr. S - 213/2020 hafi endurupptökubeiðanda verið veitt alþjóðleg vernd með úrskurði kærunefndar útlendingamála 24. se ptember 2020. Af þessum sökum telur endurupptökubeiðandi sig ranglega sakfelldan, sbr. a - liður 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Einnig telur gagnaðili rök standa til að heimila endurupptöku málsins. 20. Með hliðsjón af framansögðu eru uppfyllt skily rði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á héraðsdómsmáli nr. S - 213/2020. 21. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknu n til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á endurupptöku mál s nr. S - 213/2020 sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness 2. júlí 2020 . Þóknun verjanda endurupptökubeið a nda, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 124.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2021 - 5 -