Úrskurður þriðjudaginn 28. febrúar 2023 í máli nr . 26/2022 Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Eyvindur G. Gunnarsson og Helgi Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 10. nóvember 2022 fór endurupptökubeiðandi, A , [...], fram á endurupptöku á máli nr. 550/2014 : Á kæruvaldið gegn X og Y , sem dæmt var í Hæstarétti 11. júní 2015. Fer hún fram á að málið ver ði endurupptekið hvað X varðar , en hann lést 2019. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, telur ekki tilefni til að endurupptaka málið. 4. Gagnaöflun í málinu lauk 6. febrúar 2023. Málsatvik 5. Með dómi Hæstaréttar 1 1 . júní 201 5 í máli nr. 550/2014 var X , maki endurupptökubeiðand a, sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum og látið undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur að fjárhæð 219.431.363 krónur af uppgjöri nána r tilgreindra framvirkra samninga. Var maki endurupptökubeiðanda dæmdur til átta má naða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og gert að greiða ríkissjóði 3 6.000.000 krón ur í sekt , en sæta ella 360 daga fangelsi . Jafnframt var hann dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. 6. Skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn á skattskilum maka endurupptökubeiðanda 18. nóvember 2010 vegna framvirkra skiptasamninga með undirliggjandi hlutabréf , íbúðabréf og gjaldmiðla . Maka endurupptöku beiðanda var tilkynnt um að rannsókn málsins væri lokið með b réfi skattrannsóknarstjóra 30. desember 2011 . Með bréfi skattrannsóknarstjóra 14. september 2012 var honum tilkynnt að ákveðið hefði verið að vísa máli hans til rannsóknar hjá sérstökum saksóknar a. Jafnframt var honum tilkynnt að skýrsla skattrannsóknarstjóra hefði verið send til ríkisskattstjóra sama dag. Fyrsta skýrsla af maka endurupptökubeiðanda hjá sérstökum saksóknara var tekin 14 . desember 20 12 . 7. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði stofn maka e ndurupptökubeiðanda til útreiknings fjármagns - tekjuskatts með úrskurði 11. september 2012 og lagði 25% álag á vantalda stofna maka endurupptökubeiðanda, vegna gjaldaáranna 2007, 2008 og 2009. Maki endurupptökubeiðanda kærði úrskurðinn til yfirskattanefndar, sem hafnaði kröfum hans með úrskurði uppkveðnum 30. desember 2013. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2022 - 2 - 8. Mál var höfðað fyrir Héraðsdómi Suðurlands á hendur maka endurupptökubeiðanda og löggiltum endurskoðanda hans með ákæru útgefinni af ríkislögreglustjóra 3. september 20 1 3 . Var maki endurupptökubeiðand a ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 og vantalið fjármagnstekjur að fjárhæð 219.431.363 krónur vegna uppgjör s framvirkra samninga. 9. Maki endurupptökubeiðanda og meðákærði gerðu kröfu um frávísun málsins, þar sem þeim hefði þegar verið gerð refsing fyrir brotið með 25% álagi á skattstofn samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar. Þeirri kröfu var hafnað með úrs kurði Héraðsdóms Suðurlands 31. október 2013 og var málinu frestað til 17. janúar 2014 til framlagningar greinargerðar af hálfu ákærðu. Aðalmeðferð var áætluð 27. janúar 2014. Samþykkt var beiðni maka endurupptökubeiðanda og meðákærða að fresta framlagning u greinargerða til 10. mars 2014 meðan beðið væri dóms Hæstaréttar í máli nr. 323/2013 sem væri fordæmisgefandi um frávísunarhluta málsins. Greinargerðir maka endurupptökubeiðanda og meðákærða bárust þann dag. Fyrirhugaðri aðalmeðferð sem átti að vera 21. mars 2014 var frestað að beiðni maka endurupptökubeiðanda, fyrst til 25. mars 2014, síðan til 10. júní 2014 og loks 16. júní 2014, þar sem beðið var niðurstöðu í sambærilegum málum í Hæstarétti, sem einnig urðu tilefni til þess að maki endurupptökubeiðanda óskaði eftir að leiða vitni. Að loknum skýrslutökum og munnlegum málflutningi 16. júní var málið dómtekið. 9. Héraðsdómur kvað upp dóm 1 1 . júlí 201 4 þar sem maki endurupptökubeiðand a var sakfelldur og dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk greiðslu sektar að fjárhæð 38 . 1 00.000 krónur. Vararefsing maka endurupptökubeiðanda, yrði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, var ákveðin 360 daga fan gelsi. Dómurinn var staðfestur í Hæstarétti um annað en fésekt maka endurupptökubeiðanda, sem var ákveðin 36.000.000 krónur að viðlagðri sömu vararefsingu yrði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Maki e ndurupptökubeiðand a var einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar og áfrýjunarkostnaðar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 10. Endurupptökubeiðandi byggir kröfu um endurupptöku á a - og d - liðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 232. gr. sömu laga . Þá vísar h ú n til 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að enginn skuli sæta lögsókn eða refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis , sbr. lög nr. 62/1994 . Endurupptökubeiðandi vísar til þess að með lögum nr. 47/2020 hafi skilyrði a - liðar 1. mgr. 228 gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku verið rýmkuð með því að bætt alþjóðlegra dómstóla, þar með talið Mannréttindadómstóls Evrópu, sbr. úrskurði Endurupptökudóms í málum nr. 10 /2021, 11/2021 og 18/2021. 11. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að í fjölmörgum málum hafi Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu með því a ð íslenskir ríkisborgarar hefðu verið saksóttir og þeim refsað í tveimur aðskildum málum sem ekki h efðu tengst með fullnægjandi hætti. Þessir dómar feli í sér nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Þá byggir endurupptökube iðandi á því að Hæstiréttur hafi ítrekað slegið því föstu í dómaframkvæmd að líta ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2022 - 3 - beri til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu þegar á hann reynir sem hluta af landsrétti og að skýra beri önnur lög til samræmis við hann og úrlausnir m annréttindadómstólsins , sbr. dóm Hæstaréttar 18. mars 2021 í máli nr. 34/2020. 12. Endurupptökubeiðandi byggir á því að með dóm i Mannréttindadómstóls Evrópu 31. ágúst 2021 í máli nr. 12951/18, Bragi Guðmundur Kristjánsson gegn Í slandi, ha fi orðið veruleg breyting á túlkun innlendra dómstóla á skilyrðinu um bann við tvöfaldri málsmeðferð. Hæstiréttur hafi með dómi 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 staðfest niðurstöðu úrskurðar Landsréttar 8. apríl 2022 í máli nr. 710/2021 um frávísu n máls frá dómi, þar sem málsmeðferðin var talin hafa brotið gegn banni við tvöfaldri málsmeðferð. Við meðferð landsréttarmálsins nr. 710/2021 var krafist frávísunar öðru sinni eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll í máli Braga Guðmundar Kristján ssonar en Landsréttur hafði áður hafnað frávísun, sbr. úrskurð réttarins 22. desember í máli nr. 509/2020. 13. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að efnisskilyrði reglunnar um ne bis in idem í 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu séu fjögur talsins og þurfi öll að vera uppfyllt. Fyrst þ urfi að staðreyna hvort viðkomandi hafi verið sakfelldur eða sýknaður með fyrri úrlausn. Þá þ u rf i að taka afstöðu til þess hvort fyrri úrlausn hafi verið endanleg. Því næst þ urfi að leggja mat á það hvort ný málsmeðferð sé hafin og loks hvort sú málsmeðferð hafi beinst að sama broti og lá til grundvallar í fyrri úrlausn. Samkvæmt dómum Mannréttindadómstól s Evrópu verði að líta til þess hvernig háttsemin hafi verið skilgreind í landsrétti , í öðru lagi að meta raunverulegt eðli háttseminnar og í þriðja lagi að meta hversu þungbær viðurlögin séu . Á grundvelli þessar a viðmiða h afi dómstóllinn talið að úrskurðir ríkisskattstjóra þar sem kveðið er á um álag á skattstofn feli í sér refsingu , sbr. t il dæmis m ál Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar. 14. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að maki hennar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir sama brot og lá til grundvallar fyrri úrlausn ríkisskattstjóra og síðan yfirskattanefndar. Re glan um ne bis in idem komi ekki í veg fyrir að mál sæti samhliða málsmeðferð á tveimur eða fleiri stigum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Við mat á því hvort brotið sé gegn reglunni um tvöfalda málsmeðferð sé litið til þess hvort samþætting í tíma og ef ni hafi verið nægjanleg til að unnt sé að slá því föstu að ný málsmeðferð fyrir sama sakarefni fari ekki gegn reglunni. Við mat á efnislegri samþættingu sé horft til þess hvort meðferð seinna málsins sé til fyllingar eða viðbótar meðferð hins fyrra, í öðru lagi hvort hin tvíþætta málsmeðferð hafi verið fyrirsjáanleg afleiðing þeirrar háttsemi sem um ræðir, í þriðja lagi hvort leitast hafi verið við að forðast endurtekna gagnaöflun og mat sönnunargagna og í fjórða lagi hvort tekið hafi verið tillit til þeirr a viðurlaga sem áður voru lögð. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að þriðja skilyrðið hafi ekki verið uppfyllt, enda hafi maki hennar og meðákærði verið spurðir efnislega sömu spurninga og áður og bornir undir þá sömu samningar og afstaða þeirra hafi ver ið sú sama og áður. Aðskilin meðferð sakamálsins fyrir skattyfirvöldum og héraðssaksóknara hafi því ekki farið fram, heldur hafi rannsókn héraðssaksóknara að töluverðu leyti verið endurtekning. Í öllum þeim málum sem íslenska ríkið hefur átt aðild að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna ætlaðra brota gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evróp u hafi skilyrðinu um efnislega samþættingu ekki verið talið fullnægt . 15. Endurupptökubeiðandi byggir á því að við mat á því hvort rekstur mála sé nægilega samþættur í tíma sé horft til þess hvort tímaleg tengsl séu nægilega náin til að komið sé í veg fyrir óhóflegt óhagræði og tafir. Ekki sé talið nauðsynlegt að meta hvort fyrr i úrlausn skattyfirvalda hafi verið endanleg , sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 18. maí 2017 nr. 22007/11, Jón Ásgeir Jóhannesson o.fl. gegn Íslandi , þar sem það hafi ekki áhrif á mat á því hvort nægileg tengsl séu á milli meðferðar málanna. Í máli maka endurupptökubeiðanda hefði engin samþætting orðið í tíma ef ekki hefði verið fyrir kæru hans á úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. Þetta hafi verið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2022 - 4 - grundvallaratriði í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu, meðal annars í máli Braga Guðmundar Kri stjánssonar gegn íslenska ríkinu. Þá séu atvik í máli Endurupptökudóms 21. janúar 2022 í máli nr. 11/2021, þar með talið varðandi tímanlega samþættingu, mjög sambærileg og í máli maka endurupptökubeiðanda. Með vísan til þess telur endurupptökubeiðandi að e ngin tímanleg samþætting hafi verið í málinu á hendur maka hennar. Rökstuðningur gagnaðila 16. Gagnaðili endurupptökubeiðanda vísar til til þess að Mannréttindadómstó l l Evrópu hafi talið heimilt að beita samhliða álagi hjá skattyfirvöldum og ákæru vegna sömu brota gegn skattalögum, án þess að talið yrði að brotið væri gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttinda sáttmála Evrópu , svo framarlega sem uppfyllt væru skilyrði um að þau væru nægjanlega samþætt að efni til og í tíma. Í þessu máli reyni eink um á samþættingu í tíma eins og þeim viðmiðum sé lýst til dæmis í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021, en þau felist í mati á heildartíma málsmeðferðar, tímanum sem mál fyrir skattyfirvöldum og sakamál eru rekin samhliða, tímanum sem líður frá endanlegri niðurstöðu skattyfirvalda til endanlegrar niðurstöðu sakamáls og loks hvort ákæra í máli er gefin út fyrir eða eftir endanlega niðurstöðu skattyfirvalda. 17. Gagnaðili endurupptökubeiðanda telur að helstu tímasetningar í máli endurupptöku beiðanda séu með líkum hætti og í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 og sumum af þeim dómum Hæstaréttar sem leitt hafi til frávísunar. Heildarmálsmeðferðartíminn hafi numið fjórum árum og níu mánuðum, málin hafi ekki verið rekin samhliða miða ð við niðurstöðu ríkisskattstjóra um beitingu álags annars vegar og skýrslutökur hjá lögreglu hins vegar. Tíminn sem liðið hafi frá endanlegri niðurstöðu ríkisskattstjóra til dóms Hæstaréttar hafi numið rétt tveimur árum og tíu mánuðum. Gagnaðili bendir hi ns vegar á að í ljósi þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki fellt dóm vegna dóms Hæstaréttar 11. júní 2015 í máli nr. 550/2014 sé ekki tilefni til að endurupptaka málið þrátt fyrir framangreint, enda hafi flest þeirra mála þar sem reynt hefur á end urupptöku áður komið til kasta mannréttindadómstólsins. Niðurstaða 18. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið e ða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d - liðum eru uppfyllt. Samkvæmt 5. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur maki hins látna krafist endurupptöku máls sé einhverju ski lyrða 1. mgr. fullnægt og sérstaklega standi á. Þar sem ekki hefur liðið langur tími frá því að dómur gekk og málsaðilar eru sammála um að atvik séu með líkum hætti og í tilvikum þar sem fallist hefur verið á endurupptöku annarra sem eru á lífi er uppfyllt það skilyrði ákvæðisins að sérstaklega standi á. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður e n dómur gekk. Samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur mál verið endurupptekið ef verulegir gallar haf a verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðuna. 19. Með 12. gr. laga nr. 47/2020 um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um me ðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála var leidd í lög sú regla sem nú er í a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna sagði meðal annars að skýra bæri orðalagið að það tæki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur gæti það einnig átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2022 - 5 - Evrópu. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins og því væri ekki nauðsynlegt að um dóm væri að ræða. Þá gæti dómur í sambærilegu máli orðið grundvöllur beiðni um endurupptöku. Núgildandi ákvæði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hefur í úrskurðum Endurupptökudóms verið túlkað þannig að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti leitt til endurupptöku máls að öðrum skilyrðum fullnægðum, sbr. meðal annars úrskurði Endurupptökudóms 15. júní 2022 í máli nr. 6/2022, 11. janúar 2022 í málum nr. 2/2 021 og 15/2021 og 22. september 2022 í máli nr. 12/2022. Þá verður á það fallist að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi , nr. 12951/18, geti talist dómur í máli sem er sambærilegt máli endurupptökubeiðanda. 20. Þótt ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að mál verði endurupptekið heldur þarf jafnframt að vera uppfyllt hið almenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku verði veitt, þar á meðal að telja verði að verulega miklu hefði skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. 21. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Ísla ndi kom fram sú breyting frá fyrri dómaframkvæmd réttarins að við mat á því hvort samþætting í tíma hefði verið nægjanleg var talið að ekki bæri að líta til þess tíma sem mál hef ði verið rekið fyrir yfirskattanefnd enda yrði að öðrum kosti dregið úr þeirri vernd sem 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttinda sáttmála Evrópu væri ætlað að veita gegn tvöfaldri málsmeðferð og refsingu. Hæstiréttur lagði þessa túlkun mannréttindadómstólsins til grundvallar í dómi sínum 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. 22. Í dómi Hæstaréttar 11. júní 2015 í máli nr. 550/2014 kem ur fram að rannsókn skattyfirvalda hófst 18. nóvember 2010 . Ríkisskattstjóri endurákvarðaði stofn til útreiknings fjármagns tekjuskatts með úrskurði 11. september 2012 og lagði 25% álag á vantalda stofna. 14. september 2012 var tilkynnt að ákveðið hefði verið að vísa málinu til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Fyrsta skýrslutaka hjá sérstökum saksóknara fór fram 14 . desember 20 12 . Úrskurður yfirskattanefndar var kve ðinn upp 30. desember 2013. Ákæra var gefin út 3. september 20 13 . Héraðsdómur kvað upp dóm 1 1 . júlí 201 4 og Hæstiréttur 11. júní 2015. 23. Gagnaðili endurupptökubeiðanda telur í greinargerð sinni að helstu tímasetningar í máli endurupptöku beiðanda séu með lí kum hætti og lýst er í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 og sumum af þeim dómum Hæstaréttar sem leitt hafi til frávísunar. Málin hafi ekki verið rekin samhliða miðað við niðurstöðu ríkisskattstjóra um beitingu álags annars vegar og skýrslutö kur hjá lögreglu hins vegar. Í athugasemdum endurupptökubeiðanda er vakin athygli á því að aðilar séu sammála um að rétt hefði verið að vísa máli endurupptökubeiðanda frá dómi í ljósi dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að dómur Hæstaréttar g ekk í máli nr. 550/2014. Af hálfu gagnaðila endurupptökubeiðanda voru ekki gerðar neinar athugasemdir við þessa ályktun endurupptökubeiðanda. 24. Sé miðað við að meðferð skattyfirvalda hafi lokið með úrskurði ríkisskattstjóra 11 . september 2012 en ekki úrskurði yfirskattanefndar 30. desember 2013, í samræmi við þá túlkun sem fram kemur í fyrrnefndum dómi m annréttindadómstólsins og dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021, liggur fyrir að mál maka endurupptökubeiðanda voru aldrei rekin sam hliða hjá skattyfirvöldum annars vegar og hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum hins vegar, þar sem rannsókn sérstaks saksóknara hófst með skýrslutöku af maka endurupptökubeiðanda 14 . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2022 - 6 - dese mber 2012. Þá var ákæran á hendur maka endurupptökubeiðanda gefin út 3. september 2013 eða tæpu einu ári eftir að máli hans lauk hjá skattyfirvöldum. 25. Að því sögðu verður að líta svo á að sú túlkun sem fram kemur í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Braga Guðmundar Kristjánssonar gegn Íslandi og hefur verið staðfest í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 verði að teljast ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 26. Samkvæm t því verður þegar á grundvelli framangreindra forsendna fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Hæstarétti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Er því ekki ástæða til þess að tekin verði afstaða til þ ess hvort skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu jafnframt uppfyllt í málinu. 27. Skipuðum verjanda endurupptökubeiðanda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr., sbr. seinni málslið 2. mgr. 232. gr. og 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. , lag a nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, A , um endurupptöku á máli nr. 5 50 /201 4 sem dæmt var í Hæstarétti 1 1 . júní 20 15 að því er X varðar . Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Halldórs Jónssonar lögmanns, 500.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.