Úrskurður fimmtudaginn 16. janúar 2025 í mál i nr . 7/2024 Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Jónas Þór Guðmundsson, Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 21. nóvember 2024 fór endurupptökubeiðandi , A , , Kópavogi, fram á endurupptöku á máli nr. 285/2024: A gegn B sem lauk með úrskurði Landsréttar 10. maí 2024. Málsatvik 3. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 2024 í máli nr. Q - /2023 var leyst úr nánar tilgreindum ágreiningi endurupptökubeiðanda og fyrrum sambýliskonu hans við opinber skipti til slita á óvígðri sambúð. Föstudaginn 9. febrúar 2024, klukkan 15.57, sendi endurupptökubeiðandi tölvupóst á almennt netfang Héraðsdóms Reykjaness þ ar sem þe ss var krafist að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi og úrskurðað um helmingaskipti vegna sölu málsaðila á nánar tilgreindri fasteign. Fram kom að endurupptökubeiðandi gæti ekki fallist á þá afstöðu héraðsdóms að ekki hefði myndast fjárhagsleg sa mstaða með málsaðilum, enda hefðu þau meðal annars verið með sama bankareikning og staðið saman að atvinnurekstri. 4. Með tölvubréfi skrifstofustjóra Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 12. febrúar 2024, klukkan 9.19, var endurupptökubeiðandi upplýstur um að ekk i væri hægt að móttaka kæru þar sem aðeins hefði borist tölvupóstur og kærugjald ekki verið greitt. Endurupptökubeiðanda var leiðbeint um að kæra þyrfti að berast í undirrituðu skjali. Honum var einnig leiðbeint um að greiða þyrfti kærugjald og veittar upp lýsingar um hvernig unnt væri að inna greiðsluna af hendi. Tekið var fram að kæra þyrfti að berast sama dag og dygði að senda hana sem fylgiskjal í tölvupósti en frumrit þyrfti þó að berast sem fyrst. Endurupptökubeiðandi sendi tölvupóst síðar sama dag og vísaði til þess að hann hefði aflað leiðbeininga frá Landsrétti. Þar hefði ekki verið vikið að því hvernig erindið ætti að berast Reykjaness. Tekið var fram að endurupptö kubeiðandi gæti ekki skilað undirrituðu skjali þennan dag þar sem hann væri ekki á landinu. Þá kom fram að hann myndi borga 70.000 krónur til héraðsdóms 5. Endurupptökubeiðandi kvartaði til nefndar um dómarastörf vegna starfa héraðsdómarans við Héraðsdóm Reykjaness, sem kvað upp úrskurðinn 29. janúar 2024 . Í áliti nefndarinnar frá 22. mars 2024 í máli nr. 3/2024 kemur fram að endurupptökubeiðandi hafi byggt á því fyrir nefndinni að héraðsdómarinn hafi ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu við móttöku á kæru úrskurðarins til Landsréttar. Benti endurupptökubeiðandi á að 29. febrúar 2024 hefðu enn engin svör borist frá héraðsdómaranum og skort hafi á leiðbeininga skyldu hans gagnvart honum, sbr. a - c liði 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þannig hafi dómarinn vanrækt skyldur sínar og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 7/2024 - 4 - endurupptaka dóma en ekki úrskurði. Sem fyrr segir á hið sama við um núgildandi ákvæði laga nr. 91/1991. 18. Af öllu framangreindu leiðir að í gildandi lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku úrskurðar svo sem endurupptökubeiðandi hefur farið fram á í máli þessu. Samkvæmt því telst beiðni hans um endurupptöku úrskurðar Landsréttar 10. maí 2024 í máli nr. 285/2024 bersýnilega ekki á rökum reist í s kilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 19. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endu rupptökudómi.