Endurupptökudómur Úrskurður föstudaginn 25. júní 2021 í máli nr . 14/2021 Endurupptökubeiðni Sjöstj örnunnar ehf. 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Eyvindur G. Gunnarsson og Hólmfríður Grímsdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 18. desember 2020 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp 29. október 2020 í máli nr. 19/2020: Þrotabú EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni ehf. Þá krefst endurupptökubeiðand i að þrotabú EK1923 ehf. verði gert að greiða sér málskostnað fyrir Endurupptökudómi að skaðlausu. Málsatvik 3. Þrotabú EK1923 ehf. (áður Eggert Kristjánsson hf.) var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. september 2016. Þrotabúið höfðaði þrjú mál á hendur endurupptökubeiðanda sem voru sameinuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 4. Endanlegar efnislegar dómkröfur þrotabús EK1923 ehf. í málinu voru þær að allega að rift yrði kaupsamningi Eggerts Kristjánssonar hf. og endurupptökubeiðanda 29. desember 2013 um fasteignina Skútuvog 3 í Reykjavík og að endurupptökubeiðanda yrði gert að greiða þrotabúinu 284.620.393 krónur með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum, til vara að rift yrði ráðstöfun sömu fasteignar sem gerð haf ð i verið með ski ptingaáætlun Eggerts Kristjánssonar hf. og end urupptökubeiðanda 30. mars 2014 og staðfest á hluthafafundum 9. og 12. september 2014 og endurupptökubeiðanda gert að greiða þrotabúinu 303.028.340 krónur með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum og til þr autavara að endurupptökubeiðanda yrði gert að greiða þrotabúinu 222.870.393 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Til viðbótar framangreindum kröfum krafðist þrotabúið að rift yrði greiðslu Eggerts Kristjánssonar ehf. 15. mars 2016 til endurupptökube iðanda að fjárhæð 21.316.582 krónur og að endurupptökubeiðandi greiddi þrotabúinu þá fjárhæð með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Til viðbótar var gerð sú krafa að staðfest yrði kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 19. júlí 2017 í nánar tilgreindum fasteignum endurupptökubeiðanda og Skúla Gunnars Sigfússonar. Loks krafðist þrotabúið málskostnaðar úr hendi endurupptökubeiðanda . 5. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 12. október 2018 var fallist á að endurupptökubeiðandi greiddi þrotabúi EK1923 ehf. 222.870.393 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Þá var fallist á riftun á greiðslu til endurupptökubeiðanda að fjárhæð 21.316.582 krónur og endurupptökubeiðanda gert að greiða þá fjárhæð með nánar tilgreindum vöxtum og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2021 - 2 - dráttarvöxtum. Enn fremur var fallist á staðfestingu kyrrsetning ar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði 19. júlí 2017 í nánar tilgreindum fasteignum endur upptökubeiðanda og Skúla Gunnars Sigfússonar . Loks var endurupptökubeiðanda gert að greiða þrotabúinu málskostnað. 6. Endurupptökubeiðandi áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar 14. janúar 2019. Niðurstaða Landsréttar var að rift var greiðslu á skuld EK1923 ehf. við endu rupptökubeiðanda að fjárhæð 21.316.582 krónur og endurupptökubeiðanda gert að greiða þá fjárhæð með nánar tilteknum dráttarvöxtum. Þá var staðfest kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hjá endurupptökubeiðanda í nánar tilgreindum eignum endurupptö kubeiðanda en felld úr gildi kyrrsetning sýslumanns hjá Skúla Gunnari Sigfússyni. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var felldur niður. 7. Þrotabú EK1923 ehf. áfrýjaði dómi Landsréttar til Hæstaréttar 30. apríl 2020 að fengnu áfrýjunarleyfi og fékk m álið málsnúmerið 19/2020. Krafist var ómerkingar dóms Landsréttar en að því frágengnu gerði þrotabúið þær dómkröfur sem tilgreindar eru í tölulið 4 að framan. Með dómi Hæstaréttar 29. október 2020 var rift ráðstö f un fasteignarinnar að Skútuvogi 3 í Reykjav ík með skiptingu Eggerts Kristjánssonar ehf. í tvö félög sem staðfest var á hluthafafundi endurupptökubeiðanda 9. september 2014 og Eggerts Kristjánssonar ehf. 12. september 2014. Staðfest var niðurstaða Landsréttar á greiðslu EK1923 ehf. til endurupptökub eiðanda að fjárhæð 21.316.582 krónur. Þá var endurupptökubeiðanda gert að greiða þrotabúinu samtals 324.344.922 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Staðfest var kyrrsetning sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu í nánar tilgreindum fasteignum endurupp tökubeiðanda og Skúla Gunnars Sigfússonar. Loks var endurupptökubeiðanda gert að greiða þrotabúi EK1923 ehf. málskostnað á öllum dómstigum. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi óskar eftir því að dómur Hæstaréttar frá 30. apríl 2020 í máli nr. 19/2020 verði endurupptekinn og vísar um beiðni sína til XXVIII. og XXIX. kafla, sbr. 1. og 3. mgr. 193. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 9. Endurupptökubeiðandi reisir ósk sína um endurupptöku meðal annars á því að ný gögn eða upplýsingar sýni að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið hafi verið til meðferðar fyrir Hæstarétti, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Íslandsbanki hf., stærsti kröfuhafi þr otabús EK1923 ehf., hafi verið meðvitaður um fyrirætlun endurupptökubeiðanda og fyrirsvarsmanns þess að skipta félaginu EK1923 ehf. upp og taka fasteign félagsins út með félagaréttarlegri skiptingu. Endurskoðandi EK1923 ehf. hafi sent tölvuskeyti til útibú sstjóra Íslandsbanka hf. þar sem þessu hafi verið lýst. Endurupptökubeiðandi hafi ekki vitað að Íslandsbanki hf. hafi verið meðvitaður um þá áætlun að skipta félaginu EK1923 ehf. upp og taka fasteign út úr félaginu. Þæ r upplýsingar hafi fyrst komið fram í kjölfar málshöfðunar Íslandsbanka hf. á hendur endur upptökubeiðanda í september 2020. Að mati endurupptökubeiðanda sé um nýjar upplýsingar að ræða sem muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2021 - 3 - 10. Þá vísar endurupptökubeiðandi til þess að máls atvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós að því er snýr að aðal - og varakröfu þrotabús EK1923 ehf. þar sem málið hafi ekki verið flutt að nei n u leyti um þær kröfur en Hæstiréttur hafi í dómi sínum fallist á varakröfu þrotabúsins án þess að um hana hafi verið fjallað í málflutningi fyrir Hæstarétti. Meginregla n sé að mál skuli flutt munnlega, sbr. 3. mgr. 185. gr. laga nr. 91/1991. Hæstiréttur ha fi komist að þeirri niðurstöðu að EK1923 ehf. hafi verið ógjaldfært í september 2014 þegar skipting félagsins hafi verið endanlega staðfest á hluthafafundum. Hafi Hæstiréttur vísað til þess að á þeim tíma hafi eigið fé félagsins hlotið að vera verulega nei kvætt og að félagið gæti hvorki staðið í skilum við lána r drottna þess á þeim tímapunkti né að þeir greiðsluerfiðleikar myndu líða hjá innan skamms tíma. Endurupptökubeiðandi kveður það vera rangt og að líkindum hefði mátt leiðrétta þann misskilning hefði m álið verið flutt um umrædd atriði í munnlegum málflutningi fyrir Hæstarétti. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að EK1923 ehf. hafi skilað rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsliði að fjárhæð 19.598.997 krónur á árinu 2014 og félagið hafi því ekki verið ógjaldf ært í september 2014. Þá hafi félagið notið stuðnings hluthafa og viðskiptabanka þess. 11. Endurupptökubeiðandi byggir ósk sína um endurupptöku enn fremur á því að ný gögn muni leiða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, sbr. b - lið 1. mgr. 191. gr. l aga nr. 91/1991. Þó að ákvæðið tilgreini ný gögn þá eigi það einnig við um þau gögn sem hafi verið meðal gagna málsins en Hæstiréttur hafi fullyrt að væru ekki til. Endurupptökubeiðandi telji að ný gögn um gjaldfærni EK1923 ehf. í september 2014 muni leiða til breyttrar niðurstöðu málsins. Öll þau gögn sem hafi legið fyrir í hæstaréttarmálinu hafi gefið til kynna rekstrarhagnað og jákvæða stöðu eigin fjár félagsins. Sönnunarbyrði hafi verið snúið á hvolf með því að horfa vísvitandi fram hjá gögnum sem sanna rlega hafi verið lögð fram um gjaldfærni félagsins. 12. Endurupptökubeiðandi byggir enn fremur á því að önnur atvik mæli með því að fallist verði á endurupptöku, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi. Vísað sé til þess að dómur Hæstaréttar um greiðsluskyldu endurupptökubeiðanda leiði ti l þess að EK1923 ehf. sé gjaldfært. Allir kröfuhafar í þrotabú félagsins hafi fengið kröfu r sína greidda r auk nánast allra eftirstæð r a vaxta. Slíkt sé nánast óheyrt og gefi til kynna að niðurstaða Hæstaréttar, einkum um ógjaldfærni félagsins í september 2014, geti ekki verið rétt. Um stórfellda hagsmuni sé að ræða, enda hafi endurupptökubeiðanda verið gert að greiða í heildina um hálfan milljarð króna. Niðurstaða 13. Í máli þessu er beiðst endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá 29. október 2020 í máli nr. 19/2020. 14. Gagnaðili endurupptökubeiðanda er þrotabú EK1923 ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 7. september 2016. Gjaldþrotaskiptum á búi félagsins var lokið á skiptafundi 15. desember 2020 og það tilkynnt til héraðsdóms og birt auglýsing um skiptalokin í Lögbirtingablaði í samræmi við 162. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. 15. Þar eð skiptum hefur samkvæmt framansögðu verið lokið á þrotabúi EK1923 ehf. nýtur það ekki lengur hæfis til að eiga aðild að dómsmáli, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 . Í 5. mgr. 193. gr. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2021 - 4 - laga nr. 91/1991 felst að ef fallist er á endurupptöku máls sem dæmt hefur verið í Hæstarétti þá fer um málsmeðferði na fyrir réttinum samkvæmt XXVII. kafla laganna eftir því sem við á og l ý kur meðferð málsins með dómi Hæstaréttar þar sem tekin er afstaða til réttinda og skyldna aðila. Þrotabúið naut aðildarhæfis við meðferð málsins fyrir Hæstarétti og allt þar til skiptum á því lauk, sem var samkvæmt framansögðu 15. desember 2020. Með því að þrotabúið nýtur nú ekki lengur aðildarhæfis og getur því ekki átt réttindi og borið skyldur kemu r ekki til álita að endurupptaka mál sem það átti aðild að áður en skiptum á búi þess lauk. Verður máli þessu því vísað frá Endurupptökudómi af sjálfsdáðum. 16. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.