Úrskurður miðvikudaginn 10. maí 2023 í máli nr . 2/2023 Endurupptökubeiðni Iraco ehf. 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 11. janúar 2023 fór endurupptökubeiðandi, Iraco ehf., [...] , fram á endurupptöku á útivistarmáli nr. E - 1260/2022: Róbert Breiðfjörð Jóhannesson gegn Iraco ehf., sem lauk með áritaðri stefnu í Héraðsdómi Reykjaness 7. júlí 2022. 3. Gagnaðili, Róbert Breið fjörð Jóhannesson, krefst þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað auk málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. 4. Gagnaöflun lauk í málinu 3. apríl 2023 . Málsatvik 5. Gagnaðili var starfsmaður hjá endurupptökubeiðanda þar til vinnusambandinu lauk á síðari hluta árs 2021. Í kjölfar þess varð ágreiningur milli aðila um lok vinnu s ambandsins og meðal annars hafði gagnaðili uppi fjárkröfur á hendur endurupptökubeiðanda í kjölfar starfslokanna. Fóru samskipti aðilanna fram fyrir atbeina lögmanna málsaðila. Með stefnu sem birt var 2 4 . júní 2022 stefndi gagnaðili endurupptökubeiðanda vegna kröfu um laun og orlofsgreiðsl ur sem hann taldi sig eiga inni hjá honum. 6. Birtingarvottorðið, sem lagt er fram í málinu, ber með sér að viðtakandi stefnunnar hafi verið end urupptökubeiðandi. Samkvæmt vottorðinu var stefnan birt starfsmanni endurupptökubeiðanda á starfstöð félagsins 24. júní 2022 kl ukkan 9.15. 7. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 29. júní 2022. Útivist varð af hálfu endurupptökubeiðanda og var stefna n ásamt ákvörðun um málskostnað árituð um aðfararhæfi 7. júlí 2022. Gagnaðili sendi aðfararbeiðni dags ett a 5. október 2022 til sýslumanns. Endurupptökubeiðandi kveðst hafa borist boðun til fjárnáms hjá sýslumanni dagsett 20. október 2022. Er frá því greint í beiðni endurupptökubeiðanda að fyrirsvarsmaður hans hafi ekki vitað af því að málið hafi verið komið í téðan farveg fyrr en 14. nóvember 2022. 8. Þann 22. nóvember 2022 lagði endurupptökubeiðandi fram endurupptökubeiðni í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli 2. mgr. 137. gr. og 138. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gerð var krafa um að málsúrslitum yrði breytt og endurupptökubeiðanda veittur frestur til að skila greinargerð og gögnum í málinu. Þá var gerð krafa um að réttaráhrif áritunar stefnunnar féllu niður þar til málinu lyki á ný í héraðsdómi. Beiðni endurupptökubeiðanda var hafnað með ákvörðun héraðsdóms 5. desember 2022. Voru þau rök færð fyrir synjuninni að ekkert í gögnum málsins sýndi fram á annað en að birting hinnar árituðu stefnu hefði v erið lögmæt. Í synjuninni var tekið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2/2023 - 2 - fram að hægt væri að krefjast úrskurðar um hana með vísan til 2. mgr. 138. gr. laga nr. 91/1991. Ekki var farið fram á slíkan úrskurð. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 9. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skilyrði b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé uppfyllt í málinu. Er á því byggt af hans hálfu að birting stefnunnar hafi ekki verið lögmæt í skilningi 83. gr. laga nr. 91/1991 og því hefði verið rétt að vísa mál inu frá dómi er það var tekið fyrir. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að hinu almenna skilyrði um að atvik mæli með endurupptöku sé fullnægt, enda fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir félagið. 10. Á því er byggt af hálfu endurupptökubeiðanda að hann hafi e kki getað vitað með hvaða hætti stefnan hafi verið birt, þar sem hún hafi aldrei skilað sér til hans. Hann hafi ekki vitað af málinu fyrr en löngu eftir að stefnan var árituð. Þegar hann hafi loks fengið vitneskju um málið vegna aðfararbeiðninnar hafi honu m orðið ljóst hvernig staðið hafi verið að stefnubirtingunni. Byggir hann á því að með því verði að líta svo á að nýjar upplýsingar um annað en málsatvik hafi þar með komið fram eftir að dómur gekk í málinu. Vísar hann til úrskurðar Endurupptökudóms 10. nó vember 2022 í máli nr. 14/2022 þar sem fallist var á endurupptöku sökum annmarka á stefnubirtingu. 11. Endurupptökubeiðandi byggir ennfremur á því að birtingavottorðið sé haldið þeim ágalla að á það hafi ekki verið ritaðar tilteknar upplýsingar um móttakanda s tefnunnar og að hann hafi ekki undirritað birtingarvottorðið. Móttakandi stefnunnar hafi ekki vitað að um stefnu væri að ræða og ekki verið upplýstur um réttaráhrif hennar eða um hvaða skyldur hann hefði í tengslum við birtinguna. Í 86. gr. laga nr. 91/199 1 sé að finna reglur um framkvæmd stefnubirtinga sem ekki hafi verið fylgt. Stefnuvotti sé skylt að upplýsa þann sem stefna er birt fyrir að um sé að ræða stefnu og að móttakandi þurfi að koma afriti stefnunnar í réttar hendur. Sé þetta ítrekað í athugasem dum með frumvarpi því sem varð að lögum um meðferð einkamála og byggir endurupptökubeiðandi á því að umrædd fyrirmæli hafi að engu verið höfð við stefnubirtinguna. Er á því byggt að sá starfsmaður endurupptökubeiðanda sem við stefnunni tók hafi enga grein gert sér fyrir því hvað hafi verið í bréfinu sem hann tók við af stefnuvottinum. 12. Endurupptökubeiðandi byggir á því að afleiðing þess að móttakandi stefnunnar hafi enga grein gert sér fyrir því hvers eðlis erindið var sem hann móttók og hversu brýnt það væ ri að hann kæmi því í réttar hendur hafi valdið því að stefnan hafi aldrei ratað í réttar hendur. 13. Endurupptökubeiðandi byggir á því að fyrirmælum 84. gr. laga nr. 91/1991 hafi ekki verið framfylgt. Þar sé meðal annars kveðið á um að stefnandi afhendi stef nuvotti frumrit stefnunnar ásamt samriti handa stefnda. Hverju samriti skuli fylgja opið umslag merkt með nafni og heimili stefnda og áritað um að það hafi að geym a stefnu í tilteknu máli og hvenær birting megi síðast fara fram til að stefnufresti verði ná ð. Ljóst eigi að vera að þessum fyrirmælum hafi ekki verið fylgt, enda hefði ekki farið svo fyrir stefnunni ef þeim hefði verið fylgt, en hann kveður stefnuna ekki enn hafa fundist þrátt fyrir leit. 14. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að ákvæði laga nr. 91/1991 hafi það hlutverk að stuðla að því að aðili sem stefnt er í einkamáli fái vitneskju um málshöfðun gegn honum. Reglurnar geti aldrei tryggt það að stefndi fái vitneskju um málshöfðun á hendur honum fyrir þingfestingu en reglur um endurupptöku þjóni þeim tilgangi að bregðast við þeim aðstæðum og séu þær nokkuð rúmar, ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2/2023 - 3 - sér í lagi ef stefndi bregst tímanlega við eftir að honum verða málsúrslit kunn eins og í tilviki endurupptökubeiðanda . Byggir hann á því að rýmri skilyrði séu fyrir endurupptöku útivista rmáls en mála sem hafi verið sótt og varin, enda sé mikilvægt að stefndi fái sanngjarnt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í dómsmáli sem varðar hagsmuni hans. Endurupptökubeiðanda sé engin önnur leið fær en að óska eftir endurupptöku málsin s með vísan til b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991, þar sem líta megi svo á að stefna hafi aldrei verið réttilega birt og upplýsingar um það hafi ekki komið fram fyrr en eftir að dómur í málinu var kveðinn upp. 15. Loks vísar endurupptökubeiðandi til þess að full ástæða hafi verið fyrir hann að taka til varna í málinu. Telur hann kröfu gagnaðila byggða á veikum grunni og að ekkert tiltökumál hefði verið fyrir hann að verjast henni hefði hann fengið sanngjarnt tækifæri til þess, sem hefði orðið raunin m eð réttri birtingu stefnunnar og eðlilegum vinnubrögðum og samskiptum gagnaðila við meðferð málsins. Rökstuðningur gagnaðila. 16. Gagnaðili gerir kröfu um að endurupptökubeiðninni verði hafnað auk þess að gera kröfu um málskostnað að mati dómsins. 17. Gagnaðili vísar til þess að heimildir til endurupptöku dómsmála séu takmarkaðar. Sá sem geri kröfu um endurupptöku máls verði að tæma þær réttarfarsleiðir sem honum standa til boða til að ná fram kröfum sínum. Ekki fáist séð að endurupptökubeiðandi hafi ós kað eftir úrskurði um þá ákvörðun héraðsdóms að synja honum um endurupptöku málsins. M eð því hafi hann ekki látið reyna á rétt sinn til endurupptöku með úrskurði hafi hann ekki tæmt þær kæruleiðir sem honum stóðu til boða. Beri þegar af þeirri ástæðu að hafna beiðni endurupptökubeiðanda. 18. Þá byggir gagnaðili á því að með því að krafan hafi verið að fullu greidd og án fyrirvara verði að líta svo á að réttarágreiningi aðilanna sé lokið og þ ví hvorki ástæða né lagaskilyrði til að endurupptaka málið nema með framlagningu nýrra gagna sem gætu breytt málsúrslitum. Engin gögn hafa þó verið lögð fram þar um. 19. Gagnaðili telur að því skilyrði 191. gr. laga nr. 91/1991 að stórfelldir hagsmunir séu í h úfi ekki vera uppfyllt. Vísar hann til þess að endurupptökubeiðandi hafi samkvæmt ársreikningi 2022 verið með 3,5 milljarða króna í rekstrartekjur og að laun og launatengd gjöld hafi samkvæmt reikningnum numið 469 milljónum króna. Uppgerð krafa að fjárhæð tæplega 3,3 milljónir króna séu því langt frá að teljast stórfelldir hagsmunir fyrir endurupptökubeiðanda. 20. Þá telur gagnaðili að því meginskilyrði laga nr. 91/1991 að fyrir liggi ný gögn sem gætu hafa breytt dómsniðurstöðu, ef þau hefðu legið fyrir, sé ekki fullnægt. Engin ný gögn hafi ver i ð lögð fram og því uppfylli krafa endurupptökubeiðanda ekki skilyrði laganna. 21. Gagnaðili vísar til þess að endurupptökubeiðnin byggi á sömu rökum og endurupptökubeiðnin til héraðsdóms um að stefnubirting hafi ekki fulln ægt lagaskilyrðum. Héraðsdómur Reykjaness hafi þegar skorið úr um að stefnubirtingin hafi verið lögmæt. Ekkert nýtt hafi komið fram sem hnekki þeirri niðurstöðu og endurupptökubeiðandi ekki leitað eftir úrskurði héraðsdóms til að fá þeirri niðurstöðu hnekk t. Það sé ekki hlutverk Endurupptökudóms að samþykkja beiðnir til að dómstólar endurskoði fyrri ákvarðanir sínar út frá sömu gögnum og lágu fyrir við afgreiðslu málsins, eins og fram hafi komið í fyrri úrskurðum dómstólsins. 22. Gagnaðili vísar til þess að í úrskurði Endurupptökudóms 10. nóvember 2022 í máli nr. 14/2022 hafi verið lögð fram ný gögn sem sýni fram á að endurupptökubeiðandi í því máli hafi ekki átt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2/2023 - 4 - lögheimili á þeim stað þar sem stefna var birt. Því sé alfarið hafnað að sá úrskurður hafi fordæmis gildi í máli þessu. 23. Gagnaðili byggir á því að endurupptökubeiðandi hafi hvorki lagt fram ný gögn né leitt sterkar líkur að því að niðurstöðu málsins verði breytt. Engar efnislegar röksemdir hafi verið lagðar fram eða mæl i fyrir sterkum líkum á því að máls úrslit hefðu orðið með öðrum hætti og því uppfylli beiðni endurupptökubeiðanda hvorki skilyrði a - eða b - liðar 191. gr. laga nr. 91/1991. 24. Loks vísar gagnaðili til þess að þegar félagi sé stefnt, þá megi birting stefnu fara fram á stjórnarstöð þess , sbr. 4 . mgr. 85. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt 87. gr. sömu laga skuli að lokinni stefnubirtingu gefið út vottorð. Birting stefnunnar hafi verð í samræmi við lög og því lögmæt. Vottorð liggi fyrir um birtingu stefnunnar fyrir starfsmanni endurupptökubeiðanda se m ekki hafi verið hnekkt, en samkvæmt 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991 teljist efni birtingarvottorðs rétt þar til hið gagnstæða sann i st. Endurupptökubeiðandi hafi ekki sannað hið gagnstæða en aðeins haft frammi staðhæfingar um að tiltekin ákvæði laga nr. 91/1991 hafi ekki verið uppfyllt við stefnubirtinguna. Þessi atriði hafi öll legið fyrir er héraðsdómur komst að þeirri ákvörðun að hafna endurupptöku. Fullyrðingum endurupptökubeiðanda um að birting stefnunnar hafi ekki verið lögmæt er mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Niðurstaða 25. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að héraðsdómur sem gengið hefur í máli verði endurupptekinn sé öðrum tilteknum skilyrðum laganna fullnægt. 26. Endurupptökudómur hefur með úrskurði 10. nóvember 2022 í máli nr. 14/2022 þegar tekið afstöðu til þess að dómstóllinn hafi heimild til að fjalla um endurupptöku máls sem lokið hefur með áritun héraðsdómara á stefnu eins og hér háttar til . 27. Að þessu frágeng nu kemur til skoðunar hvort fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 fyrir endurupptöku málsins . Endurupptökubeiðandi byggir á því að skilyrði b - liðar ákvæðisins sé uppfyllt í málinu. Samkvæmt því getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breytt r ar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þá þarf því almenna skilyrði að vera fullnægt að atvik mæli með því að endurupptaka ve rði leyfð, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Er á því byggt af hálfu endurupptökubeiðanda að birting stefnu á hendur honum hafi ekki verið lögmæt í skilningi XIII. kafla laga nr. 91/1991 og því hefði ekki átt að dómtaka málið eða ári ta stefnuna á hendur honum, heldur vísa frá dómi. 28. Endurupptökudómur leggur sjálfstætt mat á það hvort að stefna á hendur endurupptökubeiðanda hafi verið birt með lögmætum hætti eftir XIII. kafla laga nr. 91/1991 , þó Héraðsdómur Reykjaness hafi áður með ák vörðun lagt mat á það í tengslum við beiðni endurupptökubeiðanda við endurupptöku málsins með vísan til a - liðar 2. mgr. 137. gr. og 138. gr. laganna. 29. Af framlögðum gögnum málsins fæst ekki séð að endurupptökubeiðandi hafi lagt fram önnur gögn en lágu fyrir Héraðsdómi Reykjaness þegar sá dómstóll tók með fyrrgreindum hætti þá ákvörðun að birting stefnunnar hefði farið fram með lögmætum hætti. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2/2023 - 5 - 30. Samkvæmt a - lið 1. mgr. 83. gr. laga nr . 91/1991 er birting stefnu lögmæt ef stefnuvottur vottar að hann hafi birt hana fyrir stefnda eða einhverjum sem er bær að taka við henni í hans stað. Í 4. mgr. 85. gr. sömu laga kemur fram að ef félagi er stefnt, þá megi birting stefnunnar alltaf fara fr am á stjórnarstöð þess þótt fyrirsvarsmaður hafi þar ekki fastan vinnustað, en þá skuli að jafnaði birt fyrir æðsta starfsmann i þess sem náð verði til. Endurupptökubeiðandi hefur ekki lagt fram nein gögn sem sýna fram á að farið hafi verið á svig við þetta ákvæði við birtingu stefnunnar. Þá hefur endurupptökubeiðandi ekki lagt fram nein gögn eða upplýsingar sem sýna fram á að stefnuvotturinn hafi farið á svig við ákvæði 2. mgr. 86. gr. laga nr. 91/1991 við stefnubirtinguna, en birtingarvottorð bera almennt ekki með sér fyrirmæli stefnuvotta til þeirra sem við stefnum taka. Í því vottorði sem lagt hefur verið fram í málinu liggja fyrir upplýsingar um öll þau atriði sem slík vottorð þurfa að bera með sér samkvæmt ákvæðum XIII. kafla laga nr. 91/1991. Samkvæmt 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991 telst efni birtingarvottorðs vera rétt þar til hið gagnstæða sannast. E ndurupptökubeiðandi hefur ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því að efni birtingarvottorðsins sé rangt. 31. Samkvæmt öllu framansögðu er ekki fullnægt sk ilyrðum b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Er því beiðni um endurupptöku málsins þegar af þeirri ástæðu hafnað. 32. Gagnaðili gerir kröfu um málskostnað úr hendi endurupptökubeiðanda. Með vísan til 7. mgr. 192. gr., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , ver ður endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðila málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 372.000 krónur. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Iraco ehf. , um endurupptöku á máli nr. E - 1260/2022 sem lauk með áritun stefnu í Héraðsdómi Reykjaness 7. júlí 2022 er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði gagnaðila, Róbert i Breiðfjörð Jóhanness yni , 372.000 krónur í málskostnað.