Úrskurður föstudaginn 18. febrúar 2022 í mál i nr . 1 3 /2021 Endurupptökubeiðni X 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni 17. desember 2020 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 23. febrúar 2006 í máli nr. 419/2005 . 3. Ríkissaksóknari , sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, leggst gegn beiðni hans. Málsatvik 4. Með dómi Hæstaréttar 23. febrúar 2006 í máli nr. 419/2005 , sem staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans, var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft samræði við brotaþola gegn vilja hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Var brotið talið varða við þágildandi 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 40/1992. Með dóminum var endurupptökubeiðanda gert að sæta 18 mánaða fangelsi og að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 5. Endurupptökubeiðandi kveður óumdeilt að hann hafi haft samfarir við brotaþola að morgni sunnudagsins 20. júní 2004. Hins vegar hafi verið um það deilt hvort samfarirnar hafi verið með samþykki hennar eða ekki. 6. Endurupptökubeiðandi kveðst alla tíð hafa haldið fram sakleysi sínu og telur sig hafa verið ranglega dæmdan fyrir þau brot sem hann var ákærður fyrir. Hann byggir á því að sönnunargögn sem færð voru fram fyrir héraðsdóm i hafi verið rangt metin og að þa ð hafi haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins en Hæstiréttur hafi svo staðfest héraðsdóm með vísan til forsendna hans. Séu ski lyrði c - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála fyrir endurupptöku því uppfyllt. 7. Endurupptökubeiðandi byggir í þessu sambandi á því að héraðsdómur hefjist á útdrætti á málsatvikum frá sjónarhóli endurupptök u beiðanda sem sé að mestu ré tt u r en útdráttur frá sjónarh brotaþola sé svo hlutdrægur í þágu hennar að það hafi haft veruleg áhrif á niðurstöðu málsins. Er í því sambandi einkum vísað til þess að í málsatvikalýsingu dómsins er ekki getið um samskipti brotaþola við vitni, háttsemi þeirra í kjölfar samskipta við brotaþola og misræmi sem endurupptökubeiðandi telur hafa verið á milli framburð ar brotaþola og vitna. Þá komi fram í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1 3 /2021 - 2 - framburði brotaþola að vitnið C hafi sagt henni að endurupptökubeiðandi væri sennilega handrukkari og telur endurupptökubeiðandi það haf a litað forsendur héraðsdóms. 8. Endurupptökubeiðandi gerir að auki athugasemdir við þrjár forsendur héraðsdóms sem hann telur rang ar . Í fyrsta lagi hafi með öllu verið litið fram hjá þremur vitnaskýrslum vitnisins B fyrir héraðsdómi og alfarið byggt á tveimur skýrslum sem hann gaf hjá lögreglu. Einnig tekur endurupptökubeiðandi fram að í forsendum héraðsdóms hafi verið á því byggt að framburður B fyrir héraðsdómi yrði ekki lagður til grundvallar þar sem hann hafi líklega l itast af samtali hans við endurupptökubeiðanda um atburðinn. Hann telur of mikið gert úr þessu samtali en aftur á móti ekkert tillit tekið til tengsla B og brotaþola. Byggir endurupptökubeiðandi á því að þe ssi atriði beri einnig vitni um hlutdrægni héraðsdóms auk þess sem með þessu hafi verið brotið gegn meginreglu um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi, sbr. reglu 48. gr. þágildandi laga nr. 19/1991. 9. Í öðru lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að mat héraðsdóm s á huglægri afstöðu endurupptökubeiðanda og brotaþola hafi verið haldið ágöllum og beri vott um hlutdrægni dómsins . H éraðsdómur hafi lagt til grundvallar að endurupptökubeiðandi hafi ekkert erindi átt inn í svefnherbergi í kjallara hússins en endurupptöku beiðandi hafi ávallt haldið því fram að hafa farið þangað til að vekja B að hans beiðni. Hvíli sönnunarbyrðin á ákæruvaldinu um að svo hafi ekki verið. Þá hafi verið litið fram hjá framburði brotaþola hjá lögreglu um samskipti hennar og endurupptökubeiðanda eftir hið ætlaða brot en þau beri vott um að hann hafi skort ásetning til kynferðisbrots. Endurupptökubeiðandi telur jafnframt hafa verið litið fram hjá framburði vitna um tiltekin ummæli brotaþola og því að hún hafi fengið að hringja úr síma endurupptökubeiðanda eftir atburðinn . Þessir ágallar á héraðsdómi hafi leitt af sér að niðurstaða um huglæga afstöðu brotaþola og endurupptökubeiðanda hafi ekki verið byggð á fullnægjandi forsendum. 10. Í þriðja lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að í forsendum héraðsdóms segi að mæling á öndunarsýni frá brotaþola staðfesti að hún hafi verið undir talsverðum áhrifum áfengis um nóttina en því til stuðnings nefnt að undir hádegi hafi mælst 0,40 prómill alkóhóls í blóði hennar . Sé sú ályktun héraðsdóm s vafasöm. Hafi ákæruvaldið ekki aflað mats um þetta atriði og sé staðhæfing héraðsdóms haldlaus. Jafnframt hafi brotaþoli viðurkennt að hafa verið ódrukkin þegar hún vaknaði. Því virðist sem meirihluti héraðsdóms túlki niðurstöður öndunarsýnis ranglega. A ftur á móti sé aðeins svefndrungi, en ekki ölvun, nefndur í sératkvæði eins héraðsdómara . 11. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. d - lið 1. mgr. 228. gr. lag a nr. 88/2008. Hvað þetta varðar byggir endurupptökubeiðandi í fyrsta lagi á því að hlutdræg ni héraðsdóms sé í anda rannsóknarréttarfars og feli í sér alvarlegt brot á málsmeðferð sem gangi þvert gegn meginreglu 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum dómstól i og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar um að vafi skuli túlkaður sakborningi í hag. 12. Í öðru lagi telur endurupptökubeiðandi að brotið hafi verið gegn rétti sínu m til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi með því að ekki hafi farið fram milliliðalaus sönnunarfærsl a fyrir Hæstarétti, sbr. 4. mgr. 159. gr. þágildandi laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála . 13. Í þriðja lagi hafi Hæstiréttur í reynd þyngt refsingu end urupptökubeiðanda með hækkun á sakarkostnaði en óheimilt hafi verið að þyngja dóm héraðsdóms að þessu leyti án málefnalegrar umfjöllunar eða tilvísunar til þess á hvaða grunni það væri gert. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1 3 /2021 - 3 - Rökstuðningur gagnaðila 14. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili í málinu, leggst gegn því að endurupptökubeiðnin nái fram að ganga. 15. Að mati gagnaðila er niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða fyrir brot gegn þágildandi 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 studd traustum rökum, ekki síst þegar komi að mati á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærða, brotaþola og vitna. Hafi því engin efni verið til endurmats Hæstaréttar á niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar með skýrslutöku m fyrir dómi, sbr. þágildand i 4. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991. Um breyttan framburð vitnisins B fyrir dómi frá því sem greindi í lögregluskýrslu vísar gagnaðili til umfjöllunar héraðsdóms um það efni. Þá tekur gagnaðili fram að héraðsdómur hafi metið það svo að brotaþoli hafi verið einkar trúverðug í frásögn sinni af atburðum og ætíð sjálfri sér samkvæm. Hafi hún greint fjölda manns frá atburðum næturinnar og ávallt á sömu lund. Ástand hennar í kjölfar verunnar í umræddu svefnherbergi hafi héraðsdómur talið bera þess augljós merki a ð hún hafi orðið fyrir áfalli. Einnig vísi héraðsdómur til læknisfræðilegra gagna hvað þetta varð ar sem og um andlega vanlíðan brotaþola sem rekja megi til brots endurupptökubeiðanda. 16. Gagnaðili kveður illskiljanlega umfjöllun í endurupptökubeiðni um reifun (útdrætti) málsatvika út frá sjónarhorni brotaþola enda verði ekki séð að reifun héraðsdóms sé að neinu leyti röng. Ályktanir og fullyrðingar af hálfu endurupptökubeiðanda um það sem hefði verið eðlileg hegðun komi málinu ekki við. 17. Gagnaðili telur ekki þ urfa að fjölyrða um það atriði að sakarkostnaður hækki við meðferð máls á tveimur dómstigum í stað eins en fráleitt sé að jafna því við að Hæstiréttur hafi í raun þyngt refsingu ákærða. 18. Að öllu virtu er það mat gagnaðila að ekki séu uppfyllt þau skilyrði f yrir endurupptöku málsins sem fjallað sé um í c - og d - liðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 og beri því að hafna beiðni endurupptökubeiðanda þar um . Athugasemdir endurupptökubeiðanda 19. Endurupptökubeiðandi skilaði athugasemdum 8. september 2021 við greinargerð gagnaðila. Hann vekur athygli á því að í rökstuðningi gagnaðila sé hvorki tekið undir né mótmælt málsástæðum hans um að vafi skuli túlkaður sökunaut í hag. Þar sé heldur ekki að finna umfjöllun um hvað hafi mátt horfa til sýknu endurupptökubeið anda en til þess hafi gagnaðila borið að líta, sbr. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008 og 31. gr. þágildandi laga nr. 19/1991. Þá áréttar endurupptökubeiðandi mikilvægi sératkvæðis í héraðsdómi auk þess sem hann telur um ákveðna hlutdrægni að ræða. Hann ítre kar að hann telji sig saklausan þrátt fyrir að hafa hlotið dóm. Niðurstaða 20. S akamál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verður ekki endurupptekið nema að uppfylltum þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 232. gr. laganna. Samkvæm t 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptek ið ef uppfyllt er eitt þeirra fjögurra skilyrða sem greinir í a - d liðum. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 228. gr. er heimil t að endurupptaka mál ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1 3 /2021 - 4 - metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Í d - lið 1. mgr. 228. gr. kemur fram að endurupptaka megi mál ef verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Heimilt er að endurupptaka mál á grundvelli c - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 þótt engin ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir eins og raunin er í máli þessu. Samkvæmt 4. mgr. V. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 88/2008 gilda reglur XXXIV. og XXXV. kafla laganna um endurupptöku máls þótt það hafi verið dæmt fyrir gildistöku þeirra . Um endurupptöku málsins fer því samkvæmt tilvitnuðum reglum. 21. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 er það sem fyrr greinir skilyrði endurupptöku að verulegar líkur séu leidd ar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Endurupptökudómur metur hvort skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt en leggur ekki heildar mat að nýju á sönnunarfærslu í máli . 22. Í héraðsdómi var framburður ákærða, brotaþola og annarra vitna fyrir dómi reifaður í stuttu máli og mat lagt á trúverðugleika hans, meðal annars í ljósi þess hvort hann ætt i stuðning í öðrum gögnum máls . 23. Við þetta mat hafði meðal annars þýðingu að h éraðsdómur komst að rökstuddri niðurstöðu um að leggja bæri til grundvallar framburð vitnisins B hjá lögreglu um að brotaþoli hefði verið sofandi þegar hann yfirgaf herbergið þar sem atvik gerðust en ekki brey t tan framburð hans fyrir dómi. Fyrir því voru í dóminum tilgreindar ástæður sem meðal annars tengdust samskiptum vitnisins og endurupptökubeiðanda áður en að aðalmeðferð kom í málinu. Ekki v erður fallist á það með endurupptökubeiðanda að af þessu leiði að draga verði þá ályktun að dóms tólar hafi ranglega litið fram hjá breyttum framburði B fyrir dómi. 24. Niðurstaða málsins réðist einnig af mat i á trúverðugleika staðhæfing ar endurupptökubeiðanda að hann hafi farið niður í kjallara hússins til að vekja B, að hans beiðni, en við það kannaðis t B ekki, hvorki þegar tekin var skýrsla af honum hjá lögreglu né fyrir dómi. B yggði héraðsdómur á því að B hefði staðfastlega borið að hafa ekki beðið endurupptökubeiðanda um að vekja sig . Verður ekki talið að endurupptökubeiðandi hafi leitt verulegar líkur að því að niðurstaða dómstóla um að leggja þann framburð til grundvallar hafi verið röng. 25. Að þessu gættu o g að virtum gögnum málsins verður ekki fallist á að þau atriði sem endurupptökubeiðandi vísar til í beiðni sinni beri vott um að dómstólar hafi í reynd verið hlutdræg ir við úrlausn málsins . 26. Að því er varðar m at á ölvunarástandi brotaþola var það niðurstaða Hæstaréttar að endurupptökubeiðandi hefði er hann hafði samræði við hana athugast að endurupptökubeiðandi var sakfelldur fyrir brot gegn þágildandi 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 40/1992, sem eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu han H æ stiréttur komst að rökstuddri niðurstöðu um að háttsemi endurupptökubeiðanda félli að verknaðarlýsingu tilvitnaðs ákvæðis að teknu tilliti til þeirrar mælingar á ölvunarástandi brotaþola sem gerð var . 27. Fy rir liggur að dómstólar komust að rökstuddri niðurstöðu sem byggð var á túlkun á refsiheimildinni sem beitt var og heildarmati á sönnunargögnum í málinu. Með vísan til þess sem að framan greinir og fyrirliggjandi gagna málsins verður ekki talið að endurupp tökubeiðand i hafi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1 3 /2021 - 5 - leitt verulegar líkur að því að sönnunargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. skilyrði c - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 28. Endurupptökubeiðandi styður beiðni sína jaf nframt þeim rökum að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Nánar tiltekið byggir endurupptökubeiðandi á því að brotið hafi verið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi , sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, í þremur atriðum. Í fyrsta lagi með broti gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu , í öðru lagi með því að hann hafi ekki fengið úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir óhlutdrægu m dómstóli og í þriðja lagi með broti á reglunni um að maður skuli talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Jafnframt hafi Hæstiréttur í reynd þyngt refsingu endurupptökubeiðanda með hækkun á sakarkostnaði án nægilegs rökstuðnings . 29. Hvað varðar regluna u m milliliðalausa sönnunarfærslu byggir e ndurupptökubeiðandi nánar tiltekið á því að brotið hafi verið gegn henni með því að Hæstarétti hafi borið að taka skýrslur af ákærða og vitnum við meðferð málsins. S amkvæmt þágildandi 3. mgr. 157. gr. laga nr. 19/199 1 gat Hæstiréttur ákveðið að munnleg sönnunarfærsla færi þar fram í þeim mæli sem hann t e ldi þörf enda þætti honum í ljósi atvika ástæða til að ætla að sú sönnunarfærsla gæti haft áhrif á úrslit máls. Í 4. mgr. 159. gr. laganna kom jafnframt fram að Hæstiréttur gat ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði hefðu gefið skýrslu þar fyrir dómi. Með dómi Hæstaréttar í máli því sem hér er krafist endurupptöku á staðfesti Hæstiré ttur héraðsdóm án þess að endur m eta niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi framburð ar ákærða og vitna í héraði. 30. Fyrirmæli 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi hafa verið skýrð s vo að þáttur í henni sé að sönnunarfærsla í sakamálum skuli vera milliliðalaus, sbr. til dæmis dóm a Hæstaréttar 29. nóvember 2012 í máli nr. 429/2012 og 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021. Gilti sú regla einnig þegar mál endurupptökubeiðanda var dæmt í H æstarétti, sbr. til hliðsjónar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 15. júlí 2003 í máli Sigurþórs Arnarssonar gegn Íslandi. M eginregla n um milliliðalausa sönnunarfærslu lýtur þó einkum að þ eim dómstóli sem sakfellir ákærðan mann . Hefur þannig ekki verið talið brotið gegn henni á áfrýjunarstigi nema á frýjunardómstóll hafi breyt t sýknudómi í sakfellingu án slíkrar sönnunarfærslu , sbr. til dæmis áðurnefndan dóm H æstaréttar í máli nr. 31/2021 og dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 16. júlí 2019 í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi. Verður því hafnað þeirri málsástæðu endurupptökubeiðanda að brotið hafi verið gegn framangreindri reglu með því að engin milliliðalaus munnleg s önnunarfærsla hafi farið fram fyrir Hæstarétti í máli hans . 31. Endurupptökubeiðandi byggir í þessu sambandi einnig á því að Hæstiréttur hafi við meðferð máls hans brotið gegn 48. gr. þágildandi laga nr. 19/1991 með því að staðfesta dóm héraðsdóms þar sem byggt hafi verið á framburði vitnisins B hjá lögreglu en litið fram hjá breyttum framburði hans fyrir dómi . Í 1. mgr. 48. gr. þágildandi laga nr. 19/1991 var kveðið á um að dómur skyldi reistur á sönnunargögnum sem færð væru fram fyrir dómi. Í 3. mgr. ákvæðisins var jafnframt kveðið á um að ef vitni hefði ekki komið fyrir dóm og þess ekki verið kostur við meðferð málsins, en skýrsla hef ði verið gefin fyrir lögreglu eða öðrum rannsóknaraðila, væri það dómara að meta hvort slík skýrsla hefði sönnunargild i og h vert það væri. Samkvæmt framangreindu var einungis heimilt að leggja framburð hjá lögreglu til grundvallar niðurstöðu ef viðkomandi vitni kom ekki fyrir dóm eða þess v ar ekki kostu r við meðferð málsins. Í máli endurupptökubeiðanda staðfesti Hæstiréttur aftur á móti forsendur héraðsdóm s þ ar sem tekið var fram að miðað yrði við þá lýsingu vitnisins B að brotaþoli hefði verið sofandi er hann yfirgaf herbergið þar sem endurupptökubeiðandi hafði s í ðar samræði ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1 3 /2021 - 6 - við hana . Sú l ýsing vitnisins kom fram í lögregluskýrslum en hann bar á annan veg fyrir dómi . Verður því ekki hjá því komist að álykta að galli hafi ve rið á meðferð málsins fyrir Hæstarétti að framangreindu leyti. Það er aftur á móti skilyrði endurupptöku samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að sá galli hafi verið verulegur og þess eðlis að áhrif hafi haft á niðurstöðu máls. 32. Við mat á því hvort framangreindur galli á málsmeðferðinni hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins verður litið til þess að f ramburður brotaþola var metinn einkar trúverðugur auk þess sem hann var studdur framburði vitna um ástand hennar í beinu framhaldi af atburðum og gögnum um líðan hennar í kjölfarið. Framburður ákærða var aftur á móti metinn ótrúverðugur . Þá var hann ekki studdur öðrum gögnum en breyttum framburði vitnisins B fyrir dómi, sem héraðsdómur mat ótrúverðugan og leit fram hjá við úrlausn málsins. R ök stuðningur héraðs dóms fyrir því er rakinn hér að framan. Að öllu framangreindu virtu verður ekki talið að sá galli á málsmeðferðinni að litið hafi verið til framburðar vitnisins B hjá lögreglu hafi verið þess eðlis að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins. 33. Eins og að framan greinir verður ekki heldur fallist á það með endurupptökubeiðanda að dómstólar hafi í reynd verið hlutdrægir við úrlausn málsins. Af gögnum málsins verður jafnframt ekki ráðið að við meðferð máls endurupptökubeiðanda hafi verið brotið gegn 45. og 46. gr. þágildandi laga nr. 19/1991 um að ákæruvaldið beri sönnunarbyrðina í sakamálum og að fram þurfi að koma sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. einnig 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Breytir sératkvæði eins dómara í héraði engu í því sambandi. Verður því hafnað þeim málsástæðum endurupptökubeiðanda að brotið hafi verið gegn reglunum um að hann eigi rétt á úrlausn um ákæru á hendur sér fyr ir óhlutdrægum dómstóli og að maður skuli talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð. 34. Í dómi Hæstaréttar var sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti ákvarðaður í einu lagi og felldur á endurupptökubeiðanda í samræmi við ákvæði 1. mgr. 165. gr. þágildandi laga nr. 19/1991. Í því f ólst ekki þynging á refsingu hans . Verður því hafnað þeirri málsástæðu endurupptökubeiðanda að Hæstiréttur hafi í reynd og án rökstuðnings þyngt refsingu hans með hækkun á sakarkost naði . 35. Beiðni endurupptökubeiðanda verður samkvæmt öllu framansögðu hafnað svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. 36. Þóknun skipaðs verjanda e ndurupptökubeiðanda , sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir, greiðist úr rík issjóði, sbr. 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 . Úrskurðarorð: Beiðni X um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 23. febrúar 2006 í máli nr. 419/2005 er hafnað. Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Skúla Sveinssonar lögmanns, 248.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði .