Úrskurður föstudaginn 25. febrúar 2022 í mál i nr . 3/2021 Endurupptökubeiðni BNP Paribas S.A. 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Hólmfríður Grímsdóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni, sem barst endurupptökunefnd 23. september 2019, fór BNP Paribas S.A. fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 31. maí 2018 í máli nr. 491/ 2017 : Kaupþing ehf. gegn BNP Paribas S.A. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016 um dómstóla tók Endurupptökudómur, frá og með 1. desember 2020, við meðferð þeirra beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki höfðu verið afgreiddar af endurupptökunefnd . 3. Endurupptökubeið ni í máli þessu beinist að Kaupþingi ehf. sem gagnaðila . Við munnlegan flutning málsins krafðist gagnaðili málskostnaðar úr hendi endurupptökubeiðanda . 4. Mál þetta var munnlega flutt fyrir Endurupptökudómi 1 1 . febrúar 2022 . Málsatvik 5. Mál þetta lýtur að riftun þriggja ráðstafana og endurgreiðslu verðmæta á grundvelli laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Áfrýjandi Kaupþing ehf. (hér eftir Kaupþing) krafðist riftunar á þremur ráðstöfunum Kaupþings til endur upptökubeiðanda sem áttu sér stað 15. ágúst 2008 vegna viðskipta 12. ágúst 2008, 12. september vegna viðskipta 9. september 2008 og 15. september 2008 vegna viðskipta 10. september 2008, samtals að fjárhæð 25.614.921,84 evrur. Þá krafðist áfrýjandi endurgr eiðslu á upphæðinni ásamt dráttarvöxtum. 6. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 2743/2012, sem kveðinn var upp 4. maí 2017, var endurupptökubeiðandi sýknaður af kröfum stefnanda Kaupþings og var stefnanda gert að greiða endurupptökubeiðanda málskostn að. 7. Kaupþing áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og gerði þar sömu kröfur og í héraði. Með dómi Hæstaréttar 31. maí 2018 í máli nr. 491/2017 var greiðslum áfrýjanda Kaupþings til endurupptökubeiðanda rift og endurupptökubeiðanda jafnframt gert að greiða áfrýja nda 25.614.921,84 evrur ásamt dráttarvöxtum frá 4. maí 2017 til greiðsludags, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi kveður að greiðslurnar sem um ræðir hafi falið í sér kaup á hlutdeildum í allsherjarskuldabréfi útgefnu af Kaupþingi og að samkvæmt útgáfulýsingu hafi skuldara verið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 2 - heimilt að endurkaupa hlutdeildir og ákveða hvort þær yrðu endurseldar, geymdar eða notaðar til niðurgreiðslu skulda. 9. Einnig vísar endurupp tökubeiðandi til þess að hefði Kaupþing viljað nýta kaup til niðurgreiðslna Euroclear gert ráð fyrir því að hlutdeildirnar yrðu afhentar eftir tilteknum leiðum til milligönguaðilans Euroclear/Clearstream sem sá um utanumhald um skuldina og að eingöngu þessir aðilar hafi getað fært skuldina niður í sérstöku kerfi. 10. Endurupptökubeiðandi bendir á að héraðsdómur hafi m.a. litið til þessara atriða og sýknað endurupptökube iðanda af kröfum Kaupþings með vísan til þess að greiðslurnar hafi ekki falið í sér greiðslu á skuld. 11. Enduruppökubeiðandi byggir á því að ályktanir Hæstaréttar um að ekki yrði glögglega ráðið af gögnum málsins hvort þær greiðslur sem Kaupþing innti af hend i hafi að öllu leyti farið fram í samræmi við skilmálana sé röng þar sem óumdeilt hafi verið milli aðila að hlutdeildirnar hafi ekki verið afhentar í samræmi við skilmála til Euroclear/Clearstream í því skyni að niðurgreiða skuldir. 12. Endurupptökubeiðandi kv eður Hæstarétt hafa litið til staðfestingar á bókhaldslegri meðferð Kaupþing s og komist að þeirri niðurstöðu að með kaupunum hefði skuld verið greidd við endurupptökubeiðanda í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Endurupptökubeiðandi byggir á því að ný gögn sýni að þessi bókhaldslega meðferð fái ekki staðist. 13. Endurupptökubeiðandi vísar jafnframt til þess að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ensk lög giltu ekki um greiðslurnar með vísan til þess að ágreiningur aðila varðaði stöðu og ré tthæð skuldabréfanna. Endurupptökubeiðandi telur að niðurstaða Hæstaréttar um þetta byggi á því að málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós, m.a. vegna gagna sem nú liggja fyrir. Byggir endurupptökubeiðandi á því að ágreiningur málsins hafi að engu leyti varðað stöðu og rétthæð skuldabréfanna, enda hafi verið óumdeilt að skuldabréfin hafi verið víkjandi. 14. Endurupptökubeiðandi telur niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að um greiðslurnar færi ekki að enskum lögum bæði andstæða gögnum og jafnframt í móts ögn við aðrar ályktanir dómsins. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að Hæstiréttur hafi vísað til þess að um greiðslu hafi verið að ræða samkvæmt 6. lið skilmálanna en af því leiði að um greiðslurnar hafi farið eftir enskum lögum þar sem ensk lög hafi gil t um öll önnur ákvæði en ákvæði 2(b) í útgáfulýsingu. Endurupptökubeiðandi bendir jafnframt á að á sama tíma dragi Hæstiréttur þá ályktun að ágreiningurinn snúi að lið 2(b) þar sem hann varði stöðu skuldabréfanna en endurupptökubeiðandi vísar til þess að s ú staða hafi verið óumdeild. 15. Byggir endurupptökubeiðandi á því að þessi misskilningur og fleira leiði til þess að skilyrði endurupptöku séu fyrir hendi. 16. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni sína í fyrsta lagi á því að skilyrði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála séu fyrir hendi þar sem málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar í Hæstarétti. 17. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að Hæstiréttur hafi litið til bókhaldslegrar meðferðar skuldarinnar hj á Kaupþing i sem hefði fært skuldirnar niður samkvæmt skjali sem slitastjórn bankans hefði lagði fram. Í þessu sambandi vísar endurupptökubeiðandi til þess að óumdeilt sé að hlutdeildirnar hafi ekki verið afhentar til Euroclear/Clearstream til niðurfellingar eins og útgáfulýsing ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 3 - gerði ráð fyrir. Með vísan til þessa byggir endurupptökubeiðandi á því að niðurstaða Hæstaréttar byggi eingöngu á staðfestingu slitastjórnar um bókhaldslega meðferð bankans. 18. Endurupptökubeiðandi byggir á því að bókh aldsleg meðferð bankans standist enga skoðun. Í fyrsta lagi er vísað til samnings (Deed of convenant) milli Kaupþings og Euroclear/Clearstream, sem hafi átt að sjá um niðurgreiðslu skuldar, en af þessum samningi sé ljóst að umrædd bókhaldsleg meðferð sé an dstæð skuldbindingum bankans. 19. Í öðru lagi vísar endurupptökubeiðandi til nýrra skjala þar sem megi finna yfirlit yfir kaup og sölu Kaupþings á hlutdeildum í skuldabréfi nr. XS0194859277, staðfestingu frá endurskoðanda Kaupþings um bókhaldslega meðferð vegn a kaupanna þann 10. september 2008 og staðfestingu á því að bréfin hafi verið endurseld þann 16. september 2008. 20. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skjölin sýni að bókhaldsleg meðferð Kaupþings hafi ekki verið rétt og að greiðsla vegna skuldabréfs XS0194 859277 hafi ekki komið til niðurgreiðslu skuldar. Vísar hann til þess að óháð bókhaldslegri meðferð innanhúss hjá Kaupþing hafi verið heimilt samkvæmt skilmálum skuldabréfsins að kaupa og selja hlutdeildirnar en að sérstakar aðgerðir hafi þurft til þess að greiða skuldina. 21. Endurupptökubeiðandi byggir á því að Hæstiréttur hafi ekki haft þessar upplýsingar og að þetta atriði hafi grundvallarþýðingu við mat á því hvort litið sé svo á að skuld hafi verið greidd með greiðslunum. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að honum verði ekki kennt um að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir í málinu þar sem um sé að ræða gagn úr innanhússkerfi Kaupþings sem hann hafi ekki haft aðgang að meðan málið var til meðferðar fyrir dómstólum. 22. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á því að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að um greiðslu á skuld hafi verið að ræða með vísan til rangs liðar í skilmálum útgáfulýsingarinnar. Um þetta vísar endurupptökubeiðandi til forsendna Hæstaréttar þar sem vísað er til 6. liðar skilmála útgáfulýsingarinnar og byggir á því að aðilar hafi ekki deilt um þennan lið, enda fjalli hann um greiðslur af skuldabréfinu. Endurupptökubeiðandi byggir á því að ágreiningur aðila hafi beinst að 7. lið skilmálanna þar sem fjallað er um muninn á innlausn s kuldabréfsins annars vegar og kaup á hlutdeildum í skuldabréfinu hins vegar. 23. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að Kaupþing hafi keypt hlutdeildir af sér samkvæmt 7. lið skilmálanna og aðilar hafi síðan deilt um það hvort slík kaup fælu í sér greiðslu á skuld í skilningi gjaldþrotaskiptaréttar. Endurupptökubeiðandi vísar jafnframt til umfjöllunar héraðsdóms um þennan þátt og byggir á því að kaup samkvæmt 7. lið hafi ekki leyst útgefanda undan skuld þar sem hann hafi átt möguleika á að eiga, endurútgefa, e ndurselja, eða að vali útgefanda, afhenda hvaða umsjónaraðila greiðslna sem er til niðurfellingar. Með vísan til þessa byggir endurupptökubeiðandi á því að Hæstiréttur hafi ekki fjallað um ágreiningsefnið sem varðar 7. lið útgáfulýsingar og að ályktanir dó msins samræmist því ekki málsatvikum auk þess að vera í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um málsforræði aðila. 24. Endurupptökubeiðandi byggir jafnframt á því að niðurstaða Hæstaréttar um að greiðslur hafi falið í sér greiðslu skuldar í skilningi gj aldþrotaskiptaréttar hafi ekki framkallað skyldur á grundvelli 8. mgr. 84. gr. þágildandi laga nr. 161/2002. Feli tilvísun Hæstaréttar til fordæma frá 11. maí 2017 í málum nr. 189/2016 og 621/2016 í sér þversögn í afstöðu réttarins þar sem að í þessum dóm um hafi verið litið til þess að þó að greiðslur teljist ekki greiðsla á skuld í skilningi fjármunaréttar geti þær verið það í skilningi gjaldþrotaskiptaréttar. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 4 - 25. Endurupptökubeiðandi byggir á því að mat Hæstaréttar á því hvort greiðslurnar hafi talist venjul egar eftir atvikum hafi framangreind þversögn haft afgerandi áhrif og vísar til forsendna Hæstaréttar þar sem fram kemur að í ljósi niðurstöðu þess efnis að viðskiptin hafi falið í sér greiðslu skuldar verði jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi verið skylt að afla samþykkis Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 8. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002. 26. Sú staðreynd að greiðsla geti talist greiðsla á skuld í skilningi gjaldþrotaskiptaréttar, þó að hún teljist það ekki í skilningi fjármunaréttar, geti ekki breyt t réttarsambandi aðila á þeim tíma sem aðilar sömdu. Í þessu sambandi er vísað til lagabreytingar frá árinu 2013 þar sem þeirri reglu var bætt við 84. gr. laga nr. 161/2002 að samþykki Fjármálaeftirlitsins væri forsenda kaupa og sölu á eftirstæðum bréfum. Endurupptökubeiðandi vísar jafnframt til þess að ekkert slíkt ákvæði hafi verið í gildi á þeim tíma sem hinar undeildu greiðslur áttu sér stað. 27. Af þessum sökum er á því byggt að það hafi verið venjulegt eftir atvikum að eiga viðskipti með hlutdeildir í sku ldabréfum og þar á meðal víkjandi skuldabréfum á þessum tíma. Í þessum sambandi vísar endurupptökubeiðandi til þess mikla fjölda viðskipta sem Kaupþing stundaði með hlutdeildir í slíkum bréfum bæði fyrir og eftir þau viðskipti sem deilt var um. 28. Endurupptök ubeiðandi byggir enn fremur á því að ályktun Hæstaréttar um lið 18(a) og 2(b) í skilmálum sé andstæð gögnum málsins og leiði til þess að málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós og því fái niðurstaða Hæstaréttar um að greiðslurnar færu eftir íslens kum lögum ekki staðist. 29. Þessu til stuðnings vísar endurupptökubeiðandi til þess að um samninginn hafi farið að öllu leyti samkvæmt enskum lögum með einni undantekningu í lið 2(b), sem fjallar um meðferð eftirstæðra skuldabréfa við gjaldþrot. Endurupptökube iðandi byggir á því að hvorki ákvæði 2(b) né ákvæði 18(a) gefi til kynna að ákvæði 2(b) skuli túlkað á þann veg að öll önnur ákvæði útgáfulýsingarinnar og annarra samninga tengdum skuldabréfinu verði að engu. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að slík túl kun leiði til þess að enginn samningur hafi verið milli aðila um eftirstæð skuldabréf heldur einungis íslensk lög. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að gerðir hafi verið hundruð blaðsíðna skilmálar í formi útgáfulýsinga, Deed of convenant og viðbótarskil mála og byggir á því að túlkun Hæstaréttar sé andstæð orðalagi ákvæðanna, samningsins í heild og markmiði hans. Leiði túlkun Hæstaréttar til þess að enginn tilgangur hafi verið með þessum samningum og að hún sé röng. 30. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að ályktun héraðsdóms og niðurstaða dómkvadds matsmanns, þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði 2(b) næði eingöngu til víkjandi stöðu skilmálanna en að önnur ákvæði skilmálanna hafi gilt fullum fetum og um þau farið að enskum lögum, hafi verið mun nærtækari og í samræmi við skilmálana . 31. Endurupptökubeiðandi kveður Hæstarétt hafa vísað til þess í niðurstöðu sinni að greiðslurnar hafi verið framkvæmdar á grundvelli 6. liðar skilmálanna og kveður endurupptökubeiðandi það leiða til þess að um greiðslurnar hafi átt að fara að enskum lögum. Finna megi ósamræmi í ályktun Hæstaréttar. Um greiðslurnar hafi átt að fara samkvæmt 7. lið en um ákvæðið hafi átt að fara að enskum lögum samkvæmt ákvæði 18(a), 9. gr. Deed of convenant og 21. gr. viðbótarskilmála við útgáfuna. Þá v ísar endurupptökubeiðandi einnig til 3. gr. laga nr. 43/2000 og meginreglna alþjóðlegs einkamálaréttarfars hvað þetta varðar. 32. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að ágreiningur aðila hafi ekki snúið að stöðu skuldabréfanna við gjaldþrot eða réttindaröð kr afna á hendur þrotabúi heldur greiðslur sem hafi átt sér stað á grundvelli samnings á meðan Kaupþing var í rekstri. Byggir endurupptökubeiðandi á því ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 5 - að þó að félagið hafi síðar farið í þrot breyti það engu um á hvaða grundvelli greiðslurnar voru framkvæmd ar á meðan félagið var ennþá í rekstri. Byggir endurupptökubeiðandi á því að slík túlkun sé ekki einungis andstæð samningnum sjálfum heldur einnig 134. gr. laga nr. 21/1991 þar sem ákvæðinu sé ekki ætlað að hrófla afturvirkt við greiðslum sem virst hafi ve njulegar eftir atvikum á þeim tíma sem þær voru framkvæmdar. 33. Endurupptökubeiðandi byggir á því að niðurstaða Hæstaréttar um lagaskil sé bersýnilega röng og því hafi greiðslunum verið rift. Þá vísar endurupptökubeiðandi til þess að samkvæmt enskum lögum sé útilokað að rifta greiðslum sem þessum þar sem um sé að ræða alvanaleg viðskipti. 34. Byggir endurupptökubeiðandi á því að þetta mæli með endurupptöku málsins , með tilliti til skilyrðisins um stórfellda hagsmuni, þar sem það geti haft ófyrirséðar afleiðingar f yrir íslenskt viðskiptalíf ef íslenskir dómstólar breyta grundvelli greiðslna afturvirkt við gjaldþrotaskipti þannig að greiðslur sem framk v æmdar voru með lögmætum hætti á grundvelli samnings aðila og erlendra laga eru ekki lengur lögmætar. 35. Beiðni endurupp tökubeiðanda er í öðru lagi byggð á því að skilyrði b - liðar 1. mgr. 191. gr., sbr. 193. gr. laga nr. 91/1991 , séu fyrir hendi og leggur fram ný skjöl því til stuðnings. Um sé að ræða gögn innan úr Kaupþingi vegna annars máls sem endurupptökubeiðandi hafi e kki verið aðili að og því verði honum ekki kennt um að gögnin hafi ekki verið hluti af málinu, enda hafi hann ekki haft aðgang að þeim. 36. Loks byggir endurupptökubeiðandi á því að fullnægt sé skilyrði 1. mgr. 191. gr., sbr. 193. gr. laga nr. 91/1991 , um að s tórfelldir hagsmunir séu í húfi . Endurupptökubeiðandi vísar til þess að honum hafi verið gert að greiða 25.614.921,84 evrur ásamt dráttarvöxtum og byggir á því að hann hafi stórfellda fjárhagslega hagsmuni af endurupptöku. 37. Þá vísar endurupptökubeiðandi jaf nframt til hagsmuna íslenskra fjármálafyrirtækja og trúverðugleika þeirra á markaði. Endurkaup skuldabréfa séu algeng á frjálsum markaði og að þekkt sé að ýmis viðskiptastjónarmið búi þar að baki. 38. Enn fremur vísar endurupptökubeiðandi til þess að algengt s é að samið sé um ensk lög í viðskiptum og með hliðsjón af fyrirsjáanleika í viðskiptum sé mjög brýnt að íslenskir dómstólar túlki slíka samninga rétt. Hann kveður það hættulegt felli íslenskir dómstólar samninga ranglega undir íslensk lög þar sem það sé fr áhrindandi fyrir erlenda fjárfesta og þannig alvarlegt fyrir íslenskt viðskiptalíf. Rökstuðningur gagnaðila 39. Í athugasemdum Kaupþings 16. október 2020 er tekin afstaða til þeirra gagna sem fylgdu endurupptökubeiðni sem og þeirra atriða sem endurupptökubeiðandi byggir beiðni sína á. 40. Kaupþing kveður ekkert þeirra gagna sem fylgja endurupptökubeiðninni nýtt í þeim skilningi að það hafi orðið til eftir að dómur Hæstaréttar gekk, eða það hafi ekki verið þekkt eða aðgengilegt fyrr en eftir að dómu rinn gekk. Kaupþing kveður flest skjölin fjalla um sakarefni annars dómsmáls og enga þýðingu hafa fyrir dómsmál endurupptökubeiðanda. Þá kveður Kaupþing ekkert skjalanna leiða í ljós ný eða breytt málsatvik. 41. Kaupþing kveður framlögð skjöl endurupptökubeiða nda hvorki uppfylla form - né efnisskilyrði a - og b - liðar 191. gr. laga nr. 91/1991. Hafi tvö skjalanna verið unnin af endurupptökubeiðanda upp úr dómskjali sem legið hafi fyrir í dómsmálinu og teljist því hvorki ný skjöl né sönnunargögn ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 6 - samkvæmt X. kafla l aga um nr. 91/1991. Þá sé eitt skjalið þýðing á dómskjali sem legið hafi fyrir í gögnum málsins. Loks tengist tvö skjalanna ekki dómsmáli endurupptökubeiðanda neitt en þau hafi legið fyrir í öðru dómsmáli sem rekið hafi verið af sama lögmanni og reki mál e ndurupptökubeiðanda. Séu gögnin þar af leiðandi ekki ný, þau fjalli ekki um málavexti í dómsmáli endurupptökubeiðanda og hafi endurupptökubeiðanda verið, eða mátt vera, kunnugt um tilvist og efni þessara skjala löngu áður en dómur var kveðinn upp. 42. Kaupþing gerir athugasemdir við þá málsástæðu endurupptökubeiðanda að bókhaldsleg meðferð hafi verið röng. Í fyrsta lagi hefði Hæstiréttur aldrei komist að annarri niðurstöðu í máli endurupptökubeiðanda um það hvort ráðstöfunin teldist greiðsla á skuld en gert var í málum nr. 621/2016, 189/2016 og 677/2016. Niðurstaðan í málunum hafi ekki byggst á yfirlýsingu endurskoðandans og hafi yfirlýsing in því takmörkuð, ef nokkur áhrif, á niðurstöðu málsins. 43. Í öðru lagi kveður Kaupþing ekki um yfirlýsingu endurskoðan dans í máli endurupptökubeiðanda sjálfs að ræða heldur yfirlýsingu í öðru máli sem hafi engin áhrif á niðurstöðu í máli endurupptökubeiðanda. Kaupþing telur með öllu óutskýrt hvernig þetta skjal eigi að breyta málsatvikum í málinu eða leiða til endurupptök u. 44. Í þriðja lagi sýni þrjú skjalanna viðskipti í öðru dómsmáli varðandi önnur allsherjarskuldabréf. Þar hafi málsaðilar getað sýnt fram á að Kaupþing hafi endurselt umrædda hlutdeild eftir kaup á henni en endurupptökubeiðanda hafi ekki lánast það í sínu má li og því hafi niðurstaða málsins verið önnur. Breyti framlagning þessara skjala ekki neinu um niðurstöðu málsins heldur þvert á móti staðfesti hana þar sem skjölin sýni að þær hlutdeildir sem aflað var frá endurupptökubeiðanda hafi ekki verið endurseldar og því séu þessi tvö mál ekki sambærileg. 45. Þá gerir Kaupþing sérstaka athugasemd við fullyrðingar endurupptökubeiðanda um að Hæstiréttur hafi ekki haft umræddar upplýsingar undir höndum. Kaupþing vísar til þess að þegar dæmt var í máli endurupptökubeiðanda var Hæstiréttur búinn að dæma í málinu þar sem umræddar upplýsingar lágu fyrir. Kaupþing telur upplýsingarnar því hafa legið fyrir og vísar því til stuðnings til máls endurupptökunefndar nr. 6/2016. 46. Kaupþing telur málsástæðu endurupptökubeiðanda um að ágre iningur aðila hafi snúið að 7. lið útgáfulýsingar, en ekki 6. lið, ekki styðja endurupptöku. Kaupþing kveður Hæstarétt hafa framkvæmt ítarlegt mat á þeim ákvæðum útgáfulýsingarinnar sem ágreiningur aðila laut að. Einnig hafi endurupptökubeiðandi undir reks tri málins haft fullt forræði á að koma öllum sjónarmiðum og röksemdum sínum á framfæri og að það hafi hann sannarlega gert. Hafi Hæstiréttur tekið skýra og ótvíræða afstöðu til þessara röksemda. Þótt endurupptökubeiðandi sé ósammála mati og niðurstöðu Hæs taréttar réttlæti það ekki endurupptöku. 47. Kaupþing kveður erfitt að ráða af málatilbúnaði endurupptökubeiðanda hvaða röksemdir hann færi fyrir endurupptöku vegna 8. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002. Gagnrýni endurupptökubeiðanda lúti alfarið að lögfræðilegri niðurstöðu málsins og hafi ekkert með málavexti að gera. Telur Kaupþing umfjöllunina áframhaldandi málarekstur fyrir hagfelldri dómsniðurstöðu fremur en rökstuðning fyrir endurupptöku. 48. Kaupþing telur málsástæðu endurupptökubeiðanda þess efnis að um greiðsl urnar hafi átt að fara að enskum lögum vera sama málatilbúnað og haldið var uppi fyrir dómstólum. Hæstiréttur hafi hafnað þessum málatilbúnaði og geri endurupptökubeiðanda enga tilraun til að upplýsa hvernig skilyrði endurupptöku geti talist uppfyllt. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 7 - 49. Kau pþing gerir athugasemdir við umfjöllun endurupptökubeiðanda um hvernig skilyrði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um að stórfelldir hagsmunir séu í húfi teljist uppfyllt. Í fyrsta lagi sé fjárhæðin sem endurupptökubeiðandi var dæmdur til að greiða ekki ver uleg á neinn mælikvarða sé miðað við stærð og umsvif endurupptökubeiðanda. Um sé að ræða alþjóðlegt fjármálafyrirtæki og nemi markaðsverðmæti hlutabréfa þess rúmum 40 milljörðum evra og dómkrafan sé því 0.06% af heildarverðmæti endurupptökubeiðanda. 50. Þá haf nar Kaupþing umfjöllun endurupptökubeiðanda um hagsmuni íslenskra fjármálafyrirtækja og trúverðugleika þeirra á markaði með þeim rökum að endurupptökubeiðandi þurfi eins og allir aðrir að sæta því að viðskipti sem þessi komi til skoðunar frá sjónarhóli gja ldþrotaréttar. 51. Að mati Kaupþings eru engar nýjar upplýsingar eða gögn um sakarefnið í hæstaréttarmáli nr. 491/2017 í beiðni endurupptökubeiðanda. Ekkert í beiðninni eða fylgigögnum hennar bendi til þess að málsatvik hafi verið með einhverjum hætti óupplýst eða röng. Feli beiðnin í sér endurtekningu á þeim málatilbúnaði sem færður var fram undir rekstri dómsmálsins en ekki rökstuðning fyrir endurupptöku. Hafi Hæstaréttur tekið afstöðu til allra þessara röksemda í dómi sínum og því beri að hafna endurupptökub eiðninni. Athugasemdir endurupptökubeiðanda 52. Endurupptökubeiðandi skilaði athugasemdum 30. nóvember 2020 í tilefni af greinargerð Kaupþings 16. október 2020. Hann segir bókhaldslega meðferð endurkaupa Kaupþings á hlutdeildum í eigin allsherjarskuldabréfum hafa verið ranga og vísar til þriggja skjala. Umrædd skjöl sýni að endurskoðandi Kaupþings hafi lýst því yfir að kaupin hafi leitt til uppgreiðslu skulda þegar raunin hafi verið sú að viðkomandi hlutdeildir hafi verið endurseldar, svo sem þriðja skjal ið sý ni og því ómögulega getað komið til greiðslu skulda. Endurupptökubeiðandi tekur fram að Kaupþing skráðar sem greiðsla skuldar enda þótt þær hafi verið endursel dar en í þessu felist viðurkenning á því að grundvallarskjal í málinu hafi ekki verið marktækt og að af því leiði að málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar í skilingi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Nú þeg ar fyrir liggi að þetta grundvallarskjal hafi einnig verið lagt fram í málum þar sem engin skuld var greidd og/eða ekkert tjón hafi orðið sé ljóst að ekki sé unnt að taka mark á gögnum eða yfirlýsingum frá Kaupþingi um þetta atriði. Þá er bent á að enginn munur sé á því hvernig Kaupþing hafi byggt upp mál sitt gegn endurupptökubeiðanda annars vegar og Banca S.p.A. hins vegar á grundvelli umræddra yfirlýsinga. Endurupptökubeiðandi kveður þessar upplýsingar úr öðru dómsmáli gera það brýnt að málið verði endur pptekið þannig að dómstólar geti metið það rétt út frá staðreyndum. 53. Endurupptökubeiðandi segir það hafa veigamikla þýðingu um hvort staðreyndir málsins hafi verið réttilega leiddar í ljós að málið laut að 7. lið útgáfulýsingarinnar, en ekki 6. lið, auk þes s sem hann vísar til málsforræðisreglu einkamálaréttarfars. Þá vísar hann til endurupptökubeiðni um röksemdir varðandi 8. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 og röksemdum um að um greiðslur hafi átt að fara að enskum lögum. 54. Þá mótmælir endurupptökubeiðandi máls ástæðum Kaupþings um að gögn sem fylgdu - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Er því sérstaklega mótmælt að gögn úr öðru dómsmáli geti ekki haft þýðingu. Um sé að ræða samskonar gögn, unnin upp úr sama gagnagrunni og lögð hafi verið fram í máli endurupptökubeiðanda. Hæstiréttur hafi ekki haft þessar upplýsingar þegar dæmt hafi verið í málinu á grundvelli ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 8 - fyrirliggjandi upplýsingar um niðurfærslu skulda sem nú sé ljóst að hafi verið þýðingarlaus inn anhúss skráning sem hafi verið alls ótengd raunörlögum hlutdeildanna. Hafi þær allt eins hafa getað verið endurseldar. Allt framangreint kalli á að málið verði endurupptekið þannig að unnt sé að komast til botns í því hvort hlutdeildin kunni að hafa verið endurseld enda séu yfirlýsingar Kaupþings um þetta ekki marktækar þegar hin nýju skjöl séu skoðuð. Loks er því mótmælt að Athugasemdir gagnaðila 55. Í athugasemdum Kaupþings 11. nóvember 2021 við athugasemdum endur upptökubeiðanda 30. nóvember 2020 segir að meginþunginn í málatilbúnaðinum liggi í því að gera gögn sem stafi frá Kaupþingi og málatilbúnað félagsins í tugum riftunarmála ótrúverðugan. Kjarnaatriði í málatilbúnaði hans sé að yfirlýsing endurskoðanda Kaupþi ngs í máli Banca IMI Kaupþing bendir á að um sé að ræða tvö ólík hugtök sem feli í sér túlkun á annars vegar 134. gr. laga nr. 21/1991 og hins vegar 142. gr . laganna en málatilbúnaður og yfirlýsingar um annað hugtakið feli ekki í sér sambærilegar málsástæður um hitt. Í þessu sambandi áréttar Kaupþing að niðurstaða Hæstaréttar hafi ráðist af eðli ráðstöfunarinnar, skýringu á 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 o g fordæmum Hæstaréttar en ekki af skráningu Kaupþings á ráðstöfuninni í bókhaldi sínu. 56. Kaupþing byggir á því að yfirlýsing endurskoðandans hafi verið rétt , verði á annað borð talið að hún hafi haft einhverja þýðingu í dómsúrlausnum Hæstaréttar. Niðurstaðan í máli Banca IMI S.p.A. hafi verið sú að ráðstöfunin teldist greiðsla á skuld en umræddar hlutdeildir hafi svo stuttu síðar verið framseldar þriðja manni. Yfirlýsing endurskoðanda sé því rétt þótt hlutdeildir kunni að hafa verið framseldar síðar meir. Mun urinn á máli endurupptökubeiðanda og Banca IMI S.p.A. sé því sá, eins og sjá megi af hdskj. 114, að hlutdeildir sem endurupptökubeiðandi keypti hafi ekki verið framseldar síðar meir. Greiðsla á skuld og framsal eftir endurkaup séu því tvö sjálfstæð álitamá l sem hafi í för með sér ólíkar réttarverkanir. 57. Samantekið kveður Kaupþing staðreyndir málsins vera þær að (1) Kaupþing hafi fært endurkaup hlutdeilda í allsherjarskuldabréfum sem greiðslu á skuld í bókhaldi sínu sem yfirlýsingar endurskoðanda staðfesti; (2) Slík endurkaup hafi ekki falið í sér greiðslu á skuld samkvæmt 134. gr. laga nr. 21/1991 að mati Hæstaréttar; (3) Kaupþingi hafi verið heimilt að halda á hlutdeildum sem það hafi endurkeypt og eftir atvikum selja þær áfram; (4) Í þeim tilvikum þar sem hlutdeildir hafi verið framseldar hafi Hæstiréttur talið að Kaupþing i hefði ekki tekist að sanna að félagið hefði orðið fyrir tjóni af riftanlegri ráðstöfun og því hafi endurgreiðslukröfu samkvæmt 142. gr. laga nr. 21/1991 verið vísað frá dómi; (5) Munurin n á máli endurupptökubeiðanda og máli Banca IMI S.p.A. sé sá að Kaupþing hafi framselt hlutdeildirnar sem keyptar hafi verið af Banca IMI S.p.A. en ekki hlutdeildir sem keyptar hafi verið af endurupptökubeiðanda. Loks tekur Kauþing fram að engin af framlög ðum gögnum sýni fram á breytta málavexti. Því beri að hafna endurupptökubeiðni. Niðurstaða 58. Í máli þessu er beiðst endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 491/2017 þar sem fallist var á riftun nánar tiltekinna greiðslna sem gagnaðili, Kaupþing, innti af hendi til endurupptökubeiðanda, BNP Paribas S.A., auk þess sem endurupptökubeiðanda var gert að greiða gagnaðila málskostnað. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 9 - 59. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016, sbr. lög nr. 47/2020, gilda ákvæði laga um meðferð einkamála eða laga um meðferð sakamála um meðferð þeirra endurupptökubeiðna sem Endurupptökudómur tók við frá endurupptökunefnd 1. desember 2020. Af skýringum með þessu ákvæði í frumvarpi sem varð að lögum nr. 47/2020 verður ráðið að með því hafi verið lögfest sú lagask ilaregla að slíkum endurupptökubeiðnum verði ráðið til lykta á grundvelli lagaákvæða um Endurupptökudóm og þeirra rýmri skilyrða fyrir endurupptöku einkamála sem kveðið var á um í 8. gr. laga nr. 47/2020, sem breytti áður gildandi ákvæði 191. gr. laga nr. 91/1991. 60. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur heimilað, samkvæmt beiðni aðila, að mál, sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti, verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem g reinir í 191. gr. laganna. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Skilyrði endurupptöku samkvæmt a - lið ákvæðisins er að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið v ar til meðferðar og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið gildir hið sama ef leiddar eru líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 61. Í málinu deildu aðilar um það hvort þrjár greiðslur gagnaðila til endurupptökubeiðanda hafi falið í sér greiðslu á skuld fyrir gjalddaga í skilningi 134. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 161/2002. Endurupptökubeiðandi hefur í beiðn i sinni leitast við að sýna fram á að við úrlausn máls hans hafi málsatvik ekki verið réttilega í ljós leidd þegar málið var til meðferðar í Hæstarétti. 62. Í fyrsta lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að bókhaldsleg meðferð Kaupþings standist ekki en af sa mningi (Deed of convenant) Kaupþings við Euroclear/Clearstream, sem ætlað var að sjá um niðurgreiðslu skuldar, sé ljóst að bókhaldsleg meðferð sé andstæð skuldbindingum bankans. Endurupptökubeiðandi vísar til tveggja framlagðra skjala. Annars vegar yfirlit s um kaup og sölu Kaupþings á hlutdeildum í skuldabréfi nr. XS0194859277 og hins vegar staðfestingar frá endurskoðanda Kaupþings um bókhaldslega meðferð vegna kaupanna 10. september 2008 og staðfestingar á því að bréfin hafi verið endurseld 16. september 2 008. Hafi greiðsla vegna skuldabréfs XS0194859277 ekki komið til niðurgreiðslu skuldar. Óháð bókhaldslegri meðferð innanhúss hjá Kaupþing i hafi verið heimilt samkvæmt skilmálum skuldabréfsins að kaupa og selja hlutdeildirnar en sérstakar aðgerðir hafi þurf t til þess að greiða skuldina. Hæstiréttur hafi ekki haft þessar upplýsingar og þetta atriði hafi haft grundvallarþýðingu við mat á því hvort litið hafi verið svo á að skuld hafi verið greidd með greiðslunum. 63. Kaupþing kveður yfirlýsingu endurskoðanda á ti lvitnuðu skjali hafa takmarkaða þýðingu enda hafi hún verið gefin í máli Banca IMI S.p.A. en ekki í máli endurupptökubeiðanda. Ítrekað sé að skjal, sem geymi yfirlit um kaup og sölu r Kaupþings á hlutdeildum í skuldabréfi nr. XS0194859277, sem og skjal um s taðfestingu frá endurskoðanda Kaupþings og skjal varðandi kaup á hlutdeildum af Banca IMI S.p.A. sýni viðskipti í öðru dómsmáli með annað allsherjarskuldabréf. Hafi Banca IMI S.p.A. lánast að sýna fram á að Kaupþing hafi endurselt umrædda hlutdeild eftir k aup á henni en það hafi endurupptökubeiðanda ekki tekist og því hafi niðurstaðan í hans máli orðið önnur. Einnig hafi Hæstiréttur haft þessar upplýsingar undir höndum þar sem hann hafi verið búinn að dæma í máli Banca IMI S.p.A. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 10 - 64. Framangreind þrjú skjöl, se m endurupptökubeiðandi hefur lagt fram í málinu, eru fengin úr öðru dómsmáli sem rekið var milli Kaupþings og Banca IMI S.p.A. Þannig geymir fyrsta skjalið yfirlit um kaup og sölu r Kaupþings á hlutdeildum í skuldabréfi nr. XS0194859277 sem er annað skuldabréf en um ræðir í máli því sem hér er til úrlausnar. Annað skjalið er yfirlýsing frá endurskoðanda Kaupþings um bókhaldslega meðferð vegna kaupa í tilefni af gagnaöflun í dómsmálin u milli Kaupþings og Banca IMI S.p.A. Þriðja skjalið er skjal vegna kaupa Kaupþings á hlutdeildum af Banca IMI S.p.A. 65. Skjölin voru lögð voru fram í tilefni af öðru dómsmáli milli Kaupþings og Banca IMI S.p.A. en þar voru málavextir með öðrum hætti enda þó tti sannað að Kaupþing hefði endur selt hlutdeildirnar sem það hafði áður keypt af Banca IMI S.p.A. Í máli því sem hér er til úrlausnar taldist sannað að Kaupþing hefði ekki endur selt hlutdeildirnar í framhaldi af því að hafa keypt þær af endurupptökubeiðan da. Að mati dómsins verður því ekki séð að framangreind þrjú skjöl leiði sterkar líkur að því að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar eða muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Eins verður ekki séð að þau gögn, sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram í þessu máli, geti orðið til breyttrar niðurstöðu , hvað varðar þennan þátt málsins, í mikilvægum atriðum, sbr. b - lið 1. mgr. 191. gr. sömu laga. 66. Í öðru lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að Hæstiréttur hafi komist að niðurstöðu um að skuld teldist hafa verið greidd með vísan til rangs liðar í skilmálum útgáfulýsingar. Hafi rétturinn vísað til 6. liðar skilmálanna en aðilar hafi ekki deilt um þann lið , enda fjalli hann um greiðslur af skuldabréfinu, heldur hafi ágreiningur aðila beinst að 7. lið þar sem fjallað sé um muninn á innlausn skuldabréfsins og kaupum á hlutdeildum í bréfinu. Kaupþing hafi keypt hlutdeildir af endurupptökubeiðanda samkvæmt 7. li ð og aðilar hafi síðan deilt um það hvort slík kaup fælu í sér greiðslu á skuld í skilningi gjaldþrotaskiptaréttar. Hæstiréttur hafi ekki fjallað um ágreiningsefnið á grundvelli 7. liðar. Ályktanir dómsins samræmist því ekki málsatvikum auk þess að vera í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um málsforræði aðila. 67. Kaupþing bendir á að í dómi sínum hafi Hæstiréttur metið ítarlega þau ákvæði útgáfulýsingarinnar sem deilt var um en endurupptökubeiðandi hafi undir rekstri málsins haft fullt forræði á að koma öllum sjónarmiðum sínum og röksemdum á framfæri. 68. Hér er þess að gæta að skilmálar útgáfulýsingarinnar, sem vísað er til að framan, lágu fyrir við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Ekki verður séð að þau skjöl sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram geti varpað frekara ljósi á málatilbúnað hans að þessu leyti. Í dóminum, sem krafist er endurupptöku á, tók Hæstiréttur 6. og 7. lið skilmála útgáfulýsingarinnar til skoðunar. Að mati dómsins hefur endurupptökubeiðandi ekki fært rök fyrir því að málsatvik hafi ekki verið nægilega skýr eða tilgreint hvaða upplýsingar um málsatvik myndu leiða til annarrar niðurstöðu um túlkun skilmálanna. Af þessu leiðir , að mati dómsins , að ekki hafa verið færðar sterkar líkur að því að málsatvik hafi ekki verið leidd réttil ega í ljós þegar málið var til meðferðar eða muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að þau gögn, sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram í þessu máli, geti orðið til breyt trar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, hvað varðar þennan þátt málsins, sbr. b - lið 1. mgr. 191. gr. sömu laga. 69. Í þriðja lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að niðurstaða dómsins um að greiðslur hafi falið í sér greiðslu skuldar í skilningi gjaldþrotaskip taréttar hafi ekki orsakað skyldur á grundvelli þágildandi 8. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002. Tilvísun Hæstaréttar til dóma í málum nr. 189/2016 og 621/2016 feli í sér þversögn enda hafi þar verið litið til þess að þótt greiðslur teldust ekki til greiðslna ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 11 - á skuld í skilningi fjármunaréttar gætu þær talist það í skilningi gjaldþrotaskiptaréttar. Hafi sú þversögn haft afgerandi áhrif í ljósi niðurstöðu um að viðskiptin hafi falið í sér greiðslu skuldar en þá verði einnig að leggja til grundvallar að skylt ha fi verið að afla samþykkis Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 8. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002. Það hafi verið venjulegt eftir atvikum að eiga viðskipti með hlutdeildir í skuldabréfum, þar á meðal víkjandi skuldabréfum, á þessum tíma. 70. Kaupþing telur málatilbú nað endurupptökubeiðanda að þessu leyti alfarið lúta að lögfræðilegri niðurstöðu málsins en hafi ekkert með málavexti að gera, nánar tiltekið skýringu Hæstaréttar á til skjals sem sýni færslur með viðskipti í víkjandi skuldabréfum en staðfest sé að skjalið sé unnið upp úr héraðsdómsskjali sem sýni færslur með viðskipti í víkjandi skuldabréfum . 71. Hér er til þess að líta að í dómi Hæstaréttar var tekið fram að samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 yrði riftun á greiðslu skuldar á grundvelli ákvæðisins ekki komið við hefði greiðslan virst venjuleg eftir atvikum. Við mat í þeim efnum var litið til þess að viðskiptin sem um ræddi hafi náð til hlutdeilda í víkjandi skul dabréfum sem hafi myndað hluta af eiginfjárgrunni Kaupþings samkvæmt 6. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002. Samkvæmt 8. mgr. sömu lagagreinar, eins og hún var er atvik máls þessa áttu sér stað, hafi verið heimilt að flýta endurgreiðslu víkjandi lána að ósk lán taka, enda lægi fyrir samþykki Fjármálaeftirlitsins og slík endurgreiðsla hefði að þess mati ekki óviðunandi áhrif á eiginfjárstöðu lántaka. Niðurstaða Hæstaréttar laut því að skýringu þess hvort greiðsla teldist r. laga nr. 21/1991. 72. Að mati dómsins hefur endurupptökubeiðandi ekki fært rök fyrir því að málsatvik hafi ekki verið nægilega skýr eða tilgreint hvaða upplýsingar um málsatvik myndu leiða til annarrar niðurstöðu um verður séð að skjal þetta sem sýnir færslur með viðskipti í víkjandi skuldabréfum, sem endurupptökubeiðandi leggur fram máli sínu til stuðnings, fái nokkru breytt í þeim efnum. 73. Með vísan t il framanritaðs verður endurupptökubeiðand i ekki talinn hafa leitt sterkar líkur að því að málsatvik , að þessu leyti, hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar eða muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki fallist á að þau gögn, sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram í málinu, geti að þessu leyti orðið til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, sbr. b - lið 1. mgr. 191. gr. sömu laga. 74. Í fjórða lagi re isir endurupptökubeiðandi kröfu sína á því að ályktun Hæstaréttar um lið 18(a) og 2(b) í skilmálum sé andstæð gögnum málsins sem leiði til þess að málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós. Ekki fái staðist að íslensk lög gildi um greiðslurnar. Endu rupptökubeiðandi telur túlkun Hæstaréttar á skilmálunum ranga. Niðurstaða réttarins um lagaskil sé bersýnilega röng sem hafi leitt til þess að greiðslunum var rift en samkvæmt enskum lögum sé útilokað að rifta greiðslum sem þessum þar sem um sé að ræða alvanaleg viðskipti. 75. Kaupþing bendir á að undir rekstri málsins hafi verið tekist á um hvers lands lög giltu um hinar riftanlegu ráðstafanir og hafi Hæstiréttur hafnað málatilbúnaði endurupptökubeiðanda. Endurupptökubeiðandi geri ekki tilraun til að upplýs a hvernig skilyrði 191. gr. laga nr. 91/1991 geti talist uppfyllt. 76. Fyrir Hæstarétti deildu aðilar um það hvers lands lög skyldu gilda um hinar riftanlegu ráðstafanir og var niðurstaða réttarins sú að um þær skyldu gilda íslensk lög. Úrlausn réttarins um la gaskil var ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2021 - 12 - háð lögfræðilegu mati. Ekki verður séð að neitt af þeim skjölum sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram fái neinu um það breytt. 77. Með vísan til framanritaðs hefur endurupptökubeiðandi því að mati dómsins ekki leitt líkur að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að við meðferð máls hans hafi málsatvik ekki verið leidd réttilega í ljós í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sem leitt gæti til breyttrar niðurstöðu í máli hans í mikilvægum atriðum. Þá hefur endurupptökubeiðandi heldur e kki leitt líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik gætu leitt til breyttrar niðurstöðu í máli hans í mikilvægum atriðum í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 78. Af öllu framansögðu leiðir einnig að ekki þarf að taka afstö ðu til þess hvort uppfyllt séu skilyrði 191., sbr. 193. gr. laga nr. 91/1991 , um að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi . 79. Samkvæmt framansögðu verður ekki fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Hæstaréttar 31 . maí 2018 í máli nr. 491/2017. 80. Gagnaðili krafðist fyrst við munnlegan mál flutning málskostnaðar úr hendi endurupptökubeiðanda en þeirri kröfu var mótmælt sem of seint fram kominni. Í þessu sambandi er þess að gæta að sú breyting varð með lögum nr. 47/2020, sem breyt tu lögum nr. 50/2016, að Endurupptökudómur tók við meðferð óafgreiddra mála frá endurupptökunefnd 1. desember 2020. Eins og fyrr segir gilda ákvæði laga nr. 91/1991 um meðferð þeirra endurupptökubeiðna sem Endurupptökudómur tók við frá endurupptökunefnd þa nn dag, sbr. 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016, sbr. lög nr. 47/2020. Í 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991, eins og henni var breytt með 9. gr. laga nr. 47/2020, kemur meðal annars fram að um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi, þar með talið um ákvörðun málskostnaðar, fari að öðru leyti eftir ákvæðum laganna. Þegar endurupptökubeiðandi óskaði eftir endurupptöku á dómi Hæstaréttar 31. maí 2018 í máli nr. 491/201 7 með beiðni til endurupptökunefndar 23. september 2019 fór um málsmeðferð fyr ir nefndinni eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og meginreglum stjórnsýsluréttar. Í ljósi þess að almennt geta aðilar stjórnsýslumáls ekki krafist kostnaðar af rekstri slíkra mála verður að telja að gagnaðila hafi ekki gefist tilefni til að krefja um greið slu kostnaðar af meðferð málsins fyrir endurupptökunefnd þegar hann skilaði athugasemdum sínum við endurupptökubeiðni 16. október 2020. Þá verður það ekki talið honum til vanrækslu að hafa ekki krafist málskostnaðar er hann skilaði inn athugasemdum 11. nóv ember 2021 við athugasemdir endurupptökubeiðanda 30. nóvember 2020 enda var þar aðeins að finna andsvör við nánar tilgreindum athugasemdum endurupptökubeiðanda. Af öllu þessu leiðir að um málskostnað í þessu máli fer samkvæmt ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91 /1991. Endurupptökubeiðanda verður því gert að greiða gagnaðila, Kaupþingi, málskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Beiðni BNP Paribas S.A. um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 31. maí 2018 í máli nr. 491/ 2017 er hafnað . Endurupptökubeiðandi, BNP Paribas S.A., greiði gagnaðila, Kaupþingi ehf., 1.500 .000 krónur í málskostnað.