Úrskurður miðvikudaginn 15. júní 2022 í máli nr . 5/2022 Endurupptökubeiðni Braga Guðmundar Kristjánssonar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Hólmfríður Grímsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 16. febrúar 2022 fór endurupptökubeiðandi , Bragi Guðmundur Kristjánsson, [...], fram á endurupptöku í máli nr. 283/2016 sem dæmt var í Hæstarétti 21. september 2017. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubei ðanda, vísar til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 10/2021, 11/2021 og 18/2021, uppkveðnum 21. janúar 2022, og telur ekki efni til að veita skriflega greinargerð um viðhorf sín til beiðni endurupptökubeiðanda. Málsatvik 4. Endurupptökubeiðandi var með framangreindum dómi Hæstaréttar sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Hann var dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og ti l að greiða sekt að fjárhæð 13.800.000 krónur auk sakarkostnaðar svo sem nánar greinir í dóminum. Hann hafði einnig sætt málsmeðferð og viðurlögum á vettvangi skattyfirvalda svo sem nánar er rakið í þeim dómi. 5. Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 31. ágúst 2021 í máli nr. 12951/18 var komist að niðurstöðu um að íslenska ríkið hefði með framangreindum dómi brotið gegn 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaðan byggði á því að endurupptökubeiðandi hefði sætt tveimur aðskildum rannsóknum og málsmeðferð fyrir sama brotið og að ekki hafi verið nægjanleg tengsl á milli þeirra svo réttlæta mætti þá málsmeðferð. 6. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða endurupptökubeiðanda bætur og málskostnað. Hvorugur málsaðila óskaði eftir heimild til að skjóta niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins og varð hann því endanlegur og bindandi 30. nóvember 2021. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að sú málsmeðferð sem lauk með sakfellingu hans hafi brotið gegn réttindum hans og banni við tvöfaldri málsmeðferð og refsingu vegna sama atviks sem kveðið sé á um í 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmálann. Þetta hafi verið staðfest með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli hans. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 5/2022 - 2 - 8. Um skilyrði fyrir endurupptöku er vísað til a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála fyrir endurupptöku sakamála þar sem heimilað er að mál verði endurupptekið ef ný gögn og upplýsingar gætu leitt til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þá vísar endurupptökubeiðandi til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 10/2021, 11/2021 og 18/2021 að því er varðar beitingu lagareglunnar í sambærilegum málum. Rökstuðningur gagnaðila 9. Ríkissaksóknara var gefinn kostur á að tjá sig um framkomna beiðni en í umsögn embættisins var sem fyrr segir vísað til vísa ð til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 10/2021, 11/2021 og 18/2021, uppkveðnum 21. janúar 2022, og ekki talin efni til að veita skriflega greinargerð um viðhorf til beiðni endurupptökubeiðanda. Niðurstaða 10. Í þessu máli stendur eins á og í þeim þremur úrskurðum sem Endurupptökudómur kvað upp 21. janúar 2022 í málum nr. 10/2021, 11/2021 og 18/2021. Fyrir liggur dómur Mannréttindadóm stóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmálans. 11. Eins og greinir í forsendum þeirra úrskurða verður að ætla að um sé að ræða nýjar upplýsin gar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 og að þær hefðu skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu máls ef þær hefðu komið fram áður en dómur í því máli sem krafist er undurupptöku á var kveðinn upp. Með vísan til þess, og röksemda áðurne fndra úrskurða að öðru leyti, verður því fallist á beiðni endurupptökubeiðanda. 12. Endurupptökubeiðanda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin verður með virðis aukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni Braga Guðmundar Kristjánssonar um endurupptöku á máli nr. 283/2016 sem dæmt var í Hæstarétti 21. september 2017. Þóknun verjanda endurupptökubeiðanda, Ragnars H. Hall lögmanns, 372.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.