Endurupptökudómur Úrskurður fimmtu daginn 27. maí 2021 í máli nr. 4 /2021 Endurupptökubeiðni Hróbjart s Jónatanssonar 1. D ómararnir Jóhannes Karl Sveinsson , Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu . 2. Með beiðni sem barst endurupptökunefnd 1 . febrúar 2020 fór Hróbjartur Jónatansson fram á endurupptöku úrskurðar Landsréttar 2. maí 2019 í máli nr. 191/2019 : Hróbjartur Jónatansson gegn Frjálsa lífeyrissjóðnum. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016 um dómstóla tók Endurupptökudómur, frá og með 1. desember 2020, við meðferð þeirra beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki höfðu verið af greiddar af endurupptökunefnd. Málsatvik 3. Endurupptökubeiðandi er sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Hann óskaði árin 2017 og 2018 eftir ýmsum gögnum frá lífeyrissjóðnum um nánar tilgreindar fjárfestingar og lánveitingar sjóðsins. Auk þess óskaði endurup ptökubeiðandi eftir gögnum um starfsemi lífeyrissjóðsins sem ekki er ástæða til að rekja hér. 4. Endurupptökubeiðandi felldi sig ekki við svör lífeyrissjóðsins og krafðist þess fyrir dómi að sjóðnum yrði, á grundvelli XII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð ei nkamála , gert skylt að afhenda honum gögn sem talin voru upp í sex töluliðum. Héraðsdómur vísaði kröfum hans frá dómi með úrskurði sínum 21. febrúar 2019 . 5. Endurupptökubeiðandi kærði niðurstöðu héraðsdóms um frávísun krafna hans til Landsréttar. Í úrskurði sínum 2. maí 2019 hafnaði Landsréttur kröfum endurupptökubeiðanda með þeim rökstuðningi að ekki væru uppfyllt skilyrði um öflun sönnunargagna , án þess að mál hefði verið höfðað, á grunni áðurnefnds XII. kafla laga nr. 91/1991. Ekki var í forsendum eða úrs kurðarorði Landsréttar vikið að niðurstöðu héraðsdóms um frávísun. 6. Að gengnum úrskurði Landsréttar leitaði endurupptökubeiðandi eftir leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurðinn á grundvelli 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Hæstiréttur hafnaði beiðninni 19. nóvember 2019 þar sem ekki væri til staðar heimild til kæru, hvorki í lögum nr. 91/1991 né öðrum lögum. - 2 - Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi byggir á því að niðurstaða Landsréttar um að hafna því að afhenda honum tilgreind gögn sé bersýnilega röng að formi og efni til , enda hafi Landsréttur ekki tekið afstöðu til kröfu hans um að frávísunarúrskurði héraðsdóms yrði hrundið. Þess í stað hafi Landsréttur tekið efnislega afstöðu í málinu, með því að hafna beiðni hans um öflun sönnunargagna á grundvelli þess að lagaskilyrði XII. kafla laga nr. 91/1991 h efðu ekki verið uppfyllt. Með þessu telur endurupptökubeiðandi að Landsréttur hafi fari út fyrir kröfur aðila í úrskurði sínum og meðferð málsins því ekki samrýmst ákvæðu m réttarfarslaga, einkum 111. gr. laga nr. 91/1991. 8. Endurupptökubeiðandi vísar beiðni sinni til stuðnings til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 631/2015 . Einnig vísar hann til dóms réttarins í máli nr. 47/2019 er gekk 18. nóvember 2019 en í honum hafi úr skurður Landsréttar verið Endurupptökubeiðandi telur að eins hátti til í því máli sem hér er til úrlausnar. Niðurstaða 9. Í má li þessu er beiðst endurupptöku úrskurðar Landsréttar 2. maí 2019 í máli nr. 191/2019 þar sem hafnað var kröfu endurupptökubeiðanda um afhendingu tilgreindra gagna. 10. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016, sbr. lög nr. 47/2020, gilda ákvæði laga um meðferð einkamála eða laga um meðferð sakamála um meðferð þeirra endurupptökubeiðna sem Endurupptökudómur tók við frá endurupptökunefnd 1. desember 2020. Af skýringum með þessu ákvæði í frumvarpi sem varð að lögum nr. 47/2020 verður rá ðið að með því hafi verið lögfest sú lagaskilaregla að slíkum endurupptökubeiðnum verði ráðið til lykta á grundvelli lagaákvæða um Endurupptökudóm og þeirra rýmri skilyrða fyrir endurupptöku einkamála sem kveðið var á um í 8. gr. laga nr. 47/2020, sem brey tti áður gildandi ákvæði 191. gr. laga nr. 91/1991. 11. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur leyft samkvæmt beiðni aðila að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 1. mgr. 191. gr. laganna. Mál verður ekki endurupptekið í Landsrétti nema frestur til að leita áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sé liðinn eða Hæstiréttur hafi synjað um áfrýjunarleyfi. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 segir að hafi héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, geti Endurupptökudómur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - liðar er fullnægt, enda mæli atvik með því a ð leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 12. Í framangreindum ákvæðum laga nr. 91/1991 er ráð fyrir því gert að verða megi við beiðni um endurupptöku á dómum, svo sem orðalag ákvæðanna ber með sér. Í 1. mgr. 193. gr., sem heimilar endurupptöku á málum sem dæmd hafa verið í Landsrétti eða Hæstarétti, er vísað til 191. gr. en - 3 - hún gerir samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi héraðsdómur gengið í máli en hvergi er vikið að heimild til að endurupptaka úrskur ði dómstóla. Í 4. og 5. mgr. 192. gr. er jafnframt áréttað að úrskurður Endurupptökudóms skuli fjalla um dóm, sem beiðst er endur upptöku á, og að tekin skuli afstaða til þess hvort áhrif fyrri dóms falli niður á meðan málið er rekið. Ekki er minnst á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri máls eða bundið endi á málsmeðferð. Í lögskýringargögnum með framangreindum lagaákvæðum um endurupptöku dóma er ekki að finna skýringar á ástæðu þess að heimild til endurupptöku hefur ávallt verið bundin við dóma. 13. Ákv æði um endurupptöku mála hafa verið í íslenskum lögum allt frá setningu laga nr. 22/1919 um hæstar j ett . Í tilvitnuðum lögum sagði í 30. gr. að dómsmálaráðherra gæti, að tillögum , sem þar hefir verið dæmt, verði a f nýju tekið til nánar tilteknum skilyrðum. Ákvæðið sem tók aðeins til endurupptöku hæstaréttarmála hélst óbreytt við síðari breytingar á lögunum og við setningu nýrra laga nr. 112/1935 um h æstarétt. 14. Með lögum nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála voru lögfestar sérstakar reglur í XXIII. kafla um endurupptöku dæmdra opinberra mála, bæði óáfrýjaðra héraðsdóma og hæstaréttardóma. Í eða hæstaréttardómur gengið í opinberu máli, [yrði] það mál þá ekki síðan tekið upp af nýju, nema til þess séu þau skilyrði, er í , það er lögum nr. 74/1974 og lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, svo og lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála , aðeins verið kveðið á um endurupptöku dóma. 15. Með lögum nr. 57/1962 um Hæstarétt Íslands, sem leystu af hólmi lög nr. 112/1935, var mælt j a, að mál, sem dæmt hefur verið í Hæ starétti, sé tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu a f meðferðar, að fella niður verkanir dóms þess, sem um er að tefla, að nokkru le yti eða öllu, þó þannig, um Hæstarétt Íslands, sbr. 59. gr. þeirra laga. 16. Við setningu laga nr. 91/1991 var í 157. og 158. gr. laganna heimiluð endurupptaka ó á frýjaðra héraðsdóma. Heimild til endurupptöku hæstaréttardóma var þó áfram að finna í lögum nr. 75/1973 þar til hún var með lögum nr. 38/1994 færð úr þeim yfir í lög nr. 91/1991, sbr. þágildandi 169. gr. laganna. Þau eldri laga ákvæði sem hér hefur verið vitnað til vísa öll til endurupptöku dóma. Heimildir til endurupptöku óáfrýjaðs einka máls er nú að finna í 191. og 192. gr. laga nr. 91/1991 en heimildir til endurupptöku máls sem hefur verið dæmt í Landsrétti eða Hæstarétti vísa einnig til ákvæð is 191. gr. , sbr. 193. gr. laganna. Eins og áður segir gerir ákvæðið samkvæmt orða nna hljóðan aðeins ráð fyrir heimild til endurupptöku dóma en hvergi er vikið að úrskurðum. Í lögskýringargögnum með framangreindum lagaákvæðum um endurupptö ku dóma er ekki að finna skýringar á ástæðu þess að heimild til endurupptöku hefur ávallt verið bundin við dóma. 17. Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þeim l agaákvæðum sem fjallað hafa um endurupptöku mála hefur ekki verið heimilað að endurupptaka úrskurði . - 4 - 18. Í 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram sú grunnregla einkamálaréttarfars, sem að sínu leyti á jafnframt við um úrskurði, að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þ ar að efni til. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður krafa sem hefur verið dæmd að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en í lögunum segir. Nýju máli um slíka kröfu skal vísað frá dómi. Í 3. mgr. greinarinnar segir meðal annar s að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp og samkvæmt 4. mgr. hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða sannast. Í þessum ákvæðum felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeir ri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður orðum þeirra ekki léð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þ eirra, sbr. dóm Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 . 19. Með hliðsjón af framansögðu verð ur ákvæði 193. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 191. gr. laganna, hvorki beitt með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun þannig að það veiti heimild til endurupptöku úrskurðar . 20. Af öllu framangreindu leiðir að í lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku úrskurðar svo sem endurupptökubeiðandi hefur farið fram á í máli þessu. Samkvæmt því telst beiðni hans um endurupptöku úrskurðar Landsréttar 2. maí 2019 í máli nr. 191/2019 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 21. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.