Endurupptökudómur Úrskurður fimmtudaginn 27. maí 2021 í máli nr. 1/2021 Endurupptökubeiðni Akurholts ehf. og Geiteyrar ehf. 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Hólmfríður Grímsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni, sem barst endurupptökunefnd 1 9 . mars 2019, fóru Akurholt ehf. og Geiteyri ehf. fram á endurupptöku úrskurðar Landsréttar 8. febrúar 2019 í máli nr. 69/2019: Akurholt ehf. og Geiteyri ehf. gegn Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Arnarlaxi ehf. Samk væmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016 um dómstóla tók Endurupptökudómur, frá og með 1. desember 2020, við meðferð þeirra beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki höfðu verið afgreiddar af endurupptökunefnd. Málsatvik 3. Með úrskurði Hér aðsdóms Reykjavíkur 18. janúar 2019 í málinu nr. E - 1670/2018 var vísað frá dómi máli endurupptökubeiðenda, Akurholts ehf. og Geiteyrar ehf., á hendur Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Arnarlaxi ehf. á grundvelli sjónarmiða um lögvarða hagsmuni og með vís an til þess að stefna í málinu uppfyllti ekki kröfur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá var þeim gert að greiða óskipt hverjum stefnda 1.000.000 króna í málskostnað. Í málinu höfðu félögin krafist þess að ógilt yrðu með dómi rekstrar leyfi sem Matvælastofnun og Umhverfisstofnun höfðu veitt Arnarlaxi ehf. til reksturs stöðva til sjókvíaeldis. 4. Endurupptökubeiðendur skutu málinu til Landsréttar með kæru 22. janúar 2019 og kröfðust þess að hinum kærða úrskurði yrði hrundið og lagt yrði fyr ir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Varnaraðilar kröfðust þess að hinn kærði úrskurður yrði staðfestur auk kærumálskostnaðar sér til handa. Með úrskurði Landsréttar 8. febrúar 2019 í máli nr. 69/2019 var staðfest niðurstaða héraðsdóms um frávísun málsins frá dómi þar sem endurupptökubeiðendur hefðu ekki sýnt fram á að þeir hefðu lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr dómkröfum sínum. Þá var þeim gert að greiða óskipt hverjum varnaraðila 200.000 krónur í kærumálskostnað. 5. Með beiðni 20. fe brúar 2019 leituðu endurupptökubeiðendur leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 8. febrúar 2019 í máli nr. 69/2019. Í ákvörðun sinni 27. febrúar 2019 í máli nr. 2019 - 77 vísaði Hæstiréttur til þess að úrskurður Landsréttar sætti ekki kæru til Hæ staréttar eftir heimild a - liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 ef þar hefði verið staðfestur úrskurður héraðsdóms um frávísun, svo sem hér væri um að ræða. Samkvæmt 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991, sem - 2 - leyfisbeiðendur vísuðu til í umsókn sinni, væri u nnt að sækja um leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurði Landsréttar þegar svo væri fyrir mælt í öðrum lögum. Hvorki væri í lögum nr. 91/1991 né öðrum lögum kveðið á um heimild til að sækja um leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar þar sem staðfes t væri niðurstaða héraðsdóms um að vísa máli að hluta eða öllu leyti frá dómi, sbr. ákvörðun Hæstaréttar 9. janúar 2019 í máli nr. 2018 - 267. Þegar af þessari ástæðu væri beiðni um kæruleyfi hafnað. Rökstuðningur endurupptökubeið e nda 6. Endurupptökubeiðendur vísa til þess að með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019 hafi dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn íslenskum lögum þegar Arnfríður Einarsdóttir var skipuð dómari við Landsrétt á árinu 2017. Forsendur dómstólsins fyr ir þeirri niðurstöðu ættu einnig við um Ásmund Helgason sem hefði verið einn af þremur dómurum Landsréttar í máli nr. 69/2019. Á því er byggt að sú niðurstaða verði talin valda því að innanlandsrétti að fjórir dómarar við Landsrétt muni verða taldir rangle ga skipaðir í dómaraembætti sín, þar á meðal nefndur Ásmundur Helgason. 7. Með vísan til framanritaðs krefjast endurupptökubeiðendur þess að mál nr. 69/2019 verði endurupptekið og veitt viðhlítandi meðferð að lögum. Niðurstaða 8. Í máli þessu er beiðst endurupp töku úrskurðar Landsréttar 8. febrúar 2019 í máli nr. 69/2019 þar sem máli endurupptökubeiðenda gegn Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Arnarlaxi ehf. var vísað frá dómi. 9. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016, sbr. lög nr. 47/202 0, gilda ákvæði laga um meðferð einkamála eða laga um meðferð sakamála um meðferð þeirra endurupptökubeiðna sem Endurupptökudómur tók við frá endurupptökunefnd 1. desember 2020. Af skýringum með þessu ákvæði í frumvarpi sem varð að lögum nr. 47/2020 verður ráðið að með því hafi verið lögfest sú lagaskilaregla að slíkum endurupptökubeiðnum verði ráðið til lykta á grundvelli lagaákvæða um Endurupptökudóm og þeirra rýmri skilyrða fyrir endurupptöku einkamála sem kveðið var á um í 8. gr. laga nr. 47/2020, sem b reytti áður gildandi ákvæði 191. gr. laga nr. 91/1991. 10. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur leyft, samkvæmt beiðni aðila, að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 1. mgr. 191. gr. laganna. Mál verður ekki endurupptekið í Landsrétti nema frestur til að leita áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sé liðinn eða Hæstiréttur hafi synjað um áfrýjunarleyfi. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 segir að hafi héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, geti Endurupptökudómur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - - 3 - liðar er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 11. Í framangreindum ákvæðum laga nr. 91/1991 er ráð fyrir því gert að verða megi við beiðni um endurupptöku á dómum, svo sem orðalag ákvæðanna ber með sér. Í 1. mgr. 193. gr., sem heimilar endurupptöku á málum sem dæmd hafa verið í Landsrétti eða Hæstarétti, er vísað til 191. gr. en hún gerir samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi héraðsdómur gengið í máli en hvergi er vikið að heimild til að endurupptaka ú rskurði dómstóla. Í 4. og 5. mgr. 192. gr. er jafnframt áréttað að úrskurður Endurupptökudóms skuli fjalla um dóm, sem beiðst er endurupptöku á, og að tekin skuli afstaða til þess hvort áhrif fyrri dóms falli niður á meðan málið er rekið. Ekki er minnst á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri máls eða bundið endi á málsmeðferð. 12. Ákvæði um endurupptöku mála hafa verið í íslenskum lögum allt frá setningu laga nr. 22/1919 um hæstarjett. Í tilvitnuðum lögum sagði í 30. gr. að dómsmálaráðherra gæti, að tillögum nánar tilteknum skilyrðum. Ákvæðið sem tók aðeins til endurupptöku hæstaréttarmála hélst óbreytt við síðari breytingar á lögunum og við setningu nýrra l aga nr. 112/1935 um hæstarétt. 13. Með lögum nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála voru lögfestar sérstakar reglur í XXIII. kafla um endurupptöku dæmdra opinberra mála, bæði óáfrýjaðra héraðsdóma og hæstaréttardóma. Í aður héraðsdómur eða hæstaréttardómur gengið í opinberu máli, [yrði] það mál þá ekki síðan tekið upp af nýju, nema til þess séu þau skilyrði, er í nr. 74/1974 o g lögum nr. 19/1991, sem og í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, aðeins verið kveðið á um endurupptöku dóma. 14. Með lögum nr. 57/1962 um Hæstarétt Íslands, sem leystu af hólmi lög nr. 112/1935, var mælt svo fyrir í 1. mgr. 59. gr. að rétt væri Hæstarétti meðferðar, að fella niður verkanir dóms þess, sem um er að tefla, að nokkru leyti eða öllu, þó þannig, um Hæstarétt Íslands, sbr. 59. gr. þeirra laga. 15. Við setningu la ga nr. 91/1991 var í 157. og 158. gr. laganna heimiluð endurupptaka óáfrýjaðra héraðsdóma. Heimild til endurupptöku hæstaréttardóma var þó áfram að finna í lögum nr. 75/1973 þar til hún var með lögum nr. 38/1994 færð úr þeim lögum yfir í lög nr. 91/1991, s br. þágildandi 169. gr. laganna. Þau eldri lagaákvæði sem hér hefur verið vitnað til vísa öll til endurupptöku dóma. Heimildir til endurupptöku óáfrýjaðs einkamáls er nú að finna í 191. og 192. gr. laga nr. 91/1991 en heimildir til endurupptöku máls sem he fur verið dæmt í Landsrétti eða Hæstarétti vísa einnig til ákvæðis 191. gr., sbr. 193. gr. laganna. Eins og áður segir gerir 191. gr. samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir heimild til endurupptöku dóma en hvergi er vikið að úrskurðum. Í - 4 - lögskýringargög num með framangreindum lagaákvæðum um endurupptöku dóma er ekki að finna skýringar á ástæðu þess að heimild til endurupptöku hefur ávallt verið bundin við dóma. 16. Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þeim lagaákvæðum sem fjallað hafa um endurupptöku mála hefur ekki verið heimilað að endurupptaka úrskurði. 17. Í 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram sú grunnregla einkamálaréttarfars, sem að sínu leyti á jafnframt við um úrskurði, að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður krafa sem hefur verið dæmd að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en í lögunum segir. Nýju máli um slíka kröfu skal vísað frá dómi. Í 3. mgr. greinarinnar segir meðal annars að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp og samkvæmt 4. mgr. hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða sannast. Í þessum ákvæð um felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður orðum þeirra ekki lé ð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þeirra, sbr. dóm Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. 18. Með hliðsjón af framansögðu verður ákvæði 193. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 191. gr. laganna, hvorki beitt með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun þ annig að það veiti heimild til endurupptöku úrskurðar. 19. Af öllu framangreindu leiðir að í lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku úrskurðar svo sem endurupptökubeiðandi hefur farið fram á í máli þessu. Samkvæmt því telst beiðni hans um endurupptöku úrskurðar Landsréttar 8. febrúar 2019 í máli nr. 69/2019 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 20. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.