Úrskurður föstudaginn 16. júní 2023 í mál i nr . 7/2023 Endurupptökubeiðni Ríkissaksóknar a 1. Dómararnir Jónas Þór Guðmundsson , Ragnheiður Harðardóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 13. apríl 2023 fór endurupptökubeiðandi, ríkissaksóknari, Suðurlandsbraut 4 , Reykjavík , fram á endurupptöku á máli nr. S - 1170/2022: Ákæruvaldið gegn Daníval Heiki Sigurðssyni, sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness 16. s eptember 2022. 3. Gagnaðili í málinu, Daníval Heikir Sigurðsson, lýsti viðhorfum sínum til endurupptökubeiðninnar með bréfi til Endurupptökudóms 9. júní 2023. Gagnaðili tekur undir kröfu endurupptökubeiðanda. 4. Við meðferð málsins var Steinbergur Finnbogason l ögmaður skipaður verjandi gagnaðila. Þann 8. maí 2023 var ákveðið að fresta réttaráhrifum dómsins meðan á meðferð málsins fyrir Endurupptökudómi stæði. Málsatvik 5. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 16. september 2022 í máli nr. S - 1170/2022 var gagnaðili endurup ptökubeiðanda sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með því að hafa í tilgreint sinn ekið bifreið óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna. Gagnaðili mætti ekki við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi og var lagður á það dómur samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 6. Um ákvörðun refsingar er rakið í héraðsdómi að gagnaðili, sem fæddur er árið 1993, hafi samkvæmt framlögðu sakavottorði sex sinnum áður sætt refsingu. Við mat á refsingu hafi tvö mál áhrif en gagnaðili hafi tvívegis sætt refsingu fyrir að hafa ekið ökutæki undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Fyrir þau brot hafi hann sætt refsingu 9. október 2012 og 17. nóvember 2015. Með hliðsjón af atvikum máls og með vísan til dómvenju í málum af þessu tagi þyki refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga auk þess að vera sviptur ökurétti ævilangt, sbr. 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga. 7. Dómurinn var birtur fyrir heimilism anni á skráðu lögheimili gagnaðila 7. október 2022. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 7/2023 - 2 - Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi byggir kröfu um endurupptöku á heimild í 4. mgr., sbr. d - lið 1. mgr., 228. gr. laga nr. 88/2008 þar sem gagnaðila hafi með framangreindum dómi að öllum líkindum verið gerð mun þyngri refsing en efni stóðu til. 9. Í endurupptökubeiðni kemur fram að samkvæmt dómaframkvæmd hafi fyrri brot ökumanns þar sem ekið var undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna ítrekunaráhrif vegna síðari br ota sama eðlis. Þegar svo hátti til hafi dómstólar gætt að almennum ítrekunarreglum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar á meðal ákvæðis 3. mgr. 71. gr. laganna, þar sem kveðið er á um að hafi fyrri refsing verið sektir falli ítrekunaráhrif niður ef lið ið hafa fimm ár frá því að sökunautur gekkst undir sektargreiðslu. Atvik það sem dómurinn varðar hafi átt sér stað 28. maí 2021 og hafi þá verið liðin meira en fimm ár frá því er gagnaðili gekkst síðast undir sektargreiðslu, sem hafi verið 17. nóvember 201 5, vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Af þeim sökum telji endurupptökubeiðandi að ítrekunaráhrif fyrri brota dómfellda hafi verið fallin niður er hann framdi brot það sem málið varðar. Rökstuðningur gagnaðila 10. Eins og að framan greinir tekur g agnaðili undir kröfu endurupptökubeiðanda. Niðurstaða 11. Í 4. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 er mælt fyrir um heimild ríkissaksóknara til að beiðast endurupptöku máls til hagsbóta fyrir dómfellda ef hann telur atvik vera með einhverjum þeim hætti sem greinir í 1. mgr. sömu lagagreinar. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. getur Endurupptökudómur, ef héraðsdómur hefur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn, orðið við beiðni manns sem telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, að u ppfylltum einhverju af skilyrðum a til d - liðar sömu málsgreinar. Í d - lið 1. mgr. 228. gr. kemur fram að heimila megi endurupptöku ef talið verður að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 12. Eins og að framan greinir varðar mál þetta dóm héraðsdóms sem kveðinn var upp á grundvelli a - liðar 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 en slíkum dómi getur ákærði ekki áfrýjað, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. Ekki var krafist endurupptöku málsins fyrir héraðs dómi innan þess frests sem í 1. mgr. 187. gr. laga nr. 88/2008 greinir og verður það því ekki tekið upp á ný nema með úrskurði Endurupptökudóms, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. 13. Þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varð ar byggir dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings endurupptökubeiðanda í málinu, sem gagnaðili tekur u ndir, telur dómurinn að uppfyllt séu skilyrði 4. mgr., sbr. d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til að heimila endurupptöku máls nr. S - 1170/2022 sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness 16. september 2022. Verður því fallist á kröfu endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 7/2023 - 3 - 14. Gagnaðila verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum, sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðar orði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, ríkissaksóknara, um endurupptöku á máli nr. S - 1170/2022 sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness 16. september 2022. Þóknun skipaðs verjanda gagnaðila, Danívals Heikis Sigurðssonar, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, 150.000 k rónur, greiðist úr ríkissjóði.