Endurupptökudómur Úrskurður miðvikudaginn 14. september 2022 í mál i nr . 8/2022 Endurupptökubeiðni Erlu Bolladótt u r Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Með beiðni til Endurupptökudóms 18. mars 2022 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á þeim hluta máls nr. 214/1978 sem dæmt var í Hæstarétti 22. febrúar 1980, er tekur til rangra sakargifta, sbr. 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er krafist m álskostnaðar. Er dómur Hæstaréttar birtur í dómasafni réttarins 1980 á blaðsíðu 89. Málsatvik Dómur Hæstaréttar sem endurupptökubeiðnin nær til 1. Með dómi Hæstaréttar 22. febrúar 1980 í máli nr. 214/1978 var endurupptökubeiðandi sakfelld fyrir rangar sakargiftir, sbr. 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 15. gr. laga nr. 101/1976, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Endurupptökubeiðandi var dæmd fyrir að hafa á árinu 1976, ásamt öðrum, gerst sek um rangar sakargiftir með því að bera á fjóra na fngreinda menn, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar. Hafi það leitt til þess að mönnum þessum var gert að sæta langvinnu gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins. Endurupptökubeiðandi var jafnframt dæmd fyrir fjársvik, sbr. 248. gr. almen nra hegningarlaga, auk brota gegn 154. og 157. gr. sömu laga. Endurupptökubeiðandi var hins vegar sýknuð af ákæru fyrir hlutdeild í manndrápi samkvæmt 211. gr., sbr. 4. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Með dóminum var endurupptökubeiðanda gert að sæta fangelsi í þrjú ár að frádreginni gæsluvarðhaldsvist sem hún hafði þegar sætt. 2. Ekki er óskað endurupptöku dóms Hæstaréttar að því er tekur til fjársvika og tengdra brota og verður því ekkert vikið að þeim hluta málsins. Upphaf rannsóknar á hvarfi Geirfinn s Einarssonar 3. Lögreglan í Keflavík hóf rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar í kjölfar þess að tilkynnt var um hvarf hans 21. nóvember 1974 en þá hafði ekkert til hans spurst síðan að kvöldi 19. nóvember sama ár. Miklar kviksögur urðu til í kringum ranns óknina, meðal annars sú að Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiríksson hafi verið viðriðnir hvarf Geirfinns eða valdir að því. Gáfu sögusagnirnar tilefni til bréfaskrifa lögmanns Magnúsar og Sigurbjörns til dómsmálaráðuneytisins þar sem hann fór þess á leit að ráðuneytið gæfi annaðhvort út opinbera yfirlýsingu sem myndi eyða þessum sögusögnum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 2 - eða hlutaðist til um opinbera rannsókn á sannleiksgildi þeirra og uppruna. Engin gögn eru fyrirliggjandi um viðbrögð ráðuneytisins. Rannsókn á hvarfi Geirfinns stóð yfi r hjá lögreglunni í Keflavík fram til 4. júní 1975. Á þeim tímapunkti hafði rannsókn málsins staðið yfir í rúma sex mánuði án þess að nokkur hefði verið handtekinn grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. 4. Næst dró til tíðinda í rannsókn á hvarfi Geirfinns í október 1975, en þá gáfu aðstandendur A sig fram og tilkynntu lögreglunni í Reykjavík um frásögn hans um aðild að hvarfi Geirfinns. Hafði A greint fjölskyldu sinni frá því að Sigurbjörn Eiríksson hafi boðið honum starf við stjórn vélbáts sem sækja átti smy glvarning í sjóinn við Keflavík. A hafi síðan farið út á bátnum ásamt Geirfinni sem hafi kafað eftir smyglinu. Kvöld eitt í nóvember hafi verið farið út til að sækja stórsmygl. Þá hafi A farið til Keflavíkur á hvítri sendiferðabifreið en komið of seint til stefnumóts við Geirfinn. Magnús Leópoldsson hafi þá farið inn í Hafnarbúðina til að hringja í Geirfinn sem hafi þá komið. Á staðnum hafi einnig verið Sigurbjörn og annar maður með honum. Geirfinnur hafi farið út á bátnum og kafað eftir smyglvarningi í tví gang en í þriðja skiptið hafi hann ekki komið aftur upp úr kafi. A hafi lýst því yfir við fjölskyldu sína að um slys hefði verið að ræða en hann hafi skort kjark til að greina öðrum frá vegna þrýstings frá Sigurbirni Eiríkssyni og félögum hans. Í framhaldi nu var A handtekinn og yfirheyrður af lögreglu. Við yfirheyrslu lýsti hann því yfir að frásögnin væri hugarburður sem hann hafi mótað með sér í ölæði og ætti ekki við nein rök að styðjast. Var honum sleppt í kjölfarið. Gæsluvarðhald endurupptökubeiðanda vegna aðildar að svokölluðu póstsvikamáli 5. Allt frá byrjun nóvember 1974 hafði rannsóknarlögreglan í Reykjavík haft til rannsóknar fjársvik gagnvart Pósti og Síma, í svokölluðu póstsvikamáli. Í byrjun desembermánaðar 1975 veitti refsifangi á Litla - Hrauni, B , lögreglu upplýsingar um að Sævar Marinó Ciesielski og endurupptökubeiðandi stæðu að baki fjársvikunum. Leiddi rannsókn lögreglu til þess að Sævar var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald og fluttur í Síðumúlafangelsið. Endurupptökubeiðandi var tekin til s kýrslutöku 13. desember 1975 vegna málsins og í kjölfarið úrskurðuð í 30 daga gæsluvarðhald og flutt í Síðumúlafangelsið. 6. Endurupptökubeiðandi játaði aðild sína að póstsvikamálinu fimm dögum síðar og greindi lögreglu í meginatriðum frá aðferðinni við fjár svikin. Að morgni 20. desember 1975 var endurupptökubeiðandi aftur leidd til skýrslutöku hjá lögreglu en þá hafði hún réttarstöðu vitnis. Tilefni skýrslutökunnar var að rannsóknarlögreglunni hafði borist til eyrna að sambýlismaður endurupptökubeiðanda gæti hugsanlega verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar aðfaranótt 27. janúar 1974. Greindi endurupptökubeiðandi ítarlega frá atvikum umrædda nótt og aðild Sævars, Kristjáns Viðars Viðarssonar (síðar Júlíussonar) og þriðja manns að flutningi á mannslíkama í laki út af heimili hennar að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði. Í kjölfar skýrslutökunnar var endurupptökubeiðandi færð fyrir sakadóm Reykjavíkur en látin laus að lokinni skýrslutöku. Atvik eftir að endurupptökubeiðandi var laus úr gæsluvarðhaldi vegna póst svikamálsins 7. Endurupptökubeiðandi var frjáls ferða sinna eftir 20. desember 1975 eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í vikutíma vegna póstsvikamálsins. Þó virðist sem endurupptökubeiðandi hafi í framhaldi átt í einhverjum samskiptum við lögreglu. Þannig v ar bókað í dagbók ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 3 - Síðumúlafangelsisins 28. desember 1975 að endurupptökubeiðandi hafi hringt og talað við rannsóknarlögreglumann. Þá var bókað í dagbók Síðumúlafangelsisins 30. desember sama ár að rannsóknarlögreglumaður hafi sótt endurupptökubeiðanda þann dag klukkan 13.25 og farið með hana á ný klukkan 18.45. Engin rannsóknargögn liggja hins vegar fyrir um dvöl hennar þennan tíma í Síðumúlafangelsinu eða um tilefni dvalarinnar. 8. Fært var í dagbók Síðumúlafangelsisins 6. janúar 1976 að endurupptökubeiðandi hafi hringt og beðið um að fá að tala við rannsóknarlögreglumennina C eða D strax og hægt væri. Bókað var að færsluritari hafi sagt henni að D væri upptekinn við yfirheyrslu og tæki ekki síma en hann myndi láta D vita strax og hann væri laus. 9. Ekki liggja fyrir nákvæmar samtímaupplýsingar um hvenær rannsókn lögreglu á hvarfi Geirfinns Einarssonar hófst á ný. Í þeim efnum er ekki við annað að styðjast en skýrslu rannsóknarlögreglumanns 10. mars 1976 þar sem fram kemur að frá og með 20. janúar 1976 hafi ranns óknaraðgerðir beinst að Sævari í tengslum við hvarf Geirfinns. Á hinn bóginn var frá því greint í dagblaði 18. nóvember 1976 að sakadómur hafi fengið öll gögn Geirfinnsmálsins um áramótin þá búið yfir ýmsum upplýsingum sem hafi orðið til þess að óskað var eftir öllum gögnum. Í sama blaði birtist viðtal við rannsóknarlögreglumann frá Keflavík sem fór upphaflega með rannsókn málsins. Þar kom fram að rétt fyrir áramót hafi komið beiðni frá rík issaksóknara um að fá öll skjöl málsins til yfirlestrar. Frá ríkissaksóknara hafi þau farið í sakadóm Reykjavíkur sem hafi stjórnað rannsókninni síðan. Sami rannsóknarlögreglu maður ritaði grein sem birtist í dagblaði 15. janúar 1977 þar sem hann staðhæfði að beiðni þessi hafi verið sett fram símleiðis af hálfu ríkissaksóknara 31. desember 1975 og í kjölfarið hafi skjölin verið send rakleiðis til sakadóms. Fyrir liggur bréf fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík til ríkissaksóknara 8. janúar 1976 þar sem fjallað var um að í framhaldi af samtali þeirra hafi rannsóknargögn varðandi hvarf Geirfinns Einarssonar verið afhent ríkissaksóknara mánudaginn 5. janúar 1976. Þá birtist frétt í dagblaði 9. janúar 1976 þar sem í fyrsta skipti voru opinberlega hafðar uppi getgát ur um að mál Guðmundar og Geirfinns væru tengd. Þá liggur einnig fyrir umfjöllun fjölmiðla um efni blaðamannafundar lögreglu sem haldinn var 27. mars 1976 þar sem meðal annars var fjallað um upphaf málsins. Í fréttum kom þá fram að endurupptökubeiðandi haf i leitað til lögreglunnar vegna ónæðis sem hún hafi orðið fyrir. Henni hafi bæði verið hótað og ógnað með símhringingum. Að hennar sögn hafi það verið vegna vitneskju hennar um hvarf Geirfinns. 10. Í framangreindri upplýsinga skýrslu frá 10. mars 1976 kom meðal annars fram að um miðjan janúar 1976 hafi endurupptökubeiðandi tjáð rannsóknarlögreglumönnum og fulltrúa yfirsakadómara, sem önnuðust rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, að hún hafi orðið fyrir ónæði af símhringingu m og væri hrædd. Endurupptökubeiðandi hafi mætt til viðtals við fulltrúa yfirsakadómara og rannsóknarlögreglumann í fangelsið við Síðumúla að kvöldi 21. janúar 1976. Þar hafi hún skýrt frá því að dagana þar á undan hafi nokkrum sinnum verið hringt í síma á heimili móður hennar þar sem endurupptökubeiðandi hafi dvalið. Oftast hafi enginn talað í símann þegar hún svaraði fyrir utan eitt skipti þegar karlmaður hafi óbeint haft í hótunum við hana. Hún hafi verið spurð hvort henni fyndist hún ekki vera búin að g era nóg. Hafi hún af samskiptunum ályktað að ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 4 - viðkomandi væri kunnugur fjölskyldunni. Í skýrslunni kom fram að endurupptökubeiðandi hafi verið margspurð við hvern eða hverja hún væri hrædd. Hafi hún þá nefnt nöfn Einars Gunnars Bollasonar, Sigurbjörns Eirík ssonar og E . Hræðslu hennar við þessa menn hafi hún sett í samhengi við hið svokallaða Geirfinnsmál. Hún hafi svo skýrt frá vitneskju sinni um það mál sem svo var færð í skriflega skýrslu 23. janúar 1976. 11. Í upplýsingaskýrslunni var rakið að á sama tíma og endurupptökubeiðandi hafi skýrt frá framangreindu hafi annar rannsóknarlögreglumaður talað við Sævar. Hann hafi tjáð Sævari að endurupptökubeiðandi væri hrædd við einhverja menn án þess að gefa honum til kynna hverjir það væru. Sævar hafi þá nafngreint söm u aðila og endurupptökubeiðandi. Í framhaldi af þessu hafi verið tekin skrifleg skýrsla af Sævari 22. janúar 1976. 12. Í skýrslum Sævars og endurupptökubeiðanda kom fram að dómfelldi Kristján Viðar væri viðriðinn málið og því hefði einnig verið tekin skýrsla af honum sama dag og af endurupptökubeiðanda 23. janúar 1976. Upphaf gæsluvarðhaldsvistar Einars Bollasonar, Magnúsar Leópoldssonar, Valdimars Olsen og Sigurbjörns Eiríkssonar í janúar og febrúar 1976 13. Dagana 20. til 25. janúar 1976 voru Sævar, Kristján Viðar og endurupptökubeiðandi til yfirheyrslna vegna málsins sem meðal annars leiddu til handtöku Einars Bollasonar, Magnúsar Leópoldssonar, Valdimars Olsen og síðar Sigurbjörns Eiríkssonar. Voru þeir all ir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og vistaðir í einangrun í Síðumúlafangelsinu. 14. Miðvikudaginn 21. janúar 1976 var bókað í dagbók Síðumúlafangelsisins klukkan 08.15 að forstöðumaður fangelsisins hafi hringt í fulltrúa yfirsakadómara og beðið hann um að sjá ti l þess að rannsóknarlögreglumenn kæmu strax því nú hefð u skipast veður í lofti , eins og það var orðað í bókuninni. Bókanir í fangelsisdagbók gefa til kynna að Sævar hafi ítrekað verið til yfirheyrslu þennan dag og fram á kvöld. Bókað var að klukkan 19.50 hafi rannsóknarlögreglumaður sótt endurupptökubeiðanda fyrir hönd fulltrúa yfirsakadómara og þeir tveir tekið hana til yfirheyrslu. Bókað var að yfirheyrslunni hafi lokið klukkan 23.55. 15. Engar skriflegar skýrslur eru til vegna framangreindra yfirheyrslna 21. janúar 1976. Aftur á móti liggja fyrir handritaðir punktar, sem dagsettir eru 21. janúar 1976, og virðast bera með sér að eiga rætur að rekja til yfirheyrslna yfir annars vegar Sævari og hins vegar endurupptökubeiðanda. Í fyrstu málsgrein kemur fram að maður að nafni Elvar í Keflavík hafi talað um hvarf Geirfinns við Sævar. Þá B., E og Magnús L. eru sennilega þeir, sem Erla er hrædd við (í sambandi vi að ótengdum sakarefnum sem lúta að allt öðrum ætluðum sökum annarra manna. Í fjórðu og O , Framnesvegi 71. Hefur verið hótelstjóri í Valhöll og unnið í Klúbbnum. Var ef til vill með í ferðin ni til Keflavíkur. Sævar hefur heyrt þetta og finnst hann líkjast ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 5 - 16. Þá liggur einnig fyrir handrituð samantekt af framburði endurupptökubeiðanda, dagsett sama dag, 21. janúar 1976. Frásögnin er rituð í fyrstu persónu en samkvæmt henni kveðst end urupptökubeiðandi hafa farið með bifreið til Keflavíkur ásamt Sævari og M.P. og heyrt á leiðinni eða eftir komuna til Keflavíkur að eina ráðið væri að hann sykki þá alveg niður á botn. Hafi þau verið í dýrri fólksbifreið, með mjúkum sætum með mælaborði ein s og í Mercedes Benz. Bifreiðin hafi verið stöðvuð niður við sjó. Mennirnir hafi stigið út úr bifreiðinni en fyrir á staðnum hafi verið að minnsta kosti tveir aðrir menn. Þeir hafi talað saman og þá allir snúið baki í endurupptökubeiðanda nema einn sem haf i verið viðmælandi hinna. Þeir hafi ætlað að fá manninn með sér til að sækja spíra eða fara út í eitthvert skip, að því er þeir hafi sagt honum. Kveðst endurupptökubeiðandi hafa haldið að hún ætti að fara sömu leið. Hún hafi orðið hrædd og farið út úr bifr eiðinni. Fleiri bifreiðar hafi jafnframt verið á svæðinu og hafi endurupptökubeiðanda fundist sem Kristján Viðar hafi verið á staðnum. Er hún hafi farið út úr bifreiðinni hafi þeir gengið að litlum bát og Sævar farið um borð ásamt einhverjum öðrum og G.E., en með þeim upphafsstöfum mun vera vísað til Geirfinns Einarssonar. Kveðst endurupptökubeiðandi hafa fyrst í stað gengið aftur á bak en þar sem enginn hafi verið að horfa á hana hafi hún hlaupist á brott. Kveðst hún hafa farið inn í ótilgreinda skemmu eða byggingu og á meðan hún hafi beðið þess að einhver kæmi að sækja sig hafi hún tekið að kasta upp. Hefur endurupptökubeiðandi eftir Sævari að hann hafi ekki viljað að henni yrði ráðinn bani og sagst myndu geta séð um hana. Hún hafi svo beðið eftir að birti og fengið far með eldri manni á gömlum Moskvitch með V - númeri. Kveður endurupptökubeiðandi manninn hafa ekið sér að Grindavíkurafleggjara og þaðan hafi hún fengið far með olíubifreið til Hafnarfjarðar. Þegar heim var komið hafi hún verið ein, en síðan haf i Sævar komið og spurt hvar hún hafi verið svona lengi. Í kjölfar þessa kveður endurupptökubeiðandi þau hafa talað um að hún yrði að komast til Kaupmannahafnar, hún gæti ekki unað lengur heima þar sem hennar væri leitað fyrir póstmálið. Þetta hafi verið í byrjun desember. Endurupptökubeiðandi kveðst hafa heyrt að það væri eitthvert vandamál að G.E. gæti hugsanlega fundist og að því yrði að flytja hann á betri stað. Undir lok samantektarinnar er dregið saman að Einar Bollason hafi verið á staðnum, Magnús Leó poldsson og einn sem hún þekkti ekki. Á bátnum hafi farið saman Sævar, Einar og sá þriðji sem ekki hafi komið til baka. Gat endurupptökubeiðandi sér þess til að sá sem hún þekkti ekki gæti hafa verið E . Kvað endurupptökubeiðandi jakka bílstjórans hafa veri ð með kraga og úr gervileðri. Sagði hún að Kristján Viðar hafi haft á orði við Sævar þegar hann fór út úr bifreiðinni að hann skyldi passa 17. Han drituð samantekt á framburði Sævars er dagsett 21. janúar 1976, en Sævar var til yfirheyrslu það kvöld í tæpar sex klukkustundir. Í samantektinni segir að Einar, Magnús og Geirfinnur hafi hitt Sævar á Laugaveginum og þeir svo ekið um borgina. Þeir hafi ræt t um dreifingu áfengis og hvort Sævar gæti komið að henni en þeim hafi verið kunnugt um að hann hafi verið í hassdreifingu. Þeir hafi verið við Klúbbinn um miðnætti og haldið svo til Keflavíkur á lítilli, evrópskri og rauðleitri bifreið til að sækja áfengi út á sjó. Þetta hafi gerst nokkrum dögum áður en Geirfinnur hafi horfið. Eftir hvarf Geirfinns hafi Sævari verið gert ljóst af Magnúsi Leópoldssyni að betra væri að þegja. Í samantektinni kemur fram að Sævar hafi verið í bifreið með Einari Bollasyni, rauð um Fíat í eigu föður ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 6 - Einars. Einar hafi ekið og hafi Magnús Leópoldsson og O einnig verið í bifreiðinni. Þeir hafi skilið Magnús og O eftir einhvers staðar í Keflavík, nálægt höfninni, en ekið sjálfir inn í Njarðvík. Endurupptökubeiðandi hafi ekki verið me ð í bifreiðinni. Fleiri aðilar hafi farið á sama tíma til Keflavíkur í annarri bifreið. Hafi Sævar ekki vitað hverjir þeir voru. Að umsömdum tíma liðnum hafi Sævar og Einar komið aftur inn í Keflavík og tekið Magnús upp í bifreiðina. Sævar kvaðst ekki hafa séð Geirfinn, en að Magnús og O hafi sagst ætla að hitta hann. Magnús hafi svo sagt frá því að Geirfinnur hafi fallið útbyrðis úr bátnum sem notaður hafi verið til að sækja áfengið. O hafi farið með hinni bifreiðinni. Næst hafi verið ekið til borgarinnar og Sævari heim í Breiðholt. 18. Í skýrslu Sævars 22. janúar 1976 segir að honum hafi verið kunnugt um hvarf Geirfinns og að hann hafi fylgst með rannsókn málsins í fjölmiðlum. Nokkrum dögum fyrir hvarf Geirfinns hafi hann verið einn á gangi niður Laugaveg að kvöldi til. Hjá honum hafi stöðvað Mercedes Benz bifreið og Einar Bollason kallað til hans með nafni. Hafi Einar setið í aftursæti bifreiðarinnar og kveðst Sævar hafa sest við hliðina á honum. Hafi Magnús Leópoldsson setið undir stýri og við hlið hans maðu r sem Sævar kvað þá Einar og Magnús hafa kallað Geirfinn. Síðar hafi hann séð myndir í fjölmiðlum af Geirfinni og þá borið kennsl á hann. Magnús hafi hann ekki þekkt fyrir, en komist að því síðar að hann væri starfsmaður Klúbbsins. Hafi Einar og Magnús ræt t það við hann í bifreiðinni hvort hann gæti ekki tekið að sér dreifingu á áfengi sem væri verið að smygla til landsins. Ástæða þess að þeir hafi leitað til hans hafi verið sú að þeim hafi verið kunnugt um að Sævar hafi staðið í ólöglegum innflutningi og d reifingu á fíkniefnum. Sævar kvað þá hafa ekið um borgina og rætt saman um ólöglegan innflutning á áfengi og dreifingu þess. Sagðist Sævar hafa tekið vel í að taka þátt í því. Sævar kvað hafa komið fram í samræðum þeirra að þeir félagar ættu von á áfengiss endingu. Nokkrum dögum síðar hafi Einar komið og hafi hann þá verið á rauðri Fíat fólksbifreið sem Sævar hélt að væri í eigu föður Einars og endurupptökubeiðanda. Með Einari í bifreiðinni hafi verið Magnús og svo Valdimar Olsen. Kvað Sævar Valdimar eiga he ima að Framnesvegi 61 í Reykjavík og eftir því sem hann best vissi hafi hann starfað sem hótelstjóri á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Sævar kvað Einar hafa ekið bifreiðinni og hafi hann sest í framsætið við hlið hans. Magnús og Valdimar hafi setið í aftursæti nu. Hafi þeir spurt hvort hann hafi kannað eitthvað markaðinn fyrir áfengið. Kvaðst Sævar hafa sagt þeim sem var, að það hefði hann enn ekki gert. Hafi þeir þá sagt honum að þeir væru að leggja af stað til Keflavíkur til að sækja áfengissendingu sem þeir h afi átt von á. Hafi þeir spurt Sævar hvort hann vildi ekki fara með þeim. Kvaðst Sævar hafa játað því og hafi honum þá verið ekið sem leið lá til Keflavíkur. Þeir hafi talað um að hugmyndin væri að hitta fleiri aðila þegar þangað væri komið. Áður en bifrei ðin stöðvaði í Keflavík hafi þeir félagar talað um að hitta Geirfinn og skildist Sævari að Geirfinnur ætti að taka þátt í því að nálgast áfengi sem þyrfti að sækja út á sjó. Kvaðst Sævar vera mjög ókunnugur í Keflavík en gera ráð fyrir að hann myndi þekkja aftur staðinn þar sem bifreiðin var stöðvuð. Hafi þeir Valdimar og Magnús farið út úr bifreiðinni en til hafi staðið að sækja þá aftur eftir ákveðinn tíma. Kvaðst Sævar hafa séð á eftir þeim Magnúsi og Valdimar þar sem þeir hafi gengið niður hliðargötu se m hafi virst liggja niður að höfninni, en hann og Einar hafi ekið á brott. Þeir hafi svo síðar hitt Magnús á ný en Valdimar hafi þá ekki verið í fylgd með honum. Magnús hafi sest upp í bifreiðina og haft á orði við Einar að þetta hafi reddast, og hafi hann þá átt við áfengið, en að slys hafi orðið. Kvað Sævar Magnús hafa sagt að Geirfinnur hefði fallið útbyrðis úr bátnum og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 7 - drukknað. Ekki hafi Magnús talað neitt nánar um hvernig slysið hefði borið að höndum eða hvort þeir hefðu náð Geirfinni aftur upp í bát inn. Aftur á móti hafi Magnús sagt við sig að honum væri hollara að nefna slysið ekki við nokkurn mann, það væri honum fyrir bestu. Þá hafi verið ekið til borgarinnar og Sævari heim til móður sinnar. Áður hafi þeir Einar og Magnús talað um að hafa bráðlega samband við Sævar til þess að ræða nánar áfengisdreifinguna. Nokkrum dögum síðar hafi Einar svo hringt í Sævar og spurt hvernig honum gengi að koma út áfenginu. Kvaðst Sævar ekki hafa verið búinn að athuga það endanlega, en þá hafi verið búið að lýsa efti r Geirfinni í fjölmiðlum og hafi Sævari ekki litist á að eiga viðskipti við þá félaga. Kvaðst Sævar hafa sagst munu hafa samband við Einar en aldrei gert það. Skömmu eftir þessa ferð til Keflavíkur hafi endurupptökubeiðandi farið til Kaupmannahafnar og Sæv ar sjálfur nokkru síðar. Kvaðst Sævar ekki hafa látið neinn vita um vitneskju sína um hvarf Geirfinns sökum ótta við hefndarráðstafanir af hálfu þeirra félaga. 19. Í dagbók Síðumúlafangelsisins 22. janúar 1976 var bókað að klukkan 19.55 hafi rannsóknarlögreglumaður komið með endurupptökubeiðanda til yfirheyrslu sem hafi lokið klukkan 21.25 . Rannsóknargögn munu ekki liggja fyrir um dvöl endurupptökubeiðanda í fangelsinu þennan tíma. Skýrslur endurupptökubeiðanda, Sævars og Kristjáns Viðar s , í janúar og febrúar 1976, meðal annars um ætlaða aðild Einars, Magnúsar, Valdimars og Sigurbjörns að Geirfinnsmálinu 20. Föstudaginn 23. janúar 1976 var bókað í dagbók Síðumúlafangelsisins að rannsóknarlögreglumaður hafi farið að sækja endurupptökubeiðanda klukk an 10.10 og komið með hana 15 mínútum síðar. Þá var fært til bókar að klukkan 10.30 hafi annar rannsóknarlögreglumaður tekið endurupptökubeiðanda til yfirheyrslu. Þrátt fyrir umfangsmiklar skýrslutökur þennan dag voru einungis tvær skýrslur ritaðar, annars vegar um yfirheyrslu endurupptökubeiðanda og hins vegar vegna yfirheyrslu yfir Kristjáni Viðari sem fór fram um kvöldið sama dag. Endurupptökubeiðanda var samkvæmt skýrslunni kynnt vitnaskylda og réttur til að neita að bera vitni þar sem framburður hennar gæti orðið nánum vandamönnum hennar í óhag. Kvaðst endurupptökubeiðandi þrátt fyrir það ætla að skýra frá því sem hún teldi sig vita um hvarf Geirfinns. Kvaðst endurupptökubeiðandi hafa verið stödd við samkomuhúsið Klúbbinn við Borgartún í Reykjavík ásamt Sævari, þáverandi sambýlismanni sínum. Fyrir utan Klúbbinn hafi þau sest upp í fólksbifreið. Endurupptökubeiðandi kvaðst ekki muna hvort annar maður hafi setið við hlið ökumannsins, en slíkt væri hugsanlegt. Síðan hafi verið ekið af stað og stefnt í átt t il Keflavíkur. Á leiðinni þangað hafi samræður átt sér stað milli Sævars og ökumannsins. Ekki hafi þeir nefnt nein nöfn, en endurupptökubeiðandi kvaðst fljótlega hafa fengið á tilfinninguna að það ætti að stytta henni aldur og ferðalagið hafi meðal annars haft þann tilgang. Einnig hafi þeir talað um að drepa ætti mann með því að fara með hann út á sjó, undir því yfirskini að sækja eitthvað. Ekki hafi nafn þessa manns verið nefnt en talað hefði verið um að ökumaðurinn og bróðir endurupptökubeiðanda, Einar, h afi reynt að koma vitinu fyrir manninn með stöðvuð við flæðarmálið. Þegar bifreiðin hafi verið stöðvuð hafi ökumaðurinn farið fyrstur út úr henni ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 8 - og hafi hún þá fyrst séð andlit hans. Kvað hún ökumanninn hafa verið Magnús Leópoldsson, sem hafi verið forstjóri í Klúbbnum. Kvað endurupptökubeiðandi Magnús hafa f arið út úr bifreiðinni með þeim ummælum að Sævar skyldi gæta hennar og hafi Sævar jánkað því. Fyrir á staðnum hafi verið aðrar bifreiðar og fleiri menn. Kvaðst endurupptökubeiðandi muna fyrir víst eftir rauðri fólksbifreið, sem hafi getað verið bifreið föð ur hennar, og kvaðst hún muna eftir stórri sendiferðabifreið sem hafi staðið á bryggjunni, rétt uppi yfir flæðarmálinu. Kvað endurupptökubeiðandi bifreiðina hafa verið hún halda að hún hafi verið ljós á litinn, en þó væri hún ekki viss. Hafi henni endilega fundist eins og maður hafi verið í bifreiðinni. Nokkuð stór trillubátur með stýrishúsi hafi legið utar við bryggjuna. Í flæðarmálinu og rétt ofan við það kvaðst enduru pptökubeiðandi hafa séð alls sjö menn og hafi Magnús og Sævar þá báðir verið komnir út úr bifreiðinni. Sagði endurupptökubeiðandi að bryggjan hafi verið á vinstri hönd þegar hún hafi setið í bifreiðinni. Rétt skáhalt framan við bifreiðina til vinstri hafi þeir Sævar og Magnús staðið á tali við einhvern þriðja mann sem hún hafi ekki þekkt. Lengra frá og meira til hliðar við bifreiðina hafi verið einn maður sem endurupptökubeiðandi kvaðst ekki heldur hafa þekkt. Þriðja manninn hafi hún ekki þekkt heldur, en h ann hafi staðið enn lengra frá bifreiðinni en hinir, í svipaðri átt og þeir Sævar, Magnús og sá sem þeir hafi verið að tala við. Endurupptökubeiðandi kvað Einar bróður sinn hafa staðið skáhalt framan við bifreiðina í fjörunni til hægri. Enn lengra til hægr i, en fjær sjávarmálinu, hafi Kristján Viðar staðið. Kvað endurupptökubeiðandi að eftir það sem hún hafi heyrt af samræðunum í bifreiðinni á leiðinni, þá hafi hún haft það á tilfinningunni, að það hafi verið Kristján Viðar sem hafi átt að sjá um sig. Maður og ætti að hverfa. Hafi hún þá verið orðin mjög hrædd og laumast út úr bifreiðinni. Hafi það tekist og enginn virst taka eftir því að hún væri ekki lengur í bifreiði nni. Hún hafi náð að komast óséð á brott á hlaupum. Kvaðst hún ekki geta gert sér grein fyrir því hvert hún hafi hlaupið, enda hafi hún hugsað um það eitt að komast sem lengst í burtu og fela sig, sem hún hafi og gert í einhverju húsi sem hafi verið opið. Felustaðinn kvaðst endurupptökubeiðandi ekki hafa yfirgefið fyrr en hún varð vör við umferð næsta morgun. 21. Er endurupptökubeiðandi hafi gengið af stað hafi henni tekist að stöðva bifreið. Hún segir þetta hafa verið Moskvitch fólksbifreið af eldri gerð og h afi ökumaðurinn verið fullorðinn maður. Hafi hann verið ræðinn og skildist endurupptökubeiðanda að hann væri Vestmanneyingur sem hefði flutt upp á land eftir eldgos. Kvaðst hún hafa farið úr bifreiðinni við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Þar hafi hún stöðvað stóra vöruflutninga bifreið og fengið far til Hafnarfjarðar en þaðan hafi hún tekið almenningsvagn til borgarinnar. Hafi hún farið í íbúð þeirra Sævars við Hjallaveg og dvalið þar yfir daginn. Sævar hafi komið þangað síðari hluta dagsins eða um kvöldið. Kvaðst endurupptökubeiðandi muna eftir því að næsta dag, eða þarnæsta, hafi verið lýst eftir Geirfinni. Fyrst í stað hafi hún ekki sett hvarf hans í samband við ferð sína til Keflavíkur en þegar hún hafi farið að hugsa málið betur hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að Geirfinnur hafi verið maðurinn sem hafi átt að láta hverfa. Sagði endurupptökubeiðandi að hún og Sævar hefðu aldrei beinlínis talað um þessa ferð til Keflavíkur eða hvað þar hefði átt sér stað. Kvaðst endurupptökubeiðandi þó muna eftir því að Sævar hafi oft talað um að svona færi fyrir mönnum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 9 - sem væru með stæla eða skiptu sér af því sem þeim kæmi ekki við. Hafi hann þar átt við hvarf Geirfinns. Um hálfum mánuði eftir ferðina til Keflavíkur hafi hún farið til Kaupmannahafnar og þangað hafi svo Sævar komið um tíu dögum síðar. Kvaðst hún hreinlega hafa verið orðin hrædd og haft það á tilfinningunni að einhver vildi ryðja sér úr vegi. Ekki hafi henni þó verið hótað neinu. 22. Sama dag 23. janúar 1976 var tekin skrifleg skýrsla af Kris tjáni Viðari vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn hvarf Geirfinns eða búa yfir vitneskju um það. Kemur þar fram að hann hafi í upphafi lýst því yfir að hann væri hvorki viðriðinn hvarf Geirfinns né hafi hann vitað um það. Hitt væri annað að hann ein s og fleiri hafi fylgst með því í fjölmiðlum þegar lýst hafi verið eftir Geirfinni og hvarf hans rannsakað. Kvaðst hann ekki hafa komið til Keflavíkur nema tvisvar um ævina. Fyrra skiptið hafi verið þegar hann hafi verið um 13 ára gamall en hitt skiptið gæ ti hafa verið einhvern tímann um það leyti sem Geirfinnur hafi horfið. Kvaðst hann hafa alla jafna verið mikið undir áhrifum ýmiss konar lyfja, bæði örvandi og róandi, en aðallega róandi. Kvað hann minni sitt frá síðari hluta árs 1974 vera mjög óljóst á kö flum vegna óhóflegrar lyfjanotkunar. Hann myndi eftir því að hafa einhvern tímann að kvöldlagi farið upp í stóra sendibifreið sem ýmist hafi verið notuð til vöru - eða fólksflutninga. Eftir því sem hann taldi sig best muna hafi þetta gerst baka til við samk omuhúsið Klúbbinn. Kvaðst hann ekki geta gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi farið inn í þessa bifreið en hann hafi þekkt einhvern eða einhverja sem hafi verið í bifreiðinni. Að öðrum kosti hefði hann ekki farið inn í hana. Kvaðst Kristján Viðar ekki geta sagt til um hverjir hafi verið í bifreiðinni auk hans, en fleiri menn hafi verið í henni. Kvað hann það vel geta verið að bifreiðin hafi verið af tegundinni Mercede s Benz með gluggum eftir hliðunum. Kvaðst hann halda að hún hafi verið fremur dök k á lit. Bifreiðinni hafi verið ekið út úr borginni, að því er hann taldi, til Keflavíkur. Kvaðst hann vera ókunnugur í Keflavík og því ekki geta sagt til um hvert bifreiðinni hafi verið ekið en hann myndi eftir því að hún hafi verið stöðvuð rétt við sjó. Kvaðst Kristján Viðar halda að bifreiðin hafi verið stöðvuð til hliðar við stórt hús eða skemmu, sem hafi ábyggilega ekki verið íbúðarhúsnæði heldur verslunar - eða skrifstofuhúsnæði. Framan við bygging una hafi sjórinn verið í svolítilli fjarlægð og kvaðst hann muna eftir að hafa séð þar í það minnsta eina steinsteypta bryggju. Lýsing hafi ekki verið góð. Kvaðst hann telja sig hafa séð aftan á nokkuð stóran bát sem hann taldi hafi verið stálbát en kvaðst ekki gera sér fyllilega grein fyrir hvort hann hafi v erið á sjó eða staðið uppi á landi. Við bryggjuna hafi verið í það minnsta einn annar bátur og hafi sá verið mjög lítill. Hélt Kristján að hann hafi ekki verið með neina yfirbyggingu. Í það minnsta tvær aðrar bifreiðar hafi verið á staðnum og hafi það hvor u tveggja verið fólksbifreiðar. Kvaðst Kristján Viðar ekki vera viss um tegundir eða lit þessara bifreiða en taldi aðra þeirra hafa verið Volga, Datsun eða Mercedes Benz. Fólk hafi verið við bifreiðarnar og minnti Kristján Viðar að þar hafi verið nokkrir k arlmenn og einn kvenmaður. Kvað hann suma mennina hafa verið eldri en hann. Taldi hann sig hafa séð tvo menn, að minnsta kosti, sem hann hefði borið kennsl á. Annar þeirra hafi verið Sævar en hinn Einar. Kristján Viðar kvaðst þekkja Sævar vel, en Einar haf i hann oft séð á myndum en ekki þekkt persónulega. Þá taldi Kristján Viðar sig hafa séð systur Einars, endurupptökubeiðanda. Karlmennirnir hafi virst vera að ræða eitthvað saman. Kvaðst Kristján Viðar ekki muna eftir því að hafa farið út úr bifreiðinni. Kv aðst hann ekki muna frekar eftir atvikum á staðnum eða ferðinni aftur til borgarinnar. Gæti hann ekkert frekar geta tjáð sig um þetta mál, í það minnsta ekki að sinni, en kvað það geta hugsast að atvik myndu ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 10 - rifjast betur upp fyrir honum síðar. Hvort þessi atburður eða ferðalag hans var um það leyti sem farið var að lýsa eftir Geirfinni kvaðst Kristján Viðar ekki geta fullyrt en taldi það þó vel hugsanlegt. 23. Í skýrslu um yfirheyrslu sem Sævar gekkst undir 25. janúar 1976 var bókað að hann hafi viljað breyta fyrri skýrslu sinni frá 22. janúar 1976 að nokkru og bæta við hana. Bar Sævar í ýmsu nánar um samskipti sín við Einar Bollason og Magnús Leópoldsson í aðdraganda Keflavíkurferðar. Til að mynda kvað hann ekki rétt að Einar hefði hringt heim til móður sinna r heldur hafi endurupptökubeiðandi hringt heiman frá Einari bróður sínum og spurt fyrir hans hönd hvort Sævar væri búinn að kanna möguleika á dreifingu áfengis. Einar hafi ekki gert það sjálfur. Þegar Sævar hafi svo verið sóttur heim til móður sinnar skömm u síðar, hafi endurupptökubeiðandi verið í þeirri bifreið ásamt Einari og Magnúsi en ekki Valdimar Olsen eins og hann hafi áður sagt. Kristján Viðar hafi verið í stað Valdimars í bifreiðinni. Sævar kvað Einar hafa sagt sér að verið væri að leggja af stað t il þess að sækja áfengissendingu sem koma ætti að landi í Keflavík. Hafi Einar boðið honum að koma með, sem hann hafi fallist á. Í aftursætinu hafi setið þau Magnús, endurupptökubeiðandi og Kristján Viðar. Þegar komið hafi verið til Keflavíkur hafi verið e kið í gegnum bæinn og síðan niður með nokkuð stórri byggingu sem hafi staðið nokkuð út fyrir bæinn eða í útjaðri hans. Þetta hafi sennilega verið slippur þar sem Sævar kvaðst muna eftir bátum á þurru landi á milli byggingarinnar og flæðarmálsins. Kvað Sæva r að þarna niður af hafi verið bryggja og við hana bátur. Ekki hafi báturinn verið stór heldur trilla, í kringum 10 smálesta. Kvaðst Sævar annars hafa lítið vit á stærð báta. Slæm lýsing hafi verið á staðnum og kvaðst Sævar halda að birtan hafi komið frá l jósum á fyrrnefndri byggingu. Þegar þau hafi borið að hafi verið þar fyrir tvær bifreiðar. Önnur hafi verið fólksbifreið sem hafi staðið ögn úti á bryggjunni og svo stór sendibifreið efst á bryggjunni. Við eða í bifreiðunum hafi verið nokkrir menn sem hann hafi ekki borið kennsl á, enda hafi verið dimmt. Kvað Sævar að endurupptökubeiðandi hafi sagt sér síðar að þarna hefðu verið Geirfinnur Einarsson og Valdimar Olsen. Kvaðst Sævar ekki hafa séð þá svo hann myndi til. Kvaðst hann halda að Magnús og Kristján Viðar hafi farið fyrst út úr bifreiðinni. Endurupptökubeiðandi hafi stigið úr henni um svipað leyti og hafi öll þrjú gengið út á bryggjuna, enda hafi endurupptökubeiðandi spurt Magnús hvort ekki væri í lagi að hún færi með í sjóferðina. Hafi þau endurupptö kubeiðandi, Magnús og Kristján Viðar öll farið um borð í bátinn. Sævar og Einar hafi farið út úr bifreiðinni rétt á eftir hinum en ekki farið út á bryggjuna. Viðstaddir hafi verið fleiri menn og virst hafa komið úr sendibifreiðinni og hinni fólksbifreiðinn i. Auk þeirra þriggja sem þegar hafi verið komnir um borð í bátinn hafi þrír aðrir karlmenn farið um borð en hann ekki borið kennsl á þá vegna myrkurs. Einn þeirra hafi verið Geirfinnur, eftir því sem endurupptökubeiðandi hafi sagt honum síðar. Þrír menn h afi orðið eftir í landi, auk hans og Einars. Kvaðst Sævar muna að einn þessara manna hafi verið nokkuð eldri en hinir. Það hafi ekki liðið löng stund frá því þeir hafi komið á staðinn þar til báturinn hafi siglt að bryggjunni. H ann og Einar hafi rétt á eftir farið aftur inn í bifreiðina og ekið á brot. Þegar þeir hafi svo komið aftur hafi báturinn verið kominn að bryggjunni og verið að skipa upp úr honum. Kvaðst Sævar hafa séð að eitthvað hafi verið tekið úr bátnum og sett í send ibifreiðina. Sævar sagði að endurupptökubeiðandi hafi sagt sér síðar að náð hafi verið í töluvert magn af 75% vodka og svo spíritus í brúsum. Einnig hafi einhverjar netadræsur verið settar í bifreiðina. Kvað Sævar að hann og Einar hafi gengið aftur í átt a ð bifreiðinni og hafi þá Magnús komið til þeirra. Hafi Magnús þá sagt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 11 - að þetta hafi reddast, en slys hafi orðið því Geirfinnur hafi fallið útbyrðis og drukknað. Kvað Sævar þá þrjá hafa sest inn í bifreiðina og ekið áleiðis til Reykjavíkur. Endurupptökubeið andi hafi ekki komið aftur í bifreiðina og kvaðst Sævar ekki muna betur en að Magnús hafi talað um að hún kæmi með annarri bifreið. Endurupptökubeiðandi hafi ekki komið heim um nóttina. Kvaðst Sævar ekki hafa hitt hana fyrr en daginn eftir þegar hann hafi farið í íbúðina sem hún hafi leigt við Hjallaveg. Þar hafi endurupptökubeiðandi verið og sagst hafa komið með Valdimar. Kvað Sævar að þá hafi endurupptökubeiðandi sagt sér hverjir hefðu farið út með bátnum auk hennar og nefnt nöfn manna sem Sævar myndi ekk i lengur, nema nafn Geirfinns. Kvað Sævar að hún hefði haft á orði að hún vissi ekki hvað hafi orðið af Geirfinni. Kvaðst Sævar ekki hafa séð þegar báturinn hafi komið að landi og hann því ekki vitað hversu margir hafi komið til baka. Í lok skýrslunnar lýs ti Sævar því yfir að honum hafi verið ekið til Keflavíkur og sýndir þeir tveir staðir sem gætu komið til greina. Hafi það verið sjálf höfnin og svo athafnasvæði Dráttarbrautar Keflavíkur og bryggjan þar niður af. Kvaðst Sævar telja sig þess fullvissan að þ eir atburðir sem hann hafi nú lýst hafi átt sér stað við Dráttarbrautina. 24. Í frásögn rannsóknarlögreglumanns, er mætti til viðtals við starfshóp innanríkiráðherra 11. desember 2012, kom fram að honum hafi ásamt öðrum lögreglumanni verið falið að dvelja hei ma hjá endurupptökubeiðanda henni til verndar frá kvöldi sunnudags 25. janúar 1976 og fram eftir degi mánudaginn 26. janúar 1976. Þeir hafi verið vopnaðir en vegna kunnáttu hans á vopnaburði hafi hann gjarnan valist til slíkra verka, þá sjaldan sem þörf kr afði. Tilefnið taldi hann vera hugsanlegar hefndaraðgerðir vegna handtöku þriggja manna. Þess er einnig að geta að Kristján Viðar gat einnig um vopnaburð fyrir dómi 12. maí 1977. Rak hann minni til þess að eitt sinn á tímabilinu 23. til 27. janúar 1976, er hann var staddur í yfirheyrsluherberginu í fangelsinu við Síðumúla með rannsóknarlögreglumanni hafi hann hlýtt á rannsóknarlögreglumanninn tala við einhvern í síma. Rætt hafi verið um að mannslíf væri að veði og að tveir nafngreindir rannsóknarlögreglumen n væru komnir vopnaðir á staðinn. Kristjáni Viðari skildist að þetta hafi átt að vera tengt Keflavíkurför hans. 25. Að morgni 26. janúar 1976 er bókað í dagbók fangelsisins við Síðumúla að tveir rannsóknarlögreglumenn hafi komið með Valdimar Olsen klukkan 06. 10. Þá hafi tveir aðrir rannsóknarlögreglumenn komið með Magnús Leópoldsson klukkan 06.20. Tíu mínútum síðar er bókað að þrír rannsóknarlögreglumenn hafi komið með Einar Bollason. Voru þeir einn af öðrum til yfirheyrslu og tilefni yfirheyrslunnar í öllum t ilvikum bókað sem grunur um að þeir kynnu að hafa verið viðriðnir hvarf Geirfinns Einarssonar. Neituðu þeir allir sök og lýstu því yfir að þeir hefðu ekki nokkra hugmynd um hvernig hvarf Geirfinns kynni að hafa borið að höndum. Benti Einar rannsóknarlögreg lumönnum á hugsanlega fjarvistasönnun sína daginn sem Geirfinnur Einarsson hvarf. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna var Valdimar, Magnúsi og Einari gert með úrskurði sakadóms Reykjavíkur að sæta gæsluvarðhaldi í allt að 45 daga. 26. Þriðjudaginn 3. febrúar 1976 var bókað í dagbók fangelsisins við Síðumúla að endurupptökubeiðandi hafi verið sótt og færð til yfirheyrslu. Meðal gagna málsins er skýrsla um yfirheyrsluna sem rituð er í fyrstu persónu. Kemur þar fram að endurupptökubeiðandi hafi í upphafi greint frá þ ví að hún hafi reynt að rifja upp allt varðandi ferð sína til Keflavíkur. Hafi hún rakið ferð frá Klúbbnum ásamt Sævari, Magnúsi og Kristjáni Viðari sem hafi slegist í för með þeim á Vatnsstíg. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 12 - Hún myndi ekki hvort einhver hafi verið sóttur á Framnesveginn en taldi að svo gæti vel hafa verið. Ferðin hafi svo endað við bryggju í Keflavík, líkt og hún hafði áður skýrt frá. Lýsti endurupptökubeiðandi því að hún hafi nú farið í fylgd með rannsóknarlögreglunni til Keflavíkur og skoðað þar staðhætti. Kvaðst hún h afa þekkt aftur þann stað þar sem hún hafi séð mennina og vélbátinn við bryggju. Hafi henni verið tjáð að þar væri um að ræða Dráttarbrautina í Keflavík. Þá kvaðst hún muna eftir Einari bróður sínum á staðnum og halda að Valdimar Olsen hafi einnig verið þa r. Endurupptökubeiðandi lýsti því yfir að henni hafi verið sýndar ljósmyndir af nokkrum karlmönnum hjá rannsóknarlögreglunni og hafi hún þekkt þar meðal annars eina mynd af karlmanni sem hún kvaðst viss um að hafi verið á bryggjunni og muni hafa verið Geir finnur. Þá kvaðst hún muna eftir manni sem hún hafi séð mynd af hjá rannsóknarlögreglunni. Hafi henni verið tjáð að á myndinni væri Sigurbjörn Eiríksson, en hún vildi þó ekki fullyrða um það að svo stöddu. Þá þekkti hún ljósmynd af F og minnti hana að hann hafi verið viðstaddur. 27. Þriðjudaginn 10. febrúar 1976 var endurupptökubeiðandi sótt heim til sín af rannsóknarlögreglumanni og tekin til yfirheyrslu. Meðal rannsóknargagna málsins er skýrsla um yfirheyrsluna þar sem þess er getið að endurupptökubeiðanda h afi verið sýndar ljósmyndir af 16 mönnum sem rannsóknarlögreglan teldi hugsanlegt að hafi verið viðriðnir atburðina við Dráttarbraut Keflavíkur og bátsferð þaðan 19. nóvember 1974. Kvaðst endurupptökubeiðandi þekkja eða kannast við níu af þeim. Varðandi Ke flavíkurferðina tiltók endurupptökubeiðandi að Einar, Magnús, Sigurbjörn og Geirfinnur hefðu allir verið í Dráttarbrautinni þetta kvöld. Þá var bókað að endurupptökubeiðandi hafi sagst þekkja myndir af F , Valdimar Olsen og G og kannast við mynd af einum ma nni til viðbótar. Í lok skýrslunnar var bókað að endurupptökubeiðandi hafi séð ljósmynd af manni sem hún þekkti en hafi ekki getað borið kennsl á. 28. Í rannsóknardagbók rannsóknarlögreglumanna sama dag, 10. febrúar 1976, var jafnframt bókað um skýrslutökurna r yfir Sævari, Kristjáni Viðar og endurupptökubeiðanda. Kom þar fram að þau hafi þekkt mismunandi marga menn á myndunum, en öll hafi þau þekkt mynd af Sigurbirni Eiríkssyni. Kristján Viðar og Sævar hafi báðir talið að hann hafi verið um borð í bátnum en en durupptökubeiðandi hafi talið sig hafa séð hann í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið gefin út handtökuskipun á Sigurbjörn. Með úrskurði sakadóms Reykjavíkur 11. febrúar 1976 var Sigurbjörn úrskurðaður í gæsluvarðhald í allt að 45 daga vegna rannsóknarhagsm una. Gögn um skýrslutökur endurupptökubeiðanda og fleiri í mars 1976 29. Meðal gagna málsins er skýrsla 2. mars 1976 um yfirheyrslu á Kristjáni Viðar i þar sem í upphafi er bókað að hann vilji nú breyta öllum fyrri framburð i sínum. Lýsti hann því yfir að fram til þessa hafi hann farið með algjörlega rangt mál og hann hafi enga hugmynd um hvernig hvarf Geirfinns Einarssonar hafi borið að höndum. Lýsti hann því yfir að hann gerði sér fulla grein fyrir alvarleika þess að greina rangt frá atvikum en ítrekaði að nú hafi hann skýrt algjörlega rétt frá. Kvaðst hann enga skýringu kunna á framburði Sævars og endurupptökubeiðanda um að hann og þau hefðu verið í fyrrgreindri Keflavíkurferð, aðra en þá að þar færu þau með rangt mál. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 13 - 30. Þennan sama dag var Einar Bollason til yfirheyrslu. Í skýrslu um yfirheyrsluna kemur fram að honum hafi verið kynntir framburðir Sævars, Kristjáns Viðars og endurupptökubeiðanda. Bókað var um afstöðu Einars sem sagði allt sem þar kæmi fram vera tilhæfulaust með öllu. Kvaðst Einar telja að vegna erfiðra samskipta sinna við endurupptökubeiðanda hafi hún ekki borið hlýjan hug til sín og það kynni að vera ástæðan fyrir þeirri sögu sem hún hafi sagt rannsóknarlögreglunni um ætlaða aðkomu sína að málinu. 31. Í dagbók Síðumúlafangelsisins var bókað þennan sama dag 3. mars 1976 kl. 22.30 að rannsóknarlögreglumaður hafi komið með endurupptökubeiðanda. Klukkan 23.40 hafi hún verið færð til yfirheyrslu og samprófunar við Einar. Í skýrsl u um samprófun milli þeirra v ar bókað að þau héldu bæði fast við fyrri framburð sinn í málinu og vildu hvorki breyta né bæta nokkru við þrátt fyrir að gera sér grein fyrir því algjöra misræmi sem í framburðunum væri. Samprófuninni lauk rétt eftir miðnætti. 32. Daginn eftir, fimmtudaginn 4. mars 1976, var bókað að endurupptökubeiðandi hafi hringt klukkan 15.35 og talað við rannsóknarlögreglumann. Sama dag var bókað í rannsóknardagbók rannsóknarlögreglumanna að fulltrúi yfirsakadómara hafi farið með menn með sér suður fyrir Hafnarfjörð á st að sem endurupptökubeiðandi hafi vísað á. Bókað var að grafið hafi verið eftir hugsanlegum líkamsleifum þar. Næsta dag, 5. mars 1976, var bókað í rannsóknardagbókina að rannsóknarlögreglumenn hafi farið með endurupptökubeiðanda suður í Kópavog. Hafi þeir f arið þangað til að athuga með dót sem endurupptökubeiðandi sagði þau Sævar hafa skilið eftir í geymslu sem tilheyrði íbúð þeirra við Þverbrekku. Í framhaldinu hafi rannsóknarlögreglumenn farið með endurupptökubeiðanda suður fyrir Hafnarfjörð í tengslum við rannsókn á Guðmundarmáli. Hafi hún bent á hraungjótu skammt frá Krísuvíkurvegi sem hún taldi mögulegt að eitthvað hafi verið sett í. Bókað var að leitað hafi verið í gjótunni eins og hægt var og grafið í hana en án árangurs. 33. Bókað var í dagbók Síðumúlafa ngelsis 6. mars 1976 að fulltrúi yfirsakadómara hafi komið klukkan 17.50 ásamt endurupptökubeiðanda en þau farið skömmu síðar ásamt rannsóknarlögreglumanni. Engin gögn liggja fyrir um ferðir þeirra önnur en það sem rannsóknarlögreglumenn bókuðu í rannsókna rdagbók en þar kom fram að endurupptökubeiðandi og eiginkona Einars Bollasonar hafi rætt saman. Endurupptökubeiðandi hafi greint henni frá þeirri sögu sem hún hafi staðfest fyrir lögreglu og sagt oftar en einu sinni. Bókað var í rannsóknardagbókina að eigi nkona Einars tryði endurupptökubeiðanda, í það minnsta í aðalatriðum. Að því loknu hafi verið farið með endurupptökubeiðanda í annað sinn suður fyrir Hafnarfjörð. 34. Daginn eftir, 7. mars 1976, var Einar Bollason í fjögur skipti til yfirheyrslu hjá lögreglu. Ekki liggja fyrir önnur gögn en færsla í rannsóknardagbók rannsóknarlögreglumanna þar sem kom fram að rannsóknarlögreglumaður hafi rætt mikið við Einar þennan dag. Bókað var að út úr því hafi ekkert komið. Dagana á eftir var rætt við ýmis vitni í tengslum við málið auk þess sem farið var með Kristján Viðar í ökuferð til Keflavíkur til þess að sýna honum öðru sinni staðhætti við Dráttarbraut Keflavíkur. Bókað var í rannsóknardagbók rannsóknarlögreglumanna að ferðin hafi verið farin að beiðni Kristjáns Viðar s. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 14 - 35. Þriðjudaginn 9. mars 1976 var bókað í dagbók Síðumúlafangelsisins að Kristján Viðar hafi verið tekinn til yfirheyrslu. Í skýrslu um yfirheyrsluna var bókað að síðast hafi verið tekin skrifleg skýrsla af honum 2. mars sama ár en þá hafi hann sagt fyrri s kýrslur sínar alrangar. Hafi Kristján Viðar hugsað málið síðan þá og komist að þeirri niðurstöðu að sú staðhæfing væri ekki með öllu rétt. Haft var eftir Kristjáni Viðari að honum hafi verið tjáð að endurupptökubeiðandi hafi sagt hann hafa komið í bifreið að Vatnsstíg kvöldið sem hann hafi farið til Keflavíkur. Þegar honum hafi verið bent á þetta atriði hafi rifjast ýmislegt upp fyrir honum. Kvaðst hann nú algjörlega viss um að ekið hafi verið út úr borginni og stöðvað við Dráttarbraut Keflavíkur. Lýsti han n staðháttum en kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir hvað hafi verið aðhafst þar en sagðist alveg viss um að það hafi varðað við lög. Treysti hann sér ekki til þess að segja til um hverjir hafi verið viðstaddir þessa nótt, auk hans og Sævars. Í kjölfar sk ýrslutökunnar var Sævar tekinn til yfirheyrslu í tvígang en frekari gögn um þær liggja ekki fyrir. 36. Á þessum tíma beindist rannsókn lögreglu meðal annars að hugsanlegum fjarvistasönnunum fjórmenninganna á þeim tíma er síðast sást til Geirfinns. Var meðal a nnars b ókað í dagbók Síðumúlafangelsisins 9. mars 1976 að farið hafi verið með Einar í hús Sjónvarpsins við Laugaveg til að sýna honum hluta úr íþróttakvikmynd sem sýnd var seint á dagskrá sjónvarpsins 19. nóvember 1974. 37. Daginn eftir, 10. mars 1976, var E inar færður til yfirheyrslu í um klukkustund. G ögn um yfirheyrsluna liggja ekki fyrir önnur en upplýsingaskýrsla rannsóknarlögreglumanns. Þar segir að rætt hafi verið við Einar um efni íþróttakvikmyndarinnar og hafi hann lýst efni hennar að nokkru. Hafi ha nn nefnt þar nokkur atriði sem komið hafi fyrir í myndinni, en einnig atriði sem hafi ekki verið í myndinni. Kvaðst Einar örugglega hafa séð þessa kvikmynd þegar hún hafi verið sýnd í sjónvarpinu á sínum tíma, en honum ekki þótt hún áhugaverð eða skemmtile g. 38. Fimmtudaginn 11. mars 1976 var háð þinghald í sakadómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Fyrir dóminn komu Valdimar, Einar og Magnús. Bókað var í þingbók að þeir hefðu ekki neinu að breyta í framburði sínum frá 26. janúar 197 6. Í úrskurðum sakadóms kom fram að rannsókn málsins væri enn ekki nærri lokið. Fara þyrfti fram dómsrannsókn með sakbendingum og samprófunum. Voru þremenningarnir allir úrskurðaðir áfram í 30 daga gæsluvarðhald. 39. Fimmtudaginn 18. mars 1976 var bókað í dag bók Síðumúlafangelsisins að Kristján Viðar hafi gefið skýrslu en yfirheyrslan hafi farið fram að hans ósk. Kvaðst Kristján Viðar ekki vilja fullyrða það en honum hafi fundist sem Valdimar Olsen og Einar Bollason hafi verið við Dráttarbraut Keflavíkur í umr ætt sinn. Kvaðst hann einnig telja sig muna eftir Sigurbirni Eiríkssyni á staðnum en vildi ekki fullyrða um hann, frekar en hina tvo. 40. Laugardaginn 20. mars 1976 var bókað í dagbók fangelsisins við Síðumúla að endurupptökubeiðandi hafi hringt klukkan 15.30 og spurt um nafngreindan rannsóknar lögreglu - mann. Ekkert frekar var bókað um tilefni símtalsins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 15 - 41. Þremur dögum síðar, 23. mars 1976, staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð sakadóms um að Magnús, Valdimar og Einar skyldu áfram sæta gæsluvarðhaldi. 42. Laugarda ginn 27. mars 1976 var háð þinghald í sakadómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Bókað var að Sigurbjörn Eiríksson hafi mætt fyrir dóminn og hann hafi ekki viljað breyta neinu í framburði sínum fyrir dómi frá 11. febrúar 1976. Í úrskurði sak adóms kom fram að rannsókn málsins væri enn hvergi nærri lokið. Dómsrannsókn þyrfti að fara fram með sakbendingum og samprófunum. Var Sigurbjörn úrskurðaður áfram í 30 daga gæsluvarðhald. Bókað var að Sigurbjörn hygðist kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 43. Lí kt og greinir að framan var endurupptökubeiðandi frjáls ferða sinna frá 20. desember 1975 en þann dag var henni sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna póstsvikamálsins svonefnda. Líkt og rakið hefur verið var hún í nokkru sambandi við lögregluna að eigin frumkvæði á þessum tíma. Fyrir liggur í það minnsta að hún kom upplýsingum á framfæri er lutu að hvarfi Geirfinns en einnig kom hún með ábendingu um það hvar í Hafnarfjarðarhrauni lík Guðmundar Einarssonar væri að finna, en lögregla hafði hvarf hans einnig til rann sóknar á sama tíma. 44. Endurupptökubeiðandi kom fyrir sakadóm Reykjavíkur sem vitni þriðjudaginn 30. mars 1976 í tengslum við dómsrannsókn á hvarfi Geirfinns. Greindi hún frá ökuferð með Sævari frá Klúbbnum til Keflavíkur þar sem hún sagði Magnús hafa verið undir stýri, auk þess sem Kristján Viðar hafi verið í bifreiðinni. Kvaðst endurupptökubeiðandi hafa skynjað það á tali Sævars og Magnúsar á leiðinni að eitthvað alvarlegt stæði til. Þegar komið hafi verið til Keflavíkur hafi verið ekið niður í fjöru en þar hafi hún séð Einar. Þá greindi endurupptökubeiðandi frá manni sem hafi komið á tal við Magnús og Sævar og fannst henni sem að sá maður hefði verið Geirfinnur. Þá kvaðst hún hafa séð tvo aðra menn og að annar þeirra gæti hafa verið Sigurbjörn. Kvaðst endur upptökubeiðandi ekki muna eftir að hafa séð Valdimar á vettvangi. Þá kvaðst hún ekki muna tildrög ferðarinnar að öðru leyti en því hafi orðað það sjálfur. Endurupptökubeiðandi bar svo um fyrir dóminum að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því hvað hefði verið á seyði eftir að lýst hafði verið eftir Geirfinni í kjölfar Keflavíkurferðarinnar. Hún hafi ekki leitað til lögreglunnar þ ar sem slíkt hafi ekki komið til mála þegar Sævar og félagar hafi átt í hlut. Endurupptökubeiðandi kvaðst ekki muna það örugglega hvort hún hafi farið á sjó í umrætt sinn en mundi eftir yfirborði sjávar, að hafa heyrt skvamp og að hafa séð gárur eftir að e inhverju hafi verið hent í sjóinn. 45. Dómþing sakadóms Reykjavíkur var háð að nýju eftir hádegi þennan dag og var þá haldið áfram með skýrslutöku yfir endurupptökubeiðanda. Greindi hún þá frá sambandi sínu við bróður sinn, Einar, sem hún sagði hafa verið sti rt. Sagðist endurupptökubeiðandi ekki hafa verið hissa á að sjá Einar á vettvangi í Keflavík umrætt kvöld. Í framhaldinu var skýrsla endurupptökubeiðanda frá 23. janúar 1976 lesin upp í dóminum og borin undir hana. Kvað hún rétt eftir sér haft en tók þó fr am að ekki hafi verið keyrt beint til Hafnarfjarðar heldur hafi verið ekið um borgina áður. Þá hafi Kristján Viðar einnig verið í bifreiðinni, auk þeirra Sævars og Magnúsar. Staðfesti hún undirritun sína á skýrsluna. Var þá lesin fyrir endurupptökubeiðanda skýrsla hennar frá 3. febrúar 1976. Kvað hún rétt eftir sér haft en sagðist þó ekki geta fullyrt að Valdimar hafi verið staddur við Dráttarbraut Keflavíkur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 16 - í umrætt sinn og ekki heldur hvort einhver hafi setið í framsæti bifreiðarinnar á leiðinni suður ef tir. Staðfesti hún undirskrift sína. Loks var lesin upp í dóminum skýrsla endurupptökubeiðanda frá 10. febrúar 1976. Kvað hún þar rétt eftir sér haft og staðfesti undirskrift sína. 46. Miðvikudaginn 31. mars 1976 var háð þinghald í sakadómi Reykjavíkur og tek in fyrir dómsrannsókn á hvarfi Geirfinns. Bókað var í þingbók að Kristján Viðar hafi komið fyrir dóminn og greint frá ökuferð með Sævari og endurupptökubeiðanda en kvaðst ekki muna hvert hafi verið ekið. Kvaðst Kristján Viðar muna örugglega eftir sér við D ráttarbraut Keflavíkur. Lýsti hann því yfir fyrir dómi að skýrslur hans frá 23. og 27. janúar annars vegar og 10. febrúar hins vegar væru ekki sannleikanum samkvæmar. Hafi hann skáldað skýrslurnar upp til að fá frið fyrir fangavörðum og lögreglumönnum. Ítr ekað spurður kvaðst hann muna örugglega eftir því að við Dráttarbraut Keflavíkur í umrætt sinn hafi verið Valdimar, Einar og Sigurbjörn, auk þeirra Sævars og endurupptökubeiðanda. Sagðist hann þó ekki vilja fullyrða að endurupptökubeiðandi hafi verið stödd þarna. Skýrslutökur í apríl 1976 47. Fimmtudaginn 1. apríl 1976 var dómþing sett í sakadómi Reykjavíkur og tekin fyrir dómsrannsókn á hvarfi Geirfinns. Í þingbók var bókað að Sævar hafi komið fyrir dóminn og viljað taka fram í upphafi að þær skýrslur sem han n hafi gefið í málinu væru ekki byggðar á hans eigin vitneskju eða reynslu. Hafi endurupptökubeiðandi skýrt sér frá öllum atvikum sem hann hafi sagt frá í eigin persónu hjá rannsóknarlögreglu. Kvaðst Sævar hafa heyrt um málið þegar hann var í Kaupmannahöfn snemma árs 1975. Hafi endurupptökubeiðandi farið á undan sér til Kaupmannahafnar snemma í desember 1974 þar sem hún hafi verið hrædd við fjóra menn, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen, Einar Bollason og E . Lýsti Sævar því yfir að hann hafi gefið skýrslur þessar til þess að hægt væri að rannsaka málið, en honum hafi verið sagt að endurupptökubeiðandi hafi orðið fyrir ónæði og óttaðist um líf sitt. 48. Magnús Leópoldsson kom fyrir sakadóm Reykjavíkur 2. apríl 1976 til skýrslutöku vegna dómsrannsóknar á hvarfi Geirfinns. Kvaðst hann ekkert vita um hvarf Geirfinns og ekki kannast við að hafa farið í umrædda Keflavíkurferð. Kvaðst Magnús þekkja Valdimar Ols en, enda ættu þeir sameiginlega kunningja. Einu kynni hans af Einari væru í tengslum við viðburð sem Einar hafi staðið fyrir í Klúbbnum fyrir um þremur árum. Þá kvaðst Magnús aldrei hafa heyrt Sævar og Kristján Viðar nefnda á nafn. Þá sagðist hann ekki vit a hver endurupptökubeiðandi væri, en hafi heyrt fyrir nokkrum mánuðum að hún væri systir Einars og trúlofuð manni sem sæti í gæsluvarðhaldi. 49. Mánudaginn 5. apríl 1976 var háð þinghald í sakadómi Reykjavíkur og tekin fyrir dómsrannsókn á hvarfi Geirfinns. B ókað var í þingbók að Einar Bollason hafi komið fyrir dóminn og neitað allri vitneskju um hvarf Geirfinns. Sagðist hann ekki hafa verið þátttakandi í umræddri Keflavíkurferð. Kvaðst Einar hafa kynnst Magnúsi í tengslum við dansleikjahald í Klúbbnum. Þá vær i hann málkunnugur Valdimar. Kynni sín af Sigurbirni væru svipuð og af Magnúsi. Kvaðst Einar ekki þekkja Kristján Viðar og geta fullyrt að hafa aðeins einu sinni séð Sævar. Greindi hann frá samskiptum sínum og sambandi við endurupptökubeiðanda sem hafi ver ið rysjótt. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 17 - 50. Dómþing í sakadómi var sett á ný eftir hádegi sama dag þar sem Valdimar Olsen gaf skýrslu. Kvaðst hann ekkert vita um hvarf Geirfinns og aldrei hafa farið til Keflavíkur til að ná í smyglvarning. Kvaðst hann hafa verið tíður gestur í Klúbbnum þar sem hann hafi iðulega hitt Magnús. Sagði hann kynni sín af Sigurbirni hafa verið svipuð. Þá kvaðst hann ekki vera málkunnugur Einari. Valdimar kvaðst ekki þekkja Kristján Viðar en vita hver Sævar væri þar sem hann hafi verið í félagsskap með systur sin ni og endurupptökubeiðanda. Kvaðst hann ekki þekkja endurupptökubeiðanda að öðru leyti en í gegnum systur sína. 51. Móðir endurupptökubeiðanda gaf skýrslu hjá lögreglu 5. apríl 1976 þar sem hún greindi frá því að endurupptökubeiðandi hafi sagt sér frá ferð í s lippinn í Keflavík. Hún hafi sagt hverjir hafi verið viðstaddir. Endurupptökubeiðandi hafi sagt sér frá umræddri ferð mjög stuttu eftir að hún hafi greint lögreglunni frá. Hafi þær mæðgurnar rætt þetta öðru hvoru síðan og sagan verið sú sama. Kvað hún endu rupptökubeiðanda hafa verið mjög rólega þegar hún hafi talað um þetta. Kvaðst móðir hennar ekki sjá ástæðu til að ætla að hún færi rangt með. Óneitanlega hafi grunur um hið gagnstæða læðst að henni sökum þess hve alvarlegt málið væri en hún hafi aldrei orð ið vör við að endurupptökubeiðandi væri illgjörn eða eigingjörn. Hún kvaðst vita til þess að henni hafi verið illa við Einar hálfbróður sinn en ástæður þar að baki þekkti hún ekki. 52. Þriðjudaginn 6. apríl 1976 var dómþing sett í sakadómi Reykjavíkur og teki n fyrir dómsrannsókn um hvarf Geirfinns. Tekin var skýrsla af Sigurbirni Eiríkssyni sem kvaðst ekki geta gefið neinar upplýsingar um hvarf Geirfinns. Hann hafi ekki farið í neina ferð til Keflavíkur til að sækja smyglvarning. Sigurbjörn kvaðst málkunnugur Valdimar og Einari en ekki þekkja Sævar, Kristján Viðar eða endurupptökubeiðanda. 53. Síðar sama dag fór fram sakbending þar sem Kristján Viðar kannaðist við Einar Bollason sem ökumann bifreiðarinnar sem hann hafi setið í á leið til Keflavíkur. Í kjölfarið fó r fram samprófun milli Kristjáns Viðars og Einars. Bókað var í þingbókina að samræmi hafi ekki náðst í framburði þeirra og var dómþingi slitið í kjölfarið. 54. Faðir endurupptökubeiðanda gaf einnig skýrslu hjá lögreglu þennan sama dag, 6. apríl 1976. Kvaðst ha nn meðal annars hafa talað við hana eftir að Einar var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hafi þau rætt málin og hann bent henni á að hún væri völd að því hvernig væri komið fyrir Einari. Kvaðst faðir hennar hafa spurt hana hvort hún tryði því að hann væri sekur og hvort hún ætlaði ekki að vinna að því að hið sanna kæmi í ljós svo að Einar myndi losna. Hafi endurupptökubeiðandi lítið gefið út á það, talað um að hún ætlaði að halda sig við sannleikann í málinu, enda hefði hún séð að það væri best. Kvaðst hún ekker t vilja segja til um hvort Einar væri sekur eða saklaus. Fannst föður endurupptökubeiðanda framkoma hennar vera nokkuð örugg og eðlileg í umrætt sinn. 55. Dómþing sakadóms Reykjavíkur var sett 7. apríl 1976 og tekin fyrir dómsrannsókn um hvarf Geirfinns. Kom Einar Bollason fyrir dóminn ásamt endurupptökubeiðanda sem vitni til samprófunar. Var endurupptökubeiðanda bent á að ósamræmi væri milli framburða hennar og Einars, fyrst og fremst um veru hans við Dráttarbraut Keflavíkur í umrætt sinn. Kvaðst endurupptöku beiðandi nú ekki vita hvort Einar hafi verið þar staddur. Greindi hún frá því að þegar hún hafi verið samprófuð ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 18 - við Einar hjá rannsóknarlögreglunni 3. mars sama ár hafi hún verið í vafa um hvort það hefði í raun verið Einar sem verið var að samprófa hana v ið. Bókað var í þingbók að eftir að Einar vék frá hafi endurupptökubeiðandi lýst því yfir að henni hafi fundist nærvera hans þvingandi en kvaðst enn í vafa um að hann hafi verið staddur við Dráttarbraut Keflavíkur í umrætt sinn. Aðspurð kvaðst hún hins veg ar viss um að þar hefðu verið staddir Magnús, Sævar, Kristján Viðar og Geirfinnur. 56. Daginn eftir fór fram sakbending þar sem Kristján Viðar kannaðist við Valdimar úr hópi manna. Kvaðst Valdimar aldrei hafa séð Kristján Viðar áður. Í kjölfarið fór fram samprófun milli Kristjáns Viðars og Einars. Bókað var í þingbók að samræmi hafi ekki náð st í framburði þeirra og vék Valdimar frá. Í kjölfarið kvaðst Kristján Viðar aðspurður hafa séð Valdimar í hópi manna við Dráttarbraut Keflavíkur umrætt kvöld. 57. Dómþing sakadóms Reykjavíkur var háð að nýju eftir hádegi sama dag og var bókað í þingbók að en durupptökubeiðandi hafi kannast við Magnús Leópoldsson í hópi manna. Bókað var að samprófun hefði farið fram án þess að samræmi hafi náðst í framburðum þeirra. 58. Föstudaginn 9. apríl 1976 var dómþing sett í sakadómi Reykjavíkur og kveðnir upp þrír úrskurðir um að Einar, Magnús og Valdimar sættu áfram gæsluvarðhaldi í 30 daga. Lýstu þeir því allir yfir á dómþinginu að þeir hygðust ekki kæra úrskurðinn þar sem það kynni að tefja dómsrannsóknina. 59. Rannsókn málsins var framhaldið bæði hjá lögreglu og fyrir dómi o g var fjöldi vitna yfirheyrður. Þriðjudaginn 20. apríl 1976 var Kristján Viðar færður til skýrslutöku hjá rannsóknarlögreglumanni. Fyrir liggur skýrsla um yfirheyrsluna þar sem haft er eftir Kristjáni Viðari að ýmsir hlutir hafi nú skýrst fyrir honum í sam bandi við ferðina til Keflavíkur. Greindi hann í framhaldinu ítarlega frá atvikum þann 19. nóvember 1974. Kvaðst Kristján Viðar hafa ekið í bifreið með Einari, Sævari og endurupptökubeiðanda. Greindi hann í framhaldinu frá atvikum við Dráttarbraut Keflavík ur, áflogum, samtölum við einstaka menn og síðan flutningi varnings af bryggju og að bifreið sem hafi staðið skammt frá. Einar hafi tekið á móti varningnum en Valdimar verið inni í umræddri bifreið og komið varningnum fyrir. Kvaðst Kristján Viðar viss um a ð Einar, Valdimar og Sigurbjörn hafi verið við Dráttarbraut Keflavíkur í umrætt sinn. 60. Mánudaginn 26. apríl 1976 var Sigurbjörn úrskurðaður áfram í 45 daga gæsluvarðhald. Kvaðst hann ekki vilja kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Endurupptökubeiðandi játar 3. maí 1976 að hafa banað Geirfinni. Úrskurður um gæsluvarðhaldsvist hennar í allt að 60 daga 61. Bókað var í dagbók Síðumúlafangelsisins 3. maí 1976 að rannsóknarlögreglumaður hafi komið með endurupptökubeiðanda í fangelsið klukkan 20.30. Skömmu síðar var bókað um komu vararíkissaksóknara. Klukkan 23.40 var bókað að yfirheyrslum yfir endurupptökubeiðanda væri lokið og að vararíkissaksóknari hafi séð um þær að mestu. Bókað var að rannsóknarlögreglumenn hafi farið heim með endurupptökubeiðanda áður en hún yrði vis tuð í klefa. Klukkan 00.18 var svo bókað um endurkomu hennar og tilgreint að hún hafi verið í miklu uppnámi. Vegna ástands hennar hafi verið gerðar ýmsar ráðstafanir og framkvæmd á henni nákvæm líkamsleit áður en hún var færð í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 19 - klefa auk þess sem klefinn v ar grandskoðaður. Bókað var í fangelsisdagbókina að vararíkissaksóknari hafi lagt áherslu á að endurupptökubeiðanda yrði gætt mjög vel. 62. Á hádegi næsta dag, 4. maí 1976, var endurupptökubeiðandi yfirheyrð með réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar aðil dar að Geirfinnsmálinu. Gaf hún ítarlegan framburð um atvik þann 19. nóvember 1974 og aðkomu Magnúsar, Einars, Sævars og Kristjáns Viðars. Greindi hún frá því að Sævar hafi rétt henni þungt áhald sem hún hafi átt að nota á mann sem Sævar og Magnús höfðu ve rið að tala við í fjörunni. Kvaðst endurupptökubeiðandi telja að áhaldið hafi verið riffill. Hafi Sævar sett riffilinn í hendur hennar og hún miðað á manninn líkt og Sævar hafi lagt fyrir. Þá hafi hún hleypt af á stuttu færi. Skelfing hafi verið í svip man nsins og augnaráði. Í kjölfarið hafi Sævar tekið riffilinn af henni og hún náð að læðast í burtu og fela sig í mannlausu húsi ekki langt frá. Í framhaldinu greindi hún nákvæmlega frá dvöl sinni í húsinu og ökuferðinni til Reykjavíkur daginn eftir, en hún h afi fengið far með tveimur bifreiðum og síðan tekið almenningsvagn heim til sín. Bókað var að endurupptökubeiðandi hafi skoðað ljósmyndir og þeirra á meðal hafi verið mynd af Geirfinni. Kvaðst endurupptökubeiðandi viss um að myndin væri af þeim manni sem h ún hafi skotið á úr rifflinum. Kvaðst hún ekki vita hvað hafi orðið um hann eftir að hún skaut á hann. Greindi endurupptökubeiðandi frá því að hafa heyrt tal Sævars í síma þar sem hann hafi rætt um að flytja þyrfti líkið því mikið væri farið að leita að þv í. 63. Seinnipart sama dags var dómþing sett í sakadómi Reykjavíkur og tekin fyrir dómsrannsókn vegna hvarfs Geirfinns. Bókað var að endurupptökubeiðandi hafi komið fyrir dóminn og greint sjálfstætt frá málsatvikum. Hafi framburður hennar verið í samræmi við s kýrslu hennar hjá lögreglu. Var skýrslan lesin upp á dómþinginu og sagði endurupptökubeiðandi þar rétt eftir sér haft og staðfesti undirritun sína. Í kjölfarið var kveðinn upp úrskurður þar sem sagði að ljóst þætti að Sævar, Kristján Viðar og endurupptökub eiðandi hafi ekki sagt allan sannleikann um för sína til Keflavíkur, en framburðir þeirra hafi verið nokkuð á reiki. Hafi endurupptökubeiðandi nú játað að hafa miðað byssu á Geirfinn og hleypt af. Væri um alvarlega játningu að ræða og því nauðsynlegt að úr skurða hana í gæsluvarðhald í allt að 60 daga á meðan rannsókn stæði yfir. Þá skyldi endurupptökubeiðandi undirgangast geðrannsókn. Gæsluvarðhaldsvist Einars, Magnúsar, Sigurbjörns og Valdimars lýkur 9. maí 1976 64. Í kjölfar framburðar endurupptökubeiðanda u m að hafa banað Geirfinni með riffilskoti var dómþing háð í sakadómi Reykjavíkur 9. maí 1976 þar sem framburður hennar var borinn undir Einar, Magnús, Sigurbjörn og Valdimar sem sætt höfðu gæsluvarðhaldi vegna málsins allt frá 26. janúar 1976. Lýstu þeir þ ví allir yfir að þeir könnuðust ekki við atburðinn og hefðu aldrei verið við Dráttarbraut Keflavíkur. Var þeim öllum sleppt úr gæsluvarðhaldi en gert að sæta farbanni og eftirliti lögreglu í ótiltekinn tíma. Endurupptökubeiðandi dregur framburð sinn um að hafa banað Geirfinni til baka 1. september 1976. Endurupptökubeiðandi ítrekar ætlaða aðild Einars, Magnúsar, Sigurbjörns og Valdimars að hvarfi Geirfinns ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 20 - 65. Við skýrslutöku fyrir sakadómi Reykjavíkur 1. september 1976 í tilefni af kröfu um framlengingu gæslu varðhalds hennar dró endurupptökubeiðandi framburð sinn um að hafa skotið Geirfinn til baka. Var rannsóknarlögreglumanni falið að taka af henni nánari skýrslu um málsatvik. Í þeirri skýrslugjöf hennar kom meðal annars fram að þegar til Keflavíkur var komið hafi þau hitt Einar, Magnús, Sigurbjörn og Valdimar, auk þriggja þjóðþekktra kaupsýslumanna sem hún nafngreindi. 66. Endurupptökubeiðandi bar ekki oftar sakir á Einar, Magnús, Sigurbjörn og Valdimar við rannsókn og dómsmeðferð Geirfinnsmálsins. Kom fram í sk ýrslum sem voru teknar af henni síðar og í bréfaskiptum hennar að það hefði verið að undirlagi Sævars sem hún hefði borið sakir á þá . 67. Endurupptökubeiðandi kom fyrir sakadóm Reykjavíkur 30. nóvember 1976 ásamt réttargæslumanni sínum. Bókað var að endurupptö kubeiðanda hafi verið bent á að frá því í janúar 1976 hafi verið teknar af henni margar skýrslur þar sem hún hafi nefnt nöfn margra manna sem hafi átt að vera viðriðnir málið. Var hún spurð hvort hún væri tilbúin til að segja sannleikann. Var þá haft eftir endurupptökubeiðanda að síðasti framburður hennar hafi verið sannleikur. Sævar hafi sagt henni að nefna nöfn Magnúsar, Sigurbjörns, Valdimars og Einars og fleiri manna til að leiða athyglina frá þeim sem hafi raunverulega verið viðriðnir málið. Gæsluvarð haldi endurupptökubeiðanda lýkur 68. Gæsluvarðhaldi endurupptökubeiðanda lauk 22. desember 1976. Bókað var eftir endurupptökubeiðanda að hún, Guðjón Skarphéðinsson , Kristján Viðar og Sævar hafi lagt á ráðin um að bendla aðra við málið áður en hún hafi farið til Kaupmannahafnar. Samtalið hafi átt sér stað heima hjá Kristjáni Viðari en fram hafði komið við yfirheyrslu 13. desember 1976 að sammæli hefði orðið með þeim um að bera á þann veg ef þau yrðu spurð um Geirfinnsmálið. Útgáfa ákæru á hendur endurupptökubeiðanda 69. Ákæra var gefin út á hendur endurupptökubeiðanda 16. mars 1977 þar sem henni var meðal annars gefið að sök rangar sakargiftir í skýrslum sem hún gaf rann sóknarlögreglunni í Reykjavík og fyrir dómþingi sakadóms Reykjavíkur. Samkvæmt ákæru var henni gert að hafa ásamt öðrum borið þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen að hafa átt hlut að dauða Geir finns Einarssonar, sem og smyglbrotum. Hafi þessar sakargiftir leitt til þess að þeim hafi verið gert að sæta langvinnu gæsluvarðhaldi. Nánar tiltekið hafi endurupptökubeiðandi borið rangar sakir á Einar fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrú ar, 3. mars, 4. maí og 1. september og á dómþingi sakadóms 30. mars 1976; á Magnús fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 4. maí og 1. september og á dómþingi sakadóms 30. mars og 7. apríl 1976; á Sigurbjörn fyrir rannsóknarlögreglu 3. og 10. febrúar og 1. september og á dómþingi sakadóms 30. mars 1976 ; sem og á Valdimar fyrir rannsóknarlögreglu 3. febrúar og 1. september 1976. Voru brotin heimfærð í ákæru til 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga. Dómur sakadóms Reykjavíkur 70. Með dómi sak adóms Reykjavíkur 19. desember 1977 var endurupptökubeiðandi fundin sek um rangar sakargiftir og fyrir skjalafals og auðgunarbrot. Var refsing hennar ákveðin þriggja ára fangelsi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 21 - en fram kom að gæsluvarðhaldsvist hennar kæmi til frádráttar refsingunni. Var dómi sakadóms áfrýjað til Hæstaréttar. 71. Þremur dögum fyrir upphaf aðalmeðferðar í Hæstarétti 11. janúar 1980 mætti endurupptökubeiðandi fyrir sakadóm að eigin ósk og lýsti því yfir að fyrri framburðir hennar um för til Keflavíkur 19. nóvember 1974 væru ran gir. Greindi hún frá því að gæsluvarðhaldið hefði haft þvingandi áhrif á hana og valdið því að hún bar eins og hún gerði. Í framburði hennar kom meðal annars fram að rannsóknarmenn hafi átt hlut að því að samræma framburði hennar og meðákærðu með því að ge fa henni punkta um framburði hinna. Í samræmi við yfirlýsingu þessa var af hálfu endurupptökubeiðanda krafist sýknu fyrir Hæstarétti af ákæru fyrir brot á 211. gr., samanber 4. mgr. 22. gr., samanber 1. mgr. og 2. mgr. 112. gr. almennra hegningarlaga. Þá v ar krafist vægustu refsingar samkvæmt lögum fyrir önnur ákæruatriði, þar með talið broti á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga um rangar sakargiftir . 72. Föstudaginn 18. janúar 1980 birtist viðtal við endurupptökubeiðanda í Helgarpóstinum . Í viðtalinu var endurupptökubeiðandi innt eftir því hvernig sú hugmynd hafi fæðst að búa til upplognar sakir á Einar, Magnús, Sigurbjörn og Valdimar. Ástæður þess að hún hafi nefnt þessa fjóra menn hafi verið margvíslegar. Hún hafi átt í útistöðum við Einar vegna fjölskyl dumála, Magnús hafi verið nefndur áður í tengslum við málið vegna leirstyttu sem gerð var í tengslum við rannsókn málsins, Sigurbjörn og Valdimar hafi verið í tengslum við veitingahúsin og illa hafi verið um þá talað meðal þeirra sem hún hafði umgengist. Í lok viðtalsins lýsti endurupptökubeiðandi því yfir að sannleikurinn væri sá að allt það sem hún hefði sagt um þetta mál hafi verið skáldskapur. Dómur Hæstaréttar 73. Með dómi Hæstaréttar 22. febrúar 1980 sem krafist er endurupptöku á var staðfest niðurstaða sakadóms um sakfellingu endurupptökubeiðanda fyrir brot gegn 148. gr. almennra hegningarlaga. Í dóminum var vísað til forsendna sakadóms í þeim efnum og játninga endurupptökubeiðanda og Sævars um þetta atriði. Vikið var að því að Kristján Viðar hafi ekki g engist við því að um samantekin ráð hafi verið að ræða en talið fullljóst að hann hafi, eins og þau, borið umrædda menn röngum sökum, sem hann beri refsiábyrgð á. Hæstiréttur leit til þess við ákvörðun refsingar að brot dómfelldu hefðu haft þær afdrifaríku afleiðingar að fjórmenningarnir hafi sætt alllangri gæsluvarðhaldsvist. Var endurupptökubeiðandi dæmd í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingu kom gæsluvarðhaldsvist hennar. Endurupptökubeiðni Sævars til Hæstaréttar árið 1994 74. Með beiðni til Hæstaréttar 23. nóvember 1994 krafðist Sævar endurupptöku dóms réttarins. Lagði hann fram nokkur gögn beiðni sinni til stuðnings. Var honum skipaður talsmaður 30. janúar 1996 vegna endurupptökubeiðninnar. Lagði hann fram greinargerð ásamt fl eiri gögnum, þar á meðal yfirlýsingu endurupptökubeiðanda og ýmissa aðila um málsatvik. 75. Í yfirlýsingu endurupptökubeiðanda 22. febrúar 1996, sem lögð varð fram í tengslum við endurupptökubeiðni Sævars, gat hún þess meðal annars að eldri skýrslur um rangar sakargiftir væru ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 22 - rangar. Nöfn fjórmenninganna sem bornir hafi verið sökum hefðu komið frá lögreglunni. Kvaðst endurupptökubeiðandi reiðubúin að staðfesta þetta fyrir dómi. 76. Í annarri yfirlýsingu endurupptökubeiðanda 19. nóvember 1996 sem einnig var lögð f ram í tengslum við endurupptökubeiðni Sævars gerði hún grein fyrir því að tveir rannsóknarlögreglumenn sem og fulltrúi yfirsakadómara hafi gert sér tíðförult á heimili hennar eftir að henni var sleppt úr gæsluvarðhaldi 20. desember 1975. Þessar heimsóknir hafi verið farnar undir formerkjum vináttu þar sem þeir þrír hafi gefið sig út fyrir að vera vinir hennar og vilja liðsinna henni sagt það sama við hana og í Guðmundarmálinu, að hún hefði upplifað eitthvað sem hún fengi ekki munað þar sem það væri svo erfitt að greina frá því. Orðin hefðu haft áhrif á hana. Henni hafi verið sýndar myndir af Sigurbirni Eiríkssyni og Magnúsi Leópoldssyni sem hún hafi borið um að þekkja ekki en hafi heyrt um þá í partíum heima hjá Valdimar Olsen en systir hans hafi verið vinkona hennar. Þar hafi meðal annars verið talað um viskíkeðju . Í þeirri atburðarás hafi Einar bróðir hennar verið nefndur, auk Sigurbjörns og Magnúsar og fleiri sem yfirheyrendur hafi viljað velja úr hópnum í þá mynd sem þeir voru að byggja upp. 77. Í umsögn setts ríkissaksóknara sem barst Hæstarétti 22. maí 1997 var lagt til að beiðni Sævars um endurupptöku málsins yrði hafnað. Hinn 15. júlí sama ár var í Hæs tarétti Íslands fjallað um endurupptökubeiðni na og var niðurstaðan sú að lagaskilyrðum væri ekki fullnægt til þess að verða við henni. Endurupptökubeiðni Sævars til Hæstaréttar árið 1999 78. Sævar leitaði öðru sinni endurupptöku á dómi Hæstaréttar 2. febrúar 1 999. Með ákvörðun Hæstaréttar 18. mars sama ár var henni hafnað. Beiðni endurupptökubeiðanda til Hæstaréttar árið 2000 um endurupptöku málsins 79. Með beiðni til Hæstaréttar 4. maí 2000 óskaði endurupptökubeiðandi eftir endurupptöku á dómi réttarins að því er varðaði sakfellingu fyrir rangar sakargiftir samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu ákæruvaldsins var í umsögn til réttarins lagt til að beiðninni yrði hafnað. 80. Með ákvörðun Hæstaréttar 22. júní 2000 var beiðninni hafnað. Þar kom fram að beiðni n væri á því reist að lögregla og rannsóknardómari hefðu skref fyrir skref beitt hana þrýstingi til að gangast við rannsóknartilgátum þess efnis að Klúbburinn og sérstaklega Magnús Leópoldsson væru viðriðnir hvarf Geirfinns Einarssonar. Hún hafi smám saman látið undan og gefið þær skýrslur sem rannsakendur málsins hefðu viljað. Margoft hafi hún reynt að leiðrétta framburð sinn en rannsakendur ekki tekið slíkt í mál. Þá hafi endurupptökubeiðandi byggt á því að réttur sakborninga hafi verið lítilsvirtur og þv í engin von verið til þess að málsmeðferðin leiddi hið rétta í ljós. Hún hafi jafnframt vísað til álitsgerðar geðlæknis og umsagnar læknaráðs um andlegt ástand hennar á umræddum tíma. Fram hafi komið að endurupptökubeiðandi teldi nauðsynlegt að afla matsge rðar um hegðun hennar, ástand og gerðir. Í ákvörðun Hæstaréttar kom fram að engin ný gögn hefðu verið lögð fram til stuðnings beiðninni um endurupptöku. Þá sagði að því væri ekki andmælt af ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 23 - hálfu endurupptökubeiðanda að framburður hennar hafi verið sá sem í gögnum málsins greindi. Hins vegar virðist endurupptökubeiðnin á því reist að ásetningur hennar hafi aldrei staðið til þess að saklausir menn yrðu sakaðir eða dæmdir. 81. Í forsendum ákvörðunar Hæstaréttar kom jafnframt fram að þeim mönnum sem sakir hefðu ve rið bornar á hafi verið dæmdar bætur á grundvelli XVIII. kafla þágildandi laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Þá var vísað til framburða endurupptökubeiðanda hjá lögreglu sem hún hafi staðfest fyrir dómi. Einnig var rakinn ferill framburða Sævars o g Kristjáns Viðars um sama sakarefni og vísað til þess að Kristján Viðar hafi greint svo frá fyrir dómi 13. maí 1977 að sagan um tengsl þessara fjögurra manna við málið væri frá endurupptökubeiðanda komin og að lögreglumenn hefðu trúað henni. Fram kom að s vo virtist sem að því er varðaði II. kafla ákærunnar frá 16. mars 1977 um rangar sakargiftir hafi endurupptökubeiðandi ekki dregið játningu sína til baka fyrr en á árinu 1996. Engar viðhlítandi ástæður hafi verið færðar fram fyrir ástæðum þess. Niðurstaða Hæstaréttar var því sú að skilyrðum 1. mgr. 184. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 45. gr. laga nr. 36/1999, hafi ekki verið fullnægt til þess að verða við beiðni um endurupptöku málsins að því er varðaði sakfellingu fyrir rangar sakargiftir. Skýrsla um rannsókn þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns 82. Fram fór opinber rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Settur saksóknari yfir rannsókninni skilaði skýrslu 4. febrúar 2003 til dómsmálaráðherra um niðurstöður rannsóknarinnar en rannsókninni var skipt upp í þrjú tilvik. 83. Fyrsta rannsóknartilvikið laut að aðdraganda þess að gerð var leirmynd. Annað rannsóknartilvikið í skýrslu setts saksóknara var skilgreint sem: Leópoldssonar kom fram í rannsókn á Guðmundar - og Geirfinnsmálum sem leiddi til handtöku í rannsóknarinnar. Fram kom að Valdimar hafi talið að einu tengsl hans við málið áður en hann var handtekinn hafi verið þau að hann hafi rekið Sævar og endurupptökubeiðanda á dyr á þáverandi heimili sínu þar sem þau hafi verið þar í heimildarleysi. Sagði hann það ágiskun sína að þau hafi viljað hefn a sín á honum með því að flækja hann inn í Geirfinnsmálið. Haft er eftir Einari að hann hafi staðið í þeirri trú í 20 ár að endurupptökubeiðandi hafi viljandi bendlað hann við málið en í seinni tíð hafi farið að renna á hann tvær grímur þegar ýmislegt hafi farið að koma í ljós varðandi upphaf rannsóknarinnar á hvarfi Geirfinns. Hann hafi þó ekki séð neina ástæðu fyrir því að rannsóknaraðilar hefðu bendlað hann við málið gegn betri vitund. Í skýrslu setts saksóknara kom fram að ágreiningslaust væri að frambu rðir Sævars, Kristjáns Viðars og endurupptökubeiðanda hafi leitt til þess að Magnús, Valdimar, Einar og Sigurbjörn hafi verið handteknir og látnir sæta langvinnu gæsluvarðhaldi. Því hafi hins vegar verið haldið fram að hinar röngu sakargiftir hafi orðið ti l fyrir atbeina lögreglu. Sakargiftirnar hafi hins vegar verið ítrekaðar í samprófunum og fyrir dómi þar sem lögreglumenn hafi ekki verið viðstaddir. Í niðurstöðu setts saksóknara um rannsóknartilvikið kom fram að handritaðir minnispunktar, sem taldir voru vera um fyrstu frásagnir Erlu og Sævars af hvarfi Geirfinns, bentu til þess að fyrstu skýrslur í málinu hafi verið gefnar án þrýstings eða áhrifa frá ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 24 - fyrstu j átningar þeirra Erlu og Sævars stafi frá þeim sjálfum og reyndar er Erla eini samnefnarinn fyrir þá fjóra einstaklinga sem voru handteknir og hnepptir í gæsluvarðhald á grundvelli þessara Skýrsla nefndar um Guðmundar - og Geirfinnsmálið frá 201 3 84. Innanríkisráðherra skipaði starfshóp 7. október 2011 til að fara yfir Guðmundar - og Geirfinnsmálið. Hafði starfshópurinn ekki rannsóknarheimildir en gat tekið viðtöl með samþykki hlutaðeigandi. 85. Starfshópurinn skilaði skýrslu til innanríkisráðherra 21. m ars 2013 þar sem fram kemur að við vinnslu skýrslunnar hafi meðal annars verið tekin viðtöl við endurupptökubeiðanda, Magnús, Einar og Valdimar. Í skýrslunni var einnig lagt sálfræðilegt mat á framburði endurupptökubeiðanda, Sævars og Kristjáns Viðars. Nið urstöður þess mats voru að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að framburðir þeirra í Guðmundar - og Geirfinnsmálunum, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið óáreiðanlegir. Í raun var það niðurstaða starfshópsins og réttarsálfræðinganna að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að framburðir (játningar) allra sex sakborninganna, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið óáreiðanlegir. Beiðni endurupptökubeiðanda til endurupptökunefndar 2014 86. Með beiðni 26. júní 2014 fór endurupptökubeiðandi þess á leit vi ð endurupptökunefnd að umrætt mál Hæstaréttar yrði endurupptekið. Var beiðnin takmörkuð við sakfellingu fyrir rangar sakargiftir. Í kjölfarið leituðust aðrir dómfelldu, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, eftir endurupptöku á málinu. 87. Í umsögn setts ríkiss aksóknara um beiðnina 1. júní 2015 kom fram að hann teldi endurupptökubeiðanda ekki hafa rökstutt nægilega að lagaskilyrðum væri fullnægt fyrir endurupptöku málsins að því er varðaði sakfellingu hennar fyrir rangar sakargiftir. Í umsögn sinni vísaði hann t il þess að Hæstiréttur hafi í fyrri ákvörðunum sínum tekið afstöðu til ýmissa þeirra gagna og röksemda sem byggt væri á í endurupptökubeiðni 26. júní 2014. Yrðu þær röksemdir sem þar kæmu fram einnig taldar eiga við um þessa endurupptökubeiðni, nema að því leyti sem eitthvað nýtt teldist hafa komið fram sem gæfi tilefni til að meta þau öðruvísi. 88. Í umsögn setts ríkissaksóknara kom fram að hann teldi meginröksemd endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins hvíla á gildi framangreinds sálfræðimats um áreiðanl eika framburða endurupptökubeiðanda í Guðmundar - og Geirfinnsmálunum sem finna mátti í 19. kafla skýrslu starfshópsins. Önnur rök sem endurupptökubeiðandi hafi fært fram í endurupptökubeiðni og gögn sem þar hafi verið vísað til mynduðu að mati setts ríkiss aksóknara ein og sér ekki nægilegan grunn að endurupptöku málsins vegna sakfellingar endurupptökubeiðanda fyrir rangar sakargiftir. Í umsögn sinni fjallaði settur ríkissaksóknari sérstaklega um framangreint sálfræðimat en niðurstaða þess var sem fyrr grein ir sú að framburðir sakborninga hafi án nokkurs vafa verið óáreiðanlegir. Um síðastnefnt vísaði hann til þess að þær aðstæður sem tilgreindar voru í sálfræðimatinu hafi ekki átt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 25 - við um endurupptökubeiðanda dagana 23. janúar, 3. og 10. febrúar og 30. mars 1 976, þegar hún bar sakir á fjórmenningana, en á því tímabili hafi hún ekki verið í gæsluvarðhaldi eða sætt einangrun. Sama dag og hún hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, 4. maí 1976, hafi hún endurtekið hinar röngu sakargiftir í fimmta sinn. Þá bæru gögn málsins ekki með sér að endurupptökubeiðandi hafi á þeim tíma er hún sat í gæsluvarðhaldi sætt einangrun í lagalegum skilningi, þótt eðli máls samkvæmt leiði nokkur félagsleg einangrun af gæsluvarðhaldi. Af þeirri ástæðu taldi settur ríkissaksóknari að ni ðurstöður um aðstæður sem endurupptökubeiðandi hafi verið í og ástæður þess að meta yrði framburði hennar í Geirfinnsmálinu óáreiðanlega gætu ekki nema að mjög litlu leyti átt við um yfirlýsingar hennar um þátt fjórmenninganna í hvarfi Geirfinns. Þær yfirl ýsingar hafi hún endurtekið haft í frammi áður en til komu þær aðstæður sem niðurstöður sálfræðimatsins hafi aðallega verið reistar á. Með vísan til þessa var það mat setts ríkissaksóknara að með sálfræðimatinu hafi ekki verið leiddar verulegar líkur að þv í að játningar endurupptökubeiðanda hafi verið ranglega metnar sem sönnunargögn eins og áskilið væri í c - lið 1. mgr. 211. gr. þágildandi laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var það því mat setts ríkissaksóknara að endurupptökubeiðandi hefði ekki í beiðni sinni rökstutt nægilega að fullnægt væri skilyrðum laganna um endurupptöku málsins. 89. Í tengslum við meðferð framangreindra endurupptökubeiðna hlutaðist settur ríkissaksóknari til um að höfðað yrði vitnamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í þeim tilgangi að le iða fyrir dóminn nefndarmenn starfshóps innanríkisráðherra, starfsmann hans og ráðgjafa, til staðfestingar á framangreindri skýrslu starfshópsins. Auk þess voru teknar skýrslur af fyrrum fulltrúa yfirsakadómara og rannsóknarlögreglumönnum í þeim tilgangi a ð leiða í ljós hvernig rannsókn máls er varðaði hvarf Guðmundar Einarssonar komst á rekspöl í desember 1975. Liggja þessi gögn fyrir dóminum. Niðurstaða endurupptökunefndar árið 2017 90. Endurupptökunefnd tók afstöðu til beiðna um endurupptöku á máli Hæstaréttar með úrskurðum 24. febrúar 2017 í málum nr. 7/2014, 5/2015, 6/2015, 7/2015 og 15/2015. Féllst nefndin á að málið yrði tekið upp að hluta, en hafnað var endurupptöku að því er varðaði sakfellingu Sævars, Kristjáns Viðars og endurupptökubeiðanda f yrir rangar sakargiftir. Hvað varðar þann hluta málsins sem endurupptaka var samþykkt á taldi nefndin skilyrði þágildandi a - , c - og d - liða 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 vera uppfyllt, en samsvarandi ákvæði eru nú í 1. mgr. 228. gr. laganna. Var leyfi t il endurupptöku á þeim hluta málsins veitt á grundvelli þágildandi 1. mgr. 215. gr. sömu laga, en slíka heimild er nú að finna í 1. mgr. 232. gr. þeirra, sbr. 71. gr. laga nr. 49/2016, sem öðluðust gildi 1. janúar 2018. 91. Með úrskurði endurupptökunefndar í máli nr. 7/2014 var beiðni endurupptökubeiðanda hafnað samkvæmt framansögðu. Af úrskurði nefndarinnar má ráða að þau atriði sem réðu einkum úrslitum í þeim efnum hafi í fyrsta lagi verið að endurupptökubeiðandi var eingöngu sakfelld fyrir rangar sakargifti r í samræmi við ákæru 16. mars 1977, en sýknuð af allri aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Í öðru lagi að þegar endurupptökubeiðandi hafi borið rangar sakir á tvo nafngreinda menn í fyrsta sinn 23. janúar 1976 hefði hún verið frjáls ferða sinna í 34 da ga eða frá 21. desember 1975. Þegar hún bar sakir á tvo aðra menn, 3. febrúar 1976, h e fði hún verið frjáls ferða sinna í 44 daga. Í þriðja lagi hafi brot endurupptökubeiðanda verið fullframið 23. janúar 1976 gagnvart tveimur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 26 - mannanna og hinum tveimur 3. fe brúar sama ár. Síðari tilvik sem ákært var fyrir hafi falið í sér endurtekningu sem kunni að hafa haft áhrif á refsingu en hafi ekki breytt þeim tíma sem brotin voru talin hafa verið fullframin. Í fjórða lagi hafi verið til þess horft að endurupptökubeiðan di hefði ekki byggt á því að það væri rangt að hún hafi borið rangar sakir á mennina í umrædd skipti eða að játning hennar sem lögð var til grundvallar niðurstöðu dómsins hafi verið efnislega röng. Í fimmta lagi hafi engin gögn legið fyrir um að endurupptö kubeiðandi hafi verið knúin eða hvött til hinna röngu sakargifta af rannsakendum eða öðrum. Framhald þess hluta málsins sem endurupptökunefnd samþykkti endurupptöku á 92. Í tilefni af þeim hluta málsins sem endurupptökunefnd samþykkti endurupptöku á gaf settu r ríkissaksóknari út fyrirköll 9. ágúst 2017 sem birt voru lögmönnum dómfelldu. Af hálfu ákæruvaldsins var þess krafist að Kristján Viðar, Sævar og Tryggvi Rúnar yrðu sýknaðir af 1. lið í I. kafla ákæru 8. desember 1976 fyrir brot gegn 211. gr. almennra he gningarlaga í svokölluðu Guðmundarmáli. Einnig var þess krafist að Albert Klahn yrði sýknaður af 2. lið I. kafla sömu ákæru um brot gegn 2. mgr. 112. gr. almennra hegningarlaga. Þá krafðist ákæruvaldið þess að Kristján Viðar, Sævar og Guðjón yrðu sýknaðir af sakargiftum samkvæmt I. kafla ákæru 16. mars 1977 fyrir brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga. Dómfelldu kröfðust, hver um sig, sýknu af þeirri háttsemi sem þeim var gefin að sök samkvæmt framangreindu. Bæði ákæruvaldið og dómfelldu studdu kröfur sí nar og málatilbúnað við röksemdir að baki úrskurðum endurupptökunefndar í málum nr. 5/2015, 6/2015, 7/2015 og 15/2015. 93. Með dómi Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 voru allir dómfelldu sýknaðir af þeim ákæruatriðum í málinu er lutu að því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og eða Geirfinni Einarssyni að bana eða að hafa átt þátt í að tálma rannsókn málanna. 94. Forsætisráðherra skipaði nefnd 2. október 2019 til samræmis við samþykkt ríkisstjórnar Íslands 28. september 2019 um að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru með framangreindum d ómi Hæstaréttar og við aðstandendur þeirra. Var verkefni nefndarinnar að koma fram fyrir hönd stjórnvalda í viðræðum og sáttaumleitunum við aðila málsins og aðstandendur þeirra og gera tillögu til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um hugsanlega greiðslu mi ska - og skaðabóta, eða eftir atvikum svonefndra sanngirnisbóta, til aðila málsins og aðstandenda þeirra. 95. Fengu sakborningar eða afkomendur þeirra greiddar skaðabætur á árinu 2020 á grundvelli laga nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæst aréttar í máli nr. 521/2017. Með dómum Landsréttar 17. desember 2021 í málum nr. 250/2020 og 638/2020 var íslenska ríkið dæmt til að greiða Guðjóni Skarphéðinssyni og dánarbúi Kristjáns Viðars frekari skaðabætur. Máli dánarbús eins sakborninga, Tryggva Rún ars Leifssonar, um greiðslu frekari bóta var að hluta til vísað frá héraðsdómi en íslenska ríkið sýknað að öðru leyti, sbr. dóm Landsréttar 17. desember 2021 í máli nr. 636/2020. Málshöfðun endurupptökubeiðanda um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 27 - 96. En durupptökubeiðandi höfðaði mál 6. nóvember 2019 gegn íslenska ríkinu og ríkissaksóknara og gerði þær dómkröfur að felldur yrði úr gildi fyrrgreindur úrskurður endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 í máli nr. 7/2014. Byggði endurupptökubeiðandi á því að máls meðferð og úrskurður endurupptökunefndar væru slíkum annmörkum háð að ógildingu varðaði samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar. Var á því byggt að nefndin hefði við meðferð málsins og ákvörðun sína um að synja beiðni endurupptökubeiðanda brotið gegn öryggi sreglum stjórnsýsluréttar, þar á meðal rannsóknarreglunni og andmælareglunni, auk þess sem jafnræðis hafi ekki verið gætt. Þá hafi endurupptökunefnd heldur ekki gætt nægilega að lögmætis reglunni, reglunni um málefnaleg sjónarmið, að meðalhófi og að skyldu til rökstuðnings. Taldi endurupptökubeiðandi að af leiddi að ógilda bæri úrskurðinn, enda hafi nefndin ranglega synjað beiðni hennar um endurupptöku. 97. Í megindráttum byggði endurupptökubeiðandi á þremur málsástæðum. Í fyrsta lagi því að endurupptökunefnd hafi yfirsést það atriði að hún hafi í reynd aldrei sannanlega borið rangar sakir á þá fjóra menn sem getið var um í ákæru og dómur Hæstaréttar frá 1980 grundvallaðist á. Það eitt að tilgreina að vissir menn hafi verið á ætluðum brotavettvangi feli ekki í sér rangar sakargiftir samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga. Þá hafi hún aldrei sjálf borið um það að Valdimar Olsen hafi verið á vettvangi. Í öðru lagi væru verulegir annmarkar á rannsókn og meðferð sakamálsins sem endurupptökunefnd hafi viðurkennt en ekki talið að leiða ættu til endurupptöku á þessum þætti málsins. Í þriðja lagi hafi endurupptökunefnd ekki tekið eðlilegt tillit til vættis réttarsálfræðinga og annarra gagna um persónubundið ástand hennar og aðstæður á umræddum tíma. 98. Af hálfu stefndu va r krafist sýknu af kröfum endurupptökubeiðanda og á því byggt að engir slíkir annmarkar hafi verið fyrir hendi hvað varðaði málsmeðferð eða úrskurð endurupptökunefndar að ógildingu gætu varðað. Tóku stefndu undir forsendur og niðurstöður endurupptökunefnda r í málsástæðum sínum. Dómur héraðsdóms um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar 99. Dómur héraðsdóms í máli nr. E - 6219/2019 var kveðinn upp 4. janúar 2022. Í honum kom fram að það væri ekki hlutverk dómsins að leggja sjálfstætt mat á skilyrði endurupptöku heldur einungis að meta hvort niðurstöður endurupptökunefndar hafi í einhverjum efnum farið á svig við framangreindar meginreglur stjórnsýsluréttarins og hvort um væri að ræða verulega annmarka sem kynnu að hafa haft þýðingu fyrir niðurstöðu nefndarinnar m eð tilliti til þeirra málsástæðna sem endurupptökubeiðandi byggði á. 100. Svo sem nánar er rakið í dómi héraðsdóms var fallist á það með endurupptökubeiðanda að endurupptökunefnd hafi ekki tekið mið af áliti og framburði réttarsálfræðinga með forsvaranlegum hæ tti. Taldi dómurinn að endurupptökunefnd hafi borið að líta með heildstæðari hætti til álits og framburðar réttarsálfræðinganna en hún gerði í niðurstöðu sinni. Var það því mat dómsins að vafasamt væri að réttlæta áfram sakfellingu endurupptökubeiðanda byg gða eingöngu á gögnum sem haldin væru þeim annmörkum sem fram kæmu í áliti réttarsálfræðinganna. Að mati dómsins lá því ekki lengur ljóst fyrir að sakfelling endurupptökubeiðanda í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, teldist styðjast við næg sönnunargögn sem ekki yrðu vefengd með skynsamlegum rökum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 28 - og hafi því borið að heimila endurupptöku á máli hennar, sbr. a - , c - , og d - liði í þágildandi 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Var því fallist á það með endurupptökubeiðanda að fella úr gildi úrskurð enduruppt ökunefndar. Að fenginni þeirri niðurstöðu þótti dóminum ekki hafa þýðingu að taka sérstaka afstöðu til málsástæðna sem lutu að túlkun á 148. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af niðurstöðunni var að mati dómsins heldur ekki talið að aðrar framkomnar röksemdir hefðu frekari þýðingu í málinu eða gætu leitt til annarrar niðurstöðu í því . 101. Forsætisráðherra lýsti því yfir opinberlega 6. janúar 2022 að íslensk stjórnvöld hygðust ekki áfrýja framangreindum dómi héraðsdóms 4. janúar 2022. 102. Með beiðni til Endu rupptökudóms 18. mars 2022 fór endurupptökubeiðandi þess á leit að umrætt mál Hæstaréttar sem dómur var kveðinn upp í 22. febrúar 1980 yrði endurupptekið að því er varðaði sakfellingu hennar fyrir rangar sakargiftir. 103. Með bréfi 13. apríl 2022 lýsti ríkissaksóknari yfir vanhæfi sínu til að veita Endurupptökudómi umsögn um viðhorf sitt til beiðni endurupptökubeiðanda með vísan til 1. mgr. 26. gr. og g - liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 104. Guðbjarni E ggertsson lögmaður var settur ríkissaksóknari 1. júní 2022 í því skyni að gefa Endurupptökudómi umsögn um viðhorf embættisins til beiðninnar og reka málið þar fyrir dómi. Umsögn hans barst dóminum 20. júní 2022. 105. Athugasemdir endurupptökubeiðanda við umsög n setts ríkissaksóknara bárust Endurupptökudómi 20. júlí 2022 en athugasemdir setts ríkissaksóknara við þær bárust dóminum 8. ágúst sama ár. Ekki þóttu efni til að gefa málsaðilum kost á að gera frekari skriflegar athugasemdir. 106. Með vísan til 3. mgr. 230. g r., sbr. 2. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 var þess óskað 18. ágúst 2022 af hálfu Endurupptökudóms að settur ríkissaksóknari legði fram nánar tilgreind gögn í málinu sem voru lögð fram af hans hálfu 26. sama mánaðar. 107. Málið var munnlega flutt fyrir Endurupp tökudómi 5. september 2022. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 108. Í endurupptökubeiðni kemur fram að hún takmarkist við sakfellingu fyrir rangar sakargiftir en endurupptökubeiðandi var sem fyrr greinir fundin sek með umræddum dómi Hæst aréttar. Byggir beiðnin á því að skilyrði 1. mgr. 232. gr., sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008, séu öll uppfyllt og því beri að fallast á endurupptöku málsins. 109. Í endurupptökubeiðni er vísað til þess að með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 4. janúar 2022 hafi úrs kurður endurupptökunefndar verið felldur úr gildi. Hafi íslenska ríkið kosið að una þeim dómi og þar með rökstuðningi dómsins. Vísað er til fyrri beiðni endurupptökubeiðanda 26. júní 2014 um endurupptöku málsins og þess getið að byggt sé á öllum sömu sjóna rmiðum og þar voru rakin. Er ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 29 - byggt á því að þær forsendur sem niðurstaða héraðsdóms var reist á eigi að leiða til þess að fallist verði á beiðni endurupptökubeiðanda. 110. Í endurupptökubeiðni eru rakin nokkur meginsjónarmið varðandi fyrstu yfirheyrslur málsin s, það er á tímabilinu frá janúar fram í maí 1976 er endurupptökubeiðandi hafði réttarstöðu vitnis. 111. Í fyrsta lagi er vísað til sálfræðimats H og I , sem var hluti fyrrgreindrar skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Geirfinnsmál til innanríkisráðherra. Niðurs taða þeirra hafi verið sú að vitnisburður endurupptökubeiðanda hafi verið óáreiðanlegur, þar á meðal játningar hennar um rangar sakargiftir. Byggir endurupptökubeiðandi á því að um sé að ræða ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. lag a nr. 88/2008 sem hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þær hefðu komið fram áður en dómur í málinu gekk. Byggir endurupptökubeiðandi á því að endurupptökunefnd hafi ekki tekið nægilegt tillit til sálfræðimatsins í úrskurði sínum og vísar þar um til umfjöllunar í niðurstöðu héraðsdóms um ógildingu úrskurðarins. Þá er rakið í endurupptökubeiðni að sálfræðimatið fái stuðning í rannsókn J geðlæknis á geðheilbrigði endurupptökubeiðanda, sem sé samtímagagn og fjallað hafi verið um í dómi Hæstaré ttar í málinu sem endurupptökubeiðni nær til. Er á því byggt að niðurstaða sálfræðimatsins leiði til þess að leggja verði til grundvallar að framburður hennar, meðal annars um rangar sakargiftir, sé með öllu ómarktækur líkt og héraðsdómur hafi nú þegar kom ist að niðurstöðu um. 112. Í öðru lagi eru í beiðninni rakin atvik og aðstæður endurupptökubeiðanda í desember 1975 er endurupptökubeiðandi var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna póstsvikamálsins. Er vísað til sálfræðimatsins þar sem fram komi að á þessum tíma haf i vilji hennar og kraftur verið brotinn niður og hún verið á valdi rannsakenda þannig að þeir hafi getað stjórnað henni eftir sínum vilja. Hugarfar endurupptökubeiðanda, samband hennar við rannsakendur og skýrslutökur, hafi knúist áfram af ótta, örvæntingu hennar og varnarleysi. Hún hafi óttast frekari einangrun og aðskilnað frá barni sínu ef hún reyndist ekki samvinnuþýð við rannsakendur. Vísað er til niðurstöðu sálfræðimatsins um að allur þessi ótti hafi verið raunverulegur. 113. Vísað er til þess að eftir að endurupptökubeiðandi hafi verið laus úr gæsluvarðhaldi 20. desember 1975 hafi rannsakendur komið reglulega á heimili hennar, auk þess sem hún hafi endurtekið verið til yfirheyrslu í Síðumúlafangelsinu. Brýnt sé að litið verði til þess að formið á fyrstu l ögregluskýrslum Geirfinnsmálsins hafi verið þannig að óljóst hafi verið að hverju hún var spurð og beri skýrslurnar það með sér að vera endursögn eða samantekt rannsóknaraðila á framburði hennar. Sú aðferð sé afar varhugaverð, enda beri að túlka allan vafa sakborningi í hag líkt og greini í niðurstöðu sálfræðimatsins og dómi héraðsdóms. Byggir endurupptökubeiðandi á því að endurupptökunefnd hafi í úrskurði sínum lagt höfuðáherslu á þessar fyrstu skýrslutökur og þannig ekki tekið nægilegt tillit til aðstæðna hennar sem ungrar móður kornabarns. Hún hafi áður verið til yfirheyrslu á sama stað vegna annars máls og við það tækifæri verið aðskilin frá barninu og sett í gæsluvarðhald. Því hafi hún verið undir miklum þrýstingi meðan á yfirheyrslum stóð. 114. Í þriðja lagi er í endurupptökubeiðni vísað til þeirra sálrænu og aðstöðubundnu þátta sem tilgreindir eru í sálfræðimatinu og taldir voru af sálfræðingunum hafa ráðið úrslitum um gildi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 30 - framburðar endurupptökubeiðanda. Vísa r endurupptökubeiðandi til umfjöllunar í fy rri endurupptökubeiðni frá 2014 þar um en til áréttingar eru raktir þeir sálrænu þætti r og aðstæður sem um ræðir. Niðurstaða sálfræðimatsins um áreiðanleika framburðar endurupptökubeiðanda hafi verið sú að framburður hennar í báðum málum teljist án nokkurs vafa óáreiðanlegur. Er lögð áhersla á að það eigi við um framburðinn í heild sinni en ekki einungis á síðari stigum. Ljóst liggi fyrir að undan afskiptum lögr eglu sem hafi haft mótandi áhrif á líðan hennar og þar með framburð. 115. Í fjórða lagi er vísað til umfjöllunar í fyrri endurupptökubeiðni um þá meðferð sem endurupptökubeiðandi hafi þurft að þola undir rannsókn málanna. Hún hafi sætt löngu gæsluvarðhaldi, au k þess sem hún hafi verið í algjörri einangrun. Yfirheyrslur hafi verið langar og ótal margar. Þá beri gögn málsins með sér óeðlilegt samskiptamynstur milli endurupptökubeiðanda og rannsakenda. Þá hafi rannsóknaraðferðirnar, þar á meðal með aðkomu vestur - þ ýsks sérfræðings, verið ómannúðlegar og vanvirðandi. Þær rannsóknaraðferðir hafi skilað röngum niðurstöðum. Vegna rannsóknaraðferða lögreglu, ágalla á skýrslugerð og skráningu atburða sé alls ekki ljóst hvaða upplýsingar komu raunverulega frá sakborningum, hvað hafði verið borið á milli þeirra eða hvað rannsakendur málsins báru á borð fyrir sakborningana með spurningum sínum, myndum og öðrum upplýsingum. Með vísan til þessa er sú afstaða endurupptökubeiðanda ítrekuð um að hún hafi aldrei sannarlega borið ra ngar sakir á þá fjóra menn sem um var getið í ákæru og síðar dómi Hæstaréttar frá 1980. Er bent á í því sambandi að annar maður hafi raunar þremur mánuðum fyrr sakargiftir hafi stafað frá endurupptökubeiðanda. Vegna ófullnægjandi skýrsluskráningar lögreglu sé ekki ljóst hvaða upplýsingar hafi verið bornar í endurupptökubeiðanda að frumkvæði lögreglunnar. Af þeirri ástæðu sé uppi verulegur vafi í málinu. Það feli í öllu falli ekki í sér rangar sakargiftir að greina lögreglu frá því að tilteknir menn hafi verið á tilteknum stað. Þá hafi endurupptökubeiðandi aldrei bent á Valdimar Olsen í tengslum við málið. 116. Er byggt á því að afstaða endurupptökunefndar til framang reindrar atburðarásar sem og annarra ytri áhrifa á framburð endurupptökueiðanda hafi verið ósamrýmanleg gögnum málsins, þar með talið sálfræðimatinu, um ástæður þess að framburður hennar hafi þróast í þessa átt. Auk þess hafi niðurstaða endurupptökunefndar verið ósamrýmanleg niðurstöðu annarra í málinu. Framangreindu til viðbótar er á því byggt að fleiri ytri áhrif skipti máli, þar á meðal sú staðreynd að endurupptökubeiðandi hafi ýmist verið yfirheyrð sem vitni eða sakborningur en eigi að síður ekki notið lögmannsaðstoðar eins og þörf hafi verið á. Þá hafi ekki verið neinir kvenfangaverðir í gæsluvarðhaldsfangelsinu, auk þess sem þar hafi ekki verið tekið mið af þörfum kvenfanga sem séu aðrar en karlkyns fanga, líkt og þekkt sé. Endurupptökubeiðandi hafi ja fnframt verið háð rannsakendum um samskipti og stuðning, svo sem varðandi tengsl við og upplýsingar um barn sitt. Allt séu þetta aðstæður sem valdi örvæntingu. Hin nánu tengsl við rannsakendur hafi gert endurupptökubeiðanda erfitt fyrir að draga framburð s inn til baka en auðveldað henni að bera á þann veg sem hún hafi talið vera þóknanlegan rannsakendum. Er á það bent að sú staðreynd að endurupptökubeiðandi hafi ekki dregið framburð sinn og játningu til baka á síðari stigum málsins sé til marks um þann þrýs ting sem hún hafi upplifað en hafi ekki þýðingu að öðru leyti. Er vísað til ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 31 - umfjöllunar í nefndu sálfræðimati, auk þess sem bent er á dóm Landsréttar 17. desember 2021 í máli nr. 250/2020, þar sem tekið hafi verið fram að Guðjón Skarphéðinsson hafi ekki dr egið framburð sinn til baka í málinu en það hafi ekki haft áhrif á þá niðurstöðu að hann hafi ekki borið sök á því hvernig rannsókn málsins miðaði. 117. Í fimmta lagi er í endurupptökubeiðni vísað til þess að í úrskurði endurupptökunefndar hafi verið litið um of til þess að endurupptökubeiðandi hafi verið frjáls ferða sinna á því tímabili er fyrstu yfirheyrslur í málinu fóru fram en horft framhjá öðrum grundvallaratriðum sem hafi haft áhrif á framburð hennar. Byggir endurupptökubeiðandi á því að þar liggi grunn urinn að rangri niðurstöðu endurupptökunefndar sem héraðsdómur hafi nú fellt úr gildi. 118. Í beiðninni er rakið hvernig endurupptökubeiðandi hafi alls ekki upplifað sig frjálsa. Hún hafi bersýnilega verið undir gríðarlegum þrýstingi og upplifað réttmætan ótta, meðal annars um aðskilnað frá dóttur sinni, sem sérfróðir aðilar hafi nú staðfest. Hún hafi talið sig háða lögreglunni sem hafi haft ákvörðunarvald yfir lífi hennar. Af þessum sökum sé gerð krafa um að tekið verði mið af raunverulegri stöðu endurupptökube iðanda og líðan en ekki því hvort hún hafi að forminu til verið frjáls, enda lýsi það með engum hætti raunverulegum aðstæðum hennar á þessum tíma. Þessu til stuðnings er vísað til fyrrgreinds sálfræðimats. 119. Þá er á því byggt í endurupptökubeiðni að það tím amark sem endurupptökunefnd hafi talið brot hennar vera fullframið sé ómálefnalega metið og feli ekki í sér heildstæða athugun til samræmis við rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins, svo sem héraðsdómur hafi fallist á. Er tekið undir niðurstöðu héraðsdóms, sem raunar grundvallist á úrskurði endurupptökunefndar, um að fjöldi yfirheyrslna, viðtala og samprófana í tengslum við rannsókn málanna hafi verið verulega umfram það sem talið var þegar málið var til dómsmeðferðar og brot gegn reglum um meðferð opinberra mála verið mun fleiri og víðtækari en Hæstiréttur hafi haft vitneskju um. Er á því byggt að hinn mikli fjöldi yfirheyrslna sem var illa eða ekki skráður hafi gert að verkum að óljóst sé hvaða frásögn hafi komið upphaflega frá sakborningum annars vegar og rannsakendum hins vegar. Er tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að mál endurupptökubeiðanda sé á engan hátt ólíkt málum annarra málsaðila að þessu leyti. Í því sambandi er vísað til þess að ekkert bendi til þess að málsmeðferðin hafi verið í lagi framan a f en orðið svo óforsvaranleg síðar í ferlinu að hún hafi átt að leiða til endurupptöku og í kjölfarið sýknu annarra sakborninga. Er lögð áhersla á að sömu vankantar hafi verið á skýrslum og utanumhaldi um þær í upphafi og á síðari stigum. Sú staðreynd að e ndurupptökubeiðandi hafi ekki setið í gæsluvarðhaldi hafi engin úrslitaáhrif haft á framburð hennar. Er á því byggt að ótti endurupptökubeiðanda við að vera aðskilin frá dóttur sinni hafi vegið að minnsta kosti jafnt þungt og eiginleg frelsissvipting. 120. Til viðbótar framangreindu er í endurupptökubeiðni vísað til þess að þeir atburðir sem hafi átt sér stað frá því fyrri endurupptökubeiðni hennar var lögð fram í júní 2014 eigi að hafa áhrif á úrlausn málsins. Í kjölfar dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í má li nr. 521/2017 hafi komið upp sú sérkennilega staða að mál hennar standi óhreyft en mál annarra málsaðila, sem rannsökuð hafi verið með sama hætti og hafi haft þýðingu við sakfellingu endurupptökubeiðanda, hafi verið endurupptekin. Er tekið undir með héra ðsdómi um þetta atriði en þar hafi verið komist að þeirri ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 32 - niðurstöðu að með endurupptöku annarra mála hafi grundvöllur sakfellingar endurupptökubeiðanda orðið verulega óljós og því sé endurupptaka máls hennar óhjákvæmileg. Útilokað sé að draga þá ályktun a ð rannsókn á þætti endurupptökubeiðanda í málinu hafi verið í samræmi við réttarfarsreglur þess tíma en auk þess hafi framburður annarra sakborninga í málinu haft áhrif á mál endurupptökubeiðanda en þeir framburðir hafi með dóminum verið gerðir að engu. Sa kfelling endurupptökubeiðanda geti því ekki lengur byggt á þeim grunni. 121. Þá er vísað til þess að Landsréttur hafi kveðið upp fyrrgreinda dóma 17. desember 2021 í málum nr. 250/2020, 638/2020 og 636/2020 og dæmt öðrum málsaðilum umtalsverðar miskabætur vegn a rannsóknaraðferða lögreglu sem taldar hafi verið brjóta gegn réttindum þeirra sem sakborninga til réttlátrar málsmeðferðar. Er vísað til þess að Landsréttur hafi hafnað því að umræddir einstaklingar hafi á nokkurn hátt borið eigin sök á því hvernig fór. Þannig hafi Landsréttur til að mynda litið til þess í máli nr. 250/2020 að Guðjón Skarphéðinsson hafi verið yfirheyrður 75 sinnum og ekki alltaf notið lögmannsaðstoðar. Framburður hans hafi verið með miklum fyrirvörum og tekið breytingum. Þá hafi verið lit ið til þess að aðstæður í Síðumúlafangelsi hafi ekki verið góðar og komist að þeirri niðurstöðu að tímalengd og aðstæður í einangrunarvist hafi falið í sér vanvirðandi meðferð í skilningi núgildandi 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Er bent á að Landsréttur hafi litið til rannsóknaraðferða, ónákvæmra skráninga framburða og þeirrar staðreyndar að sakborningar hafi haft takmarkaðan aðgang að verjendum. Niðurstaða Landsréttar hafi verið sú að Guðjón hafi ekki borið eigin sök á n iðurstöðunni, heldur hafi rannsóknaraðferðum verið um að kenna. Telur endurupptökubeiðandi að öll framangreind sjónarmið eigi við um hana og því sé langsótt að ætla að réttlátri málsmeðferð hafi verið gætt af sömu rannsakendum í sama máli gagnvart henni, e n engum öðrum. 122. Loks er vísað til þess að niðurstaða héraðsdóms um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar hafi byggt á því að niðurstaða endurupptökunefndar hafi verið efnislega röng. Brýnt sé að líta til aðstæðna endurupptökubeiðanda við mat á skilyrðum um endurupptöku, enda sé ótæk sú niðurstaða að hún ein hafi ekki verið beitt þrýstingi við rannsóknina. Endurupptökubeiðandi hafi, ólíkt öðrum málsaðilum, verið í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem ung móðir með ungabarn og samkvæmt samtímagögnum metin með ve ikbyggðan persónuleika og veikar varnir. Í þessu sambandi er vísað til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og þeirra jákvæðu skyldna sem hvíla á íslenska ríkinu um að vernda og taka tillit til aðstæðna viðkvæmra einstaklinga. Það hafi ekki verið gert við upp haflega rannsókn og meðferð málsins, en endurupptökunefnd hafi borið að gæta að því við meðferð málsins. Samkvæmt sálfræðimatinu hafi þessi sérstaklega viðkvæma staða endurupptökubeiðanda haft áhrif á framburð hennar og því sé brýnt að tekið verði mið af þ eirri stöðu við meðferð endurupptökubeiðninnar. 123. Að síðustu er í endurupptökubeiðni að finna umfjöllun um skilyrði endurupptöku samkvæmt 228. gr., sbr. 232. gr. laga nr. 88/2008, og byggt á því að þau séu öll uppfyllt í málinu og því sé endurupptaka nauðsy nleg. Nánar tiltekið sé uppfyllt skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. um að ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir sem ætla megi að hefðu verulegu máli skipt um niðurstöðu málsins hefðu gögnin eða upplýsingarnar komið fram áður en dómur gekk. Er vísað til fyrri endurupptökubeiðni ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 33 - endurupptökubeiðanda og þeirra nýju gagna sem lögð hafi verið fram henni til stuðnings. Um fjölda gagna hafi verið um að ræða sem ætla megi að hefðu verulegu máli skipt fyrir niðurstöðu málsins, líkt og rakið sé í fyrri endurupptökubeiðn i. Því til viðbótar er á því byggt að dómur Hæstaréttar í máli nr. 521/2017, dómar Landsréttar í málum nr. 250/2020, 638/2020 og 636/2020 og dómur H éraðsdóms Reykjavíkur, teljist jafnframt til nýrra gagna og upplýsinga. Þá er áréttað að sálfræðimat þeirra H og I hafi að geyma hvoru tveggja. 124. Að því er varðar skilyrði b - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 er vísað til þess að ætla megi að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að ná fram þeim málalokum sem hafi orðið. Í því sambandi er vísað til umfjöllunar í fyrri endurupptökubeiðni frá júní 2014 en sérstaklega til þess að endurupptökubeiðandi hafi enga raunverulega lögmannsaðstoð fengið, hún hafi verið beitt ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð og jafnfram t verið yfirheyrð sem vitni af rannsakendum sem hafi borið í hana sögur og frásagnir frá öðrum sakborningum. Um hafi verið að ræða óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir sem þekkt sé að leiði af sér ómarktækar niðurstöður. 125. Þá er á því byggt að skilyrðum c - lið ar 1. mgr. 2 28. gr. laga nr. 88/2008 sé jafnframt fullnægt. Samkvæmt ákvæðinu sé þess ekki krafist að endurupptökubeiðandi sanni rangt mat dóms á sönnunargögnum heldur að verulegar líkur séu að því leiddar. Um það er vísað til umfjöllunar í fyrri endurupptökubeiðni og áréttað að óheimilt sé að byggja refsidóm á ólöglega fengnum sönnunargögnum, svo sem játningum og framburðum vitna. Fram hafi komið ný gögn sem taki af öll tvímæli um að sönnunargögn málsins hafi verið rangt metin, þar með talin sálfræðipróf á sakborningum. Er vísað til þess að þetta sé enn ljósara í kjölfar dóms Hæstaréttar, dóma Landsréttar og dóms H éraðsdóms Reykjavíkur sem vísað er til hér að framan . 126. Að lokum er byggt á því að skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt þar sem fyrir liggi að verulegir ága llar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Um það er vísað til umfjöllunar í fyrri endurupptökubeiðni frá júní 2014 þar sem rakið sé með vísan til nýrra gagna að fjölmargir gallar hafi verið á málsmeðferðinni sem hafi ha ft óhjákvæmileg áhrif á niðurstöðuna. 127. Samkvæmt öllu framansögðu byggir endurupptökubeiðandi á því að öll skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt og sé því nauðsynlegt að heimila endurupptöku þess. Rökstuðningur gagnaðila 128. Í umsögn setts ríkissaksó knara 20. júní 2022 kemur fram að hann telji endurupptökubeiðanda ekki hafa rökstutt nægilega að fullnægt sé skilyrðum til endurupptöku málsins samkvæmt 1. mgr. 232. gr., sbr. 2 28 . gr. laga nr. 88/2008, að því er varðar sakfellingu hennar fyrir rangar saka rgiftir. 129. Er vísað til umsagnar fyrri setts ríkissaksóknara 1. júní 2015 vegna eldri beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins og þess getið að byggt sé á öllum þeim sjónarmiðum sem þar komi fram. Þá er einnig vísað til greinargerðar setts ríkisl ögmanns í framangreindu héraðsdómsmáli. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 34 - 130. Endurupptökubeiðandi hafi í beiðni um endurupptöku málsins 18. mars 2022 byggt á því að úrskurður endurupptökunefndar í máli nr. 7/2014 hafi verið felldur úr gildi með dómi héraðsdóms með vísan til efnislegra röksem da um að niðurstaða nefndarinnar hefði átt að vera önnur. Í héraðsdóminum hafi sú ályktun verið dregin að ekki væri lengur ljóst að sakfelling endurupptökubeiðanda teldist styðjast við næg sönnunargögn sem ekki yrðu vefengd með skynsamlegum rökum. Vísað er til þess að í forsendum dómsins komi hlutverk dómsins í máli af þessu tagi að leggja nú sjálfstætt mat á þessi skilyrði (1. mgr. 232. gr., sbr. 22 8 . gr. laga nr. 88/2008) heldur einungis það að meta hvort niðurstöður endurupptöku nefndar hafi í einhverjum efnum farið þannig á svig við framangreindar stjórnsýslureglur að feli í sér annmarka sem kunna að hafa þýðingu fyrir niðurstöðuna í málinu og þá m.t.t. þeirra framangreindra málsástæðna sem stefnandi hefur sérstaklega uppi hvað þ 131. Þá er vísað til þess að í endurupptökubeiðni sé umfjöllun um nokkur meginsjónarmið varðandi fyrstu yfirheyrslur málanna sem fram fóru á tímabilinu janúar til og með maí 1976 þegar endurupptökubeiðandi hafi haft réttarstöðu vitnis. Bent er á a ð í skýrslu endurupptökubeiðanda fyrir sakadómi 5. júlí 1977 hafi hún viðurkennt sakargiftir samkvæmt II. kafla ákæru frá 16. mars kveðst viðurkenna að það sé rétt a hafi verið kynntar skýrslur hjá lögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 3. mars, 4. maí og 1. september 1976. Hafi endurupptökubeiðandi kannast við efni skýrslnanna og undirritun sína. Þá hafi hún kannast við dómskýrslur 30. mars og 7. apríl 1976. Loks h afi hún staðfest skýrslur teknar hjá lögreglu 12. og 13. desember 1976 og 11., 21. og 31. janúar 1977. 132. Í athugasemdum setts ríkissaksóknara segir að ekki verði horft framhjá því að á tímabilinu 20. desember 1975 til 4. maí 1976 hafi endurupptökubeiðandi v erið frjáls ferða sinna og ekkert hafi komið fram sem styðji það að framburður hennar á þeim tíma hafi verið ómarktækur, enda hafi hún komið að eigin frumkvæði og gefið skýrslu á lögreglustöð 23. janúar 1976. Þá hafi endurupptökubeiðandi gert kröfu um vægu stu refsingu sem lög leyfa vegna rangra sakargifta en hvorki krafist sýknu á þeim hluta ákæru fyrir sakadómi né Hæstarétti. 133. Settur ríkissaksóknar i hafnar því alfarið að óljóst sé hvernig framangreindra skýrslna hafi verið aflað. Um aðdraganda þess að endu rupptökubeiðandi hafi gefið skýrslu 23. janúar 1976 vísar hann til skýrslunnar sjálfrar og þess að hún hafði verið upplesin og staðfest af henni . Bent er á að þótt beitt væri heildarmati á aðstæðum endurupptökubeiðanda mætti ekki missa sjónar á því að II. kafli ákæru nnar 16. mars 1977 og beiðni um endurupptöku á dómi Hæstaréttar vegna sakfellingar á þeim ákæruatriðum taki aðeins til hluta af heildarmálinu. Af þeim sökum verði að afmarka þann þátt sem ætti undir í beiðni endurupptökubeiðanda í stað þess að horfa til heilda rmálsins og alls málsmeðferðartímans, líkt og endurupptökubeiðandi leggi til að verði gert. Þá sé einnig þörf á að afmarka þátt endurupptökubeiðanda og aðskilja hann frá þætti annarra aðila málsins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 35 - 134. Telur settur ríkis saksóknari að of mikið sé gert úr sál fræðimati H og I sem var hluti skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Geirfinnsmál frá 21. mars 2013. Vísar hann til þess að takmörkuð áhersla hafi verið lögð á þann þátt málsins sem eigi undir beiðni endurupptökubeiðanda og þar með II. kafla ákærunnar frá 16 . mars 1977, um rangar sakargiftir. Því sé alfarið hafnað að mat sálfræðinganna geti talist nýtt gagn eða upplýsingar sem leiða eigi til endurupptöku þegar dæmds sakamáls í Hæstarétti. Tekur settur ríkissaksóknari undir umfjöllun um sönnunargildi sálfræðim atsins sem finna megi í úrskurði endurupptökunefndar, greinargerð þáverandi setts ríkislögmanns í fyrrgreindu héraðsdóms máli og umsögn fyrri setts ríkissaksóknara frá 1. júní 2015 um endurupptökubeiðnina frá 2014. 135. Þá vísar settur ríkissaksóknari til þess að í endurupptökubeiðni sé að finna umfjöllun um atburði frá því fyrri endurupptökubeiðni var lögð fram 26. júní 2014. Að hans mati verði að meta sérstaklega hvert mál og aðkomu aðila að þeim. Endurupptökunefnd hafi ekki heimilað endurupptöku á brotum er v arði 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, um rangar sakargiftir. Ekki verði séð hvaða áhrif endurupptaka mála er lutu að því að aðrir dómfelldu voru sýknaðir af því að hafa orðið öðrum hvorum eða báðum, þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni, að bana hafi á mál endurupptökubeiðanda. Gætt hafi verið jafnræðis í tengslum við mat á endurupptökubeiðnum þeirra sem sakfelldir hafi verið fyrir rangar sakargiftir. Athugasemdir endurupptökubeiðanda 136. Sem fyrr greinir gerði endurupptökubeiðandi ýmsar athugasemdir við framangreinda umsögn gagnaðila sem bárust Endurupptökudómi 20. júlí 2022. Er þar þeirri afstöðu setts ríkissaksóknara mótmælt að ekki hafi verið sýnt fram á að skilyrði séu fyrir endurupptö ku málsins. Vísað er til sjónarmiða í endurupptökubeiðni um þýðingu dóms héraðsdóms og þeirrar staðreyndar að íslenska ríkið hafi kosið að una dóminum. Með vísan til dómsins er sérstaklega mótmælt tilvísunum setts ríkissaksóknara til niðurstöðu endurupptök unefndar, enda hafi hún verið ógilt með dóminum. Sama gildir um tilvísanir setts ríkissaksóknara til greinargerðar setts ríkislögmanns fyrir héraðsdómi enda hafi ekki verið á það fallist . 137. Þá er málsástæðum setts ríkissaksóknara um gildi sálfræðimats H og I við endurupptöku málsins sérstaklega mótmælt. Um þau mótmæli er vísað til niðurstöðu dóms H éraðsdóms Reykjavíkur þar um, auk þess sem vísað er til þess að aðrir málsaðilar hafi fengið mál sín endurupptekin á grundvelli sömu gagna. Í tilefni athugasemda s etts ríkissaksóknara hafi endurupptökubeiðandi aflað samantektar frá H 17. júlí 2022 um rannsókn í máli endurupptökubeiðanda vegna sálfræðiskýrslu hans og I frá árinu 2013. Hefur samantekt þessi verið lögð fram sem nýtt skjal hér fyrir dómi . E r á því byggt að samantektin taki af öll tvímæli um að nýjar upplýsingar og gögn liggi fyrir í málinu sem kalli á endurupptöku málsins. Er vakin athygli á því að niðurstöðu sálfræðimatsins hafi ekki verið hnekkt en hún sé mjög afgerandi um að endurupptökub eiðandi hafi verið ófær um áreiðanlegan framburð, auk þess sem framburður hennar í Geirfinnsmálinu í janúar 1976 og út það ár hafi ekkert gildi. Af þeim sökum sé ekki unnt að fallast sálfræðimatinu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 36 - 138. Er því mótmælt að endurupptökubeiðandi hafi komið að eigin frumkvæði og gefið skýrslu hjá lögreglu 23. janúar 1976. Í umsögn setts ríkissaksóknara sé vísað til umsagnar fyrrum setts ríkissaksóknara um þetta atriði en það sé e inmitt eini staðurinn í gögnum málsins þar sem þetta komi fram. Umrædd fullyrðing eigi sér enga stoð í frumgögnum málsins. 139. Þá er því mótmælt að endurupptökubeiðandi hafi verið frjáls ferða sinna á tímabilinu 20. desember 1975 til maí 1976. Um þetta er vís að til endurupptökubeiðninnar og lögð rík áhersla á að skoða verði aðstæður hennar og upplifun að öðru leyti. Er því sérstaklega mótmælt að eini mælikvarði þess að teljast frjáls sé hvort viðkomandi sé í fangelsi. Slíkur mælikvarði sé í engu samræmi við þe kkingu og vísindi um það hvernig unnt sé að ná einstaklingum á sitt vald. Áréttaðar eru þær aðstæður sem endurupptökubeiðandi bjó við á umræddum tíma og vísað er til í endurupptökubeiðni. Getið er um andlegt ástand hennar, yfirheyrsluaðferðir rannsakenda o g að hún hafi ekki notið aðstoðar lögmanns í yfirheyrslum. Þá beri að horfa til þess að framburður hennar hafi ekki orðið til í tómarúmi og vísað til þess að framburður hennar og sú sviðsmynd sem hún dró þar upp hafi svipað mjög til játningar A frá október við sögu. Lögregla hafi haft umræddar skýrslur undir höndum og veki það upp verulegan vafa um að frumkvæðið hafi komið frá endurupptökubeiðanda en ekki lögreglunni sjálfri. Sér í lagi með hliðsjón af ágöllum á sk ýrslugerð lögreglu. Í þessu sambandi er rakið efni skýrslu K , þáverandi rannsóknarlögreglumanns, dóms H éraðsdóms Reykjavíkur þar sem litið var til aðstæðna hennar og fyrrgreindrar samantektar H til frekari staðfestingar á því að rannsakendur hafi haft endu rupptökubeiðanda á valdi sínu og hún því ekki verið frjáls í eiginlegri merkingu. Vísað er til fram af rannsakendum í óskráðum yfirheyrslum. Þá er rakið efni framburða rskýrslu endurupptökubeiðanda um þetta atriði sem hún gaf fyrir héraðsdómi í tengslum við kröfu hennar um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar. Er á því byggt með vísan til framanritaðs að útilokað sé að líta svo á að hún hafi verið frjáls undan utanaðk omandi þrýstingi og áhrifum á framburð. 140. Þá er mótmælt sérstaklega þeirri tilvísun í umsögn setts ríkissaksóknara að ekki beri að skoða málið heildstætt. Slík málsástæða sé óskiljanleg og í andstöðu við þá grundvallarreglu í sakamálaréttarfari að skoða ber i mál heildstætt og út frá öllum hliðum til að unnt sé að leiða hið sanna og rétta í ljós. Því beri að skoða ætlaðan hlut endurupptökubeiðanda í málinu með hliðsjón af því að aðrir sakborningar hafi nú verið sýknaðir. 141. Byggt er á því að óljóst sé hvernig f ramburðarskýrslna var aflað og vísað til fyrrgreinds héraðsdóms því til stuðnings, en þar komi jafnframt fram að sá háttur sem hafi verið á skýrslugerð rannsakenda sé nú talinn varhugaverður. Er vísað til þess að íslenska ríkið hafi kosið að una dóminum. E ru í framhaldinu raktar athugasemdir endurupptökubeiðanda við umsögn setts ríkissaksóknara þar sem því sé hafnað að óljóst sé hvernig skýrslnanna hafi verið aflað en verulega óljóst sé hvernig þeirra hafi verið aflað. Því til viðbótar er vísað til vitnafra mburða í nefndu héraðsdómsmáli. Fyrrum rannsakendur málsins hafi borið um að ekki hafi verið nægilega vel haldið utan um skýrslur, samantektir hafi verið ritaðar upp án þess að tilgreina hver hafi átt frumkvæði að því sem sagt var, enda hafi spurningar ekk i verið sérstaklega tilgreindar. Þá hafi Einar Bollason borið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 37 - um að endurupptökubeiðandi hafi aldrei í samprófunum við sig sagt hann hafa átt beinan þátt í morði. Er á því byggt að framangreint skapi enn meiri vafa um hvað hafi verið sagt og hver hafi átt frumkvæði að framburði. 142. Þá er af hálfu endurupptökubeiðanda bent á að nokkuð vanti upp á að skýrslur hafi verið gerðar vegna allra yfirheyrslna, en rannsakendur hafi verið nánast daglega í samskiptum við endurupptökubeiðanda á því tímabili sem hún hafi át t að kallast frjáls. Í þessu sambandi er vísað til samantektar H 17. júlí 2022 þar sem fram komi að efnislegur framburður endurupptökubeiðanda Spurningar hafi ek ki verið færðar til bókar og skýrslur gefi því ekki heildstæða mynd af bakgrunni frásagnarinnar og því hvernig staðið hafi verið að yfirheyrslunum. Byggir endurupptökubeiðandi á því að þetta rýri verulega framburð hennar þegar á heildina sé litið. 143. Af hálf u endurupptökubeiðanda er bent á að ríkisvaldið hafi borið ábyrgð á rannsókn málsins og beri því hallann af því að skýrslur hafi ekki verið skráðar á viðunandi hátt. Þá er á því byggt að útilokað sé að komast að þeirri niðurstöðu að teknu tilliti til gagna málsins að framburður hennar hafi komið til eftir hlutlæga rannsókn sakamáls. 144. Hvað varðar áhrif atburða frá fyrri endurupptökubeiðni frá júní 2014 eru rakin mótmæli endurupptökubeiðanda við vísunum í umsögn setts ríkissaksóknara til þess að endurupptökun efnd hafi ekki heimilað endurupptöku vegna rangra sakargifta og gætt hafi verið jafnræðis hvað það varðaði. Þá er þeirri málsástæðu setts ríkissaksóknara mótmælt að sýkna annarra sakborninga hafi ekki áhrif á mál hennar. Er bent á að úrskurður endurupptöku nefndar hafi verið felldur úr gildi. Þá feli jafnræðisreglan í sér að sambærilegar aðstæður fái sambærilega meðferð og ósambærilegar aðstæður fái ósambærilega meðferð. Staða endurupptökubeiðanda sé ólík stöðu annarra málsaðila í tvennskonar skilningi. Í fy rsta lagi hafi hún aldrei verið sakfelld fyrir manndráp líkt og aðrir málsaðilar sem hafi því kosið að fara beint fyrir Hæstarétt eftir að niðurstaða lá fyrir um endurupptöku dómsins að því er varðaði sakfellingu fyrir þann þátt málsins. Aðrir málsaðilar ó skuðu því aldrei eftir ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar að því er varðaði synjun á endurupptöku vegna rangra sakargifta. Fyrir liggur hins vegar að endurupptökubeiðandi hafi farið þá leið og hafi héraðsdómur fellt úrskurðinn úr gildi með efnislegum rökum. Er á því byggt að jafnræðis hafi hinsvegar ekki verið gætt varðandi gildi sömu nýju gagna í málinu sem hafi leitt til endurupptöku í málum annarra málsaðila en ekki í máli endurupptökubeiðanda. Nýtt gagn, samantekt H réttarsálfræðings, taki af allan vafa um að einnig beri að endurupptaka hennar mál. Fyrri niðurstaða geti ekki staðið óhreyfð, enda sé uppi verulegur vafi um að hún hafi haft ásetning til rangra sakargifta. Er að lokum vísað til þess að hinar röngu sakargiftir geti vart staðið í tómarúmi , að minnsta kosti ekki með sama rökstuðningi og í dómi Hæstaréttar frá 1980, enda hafi þær átt að vera nátengdar manndrápi tiltekinna aðila sem síðar hafi ekki reynst á rökum reist. Athugasemdir gagnaðila 145. Í athugasemdum setts ríkissaksóknara við framangreind sjónarmið endurupptökubeiðanda, sem bárust Endurupptökudómi sem fyrr greinir 8. ágúst 2022, eru fyrri sjónarmið hans um beiðnina ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 38 - ítrekuð. Vísar hann til þess að hann hafi enga aðkomu átt að nýrri samant ekt H 17. júlí 2022 . Vísað er til þess að samantekt H hafi eingöngu verið unnin af öðrum sérfræðingi af tveimur sem komu að skýrslu starfshópsins frá 2013. Þ essi gögn teljist ekki vera matsgerð í skilningi laga um meðferð einkamála eða sakamála. Loks er va kin athygli á því að rannsóknarlögreglumaðurinn K sem vísað væri til í fyrrgreindum athugasemdum endurupptökubeiðanda, hafi ekki verið þátttakandi í rannsókn á meintum röngum sakargiftum. Að öðru leyti er vísað til fyrri umsagnar . Niðurstaða Lagaskilyrði e ndurupptöku 146. Um skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dæmd hafa verið í Hæstarétti er fjallað í 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en þar segir að Endurupptökudómur geti leyft samkvæmt beiðni að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði t ekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. Þar segir að Endurupptökudómur geti orðið við endurupptökubeiðni manns sem telur sig hafa verið ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það s em hann hafi framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða. Endurupptökubeiðandi byggir á því að hún hafi verið ranglega sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga sem fjallar um rangar sakargiftir. 147. Hin efnislegu skilyrði fyrir endurupptöku eru sett fram í fjórum stafliðum í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en þar kemur fram að nægilegt sé að einu þeirra sé fullnægt. Samkvæmt því má líta á hvert eftirfarandi skilyrða sem sjálfstæða endurupptökuheimild: Fram eru komin ný gö gn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk, Ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að f á fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins, Verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, Verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 148. Framangreint ákvæði um heimild til endurupptöku dæmdra sakamála byggir á réttaröryggis - og réttlæ tissjónarmiðum. Felur ákvæðið í sér undantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir en af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist fullnægt. 149. Þegar endurupptökunefnd komst að niðurstöðu um aðra beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á umræddum dómi Hæstaréttar með úrskurði 24. febrúar 2017 var í gildi endurupptökuákvæði 1. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 . S kilyrði endurupptöku var þá að finn a í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 39 - fjórum stafliðum í 1. mgr. 211. gr. laganna sem eru efnislega samhljóða skilyrðum núgildandi 1. mgr. 228. gr. sömu laga að frátalinni breytingu sem gerð var á a - lið ákvæðisins með lögum nr. 47/2020 . 150. Með lögum nr. 47/2020 voru gerðar breytingar á lögum nr. 50/2016 um dómstóla, lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lögum nr. 88/2008. Endurupptökudómi var komið á fót og gerðar breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku bæði einkamála og sakamála. Sú breyting var gerð á a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 8 fyrir endurupptöku sakamála eftir breytingarnar rýmkaðar, en áður var endurupptaka aðeins tæk á grundvelli a - l ögum nr. 47/2020 kom meðal annars fram að ekki væri gert ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem kæmu fram í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þó hefði texti a - liðar verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar væru á skilyrðum fyrir endurupptö ku samkvæmt lögum nr. 91/1991. til sönnunargagna heldur gæti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Var í frumvarpinu vísað þar um til skýringa við það ák væði sem breytti lögum nr. 91/1991 að þessu leyti. Í þeim skýringum kom meðal annars fram að með nýjum gögnum eða upplýsingum í umræddum skilningi væri átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum atriðum, þar á meðal gætu verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í s kilningi frumvarpsins. Ákvæði almennra hegningarlaga um rangar sakargiftir, dómur Hæstaréttar og afleiðingar rangra sakargifta 151. Í 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um að hver sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skuli sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 10 árum. Í ákvæðinu kemur jafnframt fram að við ákvörðun refsingar skuli hafa hliðsjón af því hversu þung hegning er lögð við broti því sem sagt er eða gefið til kynna að viðkomandi hafi drýgt. Er ákvæðið um framangreint efnislega óbreytt frá því umrædd atvik áttu sér stað. Telst brot samkvæmt ákvæðinu vera fullframið þe gar hinn rangi framburður er látinn í té, eins og til dæmis í skýrslutöku hjá lögreglu eða fyrir dómi. 152. Í dómi Hæstaréttar var endurupptökubeiðandi sakfelld fyrir að hafa borið ranglega sakir á Einar Bollason fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. f ebrúar, 3. mars, 4. maí og 1. september 1976 og á dómþingi sakadóms 30. mars sama ár; á Magnús Leópoldsson fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 4. maí og 1. september sama ár og fyrir sakadómi 30. mars og 7. apríl; á Sigurbjörn Eiríksson fyrir rannsóknarlögreglu 3. og 10. febrúar 1976 og 1. september á dómþingi sakadóm; og á Valdimar Olsen fyrir rannsóknarlögreglu 3. febrúar og 1. september 1976. 153. Afleiðingar hinna röngu sakargifta voru að Magnúsi og Einari var gert að sæta gæsluvarðhaldi frá 26. janúar 1976 til 9. maí sama ár eða í alls þrjá mánuði og 13 daga. Valdimar sat í gæsluvarðhaldi í sama tíma en eins og síðar verður rakið tengdi endurupptö kubeiðandi hann við hvarf Geirfinns í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 40 - skýrslutöku 3. febrúar 1976. Þá var Sigurbirni gert að sæta gæsluvarðhaldi frá 11. febrúar 1976 til 9. maí sama ár eða í tæplega þrjá mánuði. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 124, 125, 126 og 127/1983, sem birtir eru í dómasafni réttarins það ár á blaðsíðu 474, 495, 509 og 523, er fjallað um bótakröfur fjórmenningana vegna gæluvarðhaldsvistarinnar. Er þar vikið að afleiðingum gæsluvarðhaldsvistarinnar fyrir þá. Í dómi réttarins í máli nr. 124/1983 segir um afleiðingar he nnar: gæsluvarðhaldi um 3 ½ mánaðarskeið vegna gruns um, að hann væri viðriðinn stórfelldar misgerðir, þar á meðal það alvarlegasta afbrot, sem um ræðir. Húsa kynni þau, sem hann var vistaður í, voru ekki forsvaranleg til svo langrar vistunar, og tók sig þar upp sjúkdómur, sem áður hafði orðið vart. Á meðan á gæsluvarðhaldi stóð og í framhaldi af því, varð [Einar] síðan fyrir barðinu á einstæðri umræðu í ýmsum f jölmiðlum, er vógu að mannorði hans og annarra með getsökum og hleypidómum. Í kjölfar gæsluvarðhaldsins fylgdi skerðing á ferðafrelsi og grunsemdir, uns hið sanna ætur, er ekki eingöngu á hina óvenju langvinnu gæsluvarðhaldsvist að líta, heldur einnig þá fáheyrðu andlegu og líkamlegu raun, sem henni var samfara, þótt [Einar] hafi að lokum verið hreinsaður af 154. Endurupptökubeiðandi játaði að hafa borið ran gar sakir á fjórmenningana fyrir sakadómi 5. júlí 1977. Rök endurupptökubeiðanda um að hún hafi ekki gerst sek um rangar sakargiftir 155. Í ákæru 16. mars 1977, sem dómur Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 byggði á, var endurupptökubeiðanda gefið að sök að hafa á árinu 1976 ásamt Sævari og Kristjáni Viðar gerst sek um rangar sakargiftir í skýrslum sem hún gaf rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og á dómþingi sakadóms. Segir í ákærunni að það hafi verið samantekin ráð hjá þeim að bera þær röngu sakir á fjórmenningana þess að fjórmenningunum hafi verið gert að sæta langvinnu gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins. Er í ákærunni nánar tilgreint hvaða skýrslutökur um ræðir og hverjar a fleiðingarnar urðu fyrir fjórmenningana, svo sem nánar er rakið í málsgrein 15 3 hér að framan. 156. nnar maður hafi þremur raunar játað verknaðinn. Er þar átt við játningu A 21. og 22. október 1975 sem vikið er að í málsgrein 4 hér að framan en þar voru tveir af fjórmenningunum nafngreindir. Er í þessu samhengi á því byggt að ekki sé ljóst að hinar röngu sakargiftir hafi stafað frá endurupptökubeiðanda og enn fremur hafi hún aldrei bent á Valdimar Olsen. Þá sé ekki ljóst hvaða upplýsingar hafi verið bornar í endur upptökubeiðanda að frumkvæði lögreglu. Einnig er á því byggt að verulegur vafi sé um hvort framburðurinn hafi falið í sér brot gegn 148. gr. almennra hegningarlaga , framburðurinn hafi verið óljós, ásetningur hafi ekki náð til allra efnisþátta meints brot o g í framburðunum hafi engin lýsing verið á refsiverðum verknaði fjórmenninganna. Loks feli það ekki í sér rangar sakargiftir að greina ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 41 - 157. Um framangreint er þess fyrst að geta að Endurupptökudó mur endurmetur ekki frá grunni sönnunarmat og heimfærslu verknaðar, eins og hann telst sannaður, til refsiákvæða. Til skoðunar er hvort leiddar hafi verið verulegar líkur að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin eða verulegir gallar hafi verið á meðfe rð máls svo áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins á sínum tíma. 158. Af hálfu endurupptökubeiðanda hefur því ekki verið haldið fram að þær skýrslur sem hún gaf hjá rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar 1976 og sakfelling hennar byggði meðal annars á séu efnislega rangar um frásögn hennar á þeim tíma. Bera skýrslurnar með sér að hafa verið lesnar upp fyrir endurupptökubeiðanda áður en hún staðfesti þær með undirritun sinni. Var hún í öllum þessum skýrslutökum yfirheyrð sem vitni en ekki sakborningur. Þ egar fyrsta skýrslan var tekin af henni í tengslum við Geirfinnsmálið 23. janúar var liðinn ríflega mánuður frá því henni hafði verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna póstsvikamálsins, en sem greinir í málsgrein 5 og 6 hafði hún setið viku í gæsluvarðhaldi v egna þess máls. 159. Í upphafi skýrslunnar 23. janúar 1976 sem skrifuð er í fyrstu persónu eftir endurupptökubeiðanda kemur fram að hún sé gefin í tilefni af því að rannsóknarlögreglan telji milli Sævars og ökumannsins, en ekki man ég þær neitt orðréttar. Ekki nefndu þeir nein nöfn, en ég fékk það fljótlega á tilfinninguna, að það ætti að stytta mér aldur og væri ferðalagið meðal annars farið í þeim tilgangi. Einnig töluðu þeir um, að manni æ tti að stytta aldur með því að fara með hann útá sjó undir því yfirskini, að sækja eitthvað. Ekki var nafn þessa manns nefnt, en talað um, að ökumaðurinn og bróðir minn Einar Bollason hefðu báðir reynt að koma vitinu fyrir manninn með því að bjóða honum pe ningagreiðslur. Það hafði ekki borið árangur, maðurinn væri bara með Því næst er að finna nokkuð ítarlega lýsingu á bifreiðinni sem endurupptökubeiðandi sat í og aðstæður í Keflavík þar sem bifreiðin var stöðvu ð. Þá segir: andlit honum og var það Magnús Leópoldsson, sem er forstjóri eða eitthvað svoleiðis í Sævar skyldi gæta mín Þá er í skýrslunni að finna lýsingu endurupptökubeiðanda á bifreiðum sem á staðnum voru og nefndi hún að ein þeirra gæti hafa verið bifreið föður hennar. Síðan segir: sá ég alls 7 menn, það er eftir að Magnús og Sævar voru báðir komnir út úr bifreiðinni, en Sævar fór út rétt á eftir Magnúsi. Bifreið sú sem s káhalt framan við bif Í seinni hluta skýrslunnar segir: ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 42 - sem horfið hefði í Keflavík. Fyrst í stað setti ég hvarf hans ekki í samband við ferð mína til Keflavíkur, en þegar ég fór að hugsa málið betur, þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að Nokkur síðar segir svo: il Keflavíkur eða hvað þar hefði skeð, en ég man eftir því, að Sævar talaði oft um það, að svona færi fyrir mönnum, sem væru með 160. Eins og sjá má af framangreindri skýrslu endurupptökubeiðanda nafngreindi hún þar Magnús Leópoldsson og Einar Bollason í tengslum við atburðarás sem leitt hefði til hvarfs Geirfinns Einarssonar. Þá kemur þar skýrt fram að til hafi staðið að láta mann sem h hverfa og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa hugsað málið að þar hafi verið um Geirfinn að ræða sem þá hefði verið búið að lýsa eftir. 161. Í skýrslu endurupptökubeiðanda 3. febrúar 1976 sem einnig er rituð í fyrstu pe rsónu eftir henni segir: Þá segir nokkru síðar: i þegar við komum í hana í fyrstu, en ég man það að Þá segir: ferðin endaði eins og ég hef skýrt frá áður, sem þarna voru samankomnir, þá eru þar fyrstir til að telja Magnús Leópoldsson, Sævar og um mittið, en ekki man ég li tinn á jakka hans. Mig minnir að Magnús hafi eitthvað verið með höfuðfat meðferðis, en er ekki alveg viss um það atriði. Eitt sameiginlegt áttu þeir menn, Einari bróður hér mynd af manni hjá rannsóknarlögreglunni, sem mér er tjáð að sé af Sigurbirni Eiríkssyni veitingamanni og sýnist mér þar geta verið um sama mann að ræða, en vil ekki fullyrða um 162. Eins og sjá má af framangreindri skýrslu er hún mjög afdráttarlaus um að Magnús og Einar hafi verið staddir á umræddum stað, en sú staðsetning hafði sem fyrr greinir verið af hálfu endurupptökubeiðanda sett í beint samhengi við hvarf G eirfinns. Þá nefndi hún einnig nafn Valdimars og Sigurbjörns en ekki eins afdráttarlaust og nafn Magnúsar og Einars. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 43 - 163. Í skýrslu sem var tekin af endurupptökubeiðanda hjá rannsóknarlögreglu 10. febrúar 1976 kemur fram að henni hafi verið sýndar ljósmyndir af 16 mönnum en af þeim hafi hún kannast við níu. Þá segir meðal annars í skýrslunni, sem ber sem fyrr greinir með sér að hafa verið upplesin og undirrituð af endurupptökubeiðanda: eópoldssyni, Einari Bollasyni, Sigurbirni Eiríkssyni og Geirfinni Einarssyni. Hún segir alla þessa menn hafa örugglega verið stadda í Dráttarbraut Keflavíkur umræddan dag, eða öllu heldur kvöld. Hver þeirra fór um borð í bátinn, það segist mætta ekki geta sagt um með vissu. Þá segist mætta 164. Af framangreindum skýrslum endurupptökubeiðanda verður skýrlega ráðið að nöfn fjórmenningana sem hún var sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á voru sett í beint sa mhengi við hvarf Geirfinns sem hún bar um að hafa vitað að lýst hafi verið eftir en sem fyrr greinir hafði hún jafnframt sagt að í bifreiðinni hefðu fyrrgreindir menn rætt um að láta mann sem var búinn að vera emur í endurupptökubeiðni að endurupptökubeiðandi hafi aldrei bent á Valdimar Olsen. Fyrrgreindar skýrslur 3. og 10. febrúar 1976 bera með sér að hún taldi hann hafa verið á vettvangi í Dráttarbraut Keflavíkur. Þ essar skýrslur lágu fyrir Hæstarétti er máli ð var dæmt en til þeirra var sérstaklega vísað í ákæru. 165. Að teknu tilliti til þess sem fram kemur í skýrslunum og vísað er til hér að framan verður ekki með hliðsjón af verknaðarlýsingu 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga fallist á að verulegar líkur h afi verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Verður samkvæmt því ekki fallist á að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að skipt hefði máli fyrir niðurstöðu málsins ef endurupptökubeiðandi hefði borið því við á sínum tíma að hafa aldrei borið rangar sakir á fjórmenningana. Verður ekki talið að aðrir liðir 1. mgr. 228. gr. geti átt við um þennan hluta beiðni endurupptöku beiðanda en síðar verður fjallað sérstaklega um hvort dómur Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 hafi þýðingu sem nýtt gagn eða upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. sömu laga. 166. Brot gegn 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga tel st sem fyrr greinir fullframið er hinn rangi framburður er látinn í té og á því byggir dómur Hæstaréttar í máli endurupptökubeiðanda. Af þeirri ástæðu hafa síðari skýrslutökur hjá rannsóknarlögreglu og fyrir sakadómi þar sem endurupptökubeiðandi ítrekaði f yrri skýrslur sínar um sama efni ekki þýðingu fyrir saknæmi verknaðarins . Gildir hið sama um ýmsar aðferðir sem beitt var síðar við rannsókn á örlögum Guðmundar og Geirfinns og talið var að hefðu leitt til játninga dómfelldu á ábyrgð á hvarfi og dauða Guðmundar og Geirfinns. Verður af þessari ástæðu ekki fjallað sérstaklega um þá annmarka sem endurupptökubeiðandi hefur vísað til að hafi átt við um þann hluta rannsóknarinnar hvað hana varðar . Verður ekki fallist á að slíkir annmarkar geti eins og atvikum máls háttar haft þýðingu fyrir mat á því hvort skilyrðum fyrir endurupptöku þessa hluta málsins teljist fullnægt. Er þá einkum horft til þess sem síðar verður rakið um muninn á máli endurupptökubeiðanda og annarra dómfelldu en eins og þar er meðal annars rakið var hún sýknuð af ákæru um aðild að hvarfi og dauða Geirfinns . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 44 - Aðferðir við skýrslutöku 23. janúar, 3. og 10. febrúar 1976 167. Af hálfu endurupptökubeiðanda er á því byggt að þær aðferðir sem rannsóknarlögreglan notaði við skýrslutökur framangreinda dag a í janúar og febrúar 1976 hafi verið ólögmætar og óforsvaranlegar. Í skýrslunum séu spurningar rannsakenda ekki skráðar heldur sé þar eingöngu að finna endursögn lögreglunnar með orðalagi þess sem skýrslurnar hafi ritað. Skýrslurnar endurspegli því eingön gu það sem lögreglan hafi talið að hafi gerst en ekki frásögn endurupptökubeiðanda sjálfrar. Þá hafi endurupptökubeiðanda verið sýndar í skýrslutökunni 10. febrúar 1976 myndir af mönnum sem lögreglan taldi hafa verið viðriðna atburðina við Dráttarbraut Kef lavíkur. Með því hafi lögreglan haft áhrif á framburð hennar. Einnig er bent á að skýrslutökur hafi staðið lengi yfir, án verjanda, og endurupptökubeiðandi verið í viðkvæmri stöðu og eins verið háð þeim sem fóru með rannsókn málsins. Af þessum sökum hafi þ essar skýrslur ekki getað orðið grundvöllur að sakfellingu endurupptökubeiðanda fyrir rangar sakargiftir. Beri því að verða við kröfu um endurupptöku málsins. 168. Ekki verður ráðið af gögnum málsins að rannsóknarlögreglan hafi staðið að skýrslutökunum í andst öðu við ákvæði þágildandi laga um meðferð opinberra mála en sem fyrr greinir var um vitnaskýrslu að ræða. Engin gögn eða síðari framburðir annarra benda til að þeir sem stóðu að rannsókn málsins hafi á þessum tíma litið á endurupptökubeiðanda sem sakbornin g í tengslum við mál Geirfinns. Hefur af þeirri ástæðu ekki þýðingu þótt verjandi hafi ekki verið viðstaddur þessar skýrslutökur. Af gögnunum verður ekki heldur ráðið að fyrrgreindur framburður endurupptökubeiðanda í skýrslunum 23. janúar, 3. og 10. febrúa r 1976 hafi orðið vegna áhrifa frá þeim sem skýrslurnar tóku en sem fyrr greinir er þar meðal annars að finna nákvæma lýsingu hennar á þeirri bifreið sem átti að hafa verið notuð í ferðinni til Keflavíkur, klæðnaði þeirra manna sem hún sagði hafa verið þar í umrætt sinn og öðrum bifreiðum sem þar áttu að hafa verið. Er ekkert sem kemur fram í gögnum málsins sem gefur til kynna að þessar nákvæmu lýsingar séu frá öðrum komnar en endurupptökubeiðanda sjálfri. Gildir hið sama um annað sem þar kemur fram. Er þá einnig horft til framburða foreldra hennar sem raktir eru í málsgreinum 51 og 54 um að endurupptökubeiðandi hafi greint þeim frá ferðinni til Keflavíkur. 169. Það eitt að endurupptökubeiðanda hafi verið sýndar myndir af mönnum í skýrslutökunum 3. og 10. febrú ar 1976 þar sem hún bar kennsl á suma en ekki aðra verður ekki talið hafa þýðingu fyrir beiðni endurupptökubeiðanda. Skýrslurnar báru þetta skýrt með sér og lágu þær fyrir sem sönnunargögn í málinu er það var dæmt í héraði og fyrir Hæstarétti. Er því hvork i um að ræða ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem telja má að hefðu verulega miklu máli skipt fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau legið fyrir. Sú aðferð að sýna vitnum í sakamálum myndir var ekki bönnuð samkvæmt þágildandi lögum um meðferð opinberra mála, þótt þar væri eins og í núgildandi lögum um meðferð sakamála kveðið almennt á um að ávallt væri óheimilt að reyna með nokkrum hætti að rugla mann með ósannindum eða á annan hátt og að haga skyldi rannsókn þannig að hún leiddi hið sanna og rétta í ljós í hverju máli, sbr. einkum 38. til 40. gr. þágildandi laga nr. 74/1974. Verður ekki fallist á að sú aðferð að sýna endurupptökubeiðanda myndir eins og gert var samkvæmt skýrslunum hafi falið í sér brot gegn þessum ák væðum. Um ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 45 - þetta er þess jafnframt að gæta að endurupptökubeiðandi þekkti fyrir tvo af fjórmenni ngunum, Einar bróður sinn og Valdimar sem var bróðir vinkonu hennar. Þeir höfðu að auki engin tengsl við A sem lögregla rannsakaði í október 1975. Eins og fyrr greinir bera skýrslurnar með sér að hafa verið lesnar upp fyrir endurupptökubeiðanda áður en hún skrifaði undir þær. Gafst henni þar með færi á að gera athugasemdir ef hún taldi að eitthvað hefði verið ranglega eftir henni haft. Verður ekki ráðið af gögnum málsins að endurupptökubeiðandi hafi verið undir neinum þrýstingi frá rannsakendum til að gefa umræddar skýrslur, sbr. nánar síðar um ætlaðar ástæður og hvatir rangra sakargifta samkvæmt samantekt H fr á 17. j úlí 2022. 170. Verður ekki heldur fallist á að það hafi þýðingu í þessu sambandi þótt fyrir liggi að rannsakendur hafi verið í einhverjum samskiptum við endurupptökubeiðanda í aðdraganda skýrslutökunnar 23. janúar 1976 og að takmarkaðar skráðar heimildi r liggi fyrir um í hverju þau voru nákvæmlega fólgin. Í málsgreinum 7 til 19 eru nánar rakin þau gögn sem liggja fyrir um aðdraganda þess að endurupptökubeiðandi gaf umrædda skýrslu 23. janúar 1976. Ekkert í þeim rennir stoðum undir að fyrrgreindum skilyrð um 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins sé fullnægt. Verður samkvæmt því ekki fallist á að þetta hafi þýðingu fyrir beiðni endurupptökubeiðanda. 171. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að verulegar líkur hafi verið leiddar að þ ví að sönnunargögn sem færð voru fram í máli Hæstaréttar hafi vegna annmarka á rannsókn málsins verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess eða að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins með sömu áhrifum, sbr. c - og d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 172. Samkvæmt b - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um endurupptöku ef ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins. Hvergi í gögnum málsins er að finna upplýsingar sem renna stoðum undir að ætla megi að lögregla , ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá endurupptökubeiðanda til að bera ranglega sakir á fjórmenningana vegna hvarfs Geirfinns. Þá verður ekki ráðið af gögnunum að vitni eða aðrir hafi vísvitandi borið rangleg a fyrir dómi eða að fölsuð skjöl hafi verið lögð þar fram. Verður endurupptökubeiðni á grundvelli b - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 af þessari ástæðu hafnað. Ástæður og hvatir rangra sakargifta 173. Endurupptökubeiðandi leggur áherslu á að hinar röngu sakargiftir eigi rætur sínar að rekja til frásagnar A sem dóttir hans, tengdasonur og fyrrum eiginkona báru um hjá lögreglu í október 1975 svo sem nánar er rakið í málsgrein 4 . Endurupptökubeiðandi telur að framburði hennar, Sævars og Kristjáns Viðars um tildrög að hvarfi Geirfinns svipi til lýsingar A . Af því megi draga þá ályktun að rannsakendur hafi stuðst við atvikin sem A lýsti við síðari yfirheyrslur og frumkvæðið því ekki getað komið frá endurupptö kubeiðanda. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 46 - 174. Endurupptökubeiðandi lagði þessu til stuðnings fram samantekt H 17. júlí 2022 sem aflað var undir rekstri málsins fyrir Endurupptökudómi. Í henni er meðal annars vísað til þessarar frásagnar A . Segir þar orðrétt um áhrif hennar: Rannsakendur virðast hafa notað þessa játningu sem tilgátu um aðdraganda og hvarf Geirfinns við yfirheyrslur yfir Erlu, Sævari og Kristjáni Viðari í janúar 1976 og síðar. Þetta veikir verulega gildi framburða dómfelldu í Geirfinnsmálinu. Þetta vinnulag var grundvallar villa við rannsóknina í Geirfinnsmálinu sem að mínu mati leiddi hana á villigötur 175. Þá segir jafnframt í samantektinni um fyrrgreinda skýrslu endurupptökubeiðanda 23. janúar 1976: þvingaður fram með ótta hennar við gæsluvarðhald og vera aðskilin frá hinu unga barni sínu. Ennfremur með leiðandi og að mestu óskráðum yfirheyrslum og rörsýn ran nsakanda 176. Um framangreint er til þess að líta að af gögnum málsins sem liggja fyrir dóminum verður hvergi ráðið að rannsakendur hafi notað játningu A á þann hátt sem þarna greinir. A hafna ði því strax að nokkuð væri til í því sem hann hafði sagt fjölskyldu sinni um vitneskju eða aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og virðist lögreglan í framhaldinu ekkert hafa aðhafst frekar vegna þessa framburða r. 177. Í skýrslu sem tekin var af H fyrir hér aðsdómi 28. janúar 2016 í sérstöku vitnamáli sem höfðað var við meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir endurupptökunefnd kom fram um framangreint A en eigi að síður er vísað til þ H getur ekki talist sönnun fyrir því, gegn andmælum gagnaðila, að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla megi að hefðu verulegu máli skipt fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau legið fyrir, sbr. áskilnað a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Hið sama gildir um þá fullyrðingu sem birtist í samantektinni og vísað er til hér að framan, að rangar sakargiftir sem birtust í skýrslu endurupptökubeiðanda 23. janúar 1976 hafi byggst á lei stoð í gögnum málsins sem bera eins og fyrr segir ekki annað með sér en að endurupptökubeiðandi hafi gefið þessa vitnaskýrslu án þrýstings rannsakenda. Hið sama gildir um skýrslur h ennar 3. og 10. febrúar 1976 þar sem hún bendlaði fleiri menn en Magnús og Einar við hvarf Geirfinns. 178. Í samantekt H kemur fram að hann telji að framburður endurupptökubeiðanda í janúar 1976 ji að framburður hennar sem bendlaði og að vera skilin frá ungu barni sínu. Hafi það verið stigmagnandi ógn yfir langt tímabil sem hafi leitt endurupptökubeiðanda til rangra sakargifta í Geirfinnsmálinu . Er þetta í samræmi við skýrslu H og I í skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Geirfinnsmálið frá 21. maí 2013 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að framburður endurupptökubeiðanda hafi verið óáreiðanlegur, þar með taldar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 47 - játningar hennar um rangar sakargiftir. Fyrir liggur að þeir útskýrðu nánar niðurstöðu sína við skýrslutöku fyrir héraðsdómi 28. janúar 2016 í sérstöku vitnamáli sem fyrr hefur verið vísað til. Þar kom meðal annars fram að þeir gerðu ekki greinarmun á áreiðanleika framburða endurupptökubeiðanda í skýrslum sem hún gaf meðan hún var í gæsluvarðhaldi og þegar hún var það ekki. Er þetta loks í samræmi við skýrslu sem endurupptökubeiðandi gaf fyrir héraðsdómi í tengslum við rekstur máls hennar um ógildingu á úrskurði endurupptökunefndar. Kemur þar meðal annars fram að hún hafi ek ki upplifað sig sem frjálsa manneskju á þessum tíma þótt hún hafi gengið frjáls ferða sinna. 179. Um síðastnefnt er til þess að líta að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að framangreindar hvatir endurupptökubeiðanda og sérstakar aðstæður hafi leitt til þes s að hún gaf fyrrgreindar skýrslur í janúar og febrúar 1976 um aðild fjórmenningana að hvarfi Geirfinns gæti það ekki leitt til sýknu hennar af broti gegn 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga. Sálrænar skýringar á því hvers vegna refsiverður verknaður e r unninn og hvað geranda gekk til verksins eru í refsirétti aðgreindar frá saknæmisskilyrðum. Í því felst að hvatir geranda sem liggja að baki refsiverðum verknaði leiða ekki einar og sér til sýknu af broti, jafnvel þótt þær kunni að vera virðingarverðar. Sem dæmi um virðingarverðar hvatir af þessum toga má nefna sjálfsbjargarhvöt, neyð og ótta. Meira þyrfti til að koma svo hvatir af þessum toga gætu átt hlut í því að saknæmisskilyrðum teldist ekki fullnægt, eins og til dæmis ef ótti eða sjálfsbjargarhvöt s tafaði af þvingun, valdbeitingu eða annars konar ólögmætu athæfi sem verður, sem fyrr greinir, ekki fallist á að eigi við hér. Í þessu samhengi er jafnframt rétt að geta þess að endurupptökubeiðandi var metin sakhæf og hefur ekki borið fyrir sig að hlutræn ar refsileysisástæður 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga hafi átt við um hana. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að þær aðstæður sem þar er vikið að, varðandi andlegt ástand þess sem fremur refsiverðan verknað, hafi átt við um endurupptökubeiðanda. Sa mkvæmt því verður ekki fallist á að forsendur séu til að verða við beiðni um endurupptöku málsins á grundvelli fyrrgreindra gagna sérfræðinga um sálrænar hvatir að baki skýrslum endurupptökubeiðanda um fjórmenningana og þær aðstæður sem áttu við um hana á umræddum tíma. Verður samkvæmt því ekki fallist á að ætla megi að þessi gögn hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá verður ekki fallist á að með þeim haf i verulegar líkur verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. c - lið sömu lagagreinar. 180. Samkvæmt framangreindu verður hvorki talið að með fyrrgreindum gögnum sálfræðin ganna H og I né með almennum rökstuðningi endurupptökubeiðanda hafi verulegar líkur verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli Hæstaréttar nr. 214/1978 hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Þá verður ekki lagt til grundvallar að þessi gögn hefðu verulegu máli skipt fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið sömu laga greinar . Loks verður ekki talið að ætla megi af þessum gögnum að öð rum skilyrðum þeirrar lagagreinar fyrir endurupptöku málsins teljist fullnægt. Samanburður við mál dómfelldu í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu og endurupptöku mála þeirra samkvæmt úrskurðum endurupptökunefndar 2017 ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 48 - 181. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 v oru Sævar og Kristján Viðar meðal annars sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi, sbr. 218. gr. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Þá voru þeir einnig dæmdir fyrir rangar sakargif tir samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa borið rangar sakir á fjórmenningana. Þá var Guðjón sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa ásamt öðrum orðið Geirfinni að bana og Tryggvi Rúnar fyrir manndráp af gáleysi með því að h afa ásamt öðrum orðið Guðmundi að bana. Loks var Albert Klahn sakfelldur fyrir að hafa tálmað rannsókn málsins að því er varðar Guðmund. Fyrir liggur að endurupptökubeiðandi var sýknuð bæði í héraði og fyrir Hæstarétti af þeim hluta ákæru sem laut að meintri aðild hennar að hvarfi og andláti Geirfinns. 182. Með úrskurðum endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 í málum nr. 5/2015, 6/2015, 7/2015, 8/2014 og 15/2015 var orðið við beiðnum um endurupptöku dóms Hæstaréttar nr. 214/1978 um ætluð manndráp af gáleysi framangreindra dómfelldu á Guðmundi og Geirfinni. Beiðni um endurup ptöku dómsins hvað varðar sakfellingu Sævars og Kristjáns Viðars fyrir rangar sakargiftir var hins vegar hafnað með samskonar rökstuðningi og beiðni endurupptökubeiðanda í máli nr. 7/2014. 183. Fyrir liggur að fyrrgreind sakfelling Sævars, Kristjáns Viðar og f leiri dómfelldu í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu fyrir manndráp af gáleysi var eingöngu byggð á játningum þeirra og lykilvitna sem öll höfðu gefið hvarflandi framburði og fjögur af fimm dregið framburði sína til baka. Engum sýnilegum sönnunargögnum var auk þess til að dreifa sem tengdu þá, svo óyggjandi væri, við málið. Niðurstaða endurupptökunefndar um að samþykkja endurupptöku málsins hvað varðar sakfellingu dómfelldu fyrir ætluð manndráp byggði einkum á því að verulegar líkur væru á því að við sönnunarmat í málinu hefði ranglega verið litið fram hjá áhrifum óvenjulega langrar og harðneskjulegrar einangrunarvistar á trúverðugleika framburða þeirra. Í því samhengi var meðal annars vísað til þess að þær meintu játningar sem sakfelling dómfelldu Guðjóns, Krist jáns Viðars og Sævars hefðu verið byggðar á varðandi Geirfinn hafi ekki komið fram fyrr en dómfelldu Kristján Viðar og Sævar hefðu sætt einangrun í tæpt ár. Var um þetta meðal annars litið til fyrrgreindrar sálfræðiskýrslu H og I í starfshópi innanríkisráð herra frá 2013. Var talið að skýrslutökurnar sem þessar játningar dómfelldu byggðust á hefðu í ýmsum atriðum brotið gegn þágildandi ákvæðum laga um meðferð opinberra mála. 184. Sé framangreint sett í samhengi við beiðni endurupptökubeiðanda er þess fyrst að gæt a að fyrir liggur í gögnum málsins, sem áður hafa verið rakin, að hún gaf fyrrgreindar yfirlýsingar um fjórmenningana í skýrslutökunum í janúar og febrúar 1976. Um ætluð manndráp á Guðmundi og Geirfinni var aðstaðan hins vegar sú að engin sýnileg sönnunarg ögn lágu fyrir um hvarf þeirra og andlát. Á þessu tvennu er sá grundvallarmunur að annars vegar er um að ræða játningar á verknaði sem engin sýnileg sönnunargögn báru með sér að hefði átt sér stað og hins vegar játningu á verknaði sem samræmist yfirlýsingu m sem ágreiningslaust er að endurupptökubeiðandi gaf. 185. Í annan stað er þess að gæta að þegar endurupptökubeiðandi gaf fyrrgreindar vitnaskýrslur hjá rannsóknarlögreglunni í janúar og febrúar 1976 sat hún ekki í gæsluvarðhaldi og hafði ekki sætt langvarandi einangrun eins og átti við um aðra dómfelldu að því er varðar ætluð manndráp á ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 49 - Guðmundi og Geirfinni. Þótt fyrir liggi að endurupptökubeiðandi hafi sætt gæsluvarðhaldi í eina viku í tengslum við svokallað póstsvikamál ríflega mánuði áður en hún gaf skýrsl u 23. janúar 1976 er ekkert í gögnunum sem rennir fullnægjandi stoðum undir að ætla megi að sú vist hafi verið þess eðlis að hún hafi leitt til þess að hún gaf fyrrgreindar skýrslur um fjórmenningana í tengslum við annað mál, hvarf Geirfinns. Að mati dómsi ns á slík ályktun sér hvorki fullnægjandi stoð í sálfræðiskýrslu H og I í starfshópi innanríkisráðherra frá 2013 né öðrum gögnum málsins. 186. Af samantekt H 17. júlí 2022, sem vísar til fyrrgreindrar skýrslu hans og I frá 2013, verður um framangreint fyrst og fremst ráðið, eins og fyrr greinir, að ótti endurupptökubeiðanda við frekari einangrunarvist í Síðumúlafangelsinu, ótti við að vera aftur skilin frá hinu unga barni sínu, eða að barnið yrði tekið frá henni ef hún reyndist ekki samvinnuþýð við rannsakendur , hafi einkum átt þátt í því að hún bar á fyrrgreindan hátt um ætlaða aðild fj ó rmenningana að málinu. Er um síðastnefnt vísað til fyrri umfjöllunar um áhrif hvata . Eins og þar greinir hafa þær einar og sér ekki áhrif á saknæmi verknaða r . Verður ekki talið hafa þýðingu í þessu sambandi þótt gæsluvarðhaldsvist endurupptökubeiðanda í tengslum við póstsvikamálið hafi hugsanlega gert hana viðkvæmari en ella fyrir frekari yfirheyrslum og þannig haft samv e rkandi áhrif á þessar hvatir. Er þá litið til þess sem fyrr greinir um að ekkert liggi fyrir í málinu um að þessar hvatir hafi orsakast af ólögmætu athæfi rannsakenda málsins eða annarra. Þannig verður ekki ráðið af gögnunum að ætla megi að framburður endurupptökubeiðanda um fjórmenningana hafi verið þvingaður fra m af rannsakendum eða að ólöglega hafi verið staðið að skýrslutökunum í janúar og febrúar 1976. Liggur loks ekkert fyrir um að þágildandi réttarfarslög hafi verið brotin í tengslum við þessar skýrslutökur ólíkt því sem átti við um skýrslutökur sem áttu sér stað síðar í tengslum við hvarf Guðmundar og Geirfinns. 187. Af hálfu endurupptökubeiðanda hefur verið vísað til þess að heildarmat í málinu eigi að leiða til þess að meta skuli framburði endurupptökubeiðanda með sama hætti og framburði annarra dómfelldu sem f ólu í sér játningu á því að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana. Í þessu sambandi hefur umtalsverða þýðingu að hinar langvarandi og harðneskjulegu skýrslutökur sem leiddu til þess að endurupptökunefnd samþykkti endurupptöku hluta dóms Hæstaréttar áttu sér ekki stað að því er varðar endurupptökubeiðanda fyrr en eftir að hún hafði bendlað fjórmenningana við málið og brotið var fullframið. Verður samkvæmt því ekki fallist á að sömu sjónarmið eigi við um fyrrgreindar skýrslur endurupptökubeiðanda í janúar og febrúar 1976 og getur heildstætt mat á málinu ekki breytt því. 188. Verður samkvæmt framangreindu ekki fallist á að heildarmat á málinu geti leitt til annarrar niðurstöðu en að framan greinir. Þar sem ekki verður talið að sömu sjónarmið eigi við um fyrrgrei ndar skýrslur endurupptökubeiðanda verður ekki fallist á að jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar eigi við, svo sem byggt er á af hálfu endurupptökubeiðanda. Um síðastnefnt er þess jafnframt að gæta að endurupptöku á sakfellingu Sævars og Kristjáns Við ars á þeim hluta málsins sem varðar rangar sakargiftir var einnig hafnað af endurupptökunefnd með samskonar rökstuðningi og nefndin hafnaði beiðni hennar. Er því ekki rétt sem byggt er á í endurupptökubeiðni að hún hafi ein þurft að sæta þeirri niðurstöðu ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 50 - endurupptökubeiðandi sýknuð af þeim hluta ákæru sem varðaði ætlaða aðild hennar að hvarfi Geirfinns. Eðli máls samkvæmt þ urfti hún því ekki eins og aðrir dómfelldu að leita eftir endurupptöku á þeim hluta dóms Hæstaréttar. Ætluð áhrif dóms héraðsdóms 4. janúar 2022 189. Í endurupptökubeiðni er vísað til þess að fyrir liggi dómur héraðsdóms 4. janúar 2022 sem hafi með efnislegum rökum talið að niðurstaða endurupptökunefndar í máli nr. 7/2014 hafi átt að vera önnur og að ekki væri lengur ljóst að sakfelling endurupptökubeiðanda í dómi Hæstaréttar nr. 214/1978 um rangar sakargiftir styddist við nægileg sönnunargögn. Telur endurupptö kubeiðandi jafnframt hafa þýðingu að íslenska ríkið, með aðkomu dómsmálaráðherra, hafi kosið að una dóminum. 190. Um framangreint er til þess að líta að Endurupptökudómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli IX. kafla laga nr. 50/2016 um dómstóla. Er hlutver k hans samkvæmt 1. mgr. 54. gr. þeirra laga að skera úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti en um skilyrði endurupptöku fer eftir ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og laga nr. 88/ 2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 50/2016. Eru úrskurðir Endurupptökudóms um hvort skilyrðum til endurupptöku sé fullnægt endanlegir og verður ekki skotið til annars dómstóls, sbr. 1. málslið 2. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 3. m gr. 232. gr. sömu laga að því er varðar mál sem hefur verið dæmt í Landsrétti eða Hæstarétti. 191. Við mat á því hvort skilyrðum teljist fullnægt til endurupptöku málsins er Endurupptökudómur einungis bundinn af framangreindum ákvæðum laga um meðferð sakamál a, ákvæðum stjórnarskrárinnar, mannréttindasáttmála Evrópu og ýmsum almennum reglum um rekstur mála fyrir dómstólum sem ekki verða raktar nánar hér. Samkvæmt því bindur fyrrgreind niðurstaða héraðsdóms ekki á neinn hátt hendur dómsins við mat á því hvort s kilyrðum endurupptöku teljist fullnægt. Hið sama gildir um þá ákvörðun íslenska ríkisins að áfrýja dómi héraðsdóms ekki til Landsréttar. 192. Þótt Endurupptökudómur sé ekki bundinn af umfjöllun eða eftir atvikum niðurstöðu annarra dómstóla um mat á því hvort s kilyrðum fyrir endurupptöku teljist fullnægt er ekki loku fyrir það skotið að við meðferð slíkra mála hafi verið lögð fram sönnunargögn sem geti haft áhrif á það mat, þar með taldar skýrslur sem þar hafi verið teknar af aðilum og vitnum. Þannig er hugsanle gt að við meðferð slíkra mála hafi komið fram ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu máls sem leitað er endurupptöku á ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Get a slík gögn eða upplýsingar eðli máls samkvæmt jafnframt haft áhrif á mat á því hvort öðrum skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laganna teljist fullnægt. 193. Af dómi héraðsdóms 4. janúar 2022 verður ekki ráðið að þar hafi verið lögð fram ný gögn sem áhrif geta haft á þau sjónarmið sem áður hafa verið rakin um beiðni endurupptökubeiðanda. Gildir það jafnframt um þær skýrslutökur sem fóru fram við aðalmeðferð mál sins fyrir héraðsdómi en endurrit af þeim liggur fyrir dóminum. Er þar um að ræða skýrslur endurupptökubeiðanda, L , K , M , ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 51 - D , Magnúsar Leópoldssonar, Einars Bollasonar, Valdimars Olsen, C og N . Verður ekki talið að þessi gögn hafi að geyma nýjar upplýsingar sem renni stoðum undir að ætla megi að skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 teljist fullnægt. 194. Samkvæmt framangreindu verður ekki talið að dómur héraðsdóms 4. janúar 2022 hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins. Ætluð áhrif dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 og dóma Landsréttar 17. desember 2021 í málum nr. 250/2020, 638/2020 og 636/2020 195. Í endurupptökubeiðni er vísað til dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017 þar sem Hæstiréttur sýknaði aðra dómfelldu í máli Hæstarétt ar nr. 214/1978 af þeirri háttsemi að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana og tálmað rannsókn á máli Guðmundar að því er varðar einn dómfellda. Telur endurupptökubeiðandi að dómur Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 geti ekki staðið rði eftir sýknu annarra ákærðu. Nú liggi fyrir sýkna um aðild sakborninganna og ekki geti því staðist að eftir standi dómur þar sem lagt er til grundvallar að röngu sakargiftirnar eirra í dauða Geirfinns 196. Um dóm Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 er þess að geta að þar er ekki að finna neina efnislega umfjöllun um dóm réttarins í máli nr. 214/1978 sem þýðingu getur haft við mat á því hvort skilyrðum endurupptöku samkvæmt 1 . mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 teljist fullnægt. Byggði niðurstaða dómsins um sýknu dómfelldu alfarið á kröfugerð ákæruvaldsins um sýknu þeirra. Verður ekki ráðið af dóminum að þar hafi verið lögð fram nein ný gögn sem þýðingu gætu haft fyrir mat dómsins á því hvort skilyrðum fyrir endurupptöku málsins hvað varðar rangar sakargiftir teljist fullnægt. 197. Af hálfu endurupptökubeiðanda hefur verið vísað til þess að grundvöllur fyrir niðurstöðu réttarins um hinar röngu sakargiftir hafi brostið við sýknudóm Hæst aréttar í máli nr. 521/2017 þar Líta verður til þess að bro t gegn 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga er sjálfstætt brot sem telst, sem fyrr greinir, fullframið er hinn rangi framburður er látinn í té. Verknaðarlýsing ákvæðisins nær an verknað óháð sönnun um hinn refsiverða verknað. Verður samkvæmt því ekki fallist á að það hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins þótt nú liggi fyrir að aðrir dómfelldu hafi verið sýknaður af ætlaðri aðild að hvarfi og andláti Guðmundar og Geirfinns. Engin b ein tengsl eru á milli forsendna fyrir sýknu þeirra og sakfellingar endurupptökubeiðanda, Sævars og Kristjáns Viðars af ákæru um rangar sakargiftir. Sá þáttur hæstaréttarmálsins var ekki endurupptekinn og því ekki um hann fjallað í dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Að mati dómsins er ekki hægt að álykta að verulegar líkur séu á að litið hefði verið öðruvísi á saknæmi verknaðar endurupptökubeiðanda þótt niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 hefði legið fyrir. Verður því ekki talið að með dómi Hæstar éttar séu komin fram ný gögn eða upplýsingar sem hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefði komið fram áður en dómur gekk í máli endurupptökubeiðanda, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 52 - verður ekki talið að með dómi Hæst aréttar hafi verulegar líkur verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. c - lið sömu lagagreinar. 198. Verður samkvæmt framangreindu ekki talið að dómur Hæstaréttar í má li nr. 521/2017 geti hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins. 199. Í endurupptökubeiðni er jafnframt vísað til dóma Landsréttar 17. desember 2021 í málum nr. 250/2020, 638/2020 og 636/2020. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að Landsréttur hafi í dómum sínum fjalla ð um rannsóknaraðferðir lögreglu, nánar tiltekið við mat á því hvort umræddir einstaklingar hefðu borið eigin sök á því hvernig fór. Hafi því verið hafnað. 200. Framangreindir dómar Landsréttar fjölluðu um skaðabótakröfur þriggja dómfelldu í máli Hæstaréttar nr. 214/1978 sem voru sýknaðir með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Byggðu kröfur þeirra á því að þeir hefðu orðið fyrir miska - og fjártjóni vegna rangra r sakfellingar sem hefði ekki verið að fullu bætt á grundvelli laga nr. 128/2019. Umfjöllun í dómum Landsréttar um þær rannsóknaraðferðir sem notast var við í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu tók alfarið mið af fyrrgreindum niðurstöðum endurupptökunefndar sem leiddu til þess að fallist var á endurupptökubeiðni þessara sömu aðila og þeir síðar sýknaðir með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017. Eins og fyrr hefur verið rakið verður ekki fallist á að þau sjónarmið eigi við um mál endurupptökubeiðanda að því er va rðar hinar röngu sakargiftir í janúar og febrúar 1976. Þegar af þeirri ástæðu hafa þessir dómar Landsréttar enga þýðingu fyrir úrlausn málsins en ekki er að sjá af þeim að þar hafi legið fyrir nein ný gögn eða upplýsingar sem geta haft þýðingu fyrir mat á skilyrðum endurupptöku. 201. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að fyrrgreindir dómar sem endurupptökubeiðandi hefur vísað til veiti stoð fyrir endurupptöku málsins. Sé litið til refsiramma 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, alvarleika málsins s em endurupptökubeiðandi bendlaði fjórmenningana við og afleiðin ganna fyrir þá , sem lýst er í málsgrein 1 53 , verður ekki fallist á að gögn málsins geti af öðrum ástæðum leitt til endurupptöku málsins á grundvelli 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Samantekt 202. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki fallist á: i) að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu máls endurupptökubeiðanda ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk; eða ii) að ætla megi að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefu r valdið rangri niðurstöðu málsins; eða ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 8/2022 - 53 - iii) að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli endurupptökubeiðanda hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess; eða iv) að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 203. Er skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku dóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 samkvæmt framangreindu ekki fullnægt. Ber því að hafna beiðni endurupptökubeiðanda. 204. Í ljó si þess að ekki er fallist á beiðni um endurupptöku eru ekki skilyrði til að verða við kröfu endurupptökubeiðanda um að þóknun skipaðs verjanda hennar verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 6. mgr. 231. gr. og 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptökubeiða nda verður samkvæmt því gert að greiða skipuðum verjanda sínum þóknun sem telst hæfilega ákveðin 3.069 .000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Erlu Bolladóttur, um endurupptöku á máli Hæstaréttar nr. 214/1978 frá 22. febrúar 1980, að því er varðar rangar sakargiftir á hendur Magnúsi Leópoldssyni, Einari Gunnari Bollasyni, Valdimar Olsen og Sigurbirni Eiríkssyni, er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttu r lögmanns, 3 .0 69 .000 krónur.