Úrskurður þriðjudaginn 28. febrúar 2023 í mál i nr . 31/2022 Endurupptökubeiðni X 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Hólmfríður Grímsdóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 19. desember 2022 fór endurupptökubeiðandi , X , [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 100/2021: Ákæruvaldið gegn X , sem dæmt var í Landsrétti 5. nóvember 2021. Auk endurupptöku málsins krefst endurupptökubeiðandi þess að af vitnunum A [...] og B réttaráhrif dóms L andsréttar verði felld niður á meðan að málið er rekið fyrir Endurupptökudómi og Málsatvik 3. Héraðssaksóknari höfðaði mál gegn endurupptökubeiðanda með ákæru útgefinni 22. maí 2020 fyrir kynferðisbrot í starfi sínu sem nuddari. Í ákærunn i var endurupptökubeiðanda gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum með því að hafa á meðferðarstofu sinni haft við þær önnur kynferðismök en samræði með nánar tilgreindum hætti þegar þær lágu á nuddbekk. Var talið að brot endurupptökubeiðanda vörðuðu við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brotaþolarnir höfðu uppi bótakröfur að fjárhæð 2.500.000 krónu r hver, auk nánar tilgreindra vaxta og dráttarvaxta. Endurupptökubeiðandi krafðist aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að bótakröfum y rði vísað frá dómi en að því frágengnu að hann yrð i dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfðu og að dæmdar bætur yrðu stórlega lækkaðar. Þá krafðist hann þess að málsvarnarlaun verjanda yrðu greidd úr ríkissjóði. 4. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 6. janúa r 2021 var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn konunum fjórum þannig að varðaði við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Var hann dæmdur til að sæta fangelsi í fimm ár. Þá var endurupptökubeiðanda gert að greiða brotaþolum alls 5. 300.000 krónur í miskabætur með nánar tilteknum vöxtum, útlagðan sakarkostnað að fjárhæð 1.586.333 krónur, þóknanir þriggja réttargæslumanna að fjárhæð samtals 3.578.795 krónur og málsvarnarlaun verjanda síns, 9.176.000 krónur. 5. Ríkissaksóknari skaut málin u til Landsréttar 2. febrúar 2021 í samræmi við yfirlýsingu endurupptökubeiðanda um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing yrði þyngd en endurupptökubeiðandi og brotaþolar höfðu uppi sambærilegar kröfur og í héraði. 6. Með dómi Landsréttar 5. nóvember 2021 í máli nr. 100/2021 var refsing endurupptökubeiðanda þyngd í sex ára fangelsi. Ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfur skyldu vera óröskuð. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað voru staðfest að öðru leyti en því að 264.400 krónur í útlagðan kostnað verjan da vegna þýðingar skyldu teljast til sakarkostnaðar í héraði sem greiðast ætti úr ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 31/2022 - 2 - ríkissjóði. Þá var endurupptökubeiðanda gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, samtals að fjárhæð 3.399.860 krónu r, og þóknun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, samtals að fjárhæð 1.549.070 krónur. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi byggir á því að hann hafi með dómi Landsréttar verið ranglega sakfelldur fyrir nauðgun gegn fjórum konum. Þær hafi, ásamt stórum hópi annarra kvenna, sameinast um að bera hann röngum sökum um kynferðisbrot og í því skyni samræmt sögur sínar. Þá byggir hann á því að konurnar hafi sjálfviljugar gengist undir meðferð, sem í sumum tilvikum en þó ekki öllum, hafi falið það í sér að unnið hafi verið með stoðkerfisvandamál í gegnum leggöng eða endaþarm. Konurnar hafi ekki aðeins komið til hans að eigin frumkvæði h eldur greitt fyrir þjónustu hans. Enn fremur byggir hann á því að í sumum tilvikum, þar á meðal í tilviki eins brotaþola samkvæmt dómi Landsréttar, hafi konur leitað til hans og borgað fyrir meðhöndlun sem hafi miðað að því að veita þeim kynferðislega ánæg ju. 8. Endurupptökubeiðandi telur skilyrði fyrir endurupptöku uppfyllt þar sem fram séu komin vitni sem geti borið um að frásögn einnar kvennanna fjögurra fyrir dómi hafi verið mjög ólík því hvernig hún hafi lýst viðskiptum sínum við endurupptökubeiðanda fyr ir vinkonum sínum. Því sé kominn fram rökstuddur grunur um að endurupptökubeiðandi hafi verið sakfelldur á grundvelli rangra sakargifta. Nauðsynlegt sé að fá fram vitnisburð sem varpi nýju ljósi á málið og geti að líkindum kollvarpað forsendum dómstóla fyr ir sakfellingu. Fram kemur í endurupptökubeiðni að lögmaður endurupptökubeiðanda fyrir Endurupptökudómi hafi hitt verjanda endurupptökubeiðanda sem gætti hagsmuna hans í héraði og fyrir Landsrétti. Sá síðarnefndi hafi tjáð lögmanninum að tiltekin tvö vitni , vinkonur einna kvennanna sem endurupptökubeiðandi var dæmdur fyrir að nauðga, haldi því fram að það hafi komið þeim mjög á óvart þegar sá brotaþoli hafi kært endurupptökubeiðanda fyrir nauðgun miðað við það hvernig þær muni frásögn hennar. 9. Endurupptöku beiðandi bendir á að þegar hafi verið reynd sú leið að fá lögreglu til að hefja rannsókn á röngum sakargiftum. Kröfu um slíka rannsókn hafi lögregla vísað frá sér án rannsóknar og ríkissaksóknari staðfest þá niðurstöðu meðal annars á þeim grundvelli að dóm ur Landsréttar í máli nr. 100/2021 sé bindandi fyrir lögreglu og ákæruvald og hafi fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini þar til hið gagnstæða hafi verið sannað, sbr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sú niðurstaða virðist ve ra í mótsögn við lög. Þar sem afstaða ríkissaksóknara virðist vera sú að ákvæði 186. gr. laga nr. 88/2008 feli það í sér að ekki megi opna lögreglurannsókn á röngum sakargif t um fyrr en þær hafi verið sannaðar eigi endurupptökubeiðandi ekki annarra kosta vö l en að óska eftir endurupptöku dóms Landsréttar og krefjast sönnunarfærslu að undirlagi Endurupptökudóms. 10. Endurupptökubeiðandi vísar til 232. gr., sbr . 228. - 230. gr. laga nr. 88/2008 um skilyrði endurupptöku. Einkum sé vísað til a - lið ar 1. mgr. 228. gr. , enda megi ætla að það hefði haft veruleg áhrif á niðurstöðu dómsmálsins ef tiltekin vitni hefðu þá verið komin fram. Um þá kröfu að Endurupptökudómur beini því til ríkissaksóknara að hlutast til um að vitnaskýrslur verði teknar, vísar endurupptökubeiðand i til 3. mgr. 230. gr. laganna. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 31/2022 - 3 - Niðurstaða 11. Endurupptökubeiðandi reisir kröfu sína um endurupptöku máls Landsréttar á því að skilyrðum a - til d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. Af a - lið ákvæðisins leiðir að unnt er að endurupptaka sakam ál að beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega skipt fyrir niðurs töðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. 12. Endurupptökubeiðandi byggir á því að brotaþolar hafi, ásamt stórum hópi annarra kvenna, sameinast um að bera hann röngum sökum um kynferðisbrot. Enn fremur að komin séu fram vi tni fram yfirlýsingu verjanda síns fyrir Landsrétti þar se m meðal annars kemur fram að hann staðfesti að hafa upplýst lögmann endurupptökubeiðanda fyrir Endurupptökudómi um að hafa rætt við tvær hafi lýst atvikum má 13. Endurupptökubeiðandi hefur ekki gert líklegt að brotaþolar hafi, ásamt hópi kvenna, sameinast um að bera hann röngum sökum um kynferðisbrot eins og hann byggir á. Er raunar ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að svo hafi verið en endurupptökubeiðandi hafði uppi sambærilegar varnir við meðferð málsins fyrir dómi sem var hafnað . Yfirlýsing verjanda endurupptökubeiðanda um samtal sitt við tvær nafngreindar konur um að einn brotaþoli hafi lýst atvikum máls með öðrum hætti fyrir vinkonum sínum en fyrir dómi getur heldur engan veginn talist ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega skipt máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Verður málið því ekki end urupptekið á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 14. Endurupptökubeiðandi hefur einnig vísað til skilyrða b - , c - og d - liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 , þó einkum kveðist hann byggja á a - lið ákvæðisins. Í endurupptökubeiðni er með engu r ökstutt hvernig skilyrðum b - til d - liðar kann að vera fullnægt í málinu og ekkert í gögnum málsins bendir til þess að svo sé. Verður því ekki heldur fallist á endurupptöku máls Landsréttar með vísan til þessara ákvæða. 15. Samkvæmt öllu framangreindu eru ekki skilyrði til að verða við beiðni um endurupptöku á máli Landsréttar nr. 100/2021. Endurupptökudómur telur að beiðni endurupptökubeiðanda sé bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 3. mgr. 229. gr. laga nr. 88/2008 og er henni því hafnað þegar í stað. 16. Eftir þessari niðurstöðu verður einnig að hafna öðrum kröfum endurupptökubeiðanda í málinu. Úrskurðarorð: Kröfum endurupptökubeiðanda í máli þessu er hafnað .