Úrskurður þriðjudaginn 22. febrúar 2022 í mál i nr . 34 /2021 Endurupptökubeiðni Collin Michael Sexton 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Karl Axelsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni 16. september 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjaness 27. júlí 2020 í máli nr. S - 1153/2020. 3. Ríkissaksóknari , sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, leggst gegn beiðni hans. Málsatvik 4. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 27. júlí 2020 í máli nr. S - 1153/2020 var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir nokkur brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Nánar tiltekið va r hann sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum, tilraunir til kynferðisbrota gegn börnum, kynferðisbrot vegna vörslu á klámfengnu myndefni tengdu börnum, barnaverndarbrot með því að sýna af sér óviðeigandi eða vanvirðandi háttsemi gegn börnum, h vatningu til lögbrota, sem og vörslu fíkniefna. 5. Endurupptökubeiðandi neitaði sök vegna allra brota nna að undansk y ldri vörslu á barnaníðsefni og fíkniefnum. Hann var sakfelldur fyrir alla ákæruliði og gert að sæta óskilorðsbundnu fangelsi í 20 mánuði, að f rádregnu gæsluvarðhaldi sem hann hafði sætt frá 1. febrúar 2020. 6. Undir rekstri málsins var geðlæknir dómkvaddur til að framkvæma geðrannsókn á endurupptökubeiðanda. Að mati læknisins glímdi hann við mikil og alvarleg geðræn vandamál vegna þunglyndis og sjá lfseyðingarhvatar. Geðrofseinkenni og ranghugmyndir kæmu ekki fram en merkja mætti þráhyggju hjá endurupptökubeiðanda vegna barnagirndar. Þá væri ýmislegt sem benti til þess að hann væri haldinn persónuleikaröskun. Einnig tók læknirinn fram að þótt endurup ptökubeiðandi væri að hluta til meðvitaður um veikindi sín gerði hann sér ekki grein fyrir skaðsemi sem atferli hans kynni að hafa haft í för með sér . Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi byggir málatilbúnað sinn á því að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi í samræmi við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Eins hafi hann ekki verið í stakk búinn til að halda uppi viðhlítand i vörnum sökum andlegs ástands sem feli í sér brot á b - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 34 /2021 - 2 - 8. Endurupptökubeiðandi kveðst hafa greint frá því fyrir dómi að frá níu ára aldri hafi hann verið haldinn barnagirnd sem hafi valdið honum miklum andlegum erfið leikum. Hann hafi deyft kynhvöt sína með lyfjum og þannig komist hjá því að brjóta af sér. Áður en hann hóf samskipti við brotaþola í málinu hafi hann verið á barmi þess að fremja sjálfsvíg. Með tilkomu þeirra hafi birt yfir en samskiptin hafi hins vegar s litnað um tíma. Í framhaldinu hafi hann lent í miklum fjárhagsvandræðum, misst heimili sitt og bifreið og líðan hans versnað til muna. Hafi hann leitað til brotaþola og meðal annars rætt við þá um barnagirnd sína, þunglyndi og sjálfsskaða - og sjálfsvígshug sanir auk þess að ræða um fíkniefnaneyslu og kynlífsathafnir. 9. Endurupptökubeiðandi tekur fram að líðan sinni hafa hrakaði hratt í kjölfar þess að hann var handtekinn og vistaður í gæsluvarðhaldi. Hafi hann veitt sér líkamlegan skaða hálftíma eftir að hann var vistaður í fangaklefa, meðal annars með því að rista djúpan skurð á framhandlegg. Hafi hann verið fluttur á sjúkrahús. Þar hafi hann greint frá sjálfsvígshvötum sínum og læknir talið hann eiga heima á geðdeild vegna sjálfsvígshættu. Þrátt fyrir það ha fi hann verið færður aftur í fangaklefa. Þegar þangað var komið hafi lögreglumenn haft afskipti af honum á nýjan leik eftir að hann reyndi að fyrirfara sér. Einnig hafi hann veitt sér mikla áverka víðsvegar á líkamanum með því að brenna hold sitt með logan di sígarettum sem hann geri ítrekað til að refsa sér fyrir hvatir sínar. 10. Endurupptökubeiðandi kveðst ekki hafa verið í stakk búinn til að halda uppi viðhlítandi vörnum sökum andlegs ástands. Samkvæmt b - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans skuli hver s á sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Í þessu felist meðal annars að tryggja skuli að bæði líkamlegt og andlegt ástand hans sé viðunandi. Máli sínu til stuðnings vísar hann til dómaframkvæmdar Mann réttindadómstóls Evrópu. Endurupptökubeiðandi kveður það hafa haft djúpstæð áhrif á sig og möguleika sína til að verja sig fyrir dómi að vera , gegn ráðleggingum lækna, fluttur á ný í gæsluvarðhald eftir sjálfsvígstilraun . Þannig byggir endurupptökubeiðandi á því að hann hafi ekki notið lágmarksréttinda við málsmeðferð í samræmi við tilvitnað ákvæði mannréttindasáttmálans. Heilsu hans hafi sífellt farið versnandi á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Hann hafi verið undir svo miklum andlegum þjáningum að hann hafi ekki getað varið sig sem skyldi. Þá hafi hann staðið í slíkum sjálfsásökunum og niðurrifi að hann hafi með engu móti getað varist því sem hann var sakaður um. Meðferð á honum í gæsluvarðhaldi tali sínu máli. 11. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að andleg v eikindi hans hafi aukist til muna frá upphafi rannsóknar málsins sökum skertrar lyfjagjafar. Hann hafi um árabil tekið lyf vegna taugaverkja, ADHD heilkennis, svefns o.fl. Honum hafi verið gefið Suboxone, sem sé viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn, sem hafi dre gið úr sjálfsvígshugsunum en valdið óbærilegri þreytu. Einnig hafi verið dregið úr lyfjaskömmtum hans sem hafi fyrir vikið haft neikvæð áhrif á heilsu hans, bæði líkamlega og andlega. Skertur lífsvilji, verkir víðsvegar um líkamann og mikil þreyta sé einun gis hluti afleiðinganna. A f dómum Mannréttindadómstólsins megi ráða að ástand sakbornings við rekstur máls geti haft veigamikil áhrif á möguleika hans til varna. Heilsa endurupptökubeiðanda hafi greinilega verið svo slæm að hún hafi haft áhrif á varnir hans og fyrir vikið niðurstöðu málsins. Gögn málsins styðji það en fyrir liggi skýrslur lækna og annarra sem sýni verulega slæmt ástand hans. Að rjúfa og breyta lyfjagjöf hjá andlega veikum manni undir gríðarlegu álagi hafi augljóslega neikvæð áhrif á mögu leika hans til að verja sig fyrir dómi. 12. Endurupptökubeiðandi byggir á því að óheimilt hafi verið að styðjast við skýrslur sem teknar voru af honum fyrir dómi enda hafi þeirra verið aflað andstætt b - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. Í kafla G í dóm inum sé endurtekið vísað til framburðar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 34 /2021 - 3 - endurupptökubeiðanda við aðalmeðferð málsins og við hann stuðst við sakfellingu samkvæmt ákæruliðum 1, 3, 4, 5, 7, 8 og 10. 13. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að sakfelling vegna tilraunar til kynferðisbrots gegn börnum, sem lýst sé í ákæruliðum 2, 6 og 9, standist ekki skoðun. Hann hafi hvorki ætlað að brjóta kynferðislega gegn brotaþolum né gefa þeim fíkniefni. Í 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga segi að hver sá sem mæli sér mót við barn í því skyni að hafa við barnið samræði eða önnur kynferðismök skuli sæta refsingu. Sönnun um sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008. Þá kveði 18. gr. almennra hegningarlaga á um að verknaður sé einungis saknæmur sé hann unnin af ásetningi. Gögn máls ins hafi ekki stutt þá afstöðu ákæruvaldsins að endurupptökubeiðandi hafi haft ásetning til kynferðisbrots gegn börnunum. Ó sannað sé að tilgangur hans hafi verið annar en að ræða við börnin og skapa með þeim tónlist, eins og hann hafi haldið fram frá uppha fi og eigi sér stoð í gögnum málsins. Sá vilji hans að brotaþolar tækju foreldra sína með á fund þeirra renni frekari stoðum undir þá fullyrðingu. Þrátt fyrir afdráttalausa niðurstöðu geðlæknis um að endurupptökubeiðandi væri haldinn barnagirnd verði ekki talið sannað að tilgangur hans hafi verið að brjóta á brotaþol um . Þegar atvik séu metin heildstætt megi sjá að tilgangur endurupptökubeiðanda hafi ekki verið sá sem honum hafi verið gefinn að sök. Þá verði ekki séð að 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlag a eigi við um myndsamtöl á netinu og engar vísbendingar að finna í lögskýringargögnum um það. Verði því að telja að meint brot endurupptökubeiðanda falli þar af leiðandi ekki undir ákvæðið. Gera verði strangar kröfur til skýrleika íþyngjandi lagaákvæða sem þessa svo unnt sé að beita þeim. 14. Með tilliti framanritaðs er á því byggt að málsmeðferðin hafi verið haldin alvarlegum galla sem hafi ótvírætt haft áhrif á niðurstöðu dómsins. Frekara andlegt jafnvægi, sem hefði mátt ná með viðeigandi meðferð og lyfjagjöf , hefði haft þýðingarmikil áhrif . Meðferð lögreglu á endurupptökubeiðanda í gæsluvarðhaldi hafi verið ómanneskjuleg þar sem hann hafi verið fluttur gegn læknisráði aftur í gæsluvarðhald eftir sjálfsskaða. Brestir í andlegri heilsu endurupptökubeiðanda hafi verið svo miklir að dómara hafi átt að vera augljóst að þeir gætu og myndu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skortur sé á sönnun um sekt hans vegna tilraunar til kynferðisbrots, enda hafi tilgangur hans ekki verið að br jóta gegn brotaþolum. Gögn málsins styðji ekki afstöðu ákæruvaldsins. Því hafi hann verið ranglega sakfelldur fyrir umrædd brot. 15. Beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku bygg i st á d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Málskostnaðarkrafa byggir á 6. mgr. 231. gr. sömu laga. Þá er vísað til 70. gr. stjórnarskrárinnar, 1. mgr. 6. gr. og b - liðar 3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Einnig vísast til 108. gr. laga nr. 88/2008 og 18. gr. almennra hegningarlaga. Að öðru leyti er vísað til grundvallarsjónarmiða og meginreglna um sanngjarna og réttláta málsmeðferð fyrir dómi sem og réttindi sakborninga við rekstur máls. Rökstuðningur gagnaðila 16. Ríkissaksóknari leggst gegn því að endurupptökubeiðnin nái fram að ganga. 17. Gagnaðili telur þá fullyrðingu endurupptökubeiðanda að hann hafi ekki verið í stakk búinn til að halda uppi viðhlítandi vörnum í málinu, og þar með að brotið hafi verið gegn 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, ekki á fullnægjandi rökum reista. Er á það bent í þes su sambandi að endurupptökubeiðandi hafði skipaðan verjanda alla málsmeðferðina. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 34 /2021 - 4 - 18. Sakfelling endurupptökubeiðanda fyrir þau brot sem lýst sé í ákæruliðum 1, 3, 4, 5, 7, 8 og 10 hafi ekki síst byggst á gildi rafrænna sönnunargagna sem innihaldi samskipti han s við þá brotaþola sem um ræði. Hafi framburður endurupptökubeiðanda verið í takt við þau sýnilegu sönnunargögn. Ákvæði 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans hafi því ekki þýðingu í málinu. 19. Gagnaðil i bendir á að í héraðsdómi sé sakfelling ákærða fyrir þau brot gegn 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sem lýst sé í ákæruliðum 2, 6 og 9 rökstudd með greinargóðum hætti og vísi ákæruvaldið til þess og taki undir þá umfjöllun. Enginn vafi leiki á því að myndsamtöl á netinu falli undir verknaðarlýsingu 4. mgr . 202. gr. almennra hegningarlaga en í því efni nægi að vísa til orðalags ákvæðisins. 20. Að öllu virtu telur gagnaðili ekkert benda til að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls h éraðsdóms þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. d - lið 1. mgr. 22 8. gr. laga nr. 88/2008 og beri því að hafna beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins . Niðurstaða 21. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. felst að endurupptak a megi mál ef verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 22. Endurupptökubeiðandi reisir kröfu sína einkum á því að andlegri heilsu hans hafi verið svo ábótavant að áhrif hafi haft á getu hans til þess að halda uppi vörnum fyrir dómi, og hafi það haft áhrif á niðurstöðu málsins. Feli skýrslugjöf hans fyrir dómi því í sér gögn sem aflað hafi verið andstætt b - lið 3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu en vísað hafi verið til framburðar endurupptökubeiðanda í héraðs dómi er hann var sakfelldur fyrir ákæruliði 1, 3, 4, 5, 7, 8 og 10. Í þessu sambandi vísar endurupptökubeiðandi til þess að líðan hans hafi hrakað hratt í kjölfar þess að hann var handtekinn og færður í gæsluvarðhald, hann hafi verið fluttur á ný í gæsluva rðhald, gegn ráðleggingum lækna, eftir sjálfsmorðstilraun, andleg veikindi hans hafi versnað til muna frá upphafi rannsóknar vegna skertrar lyfjagjafar auk þess sem fyrir liggi skýrslur lækna og annarra sem sýni verulega slæmt ástand hans. 23. Um framangreint er þess að gæta að endurupptökubeiðandi hefur ekki lagt fram nein gögn, hvorki vottorð lækna né annað, sem stutt getur fullyrðingar um að ástand hans hafi verið með þeim hætti sem hann lýsir. Í málinu liggur aftur á móti fyrir að endurupptökubeiðandi grein di sjálfur frá andlegu ástandi sínu fyrir dómi, barnagirnd, þunglyndi og sjálfsskaðahugsunum. Þá var læknir dómkvaddur til að framkvæma geðrannsókn á endurupptökubeiðanda, eins og greinir í héraðsdómi. Í skýrslu matsmanns kom meðal annars fram að enduruppt ökubeiðandi væri haldinn barnagirnd, auk þess að vera á köflum með alvarleg þunglyndiseinkenni. Eins benti ýmislegt til þess að hann væri með persónuleikaröskun. Matsmaður taldi engin merki um það að endurupptökubeiðandi væri eða hefði verið haldinn neinum þeim einkennum sem talin séu upp í 15. gr. almennra hegningarlaga sem hefðu gert hann alls ófæran um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Þá stæði ekkert því í vegi læknisfræðileg a sem útilokaði að refsing kynni að bera árangur, sbr. 16. gr. sömu la ga, sannaðist sök á ákærða. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 34 /2021 - 5 - 24. Framangreindu til viðbótar skal á það bent að endurupptökubeiðanda var skipaður verjandi sem var honum við hlið alla málsmeðferðina. Þá er þess að gæta, svo sem gagnaðili bendir á, að sakfelling endurupptökubeiðanda fyrir þau br ot sem lýst er í ákæruliðum 1, 3, 4, 5, 7, 8 og 10 byggðist ekki síst á gildi sýnilegra sönnunargagna, þ.e. rafrænna sönnunargagna sem innihéldu samskipti hans við brotaþola. Með hliðsjón af því sem hér greinir hefur endurupptökubeiðandi ekki leitt í ljós að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins að þessu leyti þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 25. Endurupptökubeiðandi heldur því einnig fram að hann hafi hvorki haft ásetning til kynferðisbrots gagnvart brotaþolum né ætlað að gefa þeim fíkniefn i. Sé ósannað að tilgangur hans hafi verið annar en að ræða við þá og skapa með þeim tónlist . Sakfelling hans vegna tilraunar til kynferðisbrots gegn börnum samkvæmt ákæruliðum 2, 6 og 9 standist því ekki skoðun. Af málatilbúnaði endurupptökubeiðanda verðu r ráðið að hann er ósammála sönnunarmati héraðsdóms og rökstuðningi dómsins fyrir sakfellingu. Hann hefur þó hvorki leitt að því verulegar líkur að sönnunargögn hafi verið rangt metin né sýnt fram á að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Almenna r röksemdir um að endurupptökubeiðandi sé ósammála niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti leiðir ekki til þess að skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 teljist vera uppfyllt. Ber því að hafna málsástæðu endurupptökubeiðanda að þessu leyti. Hinu sama gegnir um þá málsástæðu hans að ekki verði séð að myndsamtöl á netinu geti fallið undir 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, eins og héraðsdómur taldi. Fyrir liggur að héraðsdómur komst að niðurstöðu um að heimfæra ætti brot endurupptökubeiðanda u ndir 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Það er ekki Endurupptökudóms að endurskoða túlkun á lagaákvæði sins , í ljósi þeirra sjónarmið a sem endurupptökubeiðandi heldur fram. 26. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður að hafna því að nokkuð sé komið fram í málinu um að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 27. Ingólfur Kristinn Magnússon lögmaður gætti hagsmuna endurupptökubeiðanda hér fyrir dómi en þess var ekki óskað að hann yrði skipaður verjandi í málinu. Verður lögmanninum því ekki ákvörðuð þóknun, sbr. 1. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Beiðni Collin Michael Sexton um endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjaness 27. júlí 2020 í málin nr. S - 1153/2020 er hafnað. Málskostnaður úrskurðast ekki.