Úrskurður þriðjudaginn 5. apríl 2022 í máli nr . 39/2021 Endurupptökubeiðni X 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Hólmfríður Grímsdóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 29. október 2021 fór endurupptökubeiðandi , X , [...] , fram á endurupptöku á dómi Landsréttar 1. nóvember 2019 í máli nr. 562/2018. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, leggst gegn beiðni hans. Málsatvik 4. Með dómi Landsréttar 1. nóvember 2019 í máli nr. 562/2018 var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, þegar stúlkan var sjö ára og þar til hún var á ellefta ári, með því að hafa haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart henni, traust hennar og trúnað til hans. Var háttsemi endurupptökubeiðanda talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr., sbr. áður 1. mgr. 201. gr. almennra hegninga rlaga nr. 19/1940. Með dóminum var endurupptökubeiðanda gert að sæta fangelsi í fjögur ár og greiða brotaþola 2.500.000 krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningu r endurupptökubeiðanda 5. Endurupptökubeiðandi reisir kröfu sína um endurupptöku málsins á b - , c - og d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og telur að hann hafi með dómi Landsréttar verið ranglega sakfelldur fyrir þau brot sem honum voru gefin að sök. 6. Byggir endurupptökubeiðandi málatilbúnað sinn á því að engin sýnileg sönnunargögn hafi legið fyrir í málinu. Sakfelling hans hafi grundvallast á vitnisburðum brotaþola og annarra vitna sem hafi verið nátengd henni. Þá hafi vitnin ekki grein t frá atburðum af eigin raun heldur hafi vitnisburður þeirra byggt á frásögn brotaþola um meint atvik. Þetta sé í andstöðu við 7. mgr. 122. gr., 2. mgr. 109. gr. og 126. gr. laga nr. 88/2008. 7. Þá hafi mikið ósamræmi verið í framburði vitna, þ að er móður og systur brotaþola, fyrir dómi og hjá lögreglu. Móðir brotaþola hafi hjá lögreglu greint svo frá að endurupptökubeiðandi hafi lítið sem ekkert tekið þátt í daglegum athöfnum tengdum börnunum en fyrir dómi hafi hún á hinn bóginn gert mun meira úr hlutverki ha ns við uppeldi þeirra . Þá hafi Landsréttur litið fram hjá innbyrðis ósamræmi í frásögnum vitna, t il dæmis þegar systir brotaþola segi móður þeirra hafa unnið mikið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 39/2021 - 2 - að heiman því til stuðnings að endurupptökubeiðandi hafi haft hlutverk í uppeldi barnanna, e n móðirin sjálf hafi sagt að hún hafi að jafnaði unnið heiman frá. 8. Jafnframt telur endurupptökubeiðandi að vitni hafi vísvitandi borið ranglega fyrir dómi og verulegar líkur sé á því að þau hafi sammælst um vitnisburð í von um sakfellingu. Landsréttur tak i samræmi en það sé ekki raunin þegar litið sé til skýrslna fy rir lögreglu. Þá hafi framburður endurupptökubeiðanda og vitna, sérstaklega móður, fyrir lögreglu, verið samhljóða. 9. Þá telur endurupptökubeiðandi að til grundvallar sakfellingu hans hafi legið framburður systur brotaþola um meint kynferðisbrot gegn henni. Sé það andstætt lögum að meta slíkar frá sagnir af meintri og ósannaðri háttsemi til sönnunar í öðrum málum. Vísar en durupptökubeiðandi til 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sakleysi hvers manns uns sekt hans sé sönnuð. Kæra sem systirin hafi lagt fram fyrir lögreglu hafi verið felld niður sökum ótrúverðugleika. Við mat á sönnun verði því að líta fram hjá framburði hennar. 10. Enn fremur byggir endurupptökubeiðandi á því að framburður brotaþola hafi verið reikandi og ístöðulítill en framburður hans hafi aftur á móti verið stöðugur. Hann hafi ávallt neitað staðfastlega sök, bæð i hjá lögreglu og fyrir dómi. Brotaþoli taki margsinnis fram í skýrslum sínum, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að hún muni atvik málsins ekki vel. Eigi það við um aldur hennar, staðsetningu, fjölda skipta og önnur mikilvæg atriði, svo sem lýsingu á meintu m brotum. Ekki sé unnt að líta svo á að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að brot hafi átt sér stað þar sem brotaþoli muni ekki mikilvæg atriði sem málið varði. 11. Að lokum byggir endurupptökubeiðandi á því að Landsréttur hafi ekki tekið til skoðunar gögn sem h ann hafi lagt fram í málinu sem styðji að frásögn hans sé sönn. Um sé að ræða tölvupósta frá móður brotaþola, sem sýni fram á fjarveru hans frá heimilinu, vitnisburði fyrrum samstarfsmanna hans, sem staðfesti nær óslitna viðveru hans á vinnustaðnum, og vit nisburði barna hans, sem lýsi fari hans og heimilisaðstæðum, sem staðfesti þá staðhæfingu hans að hann hafi aldrei lesið fyrir börnin. Rökstuðningur gagnaðila 12. Gagnaðili leggst gegn því í umsögn sinni 26. janúar 2022 að endurupptökubeiðnin nái fram að ganga . Telur gagnaðili engin efni til að verða við beiðni um endurupptöku málsins. 13. Gagnaðili vísar til þess að röksemdir og málsástæður endurupptökubeiðanda séu þær sömu og hann hafi sett fram í máli endurupptökunefndar nr. 3/2020 en með úrskurði hennar 26. nóv ember 2020 hafi nefndin hafnað beiðni hans um endurupptöku dóms Landsréttar. Því geti verið tilefni til þess að vísa málinu frá Endurupptökudómi. 14. Gagnaðili tekur undir og vísar til sjónarmiða nefndarinnar sem fram koma í úrskurði hennar. Bendir hann sérst aklega á umfjöllun í úrskurðinum þar sem fram komi að í dómi Landsréttar hafi með ítarlegum hætti verið fjallað um framburð umræddra vitna og hann borinn saman við framburð endurupptökubeiðanda. Þannig hafi sérstaklega verið fjallað um framburð móður brota þola. 15. Þá bendir gagnaðili jafnframt á umfjöllun í úrskurðinum um að Landsréttur hafi lagt umfangsmikið mat á efni og trúverðugleika vitnaframburða og framburðar brotaþola fyrir dómi og komist að þeirri niðurstöðu að framburður vitna hafi verið trúverðugur og til þess fallinn að styrkja ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 39/2021 - 3 - trúverðugan framburð brotaþola og draga um leið úr trúverðugleika framburðar endurupptökubeiðanda. Taldi nefndin að ekkert væri fram komið í málinu sem leiddi til þess að talið yrði að vitni hefði vísvitandi borið ranglega f yrir dómi sem valdið hefði rangri niðurstöðu né heldur að verulegar líkur hefðu verið leiddar að því að sönnunargögn, sem færð hafi verið fram í málinu, hefðu verið rangt metin svo að áhrif hefði haft á niðurstöðu þess , sbr. skilyrði b - og c - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 16. Gagnaðili ítrekaði afstöðu sína í tölvuskeyti til dómsins 10. mars 2022. Athugasemdir endurupptökubeiðanda 17. Í tilefni af umsögn gagnaðila í málinu tekur endurupptökubeiðandi fram í athugasemdum sínum 23. febrúar 2022 að úrskurður endurupptökunefndar í máli nr. 3/2020 breyti ekki grundvallaratriðum núverandi beiðni eins og hún sé sett fram. Athugasemdir hans varði m.a. 1. mgr. 67. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá áréttar end urupptökubeiðandi að sakfelling hans hafi ekki byggst á öðru en fullyrðingu eins aðila og vitnisburðum byggðum á frásögn brotaþola. Landsréttur hafi svo látið framburð fjölskyldumeðlima brotaþola styrkja trúverðugleika hennar , en draga úr trúverðugleika ha ns. Við þetta mat hafi ekki verið gætt ákvæða 7. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008. Tilvísun í dómi Landsréttar til 126. gr. laganna breyti engu um þetta. Telur endurupptökubeiðandi að uppfyllt séu skilyrði b - til d - liða r 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til endurupptöku málsins. Niðurstaða 18. Endurupptaka sakamáls sem dæmt hefur verið í Landsrétti fer eftir þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 232. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur or ðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum er u uppfyllt. Í skilyrði b - liðar 1. mgr. 228. gr. felst að endurupptaka megi mál ef ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins. Í c - lið felst að endurupptaka megi mál ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt met in svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu. Í d - lið kemur fram að mál geti verið endurupptekið ef verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 19. Fyrir liggur að beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins var ti l umfjöllunar í úrskurði endurupptökunefndar 23. desember 2020 í máli nr. 3/2020 þar sem beiðninni var hafnað. Dómurinn telur þó ekki að þetta varði frávísun málsins en ekki eru í ákvæðum laga nr. 88/2008 sett sambærileg skilyrði og í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála að aðili geti að jafnaði ekki sótt um endurupptöku mál s oftar en einu sinni. 20. Í rökstuðningi fyrir endurupptöku vísar endurupptökubeiðandi til b - lið ar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í niðurlagi beiðni hans er vísað til b - , c - og d - lið a r 1. mgr. 232. gr. laganna. Í niðurlagi athugasemda hans 23. febrúar 2022, í tilefni af greinargerð gagnaðila 6. janúar 2022, er vísað til þess að endurupptökubeiðandi telji uppfyllt skilyrði b - til d - liða r 1. mgr. 228. gr. laganna til endurupptöku málsin s. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 39/2021 - 4 - 21. Endurupptökubeiðandi hefur til stuðnings því að fallist verði á endurupptöku á grundvelli b - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 vísað til þess að Landsréttur hafi byggt dóm sinn á ófullnægjandi gögnum og vitnisburðum aðila nátengdum brotaþola sem h afi vísvitandi borið ranglega fyrir dómi. Þá hafi þau ekki borið af eigin raun um atvik máls heldur byggt á frásögn annarra. Landsréttur hafi sérstaklega tekið fram í forsendum sínum að í málinu nyti ekki annarra beinna sönnunargagna varðandi sakargiftir e n framburðar endurupptökubeiðanda og brotaþola. Landsréttur hafi svo talið framburð þriggja fjölskyldumeðlima brotaþola styrkja trúverðugleika hennar, og þar með sönnunargildi framburðar hennar, en draga úr trúverðugleika framburðar hans. Sakfelling hans h afi því einungis verið reist á framburði brotaþola og umræddra vitna. Þá hafi verið litið til framburðar systur brotaþola um að endurupptökubeiðandi hafi brotið gegn henni. 22. Í dómi Landsréttar er með skýrum hætti gerð grein fyrir þeim sönnunarkröfum sem ge rðar eru í sakamálum og leiða má af ákvæðum 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008. Þá er u í forsendum dómsins ítarlega rakin þau atriði og sjónarmið sem leiddu til þess að talin var fram komin nægileg sönnun í málinu, sem ekki yrði vefengd með skynsamlegum rök um, um að endurupptökubeiðandi hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Er þar sérstaklega tekið fram að mat réttarins taki meðal annars til þess hvaða sönnunargildi skýrsla ákærða eigi að hafa sem og skýrslur vitna. Í því sambandi geti skýrslur vitna, sem ekki hafi skynjað atvik af eigin raun, haft þýðingu, enda sé unnt að draga ályktanir um sakarefni af slíkum framburði. Í dóminum er fjallað með ítarleg um hætti um framburð umræddra vitna og hann borinn saman við framburð endurupptökube iðanda og brotaþola. 23. Þá b er umfjöllun í dómi Landsréttar með sér að mat hafi verið lagt á efni og trúverðugleika vitnaframburða og framburðar brotaþola og talið mikið samræmi í framburði þeirra. Þá tók rétturinn sérstaklega fram að þótt líta yrði til teng sla vitnanna við brotaþola við mat á sönnunargildi framburðar þeirra, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008, hefði framburður þeirra um þátttöku endurupptökubeiðanda í heimilisstörfum og umönnun barnanna , svo og um háttalag hans á heimilinu og umræðu við þau um k ynferðismálefni, talsverða þýðingu við mat á sönnunargildi framburðar ákærða og brotaþola um ýmis atriði sem tengdust hinni ætluðu refsiverðu háttsemi. Taldi rétturinn framburð vitna hafa verið trúverðugan og til þess fallinn að styrkja trúverðugan frambur ð brotaþola en draga á hinn bóginn úr trúverðugleika framburðar endurupptökubeiðanda. Með hliðsjón af framburði þessara vitna taldi rétturinn það hafið yfir skynsamlegan vafa að endurupptökubeiðandi hefði greint rangt frá ýmsum atriðum varðandi háttsemi ha ns á heimili brotaþola sem ályktanir mætti draga af um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í málinu. 24. D ómurinn tekur fram að í framangreindri umfjöllun í dómi Landsrétt a r felst að rétturinn hafi metið trúverðugleika framangreindra vitna, sbr. 7. mgr. 122 . og 126. gr. laga nr. 88/2008. Þá áréttar dómurinn að ekki verður annað séð en að sönnunarmat Landsréttar hafi verið í samræmi við 108. og 109. gr. laganna , sbr. einnig 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 25. Hv að varðar þann þátt endurupptökubeið ni sem lýtur að c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 tekur dómurinn fram að líta verður svo á að á því sé byggt sem áður er rakið að í dómi Landsréttar hafi verið beitt röngu sönnunarmati hvað varðar trúverðugleika fr amburðar brotaþola og vitna. R étturinn hafi litið fram hjá gögnum sem endurupptökubeiðandi hafi lagt fram í málinu og studdu, að hans mati trúverðugleika framburðar hans og sem, í ljósi sönnunarstöðu í málinu, hefðu átt að leiða til sýknu hans. Misvísandi framburði móður og systur brotaþola hefði verið gefið mikið vægi og sönnunargildi, andstætt lögum, og sömuleiðis hefði framburði brotaþola verið gefið meira vægi en framburði endurupptökubeiðanda , sem þrátt fyrir allt hafi verið metinn stöðugur. Þá hafi ve rið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 39/2021 - 5 - litið til framburðar systur brotaþola um að endurupptökubeiðandi hafi brotið gegn henni sem ekki geti verið sönnun þess efnis að hann hafi brotið á öðrum. 26. Endurupptökudómur metur hvort skilyrði ákvæðis 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt en endurskoðar ekki sönnunarmat þess dóms sem beiðst er endurupptöku á nema ástæða þyki til vegna þeirra skilyrða sem þar koma fram . Landsréttur taldi með vísan til heildarmats á fyrirliggjandi gögnum og því sem fram væri komið í málinu að sök endurupptökubei ðanda væri hafin yfir skynsamlegan vafa. Þegar hefur verið gerð grein fyrir mati Landsréttar á efni og trúverðugleika vitna og framburðar brotaþola . Ekki verður séð af umfjöllun í dóminum að framburður systur brotaþola um ætlað kynferðisbrot endurupptökube iðanda gagnvart henni eða framburður bróður brotaþola um kynferðislega hegðun endurupptökubeiðanda hafi haft úrslitaáhrif við þetta heildarmat. Á hinn bóginn er því lýst í dóminum á skilmerkilegan hátt hvernig þessi atriði höfðu þýðingu við mat á sönnunarg ildi framburðar endurupptökubeiðanda og brotaþola. 27. Fyrir liggur því að dómstóllinn komst að rökstuddri niðurstöðu í máli endurupptökubeiðanda sem byggð var á túlkun á þeim refsiákvæðum sem beitt var og heildarmati á sönnunargögnum í málinu. Var því í dómi Landsréttar með skýrum hætti tekin afstaða til þeirra sjónarmiða sem endurupptökubeiðandi byggði málsvörn sína á og lúta að b - og c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en ekki á þau fallist. 28. Dómurinn tekur fram að ekkert er fram komið í málinu sem bendi r til þess að verulegir gallar hafi verið á málinu þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Verður endurupptaka því heldur ekki reist á þeim grundvelli. Þá hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyri r því að málsmeðferðin hafi brotið gegn 70. gr. stjórnarskrárinnar eða 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 29. Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða dómsins að ekki séu efni til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á dómi Lands réttar 1. nóvember 2019 í máli nr. 562/2018 . 30. Í málinu var þess ekki krafist að endurupptökubeiðanda yrði skipaður verjandi eins og heimilt er samkvæmt 1. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008. Kemur því ekki til álita að ákveða lögmanni hans þóknun. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda , X , um endurupptöku á dómi Landsréttar 1. nóvember 2019 í máli nr. 562/2018 er hafnað.