Endurupptökudómur Úrskurður miðvikudaginn 19. október 2022 í mál i nr . 13/2022 Endurupptökubeiðni Hlyn s Eyjólfsson ar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Karl Axelsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 8. júlí 2022 fór endurupptökubeiðandi, Hlynur Eyjólfsson, [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 93/2018, Ákæruvaldið gegn Hlyni Eyjólfssyni, sem dæmt var í Landsrétti 8. júní 2018. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili end urupptökubeiðanda, telur ekki efni til að veita umsögn í málinu . Málsatvik 4. Endurupptökubeiðandi krefst þess að mál nr. 93/2018, sem lauk með dómi Landsréttar 8. júní 2018, verði endurupptekið. Með þeim dómi var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og dæmdur til 15 mán aða fangelsisvistar en fresta skyldi fullnustu 12 mánaða af refsingunni og hún falla niður tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins héldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá var honum gert að greiða miskabætur ásamt tilgreindum vöxtum. E innig var honum gert að greiða allan sakarkostnað málsins í héraði, þar með talið þóknanir lögmanna sem þar voru ákveðnar, sem og allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþol a. Óskað var eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar en því var hafnað með ákvörðun réttarins 19. september 2018 í máli nr. 2018/179. 5. Dóm í fyrrgreindu máli endurupptökubeiðanda í Landsrétti skipuðu þrír dómarar, þar á meðal dómarinn Ásmundur Helgason. Í dómi Man nréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi, var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu árið 2017 við skipun dómarans Arnfríðar Eina rsdóttur. Hefði skipun dómsins því ekki verið ákveðin með lögum. Íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar mannréttindadómstólsins og með dómi 1. desember 2020 staðfesti hún fyrrgreint brot íslenska ríkisins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 13/2022 - 2 - Rökstuðningur málsaðila 6. Endurupptökubeiðni b yggir á heimild 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og að endurupptökubeiðandi hafi verið ranglega sakfelldur. Hann telur að uppfyllt séu skilyrði a - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. sömu laga um endurupptöku vegna nýrra gagna og upplýsinga og galla á meðferð máls. 7. Endurupptökubeiðandi vísar kröfum sínum til stuðnings til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi. Í þeim dómi hafi verið lagt til grundvallar að dómsmálaráðherra hafi brotið máls meðferðarreglur stjórnsýsluréttar við skipan fjögurra dómara við Landsrétt og jafnframt hafi verið staðfest að seta eins af umræddum dómurum í dómi hafi falið sér brot gegn rétti til réttlátrar málsmeðferðar sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. mannréttinda sáttmála Evrópu. Endurupptökubeiðandi telur að eins standi á í hans máli. Sami ágalli hafi verið á skipun eins af dómendum Landsréttar í máli nr. 93 /2018 og greinir í áðurnefndum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 8. Ríkissaksóknari taldi ekki ástæðu til að ve ita umsögn í málinu og vísaði til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021, 15/2021 og 3/2022 en í þeim úrskurðum var heimiluð endurupptaka mála þar sem eins stóð á. Niðurstaða 9. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið vi ð beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfy llt. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Í d - lið 1. mgr . kemur fram að mál geti verið endurupptekið ef verulegir gallar hafi verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins . 10. Við mat á skilyrðum samkvæmt 228. gr. laga nr. 88/2008 kemur fyrst til skoðunar hvort fullnægt sé því skilyrði að endurupptökubeiðandi telji sig ranglega sakfelldan. Á því er byggt í endurupptökubeiðni og er það skilyrði því uppfyllt. 11. Með úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021 og 15/2021 sem kveðnir voru upp 11. janúar 2022 var fallist á endurupptöku í tveimur málum þar sem svo háttaði til að einn dómenda í Landsrétti var skipaður með sama hætti og fjallað er um í dóm i Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18 og dóm i yfirdeildar sama dómstóls 1. desember 2020 þar sem viðurkennt var að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sama niðurstaða varð í úrskurðum Endurupptökudóms 31. mars 2022 í máli nr. 3/2022 og 10. júní 2022 í máli nr. 38/2021. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 13/2022 - 3 - 12. Í framangreindum úrskurðum Endurupptökudóms var á því byggt að skilyrði a - l iðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 væru uppfyllt enda mætti gera ráð fyrir því að ef dómur mannréttindadómstólsins hefði legið fyrir áður en dómar voru kveðnir upp í málunum hefði það skipt verulega miklu máli. Með sama hætti og þar greinir telur dómur inn skilyrði til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 enda liggur fyrir að einn dómenda í máli hans í Landsrétti var skipaður með sama hætti og þeir dómarar sem um ræddi í hinum mál unum. Verður því ekki tekin afstaða til þess hvort skilyrði d - liðar sömu greinar teljist jafnframt uppfyllt í málinu. Að framangreindu virtu er fallist á kröfu endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Landsréttar í máli nr. 9 3/2018. 13. Endurupptökubeiðanda v erður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin er með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði . Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni Hlyns Eyjólfssonar um endurupptöku á máli nr. 93/2018, Ákæruvaldið gegn Hlyni Eyjólfssyni, sem dæmt var í Landsrétti 8. júní 2018. Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns, 3 10 .000 krónur, greiðist úr ríkissjóði .