Endurupptökudómur Úrskurður fimmtudaginn 27. maí 2021 í máli nr. 17 /2021 Endurupptökubeiðni Isavia ohf. 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Eyvindur G. Gunnarsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst E ndurupptöku dómi 25 . mars 202 1 fór Isavia ohf. fram á endurupptöku úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 2 0 . ágúst 201 9 í máli nr. Ö - 31 /201 8 : Beiðni Prof. Dr. Lucas Flöther skiptastjóra, f yrir hönd Air Berlin PLC & Co. Luftverkehrs KG , um úrskurð s amkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. 3. Endurupptökubeiðandi krefst þess að réttaráhrif úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur nr. Ö - 31/2018 falli niður og að málið verði endurupptekið. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi gagnaðila . Málsatvik 4. Með úrskurði Héraðsdóm s Reykjavíkur 20. ágúst 2019 í máli nr. Ö - 31/2018 var kveðið á um að gjaldþrotaskipti Air Berlin PLC & Co. Luftverkehrs KG (Air Berlin) , sem kveðið var á um með úrskurði H éraðsdóms Charlottenburg í Þýskalandi, nr. 36 a IN 4295/ 17 , 1. nóvember 2017, skyldu hafa réttaráhrif hér á landi, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. að því marki sem íslensk löggjöf kv eður á um sömu réttindi og heimildir , sóknar a ðila til handa , og hann hef ur samkvæmt þýsku m lögum eins og lýst er í matsgerð dómkvadds matsmanns frá 24. maí 2019 . 5. Endurupptökubeiðandi kveður viðskipti sín við Air Berlin hafa farið fram á grundvelli viðskiptaskilmála sinna en þar sé meðal annars að finna ítarlega umfjöllun um heimild hans til að aftra för loftfars vegna ógreiddra gjalda á flugvellinum á grundvelli 1. mgr. 136. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir. Þá kveður e ndurupptökubeiðandi Air Berlin hafa safnað nokkrum skuldum við sig á árinu 2017. 6. Með bréfi til endurupptökubeiðanda 16. ágúst 2017 tilkynnti Air Berlin að félagið hefði fengið heimild til gjaldþrotameðferðar undir eigin stjórn samkvæmt þýskum lögum. Félagið myndi halda áfram starfsemi og óskaði eftir áfram haldandi viðskiptum en þess var óskað að endurupptökubeiðandi afsalaði sér rétti til skuldajöfnuðar eða þess að stöðva loftför félagsins. 7. Í bréfi endurupptökubeiðanda til Air Berlin 21. ágúst 2017 kvaðst hann vera reiðubúinn að veita Air Berlin áfram þjónu stu og gat þess að hann afsalaði sér ekki lögbundnum og samningsbundnum rétti við innheimtu á kröfum. 8. Með bréfi endurupptökubeiðanda til Air Berlin 19. október 2017 var tilkynnt að þar sem engin greiðsla hefði borist frá Air Berlin, engar viðræður hefðu fa rið fram um greiðslu hennar eða tryggingar veittar fyrir henni myndi hann nýta heimild samkvæmt 1. mgr. 136. gr. laga nr. 60/1998 - 2 - og aftra för loftfars Air Berlin með skráningarmerki nu D - ABDX frá Keflavíkurflugvelli uns gjöld væru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu. 9. Hinn 20. október 2017 lenti framangreint loftfar á Keflavíkurflugvelli og aftraði endurupptökubeiðandi í samræmi við framangreinda tilkynningu för þess þar til skuld Air Berlin yrði greidd eða trygging sett fyrir greiðslu hennar. 10. Með bréfi 24. október 2017 mótmælti Air Berlin kyrrsetningu loftfarsins og var þess krafist að loftfarið fengi þegar í stað heimild til brottfarar af Keflavíkurflugvelli og eigi síðar en um kvöldið 25. október 2017. 11. Endurupptökubeiðandi hafnaði framangreindri kröfu Air Berlin og 25. til 30. október 2017 áttu sér stað viðræður milli aðila um lausn málsins. Hinn 30. október 2017 mun Air Berlin hafa greitt skuld sína. 12. Með úrskurði H éraðsdóms Charlottenburg í Berlín í Þýskalandi 1. nóvember 2017 var bú Air Berlin tekið til gjaldþrotaskipta. 13. Með bréfi Air Berlin til endurupptökubeiðanda 20. desember 2017 var því haldið fram að greiðsla Air Berlin til endurupptökubeiðanda 30. október 2017 væri riftanleg samkvæmt þýskum gjaldþrotalögum og þess krafist að hún yrði endurgreidd fyrir 3. janúar 2018. 14. Með bréfi 2. janúar 2018 hafnaði endurupptökubeiðandi kröfu Air Berlin um endurgreiðslu meðal annars með vísan til þess að erlendur úrskurður um gjaldþrotaskipti hefði ekki sjálfkrafa réttaráhrif hér á landi. 15. Eftir framangreind bréfaskipti munu engin frekari samskipti hafa átt sér stað milli endurupptökubeiðanda og þrotabús Air Berlin. Kveður endurupptökubeiðandi sig ekkert frekar hafa vitað um málið fyrr en honum hafi verið birt stefna skiptastjóra þrotabús Air Berl in 19. janúar 2021 , þar sem endurupptökubeiðanda var stefnt fyrir dóm í Þ ýskalandi til að þola riftun framangreindrar greiðslu . Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 16. Endurupptökubeiðandi byggir á því að þótt ákvæði XXVIII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála nefni eingöngu dóma hafi endurupptökunefnd fjallað um endurupptöku á úrskurðum héraðsdóms, sbr. mál nr. 1/2016 og nr. 16/2015. Í ákvæðum tilvitnaðs kafla sé vísað til ur en réttaráhrif úrskurða séu bindandi og hafi varanleg réttaráhrif. Þá vísar endurupptökubeiðandi til 178. og 179. gr. laga nr. 21/1991 og til þess að Hæstiréttur hafi ítrekað skýrt réttarfarsákvæði þeirra laga með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 91/1991. 17. Endurupptökubeiðandi telur hafið yfir vafa að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrskurði héraðsdóms og geti þar með krafist endurupptöku. Hann telur að tilgangur þrotabús Air Berlin með því að k r efjast úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur hafi verið sá að stefna endurupptöku beiðanda fyrir dóm í Þýskalandi með vísan til réttaráhrifa úrskurðarins. Endurupptökubeiðandi telur þetta ganga gegn íslenskum lögum og lagareglum meðal annars um varnarþing. Endurupptökubeiðandi hafi gripið til aðgerða gegn f lugfélaginu Air Berlin á grundvelli 1. mgr. 136. gr. laga nr. 60/1998. Óljóst sé hvort og þá hvernig þýskur dómstóll muni fjalla efnislega um málið, sérstaklega íslensk lög. Með því að endurupptökubeiðandi sé sviptur rétti til að fá fjallað fyrir íslenskum dómi um - 3 - aðgerð ir sem byggi á íslenskum lögum og hafi farið fram á íslensku yfirráðasvæði sé réttur hans til að byggja málsvörn sína á íslenskum réttarreglum tekinn af honum. 18. Endurupptökubeiðandi telur skilyrði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 uppfyllt. H ann ha fi enga vitneskju haft um úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Ö - 31/2018 fyrr en 19. janúar 2021 þegar stefna skiptastjóra Air Berlin var birt honum. M álsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós en a ðeins hluti þeirra samskipta og gagna sem fram h afi farið milli endurupptöku beiðanda og þrotabúsins hafi fylgt beiðninni til héraðsdóms auk þess sem umfjöllun um réttaráhrif og gildissvið 3. mgr. 6. gr. laga nr. 21/1991 hafi verið ófullnægjandi. 19. Með ákvörðun Héraðsdóm s Reykjavíkur um að boða endurupptökubeiðanda ekki til fyrirtöku málsins hafi hann jafnframt verið sviptur stjórnarskrárvörðum rétti til að gæta lögvarinna hagsmuna, koma að gögnum, málsatvikum, málsástæðum og lagarökum , sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 1. mgr. 6. gr . mannréttindasáttmála Evr ó pu, sbr. lög nr. 62/1994 . Auk þess hafi með því verið brotið gegn meginreglum einkamálaréttarfars og ákvæði síðasta málsliðar 3. mgr. 171. gr. laga nr. 21/1991 þar sem segir að héraðsdómari skuli ákveða eftir eðli ágreiningsefnis hvernig aðild verði háttað um þau álitaefni sem falli undir XIII. og XXIV. kafla laganna . 20. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á því að héraðsdómur hafi farið út fyrir beiðni þrotabús Air Berlin og þar með brotið gegn meginreglu réttarfars um forræði aðila á kröfugerð. Hafi héraðsdómari breytt kröfu þrotabúsins að eigin frumkvæði í úrskurðarorði. Kröfugerðin hafi verið ótæk til úrskurðar og með réttu h efði dómari átt að vísa henni frá. Á því er enn fremur byggt að beiðni þrotabús Air Berlin hafi ekki verið í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 6. gr. laga nr. 21/1991, sem megi meðal annars ráða af því að héraðsdómari hafi kvatt til sérfróðan matsmann til að leggja mat á beiðni na . Ekki hefði komið til þess nema því aðeins að dómari teldi framlögð g ögn vera ófullnægjandi. Þetta hefði e itt og sér átt að nægja til þess að héraðsdómur vísaði kröfu þrotabús Air Berlin frá dómi. 21. Endurupptökubeiðandi vísar til þe i rrar grundvallarreglu einkamálaréttarfars að aðili sem beri fyrir sig e rlenda réttarreglu beri sönnunarbyrði fyrir henni, sbr. 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991. Ákvörðun um öflun matsgerðar sé alfarið í höndum aðila máls, sbr. 1. mgr. 61. gr. sömu laga . Allt að ein u hafi dómari af sjálfsdáðum ákveðið undir rekstri máls að afla matsgerðar til að fá staðfestingu á því að þær reglur sem getið sé um í 3. mgr. 6. gr. laga nr. 21/1991, það er 74. og 116. gr. laganna, veiti sambærilega réttarvernd og þær reglur sem gildi samkvæmt þýskum gjaldþrotalögum. Þá verði a f úrskurðinum ekki ráðið hvernig matsgerðarinnar var aflað eða hvaða matsspurningar hafi verið lagðar fyrir matsmann. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að reglur IX. kafla laga nr. 91/1991 um matsgerðir hafi verið brotnar. 22. Endurupptökubeiðandi telur að reifun í beiðni þrotabús Air Berlin á atvikum og réttarreglum hafi verið í ósamræmi við ákvæði 3. mgr. 6. gr. laga nr. 21/1991. Í úrskurði héraðsdóms séu réttarreglur þýsks réttar taldar ná til endurupptöku beiðanda. Þrotabú Air Berlin hafi haldið því fram að á grundvelli úrskurðarins hafi það heimild að íslenskum lögum til að stefna endurupptöku beiðanda fyrir þýskan dómstól. Byggir endurupptökubeiðandi á því að hann hafi verið sviptur rétti til að gæta hagsmuna sinna fyrir íslenskum dómi. Hann sé ekki í söm u stöðu að lögum þótt honum kunni að gefast kostur á að bera lögmæti úrskurðarins eða aðgerðir þrotabúsins undir dóm í Þýskalandi. Þá verði þrotabú Air Berlin að höfða mál gegn endurupptöku beiðanda til þess að fá viðurkennda með dómi riftun á hinni umdeild u ráðstöfun fyrir íslenskum dómi eftir íslenskum lögum. 23. Endurupptökubeiðandi byggir jafnframt á því að skilyrði b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 séu uppfyllt. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur sé nánast alfarið byggð ur á gögnum, - 4 - málsástæðum og atvikum sem þrotabú Air Berlin hafi einhliða aflað og sett fram . Auk þess hafi dómari byggt á matsgerð sem hann hafi aflað að eigin frumkvæði. N iðurstaða úrskurðarins hefði orðið önnur hefði endurupptökubeiðandi fengið tækifæri ti l að gæta réttar síns. Loks kveður endurupptöku beiðand i atvik málsins mæla með því að fallist verði á beiðni um endurupptöku og stórfellda hagsmuni vera í húfi í ljósi kröfugerðar þrotabús Air Berlin í riftunarmálinu . Ó ljóst sé hvort og að hve miklu leyti endurupptökubeiðandi geti komið að vörnum á grundvelli íslenskra laga og reglna fyrir dómi í Þýskalandi. N iðurstaða erlends dómstóls geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á beitingu 1. mgr. 136. gr. laga nr. 60/1998 eða annarra sambærilegra lagaheimilda. Niðurstaða 24. Í máli þessu er beiðst endurupptöku úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 20. ágúst 2019 í máli nr. Ö - 31/2018. 25. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 segir að hafi héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, geti Endurupptökudómur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - liðar er fullnæg t, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 26. Framangreint ákvæði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 gerir samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi héraðsdómur gengið í máli en hvergi er vikið að heimild til að endurupptaka úrskurði héraðsdóms. Í 4. og 5. mgr. 192. gr. er jafnframt áréttað að úrskurður Endurupptökudóms skuli fjalla um dóm, sem beiðst er upptöku á, og að tekin skuli afstaða til þess hvort áhrif fyrri dóms falli n iður á meðan málið er rekið. Ekki er minnst á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri máls eða bundið endi á málsmeðferð. 27. Ákvæði um endurupptöku mála hafa verið í íslenskum lögum allt frá setningu laga nr. 22/1919 um hæstarjett . Í tilvitnuðum lögum sagði í 30. gr. að dómsmálaráðherra gæti, að tillögum nánar tilteknum skilyrðum. Ákvæðið sem tók aðeins til endurupptöku hæstaréttarmála hélst óbreytt við síðar i breytingar á lögunum og við setningu nýrra laga nr. 112/1935 um h æstarétt. 28. Með lögum nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála voru lögfestar sérstakar reglur í XXIII. kafla um endurupptöku dæmdra opinberra mála, bæði óáfrýjaðra héraðsdóma og hæstaréttardóma. Í opinberu máli, [yrði] það mál þá ekki síðan tekið upp af nýju, nema til þess séu þau skilyrði, er í i lögum um meðferð opinberra mála , það er lögum nr. 74/1974 og lögum nr. 19/1991 , sem og í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála , aðeins verið kveðið á um endurupptöku dóma. 29. Með lögum nr. 57/1962 um Hæstarétt Íslands, sem leystu af hólmi lög nr. 112/1935, var mælt tilteknum skilyrðum. Þá kom fram í 3. mgr. 59. gr. að meðferðar, að fella niður verkanir dóms þess, sem um er að tefla, að nokkru leyti eða öllu, þó nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands, sbr. 59. gr. þeirra laga. - 5 - 30. Við setningu laga nr. 91/1991 var í 157. og 158. gr. laganna heimiluð endurupptaka óáfrýjaðra héraðsdóma. Heimild til endurupptöku hæstaréttardóma var þó áfram að finna í lögum nr. 75/1973 þar til hún var með lögum nr. 38/1994 færð úr þeim lögum yfir í lög nr. 91/1991, sbr. þágildandi 169. gr. laganna. Þau eldri lagaákvæði sem hér hefur verið vitnað til vísa öll til endurupptöku dóma. Heimildir til endurupptöku óáfrýjaðs máls er nú að finna í 191. og 192. gr. l aga nr. 91/1991 en heimildir til endurupptöku máls sem hefur verið dæmt í Landsrétti eða Hæstarétti vísa einnig til ákvæðis 191. gr. , sbr. 193. gr. laganna. Eins og áður segir gerir ákvæðið samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir heimild til endurupptöku dóma en hvergi er vikið að úrskurðum. Í lögskýringargögnum með framangreindum lagaákvæðum um endurupptöku dóma er ekki að finna skýringar á ástæðu þess að heimild til endurupptöku hefur ávallt verið bundin við dóma. 31. Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þeim lagaákvæðum sem fjallað hafa um endurupptöku mála hefur ekki verið heimilað að endurupptaka úrskurði. 32. Í 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram sú grunnregla einkamálaréttarfars, sem að sínu leyti á jafnframt við um úrskurði, að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður krafa sem hefur verið dæmd að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en í lögunum segir. Nýju máli um slíka kröfu skal vísað frá dómi. Í 3. mgr. greinarinnar segir meðal annars að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp og samkvæmt 4. mgr. hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða sannast. Í þessum ákvæðum felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður orðum þeirra ekki léð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þeirra, sbr. dóm Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 . 33. Með hliðsjón af framansögðu verður ákvæði 191. gr. laga nr. 91/1991 hvorki beitt með rýmkan di lögskýringu né lögjöfnun þannig að það veiti heimild til endurupptöku úrskurðar. 34. Af öllu framangreindu leiðir að í lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku úrskurðar svo sem endurupptökubeiðandi hefur farið fram á í máli þessu. Samkvæmt því telst beiðni hans um um endurupptöku úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 20. ágúst 2019 í máli nr. Ö - 31/2018 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 35. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.